Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 35

Morgunblaðið - 26.04.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 35 Kjartan Jóhannsson, alþm.: Miklar umræður hafa farið fram að undanförnu um stöðu fiskvinnslunnar í landinu. Hófust þær reyndar með álygum Alþýðu- bandalagsráðherranna um að rík- isstjórn Alþýðuflokksins hefði viljað skera niður afurðalán til sjávarútvegsins, sem varð nú reyndar til að uppmála þeirra eigin aumingjaskap. Þessar um- ræður allar um stöðu fiskvinnsl- unnar gefa tilefni til að stikla á fáeinum meginatriðum. Fyrst vil ég undirstrika þau meginsannindi sem allt of margir gleyma allt of oft, að einhver arðvænlegasti hagvaxtarbroddur- inn í íslensku efnahagslífi er í framþróun fiskvinnslunnar jafn- framt því að halda aftur af stærð fiskiskipaflotans. í samræmi við þessi sannindi fylgdi ég þeirri meginstefnu í málefnum sjávar- útvegsins að hamla gegn skipa- kaupum erlendis frá, en stuðla að endurnýjun, tæknivæðingu og framförum í fiskvinnslunni. Afurðalánin Víkjum þá fyrst aðeins að af- urðalánamálinu. Það kom vissu- lega til minna kasta, því að hinn 1. febrúar s.l. lagði Davíð Ólafsson seðlabankastjóri fyrir mig sam- þykktir Seðlabankans um lækkun afurðakaupahlutfallsins. Og það er vissulega rétt, sem Davíð hefur sagt, að ekki þurfi og ekki hafi verið leitað eftir samþykki ríkis- stjórnarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú, að ég þvertók fyrir þetta og Seðlabankinn virti það, enda vita allir að ekki kom til neinna breytinga þann dag né heldur nokkurn annan dag meðan ríkisstjórn Alþýðuflokksins sat að völdum. Þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og Alþýðubandalags- ins tók við, kynnti Seðlabankinn henni auðvitað hugmyndir sínar. Viðbrögð þeirrar ríkisstjórnar voru nú ekki meira afgerandi en svo, að Seðlabankinn lét til skarar skríða þegar hálfur mánuður var liðinn af stjórnartíð nýju ríkis- stjórnarinnar. Dálaglegur dómur um ríkisstjórnina, það! Eftir japl og jaml og fuður komst síðan ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og Alþýðubandalagsins að því, að hún geti nú hugsanlega haft einhver áhrif á málið, og síðan ræður ríkisstjórnin sér varla af sjálfsánægju yfir því að hafa náð samkomulagi við bankana um 75% áfram, eða í sama fari og ríkisstjórn Alþýðuflokksins hafði skilið við málið! í þessu sambandi má reyndar rifja upp, að í sambandi við vaxtabreytinguna 1. des. ritaði ég viðskiptabönkunum bréf, sem varðaði afurðalánin, en í því sagði m.a.: „Enn fremur beinir ráðuneytið því til viðskiptabankanna að hlut- fall þeirra lána, sem þeir bæta við endurkaupanleg lán út á útflutn- ingsafurðir verði rýmkuð um sem svarar 2% af endurkaupanlegu lánunum og jafnframt að þau fylgi jafnan uppfærðu andvirði endur- kaupanlegu lánanna." Þetta sýnir kannski betur en nokkuð annað, að hugur okkar stóð til þess að hækka þetta afurðalánahlutfall, en ekki lækka. Reglugerð um hækkun lánsf jár í fiskvinnslu Víkjum síðan að öðrum atriðum, sem varða framkvæmd þeirrar stefnu, að auka framþróun í fisk- vinnslu. Með reglugerðarbreyt- ingu voru auknar heimidir Fisk- veiðasjóðs til lánveitinga í fisk- vinnslu með því að hækka láns- fjárhlutfall og lengja lánstíma. Lánin til fiskvinnslunnar voru flokkuð í þrennt og gildir sú regla nú. í fyrsta lagi lán til byggingar- framkvæmda, í öðru lagi lán til meiriháttar vélakaupa og í þriðja lagi lán til ýmissa vélakaupa og hagræðingar. Varðandi lán til byggingar- framkvæmda er í þessari nýju reglugerð sérstaklega tiltekið, að þau nái til hráefnisgeymslna, til aðgerða til bættra hollustuhátta, til mengunarvarna og til þess að bæta aðbúnað verkafólks. Fram- kvæmdir af þessu tagi flokkast því samkvæmt hinni nýju reglugerð með sama hætti og nýbyggingar áður, þótt hér kunni að vera um breytingar og endurbætur að ræða á húsnæði, sem þegar er fyrir hendi. Markmið þessarar breyt- ingar var að greiða fyrir endur- bótum á þessum sviðum án tillits til þess hvort húsnæðið er nýtt af nálinni eða ekki. Þá var í öðru lagi lengdur hámarkslánstími úr 5 árum í 7—10 ár vegna kaupa á frystivél- um og frystitækjum, svo og til kaupa á vélum til fiskimjöls- vinnslu. Með þessu er greitt fyrir endurnýjun á úreltum tækjum af þessu tagi, sem eru í notkun mjög víða eins og kunnugt er. í þriðja lagi voru lán til 5 ára til kaupa á fiskvinnsluvélum, til hag- ræðingar vinnslurása og til ým- issa tækjakaupa og endurbóta. Það var nýjung að tiltaka þannig sérstaklega sem lánshæft að hag- ræða vinnslurásum, þar með tald- ar breytingar á húsnæði til að ná fram slíkri hagræðingu. Jafn- framt voru kaup á eftirlitskerfum og stýribúnaði sérstaklega tiltekin sem lánshæf, en undir það flokk- ast tölvuvogir og tölvubúnaður í eftirlitskerfum, sem vafalaust mun ryðja sér mjög til rúms nú í frystihúsum og enn fremur voru þar tiltekin stýrikerfi fyrir fiski- mjölsverksmiðjur, en hvort tveggja mun auka nýtingu og arðsemi. Jafnframt voru orku- sparandi aðgerðir gerðar lánshæf- ar samkv. þessum lið. Lán til tækja- og vélakaupa námu áður að hámarki 60% af kostnaðarverði, en voru hækkuð í 75% af mats- og kostnaðarverði. Stefnumörkun í lánaúthlutun Jafnframt því að gera þessar breytingar á reglugerð Fiskveiða- sjóðs til þess að stuðla að framför- um í fiskvinnslunni var lögð fyrir stjórn sjóðsins ákveðin stefnu- mörkun um lánaúthlutun. Þetta var gert með bréfi dags. 10. okt. ’79 þar sem segir m.a.: „Við stjórn fjárfestinga í fisk- vinnslu ber að hafa þau markmið að framkvæmdir séu arðsamar, stuðli að aukinni hagkvæmni í rekstri, bæti nýtingu hráefnis og mannafla, stuðli að orkusparnaði, jafnframt því að þess sé vel gætt, að á hverju landsvæði sé sem best samræmi milli veiða, vinnslu og mannafla, þannig að ekki sé stefnt að innflutningi starfsfólks á einu svæði á sama tíma og atvinna er ótrygg á öðrum landshornum. Til þess að ná þessum markmiðum er nauðsynlegt — að opinberir sjóðir láni ekki fé til nýbygginga eða stækkana fisk- vinnslufyrirtækja á stöðum þar sem nægur mannafli eða hráefni eru ekki fyrir hendi, — að haft sé eftirlit með nýtingu og framleiðni og séð um að framlög opinberra sjóða nýtist svo sem ráð var fyrir gert, — að reynt sé að gera fiskverk- endum kleift að hætta rekstri óhagkvæmra rekstrareininga og stuðlað sé að samruna fyrirtækja til aukinnar hagræðingar, — að fiskverkendur geti valið á milli tiltækra erlendra lána og lána úr Fiskveiðasjóði vegna kaupa á fiskvinnsluvélum, — að hluti Fiskveiðasjóðslána til fiskvinnslu verði aukinn mjög verulega, — að rýmkaðar verði lánareglur Fiskveiðasjóðs vegna lána til tæknilegra endurbóta og hagræð- ingar L fiskvinnslunni eins og reglugerðarbreytingin gerir reyndar ráð fyrir." Aukin lán til fiskvinnslunnar Eins og vikið er að í bréfinu, þá var gert ráð fyrir því að lánsfjár- hlutfall til fiskvinnslunnar verði mun hærra en verið hefur. Hingað til má segja að reglan hafi verið sú, að lán til fiskvinnslunnar hafi verið látin mæta afgangi. Til að ná fram breytingu á þessu var sú stefna mörkuð að ákveða skyldi fyrirfram hversu stór hluti lána færi til fiskvinnslu annars vegar og skipakaupa hins vegar, og tryggja þannig hlut fiskvinnsl- unnar. Til þess að fylgja þessari stefnu- mörkun eftir var tekið upp það nýmæli að fá fiskvinnsluna í lið með ráðuneytinu til þess að meta lánsfjárþörf fiskvinnslufyrir- tækja. Þetta hafði aldrei verið gert áður og lánsfjárþörfin í rauninni aldrei verið metin fyrr. Athugunin leiddi í ljós að til þess að mæta brýnustu þörfum fisk- vinnslunnar mundi þurfa að auka útlán úr Fiskveiðasjóði á árinu 1980 til fiskvinnslu upp í a.m.k. 7,5 milljarða kr. Yfirlit yfir lánsfjárþörf Fiskveiðasjóðs í samræmi við þessa stefnu- mörkun og á grundvelli þeirra athugana, sem gerðar höfðu verið, beitti ég mér fyrir því, að láns- fjármöguleikar Fiskveiðasjóðs til fiskvinnslunnar yrðu auknir og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þessum þörfum með sérstöku yfir- liti og skýringum, sem var svolát- andi: „Ný útlán Fiskveiðasjóðs árið 1980 þurfa a.m.k. að vera þessi: 7,5 milljarðar til fiskveiða 7,5 milljarðar til fiskvinnslu 15,0 milljarðar alls. Fjármögnun yrði eftirfarandi: milljarðar Framkvæmdasjóður 9,4 Erlend fjármögnun til innlendrar skipasmíði 5,0 Eigin fjármögnun 0,6 Alls 15.0 Lán til fiskveiða: 7,5 milljarðar eru algjört lágmark til þessa þáttar og allar áætlanir um lægri fjárhæðir eru óraunhæfar. Má m.a. færa fyrir því eftirfarandi rök: 1. Árið 1979 voru lánaðir 7 milljarðar til þessa þáttar, og var þó ekki um að ræða þenslu í skipasmíðum það ár. 2. Afkastageta skipasmíða- stöðva bæði til nýsmíði og breyt- inga eru um 2000 lestir á ári. Hver lest kostar í framleiðslu um 5 milljónir kr. Fiskveiðasjóður lán- ar 75% af matsverði, sem þýðir 7,5 milljarða til þessa þáttar og er þá ekki meðtalin endurnýjun á vélum og tækjum, sem ætla má að hafi verið um eða yfir 1 milljarður á s.l. ári. 3. Hér fléttast einnig inn erlend fjármögnun innlendrar skipa- smíði. En í fyrirliggjandi drögum er þessi þáttur óleystur. Fisk- veiðasjóður hefur þegar samþykkt erlenda fjármögnun til smíði 4 skipa og breytinga á 4 skipum. Má ætla að þau lánsloforð nemi um 4 milljörðum kr. og þar af komi um 3 milljarðar til útborgunar árið 1980. Ennfremur liggja nú fyrir um- sóknir um erlenda fjármögnun til nýsmíði 3 skipa, tveggja hjá Slippstöð Akureyrar og eins skips hjá Stálvík h.f. Ef þessar umsókn- ir yrðu samþykktar, en ekki virð- ast rök til annars, má gera ráð fyrir að þeirra vegna kæmu 2 milljarðar kr. til útborgunar árið 1980. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að sé eigi til fjármagn til nauðsynlegra skipalána, þ.e. til að halda eðlilegum verkefnum hjá skipasmíðastöðvunum þá hefur verið gengið á það fé, sem ætlað er til fiskvinnslu. Þetta má ekki endurtaka sig einu sinni enn. Þá ber einnig að leggja áherslu á, að í þessum áætlunum um lán til fiskveiða 1980 er ekki um að ræða neinn innflutning á skipum. Lán til fiskvinnslu: Slík lán Björk, 23. apríl. NU ER að ljúka einum snjólétt- asta vetri, sem hér hefur komið um árahil. Til marks um snjóleys- ið má geta þess, að sjaldan hefur þurft að moka snjó af vegum hér. Þá hefur oftast verið bílfært austur á Hólsfjöll, þó sá vegur sé lítið uppbyggður. Flestir vegir hér eru nú að verða þurrir og búið að hefla þá. Lítt hafa eigendur vélsleða verið hrifnir af snjóleysinu og hafa því orðið að aka sleðum sínum á bílum langar leiðir til að komast í snjó. hafa mætt afgangi hjá Fiskveiða- sjóði til þessa. Ljóst er að mjög nauðsynlegt er að koma á hagræð- ingu í frystihúsum bæði fjárhags- Iegri og tæknilegri, sem mundi stuðla að mun betri nýtingu hrá- efnis, meiri framleiðni og betri afköstum, auk bætts aðbúnaðar verkafólks. Aflað hefur verið á vegum ráðuneytisins sérstakra upplýs- inga hjá S.H. og S.Í.S. um áætlan- ir og þarfir frystihúsa í þessum efnum. Þær kannanir hafa leitt í ljós að til forgangsverkefna þ.e. fyrst og fremst tæknilegrar hag- ræðingar, og til að Fiskveiðasjóð- ur geti staðið við fyrirheit um lán, sem lofað var 1979 þarf 4.700 milljónir kr. til frystiiðnaðarins árið 1980, og er þá ekki gert ráð fyrir neinum nýbyggingum. Hvað varðar fiskimjölsverk- smiðjur þá eru þar eins og alkunn- ugt er brýn verkefni óleyst, sér- staklega hvað varðar fjárfestingu, sem mun stuðla að betri nýtingu hráefnis, mengunarvörnum og orkusparnaði. Til þessara þarfa er áætlað að þurfi 2.500 millj. kr. árið 1980. Til annarrar vinnslu, þ.e. salt- fiskvinnslu, skel- og rækjuvinnslu, eru áætlaðar kr. 500 milljónir og verður að telja þá áætlun í algjöru lágmarki. Til að stuðla að þeim fram- kvæmdum sem mjög brýnar verða að teljast þurfa lán til fiskvinnsl- unnar árið 1980 því í rauninni að vera sem hér segir: Forgangsverkefni og fyrirheit milljarðar til frystihúsa 4,7 til fiskmjölsverksmiðja 2,5 Önnur vinnsla 0,5 Alls 7,7 Þá er rétt að taka fram að þegar eru fyrirliggjandi umsóknir frá fiskvinnslunni um lán úr Fisk- veiðasjóði á árinu 1980, sem nema á annan tug milljarða." Lokaorð Vegna þeirrar umræðu sem hef- ur farið fram um stöðu fiskvinnsl- unnar og aukna framleiðni í henni, taldi ég rétt að gera með þessum hætti grein fyrir nokkrum meginatriðum, sem unnið var að til þess að endurvæða greinina. Er þá ýmislegt ótalið svo sem eins og ákvörðun um að undanþiggja að- gerðir til mengunarvarna í fiski- mjölsverksmiðjum sölugjaldi til ríkisins, en um tilhögun þess tókst samkomulag við fjármálaráðu- neytið. Ennfremur tókst að fá inn á fjárlög framlag til sjávarútvegs- ráðuneytisins til þess að beita sér fyrir sérstöku átaki til að auka vinnu- og rekstrarhagræðingu í fiskvinnslufyrirtækj um. Auðvitað eru þessar aðgerðir allar einungis spor á tiltekinni framfarabraut. Meira þarf til að koma, en ég vil vona, að t.d. þeim lágmarksskilyrðum um lán til fiskvinnslunnar verði a.m.k. full- nægt, svo mikilvæg sem fram- vinda í greininni er fyrir lífsaf- komu okkar allra, en ekki síst fyrir þá sem við fiskvinnslu starfa. Einnig hafa skiðaáhugamenn þurft að aka marga kílómetra af sömu ástæðum. Ekki hefur heyrzt að bændur hafi kvartað undan snjóleysinu, enda sumir búnir að beita fé í vetur og sparað hey verulega. Hér er nú að verða vorlegt við vatnið, tún byrjuð að grænka og farinn að heyrast fuglakliður. Segja má að snjór hafi hér horfið nú mánuði til sex vikum fyrr en síðastliðið vor. Vonandi verður komandi sumar öllum hagstæðara til lands og sjávar en það síðasta. — Kristján. Aðgerðir til að auka framþróun i fiskvinnslunni Snjóléttur vetur kveður og orðið vor- legt við Mývatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.