Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980
3
Ivan Rebrofí hefur sungið víða úti á landi að undanförnu,
hvarvetna fyrir fullsettnum samkomuhúsum og rúmlega það.
Þessi mynd tók Bæring Cecilsson í Félagsheimili Hólmara þegar
söngvarinn söng þar fyrir 600 áheyrendur.
Neskaupstaður:
Togararnir haf a
aflað mjög vel
Neskaupstad, 30. apríl.
MJÖG góður afli hefur verið hér
að undanförnu hjá togurunum.
Þeir hafa komið inn eftir sjö og
átta daga með 120—130 tonna
afla. Mikil vinna hefur því verið í
Fryistihúsinu og saltfiskverkun
og hefst varla undan að vinna
aflann.
Smærri bátar öfluðu vel um
daginn, en nú veiða þeir lítið. Veður
hefur verið mjög gott í vetur og
snjór vart komið í byggð. Vorið
heilsaði með sól og hita, frost er
löngu farið úr jörðu og í dag er
sólskin og 15 stiga hiti og menn
farnir að eiga við kartöflugarða
sína og einn sá ég vera að sá í dag.
Ekki veit ég til þess að sáð hafi
verið kartöflum svo snemma hér
fyrr.
— Asgeir.
Kaffisala hjá Svölunum
SVÖLUR, flugfreyjur núverandi
og fyrrverandi, bjóða almenningi í
dag að koma og drekka kaffi,
freista gæfunnar i happdrætti og
horfa á tizkusýningar, en ágóðan-
um af þessu verður varið til
hjálpar þeim sem geta ekki sjálfir
borið fram kröfur um bætt lífs-
kjör.
Svölurnar verða með kaffisöluna
í Súlnasal Hótel Sögu í dag og hefst
hún klukkan 14.00. Þar verður selt
kaffi og meðlæti og efnt verður til
happdrættis þar sem vinningar eru
meðal annars flugferðir og máls-
verðir á hótelum borgarinnar.
Þá munu flugfreyjur sýna tízku-
fatnað frá tízkuverzlununum Urði
og Lotus.
Svölurnar hafa á þessu starfsári
veitt þremur kennurum styrk til
framhaldsnáms í kennslu þroska-
heftra barna, samtals að upphæð
1200 þúsund krónur og næsta haust
er ætlunin að veita 2,5 milljónir í
sama skyni. Þá hafa um 2 milljónir
runnið til kennslugagnamiðstöðvar
Öskjuhlíðarskóla.
Nýtt bíó í Reykja-
vík með þremur
sýningarsölum
ÁRNI Samúelsson í Keflavík
hefur fengið lóð í Mjóddinni í
Neðra-Breiðholti fyrir kvik-
myndahús, og er ætlunin að
hefja byggingaframkvæmdir á
næstunni, að því er Árni sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. Árni rekur Nýja
Bíó í Keflavík, og fleiri fyrir-
tæki, og mun áfram reka kvik-
myndahúsið þar.
Árni sagði, að ekki væri búið
að gera teikningar að hinu nýja
bíói í Reykjavík enn sem komið
væri, en hafist yrði handa um
það á næstunni. Árni sagði hins
vegar að ætlunin væri að húsið
yrði um það bil eitt þúsund
fermetrar að stærð. Sagði hann
það verða staðsett í nýrri þjón-
ustumiðstöð í Mjóddinni, þar
sem Landsbankinn væri meðal
annars að undirbúa bygginga-
framkvæmdir. Árni kvað koma
til greina að í húsinu yrði einnig
önnur starfsemi, til dæmis á
jarðhæð, en það væri þó óljóst
enn sem komið væri.
Kvikmyndahúsið sagði hann
hins vegar verða í þremur sölum,
misstórum. Stærsta salinn sagði
hann væntanlega rúma 5 til 6
hundruð manns í sæti, annar
salurinn rúmaði þá um tvö
hundruð, og sá minnsti eitt til
eitt hundrað og fimmtíu manns.
Sagði hann reynsluna vera þá
erlendis, að hús af þessu tagi
gæfu betri raun en þau sem
hefðu aðeins einn stóran sal.
Væru til dæmis flest gömlu
kvikmyndahúsin í Danmörku nú
búin að taka þennan hátt upp.
Þá væri unnt að sýna myndirnar
með mun meiri hagkvæmni,
sýna þær fyrst í stærsta salnum,
en síðan koll af kolli niður í
salina eftir því sem aðsókn
minnkaði. Með þessu fengist það,
að hagkvæmni yrði meiri, og
eins væri unnt að láta góðar
myndir ganga lengur en ella.
Sýningarmaður verður aðeins
einn fyrir alla salina.
Kvikmyndir þær sem hann
kvaðst myndu sýna í þessum
tveimur kvikmyndahúsum
kvaðst Árni fá víða að. Hin
gömlu og grónu fyrirtæki í
kvikmyndaiðnaðinum sagði
hann ekki vera lengur alls ráð-
andi eins og var áður fyrr, og
væri því unnt að fá til sýningar
góðar og þekktar myndir án þess
að hafa slík umboð, sem flest eru
hjá hinum eldri og grónari
kvikmyndahúsum í Reykjavík.
Árni sagðist ekki geta sagt
nákvæmlega til um hvenær hið
nýja kvikmyndahús tæki til
starfa, en það yrði vonandi ekki
seinna en eftir eitt og hálft ár.
Samkvæmt því ættu Breiðhylt-
ingar og aðrir íbúar af höfuð-
borgarsvæðinu því að geta
skroppið í bíó í Mjóddinni haust-
ið 1981. — Ekki hefur enn verið
ákveðið hvað nýja bíóið mun
heita.
Póstur og sími hækkar um 15%
PÓST- og símamálastofnunin hef-
ur fengið heimild yfirvalda til að
hækka póst- og símagjöld frá og
með 1. maí og er hækkunin sem
næst 15%. Hækkun þessi er í
samræmi við forsendur fjárlaga.
Helstu breytingar á símgjöldum
verða sem hér segir: Söluskattur er
innifalinn: Stofngjald fyrir síma
hækkar úr kr. 76,575 í kr. 88,179 en
auk þess þarf að greiða fyrir talfæri
og uppsetningu tækja. Gjald fyrir
umframskref hækkar úr kr. 28,53 í
kr. 32,85, afúotagjald af heimil-
issíma á ársfjórðungi hækkar úr kr.
12,968 í kr. 14,944 og venjulegt
flutningsgjald milli húsa á sama
gjaldsvæði hækkar úr kr. 38,185 í
kr. 44,090.
Helstu breytingar á póstburð-
argjöldum eru þær, að burðargjald
fyrir almennt bréf, 20 gr., innan-
lands og til Norðurlanda hækkar úr
kr. 120 í kr. 140, til Evrópu úr kr.
140 í kr. 160 og fyrir bréf í flugpósti
til landa utan Evrópu úr kr. 250. í
kr. 290, gjald fyrir póstávísanir
innanlands og til Norðurlanda
hækkar úr kr. 280 í kr. 320.
HEIMSMEIST ARI
I TENNIS
Björn Borg, er nú aö láta setja upp fyrir sig MARANTZ
hljómtæki,
Björn Borg er einn hæst launaöi íþróttamaöur veraldar og getur
því valið óháö veröi.
Hann valdi MARANTZ þó eru MARANTZ hljómtækin á
mjögivægu veröi, sem flestir ráða viö — líka þú.
Ætlar þú aö gera góö kaup eins og Björn Borg?
MARANTZ frábær tæki á viöráöanlegu veröi.
Veröa til afgreiöslu fljótlega í Radíóbúöinni, Skipholti 19, Reykjavík
einkaumboö á íslandi fyrir MARANTZ
VERSLIO í
SÉRVERSLUN
MEÐ
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI
SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800