Morgunblaðið - 01.05.1980, Qupperneq 30
I
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1980
Efling iðnaðar á Suðurlandi:
Atvinnuþörf og atvinnu-
tækifæri næstu 10 árin
Ilér fer á eftir jómfrúrræða Sigurðar Óskarssonar (S)
á Alþingi um iðnþróunaráætlun fyrir Suðurland og
framtíðarhorfur í atvinnuuppbyggingu þess landshluta.
Iðnþróunaráætlun
Herra forseti. Á þskjali 324 hef
ég ásamt háttvirtum 9. lands-
kjörnum þingmanni, Guðmundi
Karlssyni, leyft mér að flytja
tillögu tii þingsályktunar um efl-
ingu iðnaðar á Suðurlandi. Mér
leyfi forseta hljóðar hún á þessa
leið:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um gerð
iðnþróunaráætlunar fyrir Suður-
land. Áætlunin verði stefnumótun
ríkisvalds og heimamanna um
framtíðarþróun atvinnulífs á Suð-
urlandi.
I áætlun þessari skal gerð grein
fyrir þörfinni á nýjum atvinnu-
tækjum á Suðurlandi næstu tíu
árin og hvernig hagkvæmast er að
mæta henni. Gerð skal athugun á
möguleikum starfandi atvinnu-
greina til vaxtar. Einnig skal
athuga ný iðnaðartækifæri sem til
greina koma á Suðurlandi.
I áætluninni skal bent á leiðir
til þess að efla iðnað. Gera skal
grein fyrir því hvaða þörf er á
framkvæmdum hins opinbera í
stoðkerfum atvinnulífsins, svo
sem orkumálum og samgöngumál-
um.
Byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins verði falið að
gera áætlun þessa í sem nánastri
samvinnu við Sunnlendinga. Til að
fylgjast með verkinu og móta það
verði skipuð áætlunarnefnd full-
trúum aðila vinnumarkaðarins og
samtaka sveitarfélaga á Suður-
landi."
Eins og fram kemur í upphafi
greinargerðar með þessari tillögu
þá hefur Suðurland ekki haldið
hlut sínum í heildarfjölda lands-
manna. Um síðustu aldamót
bjuggu á Suðurlandi 17% lands-
manna en árið 1979 aðeins 8.6% af
íbúum landsins eða 19.462. Þannig
hefur þróunin orðið í blómlegustu
landbúnaðarhéruðum landsins,
héruðunum sem meginhluti raf-
orku landsmanna er framleiddur í,
héruðunum sem eiga strendur að
einum auðugustu fiskimiðum ver-
aldar, héruðunum sem fætt hafa
og alið upp ungt fólk til þess að
flytja til þeirra annarra lands-
hluta sem lífvænlegri lífskjör hafa
boðið.
íbúafjöldi og
aldursskipting
Því hefur oft verið haldið fram
að landbúnaðarhéraðið Suðurland
haldi ekki hlut sínum hvað varðar
íbúafjölda vegna breyttra búskap-
arhátta og tæknivæðingar sveit-
anna. Að sjálfsögðu þarf nú færri
hendur til þess að sinna fram-
leiðslu landþúnaðarvara en áður
var. En það svar er ekki fullnægj-
andi og þéttbýlisstaðir á Suður-
landi hafa ekki megnað að byggja
upp vinnumarkað til þess að taka
við nema hluta þess unga fólks
sem komið hefur inn á vinnu-
markaðinn á síðustu áratugum.
Eins og fram kemur í töflu í
greinargerð með þeirri tillögu sem
hér er flutt, þá er skipting íbúa-
fjölda á Suðurlandi eftir þéttbýl-
isstigi þannig:
Jómfrúrræða
Sigurðar
Óskarssonar
á Alþingi
einfaldlega sú, að fólk hefur flutt
á brott frá þessum landshluta
margmöguleikanna vegna þess að
það hefur ekki fengist að nýta
þessa möguleika fyrir þá sem þar
búa. Fólk flytur frá þessum lands-
ir, sem sumir hafa viljað halda
fram að leysti allan vanda Sunn-
lendinga og því væri ástæðulaust
að hafa áhyggjur af atvinnuþróun
í þessum landshluta. Á árunum
1972—1977 fækkaði um 81 mann í
störfum við framleiðslugreinar á
Suðurlandi. Á sama tíma fjölgaði
slíkum störfum um 6.600 á landinu
í heild.
Heildarmannafli á Suðurlandi
hefur á fyrrnefndu 5 ára tímabili
aðeins aukist um 2.9% en á
landinu öllu um 12,3%. Aukning
mannafla á Suðurlandi á þessum
árum er nærri þrisvar sinnum
hægari en í nokkru öðru héraði
landsins (endurtek). Á þessu til-
tekna árabili 1972—1977, þegar á
Suðurlandi voru framkvæmdar
stórfelldar virkjana- og vatns-
miðlunarbyggingar, þá fluttu
burtu þaðan 888 menn umfram
aðflutta. Þetta er mesti byggða-
flótti á þessum tíma og jafngildir
hlutfallslegri fækkun íbúa um
4.4%.
Atvinnuvegir og
atvinnutekjur
Hvað varðar tekjuþróun á Suð-
urlandi, þá hefur hún verið mjög
óhagstæð undanfarin ár. Á töflu
sem fylgir greinargerð þessarar
þingsályktunartillögu kemur að
vísu fram, að Vestmannaeyjar
hafa hæstu meðaltekjur, en frá
1977 hefur fastalandið á Suður-
landi, Árnes- og Rangárvallasýsl-
ur og V-Skaftafellssýslur verið
allra landshluta verst sett hvað
meðaltekjur varðar. Og þótt með-
altekjur í Vestmannaeyjum hafi á
þessum árum verið háar þá er
ljóst að ekkert má út af bera hvað
aflabrögð varðar eða markaði
fyrir sjávarafurðir. Það atriði út
af fyrir sig hve vinnumarkaður í
Vestmannaeyjum er einhæfur og
að nálega öllu leyti tengdur útgerð
og aflabrögðum þarfnast sérstakr-
ar athugunar.
Á fimmta þingi Alþýðusam-
bands Suðurlands sem haldið var
á Hellu 10. og 11. febrúar 1979 var
Bæir með yfir 1.000 íbúa (3 staðir)
Þéttbýli með 200—1.000 íbúa (6 staðir)
Þéttbýli með innan við 200 íbúa (7 staðir)
Sveitabyggð
Alls
Hvers vegna
fólksflótti?
Nú hefur enginn reynt að halda
því fram, a.m.k. ekki mér vitan-
lega, að fólk flytji frá Suðurlandi
af ævintýraþrá einni saman eða
vegna þess að því líki ekki lands-
lag og veðurfar. Einhver hlýtur þó
ástæðan að vera. Og ástæðan er
Fjöldi
9.184
3.431
641
6.026
1^462
47.2
17.6.
3.3
31.9
100.0
hluta vegna þess að það eygir
annars staðar tryggari afkomu-
möguleika sér og sínum til handa.
Sú þróun sem ég hef hér bent á
varðandi íbúafjölda á Suðurlandi
hefur orðið hvað átakanlegust á
síðasta áratug þrátt fyrir veru-
legan vinnumarkað á hálendi Suð-
urlands við virkjanaframkvæmd-
samþykkt ályktun um atvinnumál,
sem er dæmigerð fyrir alla um-
ræðu og samþykktir á Suðurlandi
varðandi atvinnumál hér síðustu
ár, svo hljóðandi með leyfi forseta:
„Fimmta þing Alþýðusambands
Suðurlands telur, að á kerfisbund-
inn hátt og með öflugri sjóða-
myndun skuli unnið að eflingu
atvinnurekstrar og allsherjarupp-
byggingu í öllum héruðum lands-
ins þar sem skilyrði eru til
arðbærrar framleiðslu. Atvinnu-
fyrirtækjum og sveitarfélögum sé
jafnframt tryggð nauðsynleg fjár-
hagsaðstoð þegar tímabundið at-
vinnuleysi og efnahagsörðugleikar
steðja að. Fullt tillit sé ævinlega
tekið til félagslegra aðstæðna og
félags'egra viðhorfa.
Þingið telur, að á Suðurlandi
eigi auk þess að tryggja framfarir
í hinum hefðbundnu atvinnugrein-
um, landbúnaði og sjávarútvegi,
að leggja sérstaka áherzlu á stór-
átak við uppbyggingu hvers konar
iðnaðar svo sem hagnýtingu jarð-
varmans í Hveragerði til sykur-
hreinsunar úr melassa, jarðefna-
iðnaðar á þeim svæðum austan
fjalls þar sem skilyrði eru best,
stórauka vinnslu úr sláturafurð-
um heima í héraði og unnið verði
markvisst að aukinni hagnýtingu
sjávarafla með fullnýtingu alls
afla sem á land berst.
Þingið harmar þá þróun sem átt
hefur sér stað hvað varðar fulln-
aðarvinnslu landbúnaðarafurða á
Suðurlandi og átelur þá forystu-
menn bænda sem látið hafa ginn-
ast af sjónarmiðum sem stuðla að
auknu atvinnuleysi í landbúnað-
arhéruðum Suðurlands og fólks-
flótta til annarra landshluta.
Haldið skal áfram virkjunum
stórfljóta sunnlenskra héraða með
byggingu orkuvera sem verði hag-
kvæmur aflgjafi fjölþætts at-
vinnurekstrar á Suðurlandi. Unn-
ið verði markvisst að gagngerðum
endurbótum á dreifikerfi raf-
veitna á Suðurlandi og heimilum
séð fyrir nægri raforku á sann-
gjörnu verði. Tryggð sé næg raf-
*
„Hvað gerðu for-
eldrar þínir
Julius Tomin, tékkneski heim-
spekingurinn, sem hefur orðið að
vinna sem næturvörður í dýra-
garði í Prag síðan 1968, var enn
á ný tekinn fastur fyrir nokkru,
þegar hann var í þann veginn að
hefja fyrirlestur um Aristóteles
í einni málstofunni, sem hann
heldur heima hjá sér. Sex lög-
regluþjónar drógu hann út í bíl,
þá var hann yfirheyrður í tvær
klukkustundir í aðalstöðvum
lögreglunnar, þar sem sparkað
var í hann, honum ýtt um
gangana og loks kastað á kola-
þing. Að svo búnu sneri hann
aftur heim í íbúðina sína og hóf
kennsluna.
Tomin leitast enn við að njóta
frelsis í andans efnum, þrátt
fyrir handtökur, ofsóknir og
tilraunir til að loka hann inni á
geðveikrahæli. En það er ekki
eins mikið vitað um örlög ann-
arra fjölskyldumeðlima, sem fá
hlutdeild í refsingunni án þess
að vera endilega sammála mark-
miðum hans eða jafnvel skilja
þau.
Tomin býr í lítilli íbúð ásamt
konu og tveimur börnum. Lukasi
eftir Judith
Dempsey
syni hans, sem er sautján ára,
hefur af opinberri hálfu verið
meinað að komast í háskóla —
umsókn hans hefur þrisvar verið
hafnað. Þá hætti hann í skóla og
fór að leita sér að vinnu. Þegar
honum hafði alls staðar verið
vísað á bug í meira en hálft ár,
fékk hann vinnu á póstdeildinni
hjá rannsóknarstofnun — eitt af
þessum störfum, sem krefjast
engrar menntunar né ábyrgðar
og standa til boða börnum
þeirra, sem hafa aflað sér óvin-
sælda. Þegar hann byrjaði að
vinna í febrúar, gerðist eftirfar-
andi, með orðum hans sjálfs:
„Ég átti að vinna í dreifingar-
deildinni við að setja frímerki'á
umslög frá sjö á morgnana til
korter fyrir fjögur. Ég kom mér
fyrir á mínum stað við borðið og
byrjaði að vinna þetta tiltölu-
lega rólega starf. Éftir nokkrar
’68?“
klukkustundir kom yfirmaður-
inn og spurði mig: „Ert þú hér af
stjórnmálaástæðum ?“
„Afsakið?" sagði ég.
„Starfsmannastjórinn vill
hitta þig eftir þrjá daga vegna
ferilskýrslu þinnar, sem þarf að
fylla út betur. Þú mátt fara heim
núna.“
Þremur dögum síðar kom ég
aftur í fylgd vinar míns og beið
eftir starfsmannastjóranum.
Þegar hann sá, að ég var ekki
einsamall, sagði hann:
„Hvers vegna hefur þú tekið
þennan mann með þér? Þetta er
lokaður fundur."
„Ég veit ekki til, að um neitt
trúnaðarmál sé að ræða.“
„Heyrðu nú, það gengur ekki
að þú hafir vin þinn með þér. Ég
er ekki með ritara minn hér. Við
getum ekki talað saman svona."
„Hvers vegna á ég að koma
hingað í dag?“
„Ferilskýrslan þín er ekki
nægilega rækileg. Þú hefur ekki
fyllt út, hvað foreldrar þínir
voru að gera 1968,“ (þegar
Kremlstjórnin bældi Dubcek-
hreyfinguna niður).
Lukas Tomin: atvinnulaus.
„En það kemur starfi mínu
ekkert við.“
„Vertu ekki með barnaskap —
ferilskýrslan þín er ekki nógu
ítarleg."
„Ég fæ ekki séð af hverju —
það kemur mér ekkert við.“
„Sjáðu nú til, foreldrar þínir
eru forsenda þess, að þú fædd-
ist.“
„En ...“
„Fylltu út í reitinn um það,
hvað foreldrar þínir höfðust að
árið 1968.“
„En hvað kemur árið 1968
starfi mínu við og því að pakka
inn og setja frímerki á pakka?"
„Starfsfólkið hefur heyrt um
þig orðróm. Fylltu út þá þætti,
sem við á, annars færð þú ekki
þetta starf."
„Mér þykir fyrir því, en ég
ætla ekki að skrifa neitt, í mesta
lagi það eitt, sem kemur sjálfum
mér við.“
„Allt í lagi. Hugsaðu málið og
skilaðu mér skýrslunni aftur,
þegar þú ert búinn með hana.“
Seinna fór ég aftur með fer-
ilskýrsluna. Starfsmannastjór-
inn bað mig að fylla út þau
atriði, sem vörðuðu viðhorf for-
eldra minna til ársins 1968. Ég
sagði: „Ég get enn ekki fallizt á
þessa spurningu. Ég er að sækja
um vinnu hérna. Það er ég, sem
sæki um hana, en ekki foreldrar
mínir."
Starfsmannastjórinn leit á
ferilskýrsluna og sagði: „Ég sé,
að þú ert mjög þrjóskur. Það er
greinilegt, að þú virðir ekki
lögmál hins daglega lífs. Komdu
aftur eftir þrjá daga.“ Og þar
með var eyðublaðið mitt rokið út
í vindinn.
Lukas kom aftur eftir þrjá
daga og var rekinn. Engar skýr-
ingar voru gefnar. Síðan hefur
hann leitað sér að atvinnu ann-
ars staðar, en hann hefur litla
von um árangur. Hann hefur
sætt sig við að hverfa aftur að
einhvers konar óæðra tækni-
námi. Þegar því lýkur, er allt í
óvissu.
Ég spurði Julius Tomin, hvað
honum fyndist um meðferðina á
Lukasi. Hann svaraði: „Við vit-
um, hvað við getum átt í vænd-
um. Lukas er aðeins eitt af