Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Karl Kvaran í Asmundarsal Sýning Tryggva Ólafssonar Fyrir tæpu ári var Karl Kvar- an með mikla sýningu á Kjar- valsstöðum. Það voru eingöngu olíumálverk, er hann sýndi þá, en nú hefur hann tekið sig til og sýnir í Ásmundarsal við Freyju- götu, aðeins eitt olíumálverk en að auki tæpar þrjátíu myndir, unnar í svart/hvítu, þ.e.a.s. í kínversku bleki eingöngu. Þann- ig hefur Karl Kvaran löngum unnið, mjög þröngt og einatt einbeitt sér að vissu verkefni með öllum þeim þunga og mætti, er hann ræður yfir sem mynd- listarmaður. Fyrir marga, sem ekki eru nægilega málunum kunnir, hefur þessi vinnuaðferð Karls oft á tíðum virst nokkuð einhæf og því komið fyrir, að hann hefur verið misskilinn á þann hátt, að fólk hefur haldið hann einstrengingslegan og lítt aðgengilegan í list sinni. Þeir, sem á annað borð hafa fylgt ferli Karls og þekkja, hvernig hann vinnur, eru yfirleitt á annarri skoðun. Þeim finnst Karl Kvar- an hafa sýnt eindæma elju og krufið vissa hluti innan mynd- listar mörgum betur. Eitt er öruggt: Karl Kvaran er engin dægurfluga í listgrein sinni, og mætti margur hrósa happi að hafa að baki það starf, er Karl Kvaran hefur sýnt með þeim 12 einkasýningum, er hann hefur haldið, fyrir utan alla þá þátt- töku, er hann hefur átt í fjölda- sýningum á undangengnum ár- um. Það er ætíð viðburður, er menn á við Karl Kvaran koma fram með ný verk. Hann er sá meinlætamaður í íslands mynd- list, sem einna eftirtektarverð- astur er. Hann hefur helgað óhlutkenndri list krafta sína um langt árabil og þróað þá grein myndlistar í það veldi, sem aðeins örfáir ráða við. Hann heldur sínu striki í því umróti, sem samtíð hans hefur svo rækilega ruglað menn í ríminu með. Hann segir sjálfur, að hann hafi hjá sér enga þörf fyrir breytingar. Það sé mál hvers og eins að skipta um stíl og svo framleiðis. Eg tilfæri þessi um- mæli hér (eftir minni), því að ekki fæ ég betur sagt hug listamannsins eins og stendur. Myndbygging Karls Kvarans er svo hnitmiðuð í flestum verk- um hans, að vart verður fundinn snöggur blettur þar á. Á síðustu árum hafa ekki átt sér miklar breytingar stað á því sviði, en nú hafa komið fram ný viðhorf innan hins fastmótaða ramma. Það gefur auga leið, að eðli myndverks verður allt annað, er notaður eru aðeins hvítur og svartur litur. Þá reynir enn meir á hreyfingu og uppbyggingu formsins. Þá verður myndflötur- inn enn meira vandamál en ella. Litahljómarnir hverfa og eftir standa aðeins tvö hljóðfæri, eða þrjú: Formið, hvítt og svart sem litur. Það þarf víst ekki að útskýra það fyrir fólki, að eftir því sem hlutirnir eru einfaldaðir vex vandinn og áhrifin eftir því, er fyrirtækið tekst. En svo að allt komi heim og saman, þarf mikla leikni og mikið þrek. Sem dæmi um þetta mætti benda á nokkur verk á þessari sýningu Karls Kvarans í Ásmundarsal. Má ég nefna aðeins fáein: No. 6 Innhverfa, No. 9 Form og No. 18 Sveifluform. Éins og lesa má úr þessum línum, er ég mjög ánægður með þessa sýningu Karls Kvaran. Hann hefur aukið hróður sinn með því að sýna þessar myndir. Þetta framtak hans er bæði gleðilegt og fróðlegt, og munu fáir hafa vitað, að Karl Kvaran stundaði þá iðju að teikna með pensli í kínversku bleki á hvítan pappír. Er til vill mætti flokka þessa myndgerð Karls undir grafík hans. Auðvitað væri það öfugmæli, en þarna kemur samt fram hjá Karli hrynjandi forms og styrkur svarts og hvíts. Þætt- ir, sem eiga heima í teikningum sem þessum og einnig grafík að sumu leyti. Það mætti mikið og margt fleira segja um þessa sýningu, en látum þetta nægja í þetta málið. Fólk, sem unun hefur af mynd- list, ætti ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Þarns er á ferð Karl Kvaran eins og hann kemur sterkastur í ljós Óvenjulegur viðburður, serr margmenni ætti að fylgjast með Tryggvi Ólafsson er einn af yngri málurum okkar, sem veru- lega hefur sannað, hvað í honum býr. Hann hefur undanfarin ár haldið sýningar hér á landi og oftast, ef ég veit rétt, í Gallerí SÚM, meðan það hét og var, nú hefur hann fengið sér samastað í Listmunahúsinu við Lækjargötu. En sá staður er með þeim þokkalegustu, sem notaðir eru til sýningar á myndlist hér í borg. Maður verður meir og meir hrifinn af þessu húsnæði, og ég tala nú ekki um, þegar góð myndlist er þar á boðstólum. Það er ánægjulegt að kynnast þeim verkum, er Tryggvi Ólafs- son hefur haft heim með sér að sinni. Þar er um 45 listaverk að ræða, og flest eru þau unnin á striga með Akryl. Einnig eru þarna nokkrar klippmyndir og teikningar. Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Ég held, að fæstar þeirra sýninga, sem Tryggvi hefur haldið hérlendis, hafi farið framhjá mér, um sumar þeirra hef ég skrifað og stundum verið dús við produktið og svo á stundum verri viðureignar. En hvað með það, það sem liðið er kemur ekki í leitirnar aftur og Brian Pilkington heitir ungur Breti, sem sýnir málverk í MYNDHÚSINU í DJÚPINU í Hafnarstræti um þessar mundir. Þetta er önnur sýning, sem ég sé þarna í Djúpinu, og líkar mér þessi mun betur en hin, er ég sá þar. Það var Þjóðverji með grafík, en nú er eins og fyrr segir Breti þarna á ferð og sýnir málverk. Það munu vera 19 myndir á þessari sýningu, og þar af er eitt verkið í fjórum útgáfum, No. 15 Gömul kona. Þetta verk er dæmigert fyrir þá myndlist er Brian Pilkington stundar. Þar er ofið saman expressionisma og dálitlu af poppi, og óneitanlega kemur manni í hug, að hér sé á ferð sérstök kynslóð breskra málara, sem ætti þá að vera kennd við hinn fræga David Hockney. Það eru fleiri verk þarna, sem minna mjög á fyrr- nefndan málara, en ég held, að Brian Pilkington sé snjallari í litameðferð en sá er ég áður nefndi til sögunnar. Margt geðjaðist mér ágætlega á þessari látlausu sýningu. Að mínum dómi er þarna mjög þokkalegur listamaður á ferð. En engin veit ég deili á þessum Breta, nema hvað verk hans eru þarna í Djúpinu til sýnis og sölu. Er það ágætt, því að oft hefur á fjörur okkar rekið verri send- ingu. Með því besta af þessum 19 verkum, sem til sýnis eru, má benda á sérlega aðlaðandi litlar myndir, sem eru No. 6, 7 og 8. Það er mannlífið, sem vekur Brian Pilkington til dáða, og því hæfir sá myndstíll, er hann hefur valið sér, ágætlega fyrir listamanninn. Hann er hógvær í verkum sínum, og eins og ég hef áður minnst á, er hann ef til vill miklu betri listamaður en marg- ir þeir, sem meira hafa haft um sig. Því var það skemmtilegt að koma í Djúpið og uppgötva, að þar var á ferð frambærilegur málari með verk sín. Það eru nokkrar sýningar á ferð hér í borg þessa dagana. Þær eru furðu góðar í heild, en allar eru þær mjög fjarlægar í hugmyndafræði og útfærslu. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.