Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 29 Árni G. 85 ára í Það var mikil hamingja og uppörvun fólgin í því fyrir íslenska búfræðinga að hefja starf fyrir bændastéttina hér á landi á þriðja áratug þessarar aldar. Aldrei áður hafði á svo skömmum tíma verið brotið upp á svo mörgum nýjungum í málefnum landbúnaðarins eins og þá, nýj- ungum sem horfði til framfara fyrir bændur landsins og höfðu mikil áhrif á næstu áratugum og allt fram á okkar dag. Margir lögðu fram lið sitt í þessu efni, en ókrýndur foringi þeirra var án efa Sigurður Sigurðsson, áður skóla- stjóri á Hólum í Hjaltadal, síðar búnaðarmálastjóri. Einn í þessari sveit var Arni G. Eylands. Eftir búfræðipróf frá Hólum 1913 dvaldi hann við nám í Noregi og Þýskalandi og var meðal annars verkstjóri og bú- stjóri í Noregi 1915—1921. Var hugur hans og starf fyrst og fremst helgað bútækni og hvers- konar búnaðarvélum og verkfær- um. Frá Noregi kom Árni heim til íslands vorið 1921. Varð hann þá einn af starfsmönnum við Búsá- haldasýninguna, sem haldin var í Reykjavík þá um sumarið. Var hún mikið sótt af bændum, sem Eylands dag margir í fyrsta sinn fengu að sjá margs konar ný verkfæri, sem nota mátti við búskapinn. Þessi sýning var sótt af 5000 manns og hafði vissulega mikil áhrif á hug bænda til bútækni, ef til vill meiri áhrif en flestar aðrar sýningar, sem haldnar hafa verið hér á landi. Sama ár (1921) var fluttur inn Þúfnabani, lang stórvirkasta tæk- ið, sem hér hafði verið notað við jarðvinnslu. Var Árni valinn sem einn fyrstu stjórnandi þeirrar vélar. Sumarið 1921 var sléttað með vélinni 70 ha í nágrenni Reykjavíkur, en næsta sumar 116 ha. Fleiri þúfnabanar voru keypt- ir, sumir til Eyjafjarðar. Þúfnabanarnir skópu stórhug hjá bændum og öðrum ræktunar- mönnum og urðu fyrirrennarar dráttarvélanna, sem reyndust liprari og handhægari, einkum við minni framkvæmdir. Tveimur árum eftir að þúfna- banarnir voru teknir í notkun hér, voru samþykkt á Alþingi Jarð- ræktarlögin, sem með margs kon- ar breytingum gilda enn í dag. Með þeim var styrkur til ýmissa framkvæmda bænda aukinn til mikilla muna. I ræktun og bygg- ingum til sveita urðu nú stórstígar framfarir og miklu meiri en áður hafði þekkst. Árni G. Eylands fékk þvi strax nóg að starfa. Hann varð 1921 verkfæraráðunautur Búnaðarfé- lags íslands og naut tækniþekk- ingar sinnar í því starfi til 1937. Hann var um langt árabil formað- ur Verkfæranefndar (1921—1945) og á sama tíma starfsmaður hjá S.Í.S. Réði hann um þetta leyti miklu um það, hvaða landbúnað- arverkfæri og vélar voru fluttar til landsins og seldar bændum. Þótti bændum gott að fara eftir ráðum hans í þeim efnum, sem og í mörgu öðru. Þegar Áburðareinkasala ríkis- ins var sett á stofn 1929, varð Árni fyrsti forstjóri hennar og gegndi því starfi til 1945. Hann var einnig fyrsti forstöðumaður Grænmetis- verslunar ríkisins, en það fyrir- tæki var stofnað 1936 (til 1943). Árin 1946 til 1958 var Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík og ólaunaður starfs- maður við sendiráð íslands í Oslo 1960-1964. Árni er mjög vel ritfær. Hefur hann skrifað margar bækur og fjölda af ritgerðum í tímarit og blöð innanlands og utan (vafa- laust yfir 100). Stærsta ritverk hans er bókin „Búvélar og rækt- un“, sem kom út 1950 og var í fremstu röð bóka um það efni á Norðurlöndum, 475 bls. að stærð. Auk bóka hans og ritgerða um landbúnað, mest um verkfæri, tilbúinn áburð og ræktun, hafa komið út eftir Árna þrjár ljóða- bækur. Hann var ritstjóri búnað- arblaðsins Freys 1924—1925 og 1939-1945. Fyrir mikið og farsælt starf hefur Árni G. Eylands oftlega hlotið margskonar viðurkenningu. Hann er heiðursfélagi Þjóðrækn- isfélags íslands í Vesturheimi, Búnaðarsambands Suðurlands, búvísindafélagsins N.J.F. og Ark- itisk Forening í Tromsö. Þá hefur hann verið sæmdur Fálkaorðunni íslensku og riddarakrossi hinnar norsku St. Olavs orðu. Árni G. Eylands er fæddur á Þúfum í Óslandshlíð í Skagafirði 8. maí 1895. Kona hans er af norskum ættum, Margit, f. 5. ág. 1896, dóttir hjónanna Ingeborg og Eirik Larsson Fosstveit húsa- meistara og bónda að Sauda í Ryfylke. Hin stutta lýsing hér að framan á æviferli og starfi Árna G. Eylands sýnir, að skólaganga hans var ekki löng. því olli enganveginn áhugaleysi eða skortur á hæfileik- um til skólanáms, heldur var ástæðan fyrst og fremst sú, að hann vantaði fjármuni til þess að geta klofið langa og dýra skóla- vist. En þeim mun betur notaði hann fræðslu í skóla lífsins. Hann hefur átt og á enn í dag mikið af ágætum bókum, sem hann hefur sótt menntun sína í. Og hann hefur ekki þurft að líta niður fyrir fætur sér, þó að hann hafi mætt mönnum, sem voru langskóla- gengnir og gátu sett á nafnspjöld- in sín háa titla um menntunarstig. Árni G. Eylands vann um 40 ára skeið mikið og gott starf fyrir íslenskan landbúnað. Honum not- aðist vel byrinn, sem þriðji ára- tugurinn gaf honum undir vængi. Honum voru fengin veigamikil verkefni og stundum settur í fremstu víglínu. Hann á því drjúg- an þátt í þeim miklu framförum, sem orðið hafa í íslenskum land- búnaði á tímbilinu 1920—1960. Eitt fyrsta kvæði, sem ég hef séð á prenti eftir Árna G. Eylands, birtist í Frey 19. árg. bls. 20. Mun það vera ort um það leyti, sem hann flytur heim frá Noregi 1921. Síðasta vísa þessa kvæðis er svona: Svo vil ég eyða ævidögum við önn og störf á feðragrund. Við hljóm af íslands æðaslögum jeg augum loka á banastund. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri. Um þessar mundir dvelst Árni sér til hressingar í heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Lestrar- og föndur- námskeiö fyrir 4ra—5 ára börn Byrjar 9. maí. Sími 21902. Ung barn-laus hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúö til leigu. Uppl. í s: 31795. Matreiðslumaöur óskar eftir vinnu. Uppl í síma 20952. Pípulagnir — s: 30867. Tek aö mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Ú—4822". Keflavík Eldra einbýlishús, steinsteypt, ásamt 85 ferm bílskúr á mjög góöum stað. Skipti á íbúö í Reykjavík kæmu til greina. 2ja herb. íbúð í tvíbýli á góöum staö. Sér inngangur. íbúð í mjög góöu ástandi. 3ja herb. íbúð í séflokki viö Mávabraut. 2ja herb. nýleg íbúö í fjölbýli, aöeins 6 íbúöir. Njarðvík 115 ferm efri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. Gott verð. 106 ferm neöri hæð í tvíbýli. Sér inngang- ur. Eignamíölun Suðurnesja Hanfargötu 57, sími 3868. sem ná frá gólfi til lofts eru komnar. Sendum í póstkröfu. Blómaglugginn, Laugavegi 30. Sími 16525. Bútasala — Útsala Teppasalan, Hverflsgötu 49, sími 19692. Dráttarbeisli og kúlur fr. aftanívagna, hjólhýsi, báta o.fl. Bátavindur m/sveif og ýmis verkfæri. Haraldur Snorrabraut 22. Ferguson 185 Til sölu er Ferguson 185 meö húsi árgerö 1975, keyröur 2.565 vinnustundir. Vélin er í góöu standi og útlit gott. Einnig er til sölu 70 tommu Howard jarötætari. Upplýsingar í síma 99-5815. IOOF 5 = 162587 = LOKAF. IOOF 11 — 1620508714 = 1f. Fíladelfía Gúttó Hafnarfiröi Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Söngur og vitnisburðir. Kvenfélagið Keðjan heldur fund kl. 20.30 aö Borgar- túni 18. Kynning veröur á garö- rækt, sýndar myndir og svaraö verður fyrirspurnum. Krossinn Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30, aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Frjálsir vitnisburöir. Allir hjartanlega velkomnir Kvenfélag Hallgrímskirkju Sumarfundur félagsins veröur í kvöld 8. maí kl. 20.30 í félags- heimilinu. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin. Samhjálp Almenn samkoma veröur í kvöld, aö Hverfisgötu 44 kl. 20.30. Söngur og vitnisburöir. Ræöu- maöur Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur haldin í safnaöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Halldór S. Gröndal. Fíladelfía Reykjavík Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Ræöumaöur Gunnar Lindblom. Kvennadeild styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Vorfundur félagsins verur aö Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 8. maí kl. 8.30. Á fundinum veröur Goða mat- arkynning undir leiösögn Jennýj- ar Siguröardóttur. Rætt veröur um sumarferöalagið. Mætum allar á þessum síðasta fundi fyrir sumarleyfi. GEOVERNOARFÉLAG ISLANDS raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Utboð Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir tilboð- um í byggingu áhaldahúss. Útboðslýsing og teikningar fást á bæjarskrifstofunni, Bolung- arvík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Bæjartæknifræðingurinn í Bolungarvík. Útboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu 16. áfanga dreifikerfis (miðbær). Útboösgögn verða afhent á skrifstofu hita- veitunnar, Hafnarstræti 88 b. frá 8. maí 1980 gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveitu Akureyrar þriðjudaginn 20. maí 1980 kl. 11-00. Hitaveita Akureyrar. Utboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboöum í lagningu dreifikerfis á Keflavíkurflugvelli 2 áfanga. Allar pípur í verkinu eru einangraðar stálpíp- ur í hlíföarkápu úr plasti Ö-25 til Ö-200 mm. víðar. Öll pípulögn er tvöföld og heildar- skurðlengd um 4,4 km. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja Brekkustíg 36, Njarðvík og á Verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9, Reykjavík gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 22. maí 1980 kl. 14.00. Verslunarhúsnæði óskast til leigu 40—80 ferm. Allir staðir í bænum koma til greina. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Verslunarhúsnæði — 6108“. íbúð óskast til leigu Einhleyp reglusöm eldri kona óskar eftir íbúö útaf fyrir sig í Reykjavík (ekki úthverfi) 2 herb., eldhús og bað, helst á hæð. Sem fyrst eða fyrir næstu mánaöamót. Vil borga vel fyrir góða, hlýja íbúð hjá heiðarlegu fólki. Fyrirframgreiðsla 2 mán. Uppl. í síma 33495. Til sölu Til sölu er vörubifreið Scania Vabis Super 50 árg 1971. Bifreiðin er í góöu ástandi. Uppl. gefur undirritaöur í síma 94-7113. Bæjartæknifræöingurinn í Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.