Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI 1980 Jón Sigurðsson, Kirkjubæ: Opið bréf til iðnaðarráðherra herra Hjörleifs Guttormssonar 20. apríl 1980 boðar Alþýðu- bandalag Héraðsmanna á Egils- stöðum, um orkumál á Austur- landi. Þar sem ég er mjög and- vígur bæði tilhögun fundarboða svo og málflutningi þeim sem þú og Kristján Jónsson fluttuð þarna, en þú æðsti maður orkumála og berð því ábyrgð á fundarsköpum og ykkar málflutningi, hlýt ég að beina athugasemdum mínum til þín. Þar sem okkur er nauðsyn á góðu samstarfi allra stjórnmála- flokkanna þá skyldu þeir allir standa á þessum fundi. Þá stóð í fundarboði að fyrirspurnir yrðu leyfðar. Það þýddi aftur á móti að umræður yrðu ekki leyfðar, og var slíkt síður en svo hvetjandi þess að fundurinn yrði sóttur. Þá síoð í auglýsingunni þessi klausa: Örugg orkuvinnsla á Austurlandi er for- senda framfara. Já, það varst þú sjálfur ráðherrann, sem og líffræðingur að mennt, þar að auki alinn upp á Hallormsstað, sem lést slík fundarboð frá þér fara. Enginn varnagli var sleginn fyrir því, að stærri hluti þeirrar orku sem þú ætlar að skapa hér, og sem Fljótsdalsvirkjun er kölluð eða öðru nafni Hvammsvirkjun, ryður úr vegi fyrirhuguðum fram- kvæmdum sem áætlaðar eru hér, og sú framkvæmd er vonandi á næsta leiti. En hún er fólgin í því að umskapa Fljótsdalshérað til stór aukinnar náttúrudýrðar. En forsenda þess að svo megi verða, Guðrún Jacobsen: Vegna umræðna, sem spunnist hafa utan um undirskriftir 46 menninganna, um að stjórn launa- sjóðs rithöfunda verði leyst frá störfum, langar mig að skrifa nokkur orð. Það hefur komið til tals að skyggnast í umsóknir þeirra rit- höfunda, sem ekki fengu starfs- laun í ár, til að hafa einhverja viðmiðun verði ritverkin lögð á vogaskálar þeirra sem fengu og þeirra sem ekki fengu. Þó nafn mitt sé á lista 46 menninganna sótti ég ekki um starfslaun að þessu sinni. Hins vegar er ég ekki í vafa um, að ef þingmenn leituðu fanga aftur í tímann, yrði það fróðleg lesning hafi liðnar umsóknir ekki verið kistulagðar. Hvað það snertir að stjórn launasjóðsins láti stjórnast af pólitískum hvötum úr einni eða annarri átt, læt ég þá um að svara sem leituðu undirskrifta okkar á þetta listamannatal. Þeir hafa þá innsýn í launasjóðinn gegnum árin, sem ég er alls ófróð um. Þá vil ég vísa því til föðurhús- anna að einstakir nefndarmenn séu persónulega hlutdrægir í út- deilingu sinni á þessum fjármun- um rithöfunda, broti af söluskatti bóka þeirra, eins og komið hefur fram á opinberum vettvangi, hvað snertir einn nefndarmeðliminn, Fríðu Sigurðardóttur. Hún hefur ekki, að ég hygg, að íhuguðu máli, hyglað sínu venzlaliði í ríkari mæli en þeir valinkunnu nefnd- armenn, sem áratugum saman sátu í úthlutunarnefnd lista- mannalauna og veittu af mikilli rausn ... Nú nú. Þá vil ég nota þessa tækifærisgrein til að lýsa yfir eindreginni samúð með þeim „kammerötum" mínum innan Rit- höfundasambandsis, sem hvorki geta né vilja gera neitt annað en skrifa bækur og búa þess vegna er að allt jökulvatn hverfi af Héraði. Fljótsdalshérað gæti orðið dýrmætasta fiskeldissvæði hér á landi og þó víðar væri leitað (kannski í allri Evrópu), ef réttum skilyrðum yrði fullnægt. Grund- vallaratriði þess er að Jökulvatnið hverfi úr Lagarfljóti. Jökulsá í Fljótsdal skal því stefnt suður á bóginn, en þar mun um þrjár leiðir að ræða. Trúlega gefur einhver þeirra virkjunaraðstæður með notkun lóns á Eyjabökkum. Ekki væri ólíklegt á vallinni suður leið, mætti ná hliðar vötnum í einn og sama farveg, til að tryggja meira vatn, en minnka rennslið frá lóninu sem annars kæmist í þrot lengri eða skemmri tíma, vegna þess að jökulsá þornar með öllu á köflum. Jökulsá í Fljótsdal er með réttu talin bölvaldur hér- aðsins. Þennan bölvald vilt þú ekki fjarlægja en með því móti, vilt þú hindra stórfellda og víðtæka framtíðarfarsæld fyrir Hérað og alla sem þar búa. Ef þú herra ráðherra vilt knýja fram framkvæmd Fljótsdalsvirkj- unar verður manni á að álykta, að þú hafir ákveðið að fórna Fljóts- dalshéraði í þeim tilgangi að skila í þjóðarbúið, þeirri raforku sem nokkrir menn eru búnir að ræna þjóðinni og afhenda Svisslending- um og Norðmönnum. Ég skora á alla íbúa Fljótsdalshéraðs að hindra þetta illvirki. Hver íbúi Fljótsdalshéraðs sem ekki skilur við sífellt öryggisleysi í fjármál- um líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar á þessum síðustu tímum þegar flest er á hraðri ferð að veizlu- borði andskotans — hvað sem þeir nú heita allir saman, og óttast að eigin sögn að vera varpað út í ystu myrkur. Mér finnst jafnvel að „hugsjónaframleiðendurnir" eigi að vera á föstum launum eins og hverjir aðrir opinberir rikis- starfsmenn, með tilheyrandi fæðuhýru og verkfallsrétt... Á hinn veginn er ég alfarið á móti því, eins og Jón úr Vör í Morgunblaðinu í dag, að þrengja hringinn í baráttunni um brauðið. Fella til dæmis niður 2 mánaða launin. Einhvern tímann koma þau kannski ríflega til manns aftur, líkt og í ævintýrinu um strákinn sem hélt af stað með gjafakú til kóngsins, og þá vega þau máski lítillega á móti sívax- andi félagsgjaldi Rithöfundasam- bandsins. Það er núna 30 þúsund krónur, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi síðastliðinn laugardag nema einu. Maður á fullt í fangi með að sjá fyrir sjálfum sér og sínum eins og annað láglaunafólk. Meðal annarra orða. Sú at- kvæðagreiðsla fór fram með slíkum hraða, að minnti á svangan uppboðshaldara að flýta sér í niðurgreiddar ríkiskrásir. þýðingu þess, að losna við jökul- vatn af Héraði, er ekki fær um að eiga hér heima. Burt með jökul- vatn af Héraði skilyrðislaust. Herra ráðherra, ég hef fyrir nokkru sent þér orð, að mig vantaði að tala við þig. Nú hefur ekki af þessu orðið. Þess vegna neyðist ég til að skrifa þér nokkuð af því sem ég hefði rætt við þig. Til þess eru víti að varast. Eg minni þig á Kröfluhneykslið. Ég minni þig á Lagarfosshneykslið, sem þó minna hefur verið talað um. Getur verið að þú ætlir ekki að vara þig á því, að vera ekki viðriðinn, því síður æðsti maður þess sem kynni að bætast við. Jökulsárhneyksli á Eyjabökkum. Ekkert vatn næst til Eyjabakka- lóna annað en Jökulsá í Fljótsdal (hér getum við kallað hana Jök- ulsá á Eyjabakka). Er hugsanlegt að mögulegt sé að mynda svo vatnsmikið lón, að það brúi tvö til þrjú tímabil misjafnlega löng, en flesta vetur er enginn dropi kemur undan jöklinum (það er jökulsá þornar). 300 megawatta stöð stoppar. Hvaðan kemur orka í staðinn? Er ekki betra að virkja minna, en hafa það tryggt, en lofa Lagarfljóti að sleppa við glæpinn tengda við jökulsá í Fljótsdal. Kunnugt er um ýmsa virkjun- armöguleika á Austurlandi, sem kunna að hæfa betur þörfum okkar Austfirðinga í náinni framtíð. Sumir halda að það fylgdi í þessu sambandi mætti nú gjarnan fara að skyggna fleira en sendibréf 140 rithöfunda til Sveins Skorra Höskuldssonar til dæmis öll þessi félagsgjöld sem við nyt- samir sakleysingjar til sjós og lands erum alltaf að gjalda fyrir ekki neitt, allrahanda kröfuhöf- um, sérhagsmunasamtökum, sem orðin eru eins og mý á mykjuskán um landið vítt og breitt, til viðhalds skrifstofuliðinu þeirra og kjaftasamkundum! Þá get ég ekki annað en látið í ljós furðu mína á, hvernig í ósköpunum Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur hefur farið að því að ávaxta svo rækilega rittalenturn- ar sínar á undanförnum þremur árum, að bækurnar hans gefa af sér hvorki meira né minna enn 65 mánaðalaun menntaskólakennara í söluskatt til ríkissjóðs, eins og hann fullyrðir í annarri Morgun- blaðsgrein í dag — því þá er hann margfaldur metsöluhöfundur, og menn hafa nú verið auglýstir fyrir minna að minnsta kosti í Dagblað- inu. En Þorgeir Þorgeirsson hefur ekki, svo ég viti til, gefið út Harmsögu ævi sinnar. Hann hefur heldur ekki, að ég bezt veit, skrifað sig frá fortíð, sem hann þarf að skammast sín fyrir — og hann hefur heldur ekki glatt „bókmenntaþjóðina" með 2 punda jómfrúarróman um leitina að full- nægingunni. Hitt er annað mál, að vel getur verið að Þorgeir Þorgeirsson sé að vinna að þessum „prófverkefnum" öllum saman í hópvinnu, en það er prívatmál þeirrar launanefndar, sem veðjar á ókomin verk. Og hættið þið svo lærisveinar góðir, sem aldrei hafið minnst mín, að bítast um brauðið eins og soltnir rakkar. Það eru nógir um það samt að skemmta skrattan- um- Gleðilegar veitingar. því hagsæld að jökulsáin félli til uppistöðulóns áður en hún kemur í Lagarfljót, sem fyrirhugað er. Munurinn er aðeins sá að minni aur berst til Lagarfljóts á meðan lónið á Eyjabökkum er að fyllast, að öðru leyti er jökulvatnið óbreytt, grátt að lit, kuldalegt, lífvana og hrindir frá sér öllum sólarhita sem að bergvatnið tekur við og hitnar af. Sá hluti Lagar- fljóts sem er ofan við efri brú, öðru nafni Lögurinn, er um 52 ferkílómetrar og á verulegum kafla 120 metra djúpt. Hér er því um mikið ískalt jökulvatn að ræða, sem að staðaldri kælir loftslag Héraðsins, svo lengi sem við ekki höfum vit á að losa okkur við jökulvatnið. Orkumálin ein eru ekki forsenda framfara á Héraði einvörðungu, þó þau séu mikils- verð. Nýlega hefur alþingi samþykkt fjárveitingu til byggingu laxeld- isstöðvar á Austurlandi. Augljóst er að fjármagn þetta hefði ekki verið veitt, ef vatnasvæði Fljóts- dalshéraðs væri jafn stórkostlegt og það er. Þó því sé mjög vant án aðgerða. En þú herra ráðherra ert ekki fyrr búinn að samþykkja þessa fjárveitingu, en þú lætur í þér heyra að þú ætlir svo sannar- lega ekki að losa fljótið við jökulvatn. Þú sem sagt veitir með annarri hendinni en tekur með hinni. Svo lengi sem jökulvatn er ekki fjarlægt af Fljótsdalshéraði geta þeir peningar, sem þarna voru veittir, aldrei borið ávöxt. Mitt álit er líka það að þeir peningar, sem fóru úr ríkissjóði í laxastigann ávaxti sig ekki heldur af sömu ástæðu. Hér í námunda við okkur íbúa þessa Héraðs eru uppvaxandi meyjar tvær. Þær hafa hlotið nöfnin Bessí en hin Hvamms- surtla, en mikið og breitt bil er á milli þessara meyja, þó vegalengd- in sé stutt. Bessí er ein dásam- legasta ungmeyja þessa lands og mikið uppáhald. Bessí er prinsessa okkar Áustfirðinga. Eitt einkenni hennar er, að hún stígur svo létt niður að hún skemmir engan gróður, hvar sem spor hennar liggja. Já Bessí verðandi drottning vor allra Austfirðinga hefur mikl- ar áhyggjur út af landsspjöllum kringum hana undanfarin ár, af völdum vinnuflokka frá iðnaðar- ráðuneytinu. Telur hún skemmd- irnar á gróðri, tíu sinnum meiri en þörf sé á. En framhald af slíku næstu tvö ár, eyði öllum gróðri Fljótsdalsöræfa. Skorað er á iðn- aðarráðherra að taka í taumana gróðri til varnar. Þá hljóta allir Austfirðingar að skora á þig herra iðnaðarráðherra að krýna hana Bessí okkar til drottningartignar sem allra fyrst. Yður og birta og allur jákvæður kraftur mun henni fylgja. Allt öðru máli gegnir um hina meyjuna, Hvammssurtlu. Hennar slóð er dapurleg, já hin svartasta. Hún ræðst gegn öllu því sem heitir fagurt mannlíf. Byrjun- in er sú að hún ræðst á stórt landssvæði mjög grösugt og fag- urt. Landssvæði þetta heitir Eyja- bakkar. Það fyllir hún af ísköldu jökulvatni og þykku af leðju. Dagar hinna fjölskrúðugu grasa af þessu svæði eru taldir. Þarna hyggst hin viðbjóðslega ófreskja hafa byggt sér sterkt vígi, til þess að herja á fagurt Fljótsdalshérað og klekkja á íbúum þess, sem hún hatar mjög og hugsar að leika svo grátt sem hún getur. Enda mun kuldagustur mjög napur frá henni stafa, yfir Hérað og íbúa þess svo lengi sem hún ríkir. Kraftur hennar mun verða sálarlífi fólks þungur í skauti. Enginn ráðherra mun öfundsverður að veita þessari ófreskju sem illt eitt mun af stafa, brautargengi, Fljótsdalshérað get- ur hæglega verið sjálfu sér nógt hvað raforku snertir, og án þess að fremja nokkurt skemmdarverk út frá sér. Allir Austfirðingar geta líka haft nóg rafmagn frá sínu eigin svæði, og án þess að leggja skaðræðisbyrðar á Fljótsdalshér- að. Krafa okkar hlýtur að vera, burt með jökulsá af Héraði skil- yrðislaust, að minnsta kosti ef sú farvegsbreyting valdi ekki alvar- legu tjóni í öðrum byggðarlögum. Ég hefi rætt við þrjá sérfræð- inga um vatnasvæði Fljotdalshér- aðs mér til mikils fróðleiks. Það er: líffræðing, fiskifræðing og veð- urfræðing. Frá þeim fékk ég staðfestingu á því að krafa mín um það að Fljótsdalshérað sé losað við allt jökulvatn er rétt. Létu þeir í ljósi undrun sína yfir deyfð manna um þetta þýð- ingarmikla mál, sem hefði átt að vera komið í framkvæmd fyrir löngu. Nokkuð skal nefnt af því sem á vinnst við breytingu. í Lagarfljóti er lítill silungur, en hann mun á nokkrum árum aukast og margfaldast svo að eigi verði minni veiði í því en í Þingvallavatni. Hitastig fljótsins mun hækka um nokkrar gráður. Meðalhiti ársins við fljótið mun hækka. Allur gróður með fram fljótinu og í fljótinu sjálfu mun stór aukast. Skilyrði fyrir laxa- gengd og laxarækt stóraukast og verða hin ákjósanlegustu. Hátekj- ur af laxaveiði eru öruggar sé rækt við lögð, enda laxaeldisstöð að koma. Augljóst er að, sé ein keðja í smíðum hvort heldur hún er stærri eða minni má engan hlekkinn vanta. Fljótið mun fara seinna á ís að hausti, fer af ís af vori og oft að vetri losna, þó ekki verði við núverandi aðstæður. Líkur eru fyrir því sé tún minna en tvo metra yfir fljótsmál dragi úr kali. Kartöflu- og rófnaupp- skera verður betri. Meiri taða fæst fyrir hvern áburðarpoka. Skóg- arnir vaxa betur, en stór aukinn skógur þýðir aftur betra tíðarfar. Á hans svæði meiri og öruggari gróður og mun fljótari til á vorin. Fljótsdalshérað er mjög sólríkt og margur reynir sundsprett í víkum á Hallormsstað, en verða allir skyndilega við að snúa, eng- inn þolir kuldann. Ekki yljar sólin jökulvatn, öðru máli gegnir um bergvatn. Sé vatnið 2 metra djúpt eða minna og hrein möl í botni nær sólargeislinn grjótinu og hit- ar víkina á stuttum tíma. Víkurn- ar gerast því dýrmætur baðstaður. Hér er um tvo heima mjög ólíka að ræða. í góðu veðri staddur í nokkurri fjarlægð frá fljótinu, sýnist manni fljótið mjög fagurt, en þegar maður kemur niður að því, koma viðbrigðin. Það mæta manni ógnir og kuldi. Frá berg- vatni hlýja og unaður. Eftir breyt- ingu þá sem hlýtur að verða á Lagarfljóti. Við hugsum okkur sólríkan dag. Maður með þunga byrði leitar sér tómstunda við fljótið, léttast munu byrðarnar og sem betur fer sumar hverfa. Herra ráðherra óskir okkar um það að þú fengir þetta ráðherra- embætti frekar en önnur og frekar en aðrir, einmitt vegna þess að þú ert borinn og barnfæddur hér. Þá reiknuðum við með að þú myndir manna best skilja hvaða umbótum og framkvæmdum þér bæri að beita þér fyrir, Héraði og héraðs- mönnum til velfarnaðar. Ég skora á þig að láta ekki neina raforku berserki villa þér sýn, heldur bið ég þig góðfúslega að stíga ofan á þá. Þú hefur yfirtökin og í raun úrslitavaldið hvaða leiðir valdar eru í raforkumálum. Við treystum því að þrek þitt og manndómur bjargi Fljótsdalshéraði. Að síðustu þetta: Ég bið þér háttvirt- ur ráðherra minn allrar blessun- ar. Ég bið að þér og öllum samráðherrum þínum gangi sem best hverjum fyrir sig í sínu vandasama starfi. Ef þú herra minn Hjörleifur Guttormsson iðn- aðar- og raforkumálaráðherra ekki berð gæfu ti að snúast á sveif með okkur sem viljum og þurfum að allt jökulvatn hverfi af Héraði og gerist foringi þess sem æðsti maður. Þá mun ég með vitund allra landsmanna falla á hné og biðja drottinn sjálfan að fyrirgefa þér syndir þínar, því þú vitir ekki hvað þú gerir. Skrifað á Kirkjubæ í Tungu- hreppi 20. apríl 1980. Orð í belg launa- sjóðs rithöfunda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.