Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 3n«ristint>lflt>ib FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Iceland Seafood: 8% magnaukning og 15% verðmætaaukning - fyrstu þrjá mánuði ársins „EFTIR fyrstu þrjá mánuði ársins er um aukningu að ræða hjá Iceland Seafood; 8% aukn- ingu í seldu magni og 15% verðmætaaukningu í dollurum taiið,“ sagði Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri sjávar- afurðadeildar Sambandsins, er Mbl. spurði hann í gær, hver væri þróun mála á Bandaríkja- markaði hjá dótturfyrirtæki Sambandsins i Bandaríkjunum. Hagdeild VSI: 51% verðbólga 1. maí 1981 - ef samið er um óbreytt grunn- kaup og vísitölufyrirkomulag HAGDEILD Vinnuveitendasam- bands íslands hefur gert athug- un á verðbólguþróun út frá þremur forsendum við gerð kjarasamninga. Þorsteinn Páls- son, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Mbl. að loknum aðalfundi sambandsins í gær, að niðurstöður þessarar athugunar væru m.a. þær, að ef samið verður um óbreytt grunn- kaup og óbreytt vísitölufyrir- komulag verður verðbólgan 55% 1. nóvember og 51% 1. maí á næsta ári. Ef gengið verður að sameiginlegum kröfum ASÍ og kröfum sérsambanda um óskert- ar kaup- og ákvæðisvinnuálögur, verður verðbólgan 77% 1. nóv- ember n.k. og 94% 1. maí á næsta ári, en ef samið verður á grund- velli krafna VSÍ verður verðbólg- an 46% 1. nóvember og 35% 1. maí á næsta ári. „Þetta segir okkur, að kröfur Alþýðusambandsins myndu leiða til þess, að fljótlega á næsta ári yrði verðbólgan nálægt 100% og það er ástæða þess, að við neitum alfarið að ræða endurnýjun kjara- samninga á þessum grundvelli," sagði Þorsteinn. „Við teljum að þessi leið kalli í reynd á verulega meiri kjaraskerðingu launþega, heldur en sú leið, sem vinnuveit- endasambandið vill fara, þegar til lengri tíma er litið.“ Sjá kjaramálaályktun aðal- fundar VSÍ bls. 3. „Engu að síður teljum við mark- aðinn mjög erfiðan, samkeppn- in hefur harðnað mjög og óviss- an er mjög mikil,“ sagði Sigurð- ur, „þannig að við teljum óvíst, hvort myndin verður sú sama, þegar niðurstöður fyrstu sex mánaðanna liggja fyrir.“ „Öll sölumálin á Bandaríkja- markaði hafa verið endurskipu- lögð á síðustu 4-5 árum og það átak skilaði sér vel í söluaukningu 1979. Ég býst við, að við njótum ennþá góðs af þessu átaki,“ sagði Sigurður, er Mbl. spurði hann, hverjar hann teldi helztu ástæður aukningar hjá Iceland Seafood á sama tíma og minnkandi sala og samdráttur í rekstri hefur orðið hjá ýmsum öðrum fiskverksmiðj- um í Bandaríkjunum. „Árið 1979 stóð fiskréttasala í Bandaríkjunum í stað; magnið varð það sama og selt var 1978,“ sagði Sigurður. „Fiskréttasala Ice- land Seafood jókst þó á árinu um 14% að magni og flakasalan um 12%, en aukningin á innflutningi og neyzlu flaka í Bandaríkjunum var á bilinu 1-2%.“ Forseti íslands. dr. Kristján Eldjárn, ritaði í gær naín sitt í minningarbók um Tító íorseta Júgó- slavíu, en bókin hefur legið frammi í Hótel Borg sl. tvo daga. Hjá stendur Milutan Kojic, ræðismaður JÚgÓslaVÍU. Ljósm. Vlhl. ÓI.K.Mau. „Getur orðið til þess að draga verði úr framkvæmd- um við Hrauneyjafoss“ - segir Eiríkur Briem forstjóri Landsvirkjunar um niðurskurð á gjaldskrárbeiðni „ÞESSI hækkun er ekki nægileg, og mun valda auknum vanda síðar, og svo getur farið að draga verði úr framkvæmdum við Ilrauneyjafossvirkjun," sagði Eiríkur Briem forstjóri Lands- virkjunar í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær er hann var spurður álits á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leyfa aðeins 10% hækkun á taxta- verði Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkjunar hafði áður farið fram á 30% hækkunarheimild. Kafsnjór í Vestmanna- eyjum Vestmannaeyjum. 7. maí/ ÍBÚUM hér í Vestmannaeyjum brá heldur í brún er þeir litu út i morgun, hér var allt á kafi í snjó, þannig að illfært var um götur bæjarins. Það byrjaði að snjóa hér í gærkvöldi og því linnti ekki fyrr en undir hádegi í dag og var þá um 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu, auk þess sem á mörgum stöðum hafði fennt í skafla. Fólki gekk mjög erfiðlega að komast leiðar sinnar nema þeim sem hreinlega settu keðjur undir bíla sína, en fljótlega var þó hafist handa við snjóruðning þannig að greiðfært er hér um götur bæjarins. Það voru þó ekki allir sem tóku þessum veðrabrigðum illa. Yngri kynslóðin var fljót að kippa við sér og dró fram snjóþotur og skíði. Sigurgeir Eiríkur sagði ennfremur, að það væri mjög alvarlegt mál, ef draga þyrfti úr framkvæmdum við Hrauneyjafoss, ekki hvað síst með tilliti til þeirrar staðreyndar að í haust munu Vestfirðir tengjast kerfi Landsvirkjunar. Allt landið ætti því mikið undir því að virkjunin kæmist sem fyrst í gagnið. „Þá er það einnig okkar skoðun," sagði Eirikur, „að þó vandinn sé nú mikill, þá verði hann enn stærri ef vandamálinu er velt áfram án þess að það sé leyst." Eiríkur sagði þá hættu yfirvof andi, að lánveitendur hreinlegi gæfust upp á því að lána fyrirtæk inu. Hingað til hefðu þeir sýn skilning á vandamálum fyrirtæk isins, en að því kæmi að sí skilningur yrði að engu ef Lands virkjun yrði rekin með halla eim og gerst hefur undanfarin ár „Landsvirkjun er komin í stór hættulega stöðu gagnvart sínun lánsveitendum og er augljós hvaða erfiðleika það mun haf; fyrir fyrirtækið ef lánstraustii glatast," sagði Eiríkur að lokum. Rauðasandshreppur: íbúðarhús skemmd- ist mikið í eldsvoða - Fólkið bjargaðist naumlega vegna hávaða í reykskynjara Látrum. 7. maí. í NÓTT kom upp eldur i íbúðarhús- inu að Neðri-Tungu í Rauðasands- hreppi. Fólkið, sem allt var í fasta svefni, vaknaði við garg í reykskynj- ara, sem settur var í húsið í haust. Þegar fólkið vaknaði var eldur laus í eldhúsinu og var þá allt að fyllast af reyk. Gripið var til handslökkvi- tækja og símað tii slökkvistjórans. Ólafs Egilssonar, auk þess sem farið var eftir aðstoð á næsta bæ, Efri- Tungu. Egill Ólafsson kom fyrstur slökkvi- liðsmanna á vettvang á flugvallarbíln- um, sem er búinn slökkvibúnaði. Síðan dreif að fólk og tókst að slökkva eldinn mjög fljótlega. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni í uppþvottavél. Verulegar skemmdir urðu á húsinu, sérstaklega þó í eldhúsinu, og er það óíbúðarhæft sem stendur. Bóndinn, Árni Helgason telur ekk- ert vafamál að reykskynjarinn hafi þarna bjargað miklum verðmætum og fólkinu frá fjörtjóni og til gamans má geta þess að síðast liðið haust voru settir upp allmargir reykskynjarar víða um sveitina. _ Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.