Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 25 „Henni væri heims- endir fagnaðarefni“ Bríet Héðinsdóttir leikur Lóu og segir hún Lóu yfirfulla af lífsleiða og þreytu og að hún gangi upp í að sviðssetja harmleik lífs síns. „Hún daðrar, en trúir ekki á neitt. Henni væri heimsendir fagnaðar- efni. — Er Lóa til í nútímanum? „Já, það er áreiðanlega til heilmik- ið af slíku fólki og þá af báðum kynjum." Tómas er manngerð, sem var og er e.t.v. enn yfirfullur af fyrirætl- unum um hvað hann ætlar að gera á næsta ári, — eða þarnæsta, en aldrei verður neitt úr neinu. Tóm- as segir: „Ég hef alltaf ætlað að lesa Proust og ganga á Snæfells- nes með ferðafélaginu og ég segi við sjálfan mig: Það verður öðru vísi á næsta ári, eða þar næsta.“ Hann segir einnig að ekki sé um annað að ræða en vera við skál um „Lofaður sé Drottinn, því að hann hefir sýnt mér dásamlega náð í öruggri borg. Og ég hugsaði í angist minni: Ég er burtrekinn frá augum þínum. en samt heyrðir þú grátraust mina, er ég hrópaði til þín.“ Úr þessum línum Daviðssálma (31. 22—23) er heiti siðasta leiksviðsverks Jökuls Jakobssonar „I öruggri borg“ tekið. Leikritið, sem er annað framlag Þjóðleik- hússins í tilefni 30 ára afmælis þess, verður frumsýnt á litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Mbl. fylgdist með æfingu á leikritinu í fyrrakvöld og ræddi við nokkra leikara, leikstjóra og höfund leikmyndar. Gest ber að garði Dyrabjallan hringir — óvæntan gest ber að garði. Gunnar, skóla- bróðir og félagi húsbóndans, birt- ist eftir 10 ára veru í þriðja heiminum. Þeir léku sér saman, voru saman á síld, fóru saman til Kaupmannahafnar, útskrifuðust saman. Gesturinn og eiginkonan, Anna, ræða saman, hann lýsir ástandinu í þriðja heiminum, „ör- væntingin, hungrið, já, og flugurn- ar“. — Velferðarríkið er einnig inni í myndinni. Angist á bak við alla velmegunina þrátt fyrir sjúkratryggingar og atvinnuleys- isbæturnar, þriðjungur matvæla fer á haugana, firringin — „Ljóð- formið hefur ekki einu sinni tekið breytingum, það er ágætt dæmi um firringuna" segir Gunnar m.a. Gunnar er leikinn af Þorsteini Gunnarssyni. Hann segir um Gunnar: „Hann kemur frá þriðja heiminum þar sem næg verkefni voru fyrir hann, en við heimkom- una rekur hann sig á að velferð- arríkið á við önnur vandamál og kannske ekki minni að etja. Væru- kærðin — lífsfirringin smitar og hann verður makindalegur. Fyrir honum er bylting nauðsyn, en hann segir: „Bylting verður að fylgja föstum reglum, við viljum ekki byltingu, sem leiðir af sér upplaustn og stjórnleysi." Gunnar segir sögur úr þriðja heiminum, og hefur óskipta athygli hlustenda sinna. Ljósm. Mbl. Emilia. ræddar, en hvað með framkvæmd? Ástandið versnar, allt er komið á heljarþröm og „það þarf að gera eitthvað raunhæft". — En hvað? — og viljum við gera eitthvað, þó svo allt sé komið að endalokum. Atburðarrásin verður ekki rakin hér nánar, en margt undarlegt og óhugnanlegt gerist, sem leita verð- ur svara við — eða viljum við kannski engin svör? Lýsir heimi ________á yztu nöf____________ Leikendur eru fimm, auk fram- antaldra leikur Erlingur Gíslason húsbóndann Róbert, sem spilar stóra rullu í atburðarrásinni, þó mest sé á bak við tjöldin. Leik- stjóri er Sveinn Einarsson Þjóð- leikhússtjóri, leiktjöld gerði Balt- asar, en búninga Dóra Einarsdótt- ir. Lýsingu annast Kristinn Daní- elsson. „Jökull samdi „í öruggri borg“ 1977, en vann við breytingar á því allt fram til dánardægurs, sagði Sveinn. „Það hefur verið gaman að vinna við verkið og mér er heiður af því að leikstýra því. Ég þekkti Jökul vel og hann trúði mér fyrir þessu verki og einnig því fyrsta sem ég leikstýrði, en það var Sjóleiðin til Bagdad. Verkið ber einkenni þess að Jökull vann það á síðustu árum ævi sinnar. Þetta er sami fíngerði þráðurinn og hann notaði en þó eru í verkinu meiri upphafsstafir, ef svo mætti segja. Leikrit sem þetta hefði enginn skrifað annar en Jökull: í öruggri borg: Heimur á yztu nöf - en viljum við breytingar? Loforð Jökuls Anna og eiginmaður hennar, Róbert, búa, vægilega sagt, við sérstakt ástand. Anna er heima- kær og trú sínum manni, en er upprifinn við komu gestsins, sem henni finnst líkjast manni sínum í mörgu. Helga Bachmann leikur Önnu og sagði í viðtali við Mbl., að Anna hefði allt nema lífsfylling- una. „Hlutverkið er nokkuð erfitt" sagði hún aðspurð. „Stíll verksins er óákveðinn og ekki er hægt að segja að raunsæjar leiðir séu farnar." Þetta er fjórða verk Jökuls, sem Helga leikur í. „Ég þekkti Jökul vel og mér finnst að með þessu verki sé hann að koma með framhald vörðunnar, sem hann var byrjaður að byggja í áramót og sér liggi við að tárast í hvert skipti er hann tekur niður almanakið og setji upp nýtt. „Ég næ ekki sambandi við sjálfan mig“ er niðurstaða hans um vonlausar tilraunir sínar til að gefa lífinu innihald. Samband Lóu og Tómasar er yfirfullt af innihaldsleysi lífsins og eiturörvarnar ganga á milli þeirra, oft á kómískan hátt. Áreitni Lóu er þó afgerandi meiri. Boðskapurinn óhugnanlegur „Hann er ósköp venjulegur maður, sem tekur hlutunum“ segir Bessi Bjarnason um Tómas, en Bessi er í hlutverki hans. „Hann Síðasta leikhúsverk Jökuls Jakobssonar frumsýnt í kvöld „Viljið þið þá missa allt — minningarnar, draumana vonirnar?“ segir gesturinn Gunnar, þegar syrta fer í álinn. Við reynum að láta stefnuna speglast í leikmátanum og hann breytist eftir því sem á líður. Leikurinn lýsir heimi á yztu nöf. Boðskapurinn er varnaðarorð. Fljótum ekki sofandi að feygðar- ósi, mætti orða það. „Omega“ og _________tímaleysi____________ Baltasar sagði sviðssetninguna fyrst og fremst leita eftir inni- haldinu, þ.e. „omega" — endinum, dauðateygjunum. „Ég hefi reynt að skapa tímaleysi. Þetta er stórt svið, hér er allt sem peningar geta keypt, en þó allt dautt, enginn eldur í arninum, síminn dauður og atburðarrásin fellur inn í um- hverfið. Litla sviðið gefur möguleika, en skapar einnig vandamál. Áhorf- endur komast í nána snertingu, en þess í stað verða hlutirnir að vera raunverulegir. Sem dæmi um erf- iðleika því samfara má nefna að við vorum búin að leita að tígris- dýrafeldinum á gólfið um alla Evrópu, án árangurs. En að síðustu fundum við hann hér í Reykjavík — leituðum langt yfir skammt. Leikritið er, eins og áður segir, frumsýnt í kvöld, önnur sýning er á sunnudag. p_p Bakkus konungur hefur sín áhrif i söguþræðinum. Lóa, Bríet Héðinsdóttir, lengst til vinstri, þá Bessi og Þorsteinn í hlutverkum sinum, Helga Bachmann sem Anna lengst til hægri. verkinu Dominó. Hann gaf okkur þá loforð, sem hann efnir í þessu verki." Heimilisvinir koma í heimsókn, hjónin Lóa og Tómas. Þau eru fulí forvitni að frétta eitthvað nýtt. „Hér gerist aldrei neitt. Þú ert eins og hressandi gustur utan úr hinum stóra heimi" segir hún við Gunnar. Þó leiðist henni flest sem Gunnar gerir og segir. Hún er lífsleiðinn uppmálaður og virðist hafa reynt flest í lífinu í leit að einhverju, sem er svo kannski ekki til. tekur hlutunum og lætur kannski bjóða. sér of mikið. Tilgangur Tómasar? Höfundurinn skilur eft- ir svo marga lausa enda að það er erfitt að segja nokkuð um það. Boðskapurinn í leikritinu er óhugnanlegur, ef þetta er eitthvað sem á eftir að gerast." Einkalíf fjórmenninganna flétt- ast inn í atburðarrásina. Bakkus konungur er eilífur fylginautur með velkunnum áhrifum. Þjóð- skipulagið er rætt, Gunnar gefur innsýn inn í lífið í þriðja heimin- um. Byltingarhugmyndir eru Helga Bachmann i hlutverki sínu. Baltasar gerði leikmyndina. Sveinn Einarsson leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.