Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 33 Mand verðbólgukóngur OECD EFNAHAGS- og framfara- stofnun Evrópu, OECD, hefur að venju gert spá um verðbólgustigið í aðildar- löndunum á yfirstandandi ári. Þessi spá er gerð sl. haust eins og sést af þeirri tölu, sem notuð er um ísland, 42%, en engu síður gefur hún mynd af afstöð- unni milli landa. Nú er verðbólgustigið hér á landi að nálgast 70%, þannig að ólíklegt er, að nokkurri þjóð takist að slá okkur við á þessu sviði og við höldum því sæti verð- bólgukonungsins á lista OECD, sem fer hér á eftir: Sviss 3,5% Austurríki 4,5% Þýskaland 5% Luxemburg 5,7% Holland 5,75% Noregur 6,25% Belgía 6,25% Japan 7,25% Kanada 8,5% Ástralía 8,5% Svíþjóð 9% Bandaríkin 9,5% Finnland 10% Frakkland 11,5% Danmörk 12% írland 13,5% Spánn 14,25% Nýja-Sjáland 14,75% Bretland 15,5% ftalía 16,5% Portúgal 26% ísland 42% Fjárfesting í fiskiskipum FÉLAG dráttarbrauta og skipasmiðja hefur löngum bent á það, að meðan erlendir keppinautar íslenskra skipa- smíðastöðva hafi framleitt skip af fullum krafti fyrir íslendinga, hafi þeir aðilar, sem vildu fá skip smíðuð innanlands, þurft að heyja harða og oft vonlitla baráttu við opinbera aðila til þess eins að fá smíðasamningana samþykkta. Þessi mynd um fjárfestingu í fiskiskipum árin 1938—1978 segir meira en nokkur orð um innflutning fiskiskipa í hlutfalli við innlenda nýsmíði á þessu tímabili. Brúttó rúmlestir Bréfkorn Ágæti rithöfundur, Helgi Hálfdanarson. Úr því Morgunblaðið birtir bréf þitt til Dungals í dag með viðhöfn væri því kannske til trúandi að birta þetta bréfkorn mitt til þín einhvers staðar. Þú segir að íslendingar séu einkum frægir fyrir tvennt meðal þjóða heims og annað sé að geta ekki bragðað vín án þess að tapa velsæmisglórunni. Nú veit ég lítið um heimsfrægð en hitt veit ég að það er ekkert sérkenni íslendinga hver áhrif áfengi hefur á mannfólk. Það er a.m.k. samþjóðlegt og fjölþjóðlegt einkenni áfengis að það sviptir menn velsæmisglórunni, ef það er þá ekki alþjóðlegt lögmál. Eg hirði ekki að þessu sinni að fara að telja upp dæmi um áhrif áfengis meðal framandi þjóða, en þar hef ég þó af ýmsu að taka. Hér læt ég nægja að áminna um að vera ekki að vaða í blöð með svona vanhugsaðan þvætting. Leó Tolstoj og Jack London þekktu t.d. lítið til drykkjuláta á íslandi. En þeif vissu báðir um áhrif áfengis á venjulegt fólk. Vinsamlegast Halldór Kristjánsson Tímarit Gigtar- f élags Islands Blaðinu hefur borist tímarit Gigtarfélags íslands, 2. tbl. 2. árg. í tímaritið skrifar Magnús B. Einarsson læknir um endurhæf- ingu með íþróttum og íþróttir fatlaðra og Ingvaldur Benedikts- son um stofnun gigtarfélaga. Einnig er í tímaritinu sagt frá norskum rithöfundi, sem þjáðst hefur af gigt frá unga aldri, og greint er frá ferðatilboði Gigtar- félags íslands 1980. í tímaritinu er boðað til kaffi- og skemmtifundar, sem haldinn verður i samkomusal Domus Med- ica, Egilsgötu 3, Reykjavík, laug- ardaginn 10. maí. nk. kl. 15. Á fundinum verður boðið upp á góð skemmtiatriði og heimabakaðar kökur. Ágóði af skemmtuninni mun renna til stofnunar endur- hæfingarstöðvar fyrir gigtveika. (Fréttatilkynning). Bókageróarmenn Heilbrigöis- og hollustuhættir og tækniframfarir í prentiönadi Á yfirstandandi námskeiöi fyrir trúnaöarmenn neö- angreindra félaga koma tveir fulltrúar frá Grafiska Fackforbundet í Svíþjóö til aö fjalla um ofangreinda málaflokka. Fimmtudaginn 8. maí, kl. 13.30—18.00, veröur fjallaö um heilbrigöis- og hollustuhætti í prentiðnaði. Föstudaginn 9. maí, kl. 9.00—12.00 og 13.30—18.00 veröur fjallað um tækniframfarir í prentiönaöi og áhrif þeirra. Fyrirlesararnir eru Áke Rosenquist og Stig Vestberg og túlkur veröur Jóhanna Jóhannsdóttir. Á eftir veröa fyrirspurnir og umræöur. Ákveðið hefur veriö aö gefa fleiri félagsmönnum en trúnaöarmönnum tækifæri til aö hlýöa á umfjöllun Svíanna um þessi mál sem verður í ráðstefnusal Hótels Loftleiöa á ofangreindum tíma. Bókbindarafélag íslands Grafíska sveinafélagiö Hid íslenzka prentarafélag Prófessor Carl-Erik Thors frá Helsingforsháskóla heldur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30 og nefnir fyrirlestur sinn: „Svenskan í Finland. Dess varianter och stálling í samhállet.“ Veriö velkomin. NORRíNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS Útgerðarmenn — skipstjórar Kynniö yður veröiö á þorskanetum frá okkur, áöur en þér pantiö annarsstaðar kraftaverkanet frá Japan, og eingirnisnet. Veröiö er alveg sérstakt. Kristján G. Gísiason Hverfisgötu 6, sími 20000. V E RZLUNIN GEYSiBi AIGLYSINGA- SÍMLNN EH: 22480 NÝTT - NÝTT Vorum að taka upp nýjar gerðir af dömu- og herratréklossum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.