Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 41 félk f fréttum L "T* )bL Öllum þeim, sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu meö heimsóknum og á annan hátt, þakka ég af alhug og vinsemd. Sérstakar þakkir færi ég samstarfsfólki mínu hjá Hrafnistu. Fanny Þorbergsdóttir. Forseta- brúðkaup + í ÞESSUM mánuði mun forseti Haiti. hinn tuttugu og sjö ára gamli Jean-Claude Duvalier, ganga að eiga fráskilda konu að nafni Michelle Bennett. — Jean Claude, sem Vesturlandablöð kalla oft „Lilla Doc“ (Baby) er sonur Francois (Papa Doc) Du- valier. Tók Lilli við forsetaemb- ættinu af föður sínum. sem lézt árið 1971. — Hann hefur ekki áður gengið í hjónaband, en væntanleg forsetafrú á Haiti var áður gift kaupsýslumanni þar. Hún er tveggja barna móðir, og eru börn hennar ung að árum. Jean-Claude Duvalier Ég var aldrei í neinum vafa + HÉR má sjá fyrrum fjárlagaráðherra í stjórn Carters Bandaríkjaforseta, Bert Lance, og konu hans Le Belli yfirgefa réttarsalinn í Atlantaborg á dögunum, er fylkisdómstóllinn í Georgiafylki hafði sýknað hann af ákærum um bankasvik. Lance er náinn vinur Carters og þótti það talsvert áfall fyrir forsetann, er þessi náni samstarfsmaður hans og vinur var kærður. Þegar Lance og kona hans komu úr réttarsalnum, sagði hann við blaðamenn að þau hjónin væru vissulega ánægð með úrslitin. — Sjálfur var ég aldrei í neinum vafa um hver þau yrðu. — Ég vissi að ég var sannleikans megin í máli þessu, sagði Lance. Heilsar — Kveður + HOLLENDINGAR, sem nú eru 13 milljónir talsins, hafa fengið nýjan þjóðhöfðingja, sem kunnugt er af frétt- um. — Beatrix drottning, sem er 42ja ára gömul, tók við hásæti þjóðhöfðingj- ans af móður sinni Júlíönu drottningu, sem nú hefur dregið sig í hlé. — Myndin er tekin af mæðgunum er þær komu út á svalir konungshallarinnar í Amsterdam, að lokinni innsetningarathöfninni, sem fram fór í Nýju kirkjunni, sem er frá 15. öld og heitir á hollensku Nieuwe Kirk. Meðan á athöfninni stóð áttu lögreglu- menn fullt í fangi með að halda óróaseggjum í skefjum. Varð hún að grípa til táragass og beita vatnsbyssum gegn þeim. Konungsætt Beatrix drottn- ingar hefur setið á konungsstóli við Hollandi í 165 ár. Kennaraboð til Danmerkur Norræna félagiö danska og dönsk kennarasamtök bjóöa 18 íslenskum kennurum af öllum skólastigum til dvalar í Danmörku 13.—30. ágúst. Dvaliö veröur bæöi í Kaupmannahöfn og úti á landi. Dvölin í Danmörku og feröakostnaöur innanlands er ókeypis. Umsóknarfrestur til maíloka. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa Norræna félagsins í Norræna húsinu, sími 10165. Samatarfsnefnd Norræna félagsins og kennarasamtakanna. Nýkomin sending af hinum heimsþekktu, skosku alullarpeysum frá Pringle, unnar úr sérstaklega mjúkri ull (Lamaine). Bceði V-hálsmáls- og rúllukrágapeysur. Mikið úrval. Bankastrarti7 herrtr .húsiðy Aialstrætí4 ...hér er rétti staðurínn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.