Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 31 Útdráttur úr nýútkominni bók Richards Nixon: „Bandaríkin þjást ekki af ólæknandi sjúkdómi heldur frekar lævísri lömunarveiki“ EFTIRFARANDI er seinni hluti úrdráttar úr nýútkominni bók eftir Richard Nixon, f.v. forseta Bandaríkjanna, „The Real War“, sem er gefin út af Warner Books Inc. „Fimm ár eru liðin, síðan ég sagði af mér embætti forseta. Þegar ég hætti, átti ég eftir starf óklárað, sem var mér meira virði en nokkuð annað, sem ég hef tekið mér fyrir hendur: mótun nýrrar „undirstöðu að friði“, sem II gæti komið í veg fyrir styrjöld i| og um leið staðið vörð um öryggi vestrænna þjóða það, sem eftir er þessari öld. Síðan þá, hefur :g staða Bandaríkjanna í saman- : burði við Sovétríkin versnað til I| muna, og hættan, sem vofir yfir 1| vesturlöndum, hefur aukizt ’ verulega ... Aldrei fyrr hefur nokkur út- þensluþjóð verið eins vel vopnuð og Sovétríkin í dag, og vopna- ■ birgðir þeirra aukast tvisvar sinnum hraðar en birgðir Band- ■ aríkjanna. Það hvílir engin leynd yfir fyrirætlun Sovétríkj- í anna. Leiðtogarnir í Kremlin vilja ekki stríð, en þeir vilja r heiminn. Og þeir stefna hraðbyri að báðu, sem veitir þeim það, sem þeir sækjast eftir. A níunda áratugnum munu Bandaríkin í fyrsta sinn í nú- tíma sögu horfast í augu við tvo kalda raunkosti. Sá fyrri er, að við getum tapað, ef það kemur til styrjaldar. Og hinn síðari, sem er líklegri en hinn fyrri og næstum jafn svakalegur, er, að við getum tapað án styrjaldar. Hætta á kjarnorkutortímingu vesturlanda á seinni hluta þess- arar aldar er ekki eins mikil og sú, að við vöknum upp við þann vonda draum, að við verðum að velja milli tveggja valkosta: sjálfsmorðs eða uppgjafar — rauðir eða dauðir. Bandaríkin og vesturlönd standa frammi fyrir miklum tímamótum á næstu tveimur áratugum, þá verða afdrif kom- andi kynslóða og heimsins alls ákveðin ... Útþensla Sovétríkjanna og uppbygging herafla þeirra hefur verið stöðug síðan í seinni heimsstyrjöldinni ... Margir halda því fram, að bandarísk menning þjáist af ólæknandi sjúkdómi: að við séum vitni að endalokum vestur- heims. Sumir framámenn skoð- anamyndunar örvænta yfir þessu, en aðrir, sérstaklega inn- an svörtustu akademíu, líta á það sem rökrétta þróun, og nokkuð, sem hefur mátt búast við lengi, vegna þess að við höfum haft rangt fyrir okkur. Bandaríkin þjást ekki af ó- læknandi sjúkdómi, heldur frek- ar lævísri lömunarveiki, sem getur orðið ólæknandi, ef ekkert er að gert. Við getum lifað af, eflst, og unnið bug á sívaxandi hættu, sem ógnar öryggi okkar, með samstarfi við bandamenn okkar á vesturlöndum. Spurn- ingin er, hvort við kærum okkur um að nota getu okkar. Sú einfaldningslega hugmynd, að við getum staðið vörð um frelsi okkar með því einu að sýna góðsemi, er ekki bara hlægileg heldur hættuleg. Því fleiri, sem hallast að því, því meir freistum við árásaraðilans. Afganistan er í dag tilrauna- staður fyrir nýjan kafla í út- þenslu starfi Sovétríkjanna ... Þegar Rússar réðust inn í Af- ganistan í desember komst Rússland einu landi nær tak- marki sínu — og er nú í ógnvekjandi stuttu færi frá — höfn í arabíska hafinu, sem er opin allt árið, og yfirráðum yfir olíulindum við Persneska flóann. Austur Evrópa hefur ekki að- eins fallið undir kommúnisma heldur einnig Kína, Norður- Kórea, Víetnam, Kambódía, Laos, Afganistan, Ethiopia, Suð- ur Yemen, Angola, Mozambique og Kúba. Hingað til hefur ekkert land komizt undan oki kommún ismans, sem einu sinni hefur fallið undir hann. Kommúnismi ríkir nú í 21 landi. Veldi kommúnista breiðst út um allan heim og vesturlönd eruá undan- haldi. Sovétríkin munu hafa óneitan- lega yfirburði í kjarnorkuvopn- um, í herbúnaði á landi og standa jafnfætis bandaríkj- amönnum á legi árið 1985, nema Bandaríkin auki verulega út- gjöld sín til varnarmála. Ef við gerum ekki eitthvað strax, verða Bandaríkin og vesturlönd í meiri hættu en nokkru sinni fyrr um miðjan þennan áratug. Hinn mikli og kannski óyf- irstíganlegi munur, sem er á Sovétríkjunum og Kína er veik- asti punktur Sovétríkjanna. Þeg- ar fram í líður getur útþenslust- efna Kína ógnað vesturlöndum. En eins og er, óttast Kína Sovétríkin og þarfnast vestur- landa. Eðli Kommúnistakerfisins er annar veikur punktur. Engin þjóð hefur nokkurn tíma kosið að búa við kommúnisma. Engin þjóð sættir sig við kommúnist- astjórn, nema með valdi. Þriðji veiki punkturinn er sá, sem gæti komið vesturlöndum bezt: sú staðreynd, að kapítal- ismi virkar en kommúnismi ekki... Kerfi kapítalismans er byggt á efnahagslegri gróðahvöt. So- vézka kerfið er byggt á hernað- ar- og landfræðilegri gróðahvöt. Þegar Kremlin kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé meira að græða en tapa á ofbeldi, byltingu eða ógnun þá velur hún þann kostinn. Bandaríkin höfðu tíma til að jafna sig eftir flotaárásina á Peral Harbor og fengu langan frest fyrir yfirvofandi stríð. Við gætum fengið minna en 30 mínútna frest fyrir kjarnorkuár- ás á Pearl Harbor, og engan tíma til að jafna okkur. Við megum engan tíma missa. (Þýtt AB). Flóttamönnum frá Kúbu stöðugt Kúbanskir flóttamenn í Key West í Flórída. fjölgar Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington. STRlÐUR straumur flótta- manna frá Kúbu hefur verið til Key West í Florida undan- farnar vikur. Flóðbylgjan hófst með þvi, að um 10.000 Kúbanir réðust inn í sendiráð Perú í Havana í siðasta mánuði og báðust þar hælis. Fidel Castro samþykkti brottför flóttamannanna, en gerði lítið til að auðvelda brottflutning þeirra. Hann færðist þó allur í aukana. þegar Bandarikin hikuðu við að opna sínar dyr megnþorra flóttamannanna. Hann leyfir nú litlum bátum að leggjast að bryggju á Kúbu og nema flóttamenn á brott til Flórida. En hann gefur ekki stærri skipum eða flug- vélum lendingarleyfi á Kúbu og stendur nú í vegi fyrir brottflutningi karlmanna úr hópi 389 manna, sem leituðu hælis i bandaríska sendiráð- inu í Havana í síðustu viku. Flóttamennirnir sækja ekki um landvistarleyfi í Bandaríkjunum, áður en þeir fara frá Kúbu og koma því ólöglega til landsins. Stjórnvöld hafa vegna þessa hót- að eigendum bátanna, sem flytja þá frá Kúbu, háum sektum. En bátseigendur skeyta því engu og aðeins örfáir hafa verið sektaðir til þessa. Óveður hefur ógnað bátsflutningunum tvisvar, og nokkur dauðsföll hafa þegar átt sér stað. Stjórnvöld hafa því sent skip landhelgisgæzlunnar suður fyrir Florida til aðstoðar bátun- um og þau hafa komið upp flóttamannabúðum í Eglin flug- herstöðinni í norður Florida, þar sem aðstaða er fyrir þúsundir flóttamanna til viðbótar þeim 9.000, sem þegar hafa komið til landsins. Viðbrögð stjórnvalda og stefnuleysi hefur vakið undrun og gremju fjölmargra. í stað þess að taka við flóttamönnunum orða- iaust, þegar Castro leyfði báts- flutningana, hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt bátseigendur í orði, en aðstoðað þá í verki. Augljóst vantraust á Castro og ríki hans hefur snúist í höndum stjórnvalda í vörn á stefnu Bandaríkjanna í innflytjenda- málum. í stað þess að spyrja sjálft sig, hvers vegna svo margir vilja flytjast frá Kúbu, spyr nú fólk, hvers vegna Bandaríkin vilji ekki taka við þessum flótta- mönnum. Eftir byltinguna á Kúbu árið 1959, settist tæp milljón flótta- manna að á Florida. Flestir, sem starfa að bátsflutningunum nú, koma úr þeim hópi. Þeir flótta- mannanna, sem eiga ættingja í Florida, verða þar um kyrrt, en aðrir munu dveljast í flótta- mannabúðum, þangað til að geng- ið verður frá pappírum þeirra. Kúbanir hafa yfirleitt komið sér vel fyrir í Florida, og borgarstjóri Miami er úr þeirra hópi. Flótta- mennirnir, sem verða þar um kyrrt, ættu ekki að eiga í veru- legum erfiðleikum með að fá atvinnu eða venjast nýju um- hverfi. Hinir gætu átt erfiðara fyrir. Veruleg vandræði ríkja í efnahagsmálum Bandaríkjanna og atvinnuleysi eykst, en er þegar um 7%. Fjöldi Bandaríkjamanna ótt- ast, að flóttamannabylgjan auki á efnahagserfiðleika þjóðarinnar. Þeim stendur einnig stuggur af yfirlýsingum Castros um, að flóttamennirnir séu upp til hópa óuppdregnir glæpahundar. Þeir óttast, að óþjóðalýður frá Kúbu fái að ganga laus í Bandaríkjun- um, en yfirvöld hafa lofað vand- legri athugun á mannorði hvers einstaklings, áður en þeir fá landvistarleyfi. Einnig er bent á að brotið sé í bága við reglur Bandaríkjanna um hámarksfjölda innflytjenda frá hverju landi á ári með því að gefa kúbumönnunum dvalarleyfi. Það brýtur einnig í bága við reglur um meðferð ólöglegra inn- flytjenda og gæti leitt til breyt- inga á þeim. Útlendingaeftirlitið óttast mest áhrifin, sem þetta getur haft meðal ólöglegra inn- flytjenda frá Haiti. Fjöldi báta kemur þaðan á ári hverju til Florida, en fæstum farþeganna er veitt dvalarleyfi. Stjórnvöld gera greinarmun á flóttamönnum, sem flýja land af pólitískum ástæðum og þeim sem flýja af efnahags- ástæðum. Kúbanir falla undir fyrri gerðina, en Haitibúar þá seinni. Oft er þó erfitt að greina milli þessara tegunda flótta- manna og því gæti straumur Kúbumanna til Bandaríkjanna nú haft veruleg áhrif á innflytj- endastefnu Bandaríkjanna í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.