Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 14

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 Norðmenn taka Rússa Frá íréttaritara Morgunblaósins í Ósló. SOVÉZKIR fiskibátar hafa enn verið staðnir að ólögleg- um veiðum í norskri land- helgi. Strandgæzluskipið „Mögst- erfjord" kom nýlega að þrem- ur sovézkum togurum þar sem þeir voru að ólöglegum veiðum og þeir skáru togvírana áður en unnt reyndist að kanna veiðarfærabúnað þeirra. Norskur eftirlitsmaður var um borð í einum togaranna þegar höggvið var á vírana. Staðhæft er að möskva- stærð vörpunnar í einu skip- inu hafi verið aðeins 55 milli- metrar í stað 125 sem samn- ingar kveða á um. Norsk yfirvöld segja að upp- lýsingar strandgæzlunnar bendi til skýlausra brota á ákvæðum um möskvastærð. Yfirvöld líta það mjög alvar- legum augum að skorið var á togvíra því að það jafngildir eyðileggingu sönnunargagna. — Lauré. Framleiðsla stýri- flauga er WashinRton — AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hefur ákveðið að hafin skuli framleiðsla á svonefndum stýriflaugum (cruise missiles). Höfðu þá tekist samningar við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar um að þær skyldu framleiða allar flaugarnar 3418, sem áætlanir hafa verið gerðar um. Á fundi sínum í desember sl. ákváðu utanríkisráðherrar Atl- hafin antshafsbandalagslandanna, að stýriflaugar skyldu verða hluti af eldflaugavarnarkerfi bandalags- ins á meginlandi Evrópu til and- svars við kjarnorkueldflaugum Sovétmanna þar. Stýriflaugar eru að eðli litlar mannlausar flugvél- ar, sem knúnar eru þotuhreyfli. Eftir að þeim hefur verið skotið á loft má breyta stefnu þeirra og flughæð úr fjarlægð, flaugarnar draga um 2500 km. Misheppnuð bvlt- ingartilraun í Irak Símamynd AP. Afganskur flóttamaður ásamt syni sínum i Nangarharfjöllum á landamærum Afganistans og Pakistans, eftir flótta frá Afganistan. FRÉTTASTOFA Mið-Austur- landa í Kaíró hefur skýrt frá því um helgina að gerð hafi verið tilraun ti að steypa Saddam Hussein forseta íraks af stóli fyrir um það hil viku. Tilraunin Hætta frá njósnahnetti WashinKton. BANDARÍSKA utanríkis- ráðuneytið hefur gagnrýnt Rússa fyrir að skjóta á loít karnorkuknúnum gervihnetti svipuðum þeim og steyptist til jarðar á heimskautssvæðum Kanada fyrir tveimur árum og lýsti áhyggjum sínum út frá mannúðarástæðum. Rússar segja að þetta sé könnunargervihnöttur til nota yfir úthafssvæðum, en talið er að hann geti fylgzt með um- svifum bandarískra herskipa á Persaflóa. Aðfarir írana vekja viðbjóð Frá íréltaritara MorRunhlaðsins ()nnu Bjarnadóttur í WashinKton. MISIIEPPNUÐ tilraun Iianda- rikjanna til að hjarga gíslunum 50 í Teheran með valdi í síðustu viku er enn efst í huga handarísku þjóðar- innar. Jimmy Carter forseti varði tilraunina á fundi með frétta- mönnum á þriðjudagskvöld. Ilann sagðist vera mjög vonsvikinn yfir að hjorgunarferðin hafi mistekizt. en sagði. að það myndi þo vera enn verra. ef hún hefði ekki verið farin. Mikil óþolinmæði hafði gripið um sig hér, áður en tilraunin var gerð, með árangurslausar tilraunir Carters að frelsa gíslana með friðsamlegum hætti. Ferð herliðsins til íran hefur því fallið í góðan jarðveg, þótt hún hafi mistekizt. Meðferð ayatollah Khalkhali á leifum hermannanna 8, sem létust, eftir að hætt hafði verið við ferðina í árekstri þyrlu og flutn- ingavélar, hefur vakið fullkominn viðbjóð með þjóðinni. í sjónvarps- fréttum á sunnudagskvöld voru sýnd- ar myndir af honum gleiðbrosandi yfir líkum mannanna, en orðin ein voru látin lýsa því, þegar hann tók upp ólíka líkamshluta og hampaði þeim tii sönnunar illmennsku Banda- ríkjamanna. Carter sagði á fundi sínum, að þessar aðfarir sýndu bezt við hvers konar menn Bandaríkin ættu að etja í íran. Mikið er rætt hvað gerðist við björgunartilraunina, þegar 3 af 8 þyrlum ferðarinnar biluðu. Þetta hef- ur leitt til umræðu um ástand varnarmála Bandaríkjanna og sumir segja, að þetta sýni bezt, að allt of litlu sé eytt af almannafé til varn- armála. Carter og Harold Brown, varnarmálaráðherra, hafa báðir neit- að að það sé hægt að draga þá ályktun af ferðinni. Þeir segja, að aðstæðurnar hafi verið svo erfiöar, að það sé ekki að undra þótt þyrlurnar hafi bilað. Á þriðjudag kom í Ijós, að sandhlífar höfðu verið teknar af þyrlunum fyrir ferðina til að létta þær um 3%. Starfsmenn varnarmála- ráðuneytisins neita að það hafi haft nokkur áhrif á bilun þyrlanna. Fréttir herma að gíslarnir hafi verið fluttir úr sendiráðinu og dreift á ýmsa staði eftir björgunartilraun- ina. Starfsmenn Carters segja, að þetta sé góð þróun og það verði auðveldara að fá þá lausa nú. William Branigin skrifar í The Washington Post í dag frá Teheran, að þetta sé ekki talin heppileg þróun þar og gíslarnir séu í meiri hættu nú en áður. Það heyrist nú æ oftar, að rétt sé að Carter hverfi frá ákvörðun sinni að vera í Hvíta húsinu þar til gíslunum verður sleppt. Hann fór i fyrstu ferð sína síðan í nóvember á mánudag til að hitta hermenn sent særðust í björgunarferðinni og eru á sjúkrahúsi í Texas. Sagt er, að á meðan hann heldur sig innan veggja Hvíta hússins sé hann einnig gísl ofstækismann- anna í íran og þeir hafi þar með áhrif á stjórn Bandaríkjanna. ab. 32% kjósenda kunna að kjósa Anderson New York. AP. 32% Bandaríkjamanna segja að verið geti að þeir kjósi óháða frambjóðandann John Ander- son í forsetakosningunum i nóvember samkvæmt skoðana- könnun AP og NBC. 65% þeirra sem spurðir voru kváðust ekki vita nógu mikið um Anderson til að hafa skoðun um hann. 35% kváðust kannast vel við hann. 62% kváðu ólíklegt að þeir kysu hann og 6% voru ekki vissir. 42% óháðra kváðu líklegt að þeir kysu Anderson, 29% demókrata og 25% repúblikana. Af þeim sem þekktu Ánderson töldu 40% hann frjálslyndan, 29% sögðu hann hófsaman og 20% töldu hann íhaldssaman. 24% töldu Jimmy Carter forseta frjálslyndan, 34% hófsaman og 33% íhaldssaman. 20% töldu repúblikann Georg Bush frjálslyndan, 33% hófsaman og 37% íhaldssaman. 62% töldu Ronald Reagan íhaldssaman, 17% hófsaman og 14% frjálslyndan. Cronkite varaforsetaefni? Fréttaþulurinn Walter Cronkite, einn vinsælasti maður Bandaríkj- anna, segir í tímaritinu New Re- public að hann muni taka þátt í kosningabaráttu Andersons en seinna sagði hann, að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð. Haft er eftir Cronkite að hann muni fallast á tilnefningu í vara- forsetaframboð ef Anderson bjóði honum upp á slíkt. „Mér þætti það svo mikill heiður að verða beðinn um það að ég mundi ekki hafna því,“ sagði Cronkite. En seinna neitaði hann því harðlega að hann tæki í mál að gefa kost á sér. Cronkite mun láta af störfum á næsta ári eftir 30 ára feril hjá CBS. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði oft verið spurður hvort hann hefði ekki áhuga á stjórn- málaafskiptum en alltaf sagt nei. Samkvæmt skoðanakönnun 1972 hlaut Cronkite 73 stig á „traustsvísitölu", 17 fleiri en Rich- ard Nixon. Á árunum 1975—77 var hann tilnefndur einn af 10 áhrifamestu mönnum Bandaríkj- anna í könnun U.S. News & World Report. mistókst, en 137 hermenn féllu í átökum. Fréttastofan segir að tilraunin hafi mistekizt aðallega vegna samvinnuleysis milli tveggja sveita úr stórskotaliðinu, sem báð- ar ætluðu sér að ná yfirráðum yfir hernaðarlega mikilvægum svæð- um í höfuðborginni Bagdad án þess að hafa nokkur samráð sín í milli. Leiddi það til átaka og mannfalls á báða bóga. Hersveitir hliðhollar forsetan- um komu þá á vettvang, og tókst þeim að skakka leikinn og yfir- buga uppreisnarsveitirnar. Fylgir það fréttinni að fjöldi yfirmanna úr stórskotaliðinu hafi verið hand- tekinn. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.