Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI1980 Orlar ekki á vorkomu í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar Ágætu gestir, góðir félagar. Þegar við komum nú saman til aðalfundar, sem að vanda er haldinn í byrjun maí, er vor í lofti, en maí hefur heilsað með hlýjum dögum. Þannig er veðurfar í ár mun hlýrra en á sama tíma í fyrra, en þá var frost og kuldi. En hvernig er veðurfarið í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, ríkir þar í dag vorblíða andstætt því sem var á sama tíma í fyrrá? Því miður er ekki svo og eins og oft áður örlar þar ekki á vorkom- unni. Eins og málum er nú komið virðist bjartsýni um vorkomu vera meiri óraunsæi en skynsemi. Þegar við komum saman til aðalfundar fyrir tveimur árum, stóðu yfir pólitísk verkföll við vinnu við útflutning. I fyrra stóð yfir farmannaverkfall og hvernig er ástandið í ár? Samningar allra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hafa verið lausir frá áramótum og samningar opinberra starfsmanna við ríkið hafa verið lausir frá því á miðju síðastliðnu sumri. Þetta eru óvanalegar aðstæður, sem kalla á ábyrgð við samningagerð, en gefa jafnframt möguleika á sam- ræmdri niðurstöðu. Engum getur blandast hugur um, að þær ákvarðanir sem teknar verða með endurnýjun kjarasamninga hafa gífurlega þýðingu fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar. Viðræður um endurnýjun kjarasamninga fara nú fram við vaxandi verðbólgu og versnandi viðskiptakjör. Veru- legur halli er nú á viðskiptum við útlönd og horfur eru á að þjóðar- tekjur á mann muni minnka á þessu ári. Hagvöxtur hefur því stöðvast annað árið í röð. Þetta er sú staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Forn grísk goðsögn segir, að ef það takist að gefa óvætti nafn þá sé hálfur sigur unninn á henni og eftir það þurfi ekkert að óttast. Að vísu geti hún enn verið hættuleg en í stað óttans komi hæfileg virðing. Ein er sú óvættur, sem leikur lausum hala í samfélagi okkar, það er verðbólgan, en hún er svo geigvænleg að ekki hefur enn tekizt að gefa henni viðeig- andi nafn. Enn hefur enginn í alvöru þorað að leggja til atlögu við hana og er það jafnvel svo að sumir telja hana hina mestu blessun. Á meðan svo er er ekki von að vel fari. Ríkisstjórnir koma og fara, óvætturinn leggur þær að velli, hverja af annarri. Enginn hefur enn þorað að ráðast að óvættinni og meðan svo verður aukast vandamálin stöðugt. Taxtakaupið segir ekki alla söguna Eftir þennan inngang mun ég nú gera grein fyrir þróun kaup- gjaldsmála á árinu 1979. Kauptaxtar launþega hækkuðu að meðaltali á síðastliðnu ári um 43,7% frá árinu 1978, að undan- skildum töxtum sjómanna. Kaup- taxtar verkamanna hækkuðu um 42,2%, iðnaðarmanna 42,8%, verzlunar- og skrifstofufólks um 48,8% og opinberra starfsmanna um 43,4%. Ástæðan fyrir mismun- andi hækkunum kauptaxta er m.a. sú, að á síðastliðnu ári var aflétt lögum frá 1978 er takmörkuðu verðbætur á laun. Þessar ráðstaf- anir höfðu minnst áhrif á kaup- taxta verkamanna. Ennfremur urðu meiri hækkanir á launum verzlunarmanna en annarra árið 1979 vegna niðurstöðu kjaradóms. Ef aftur á móti er litið á greitt tímakaup verkamanna kemur í ljós að það hækkaði heldur meira en taxtakaupið á árinu 1979, eða um 43,5%. Greitt tímakaup iðnað- armanna hækkaði þó mun meira en taxtakaup eða um 46,5%. Skýr- ingin á þessum mismun á taxta- kaupi er ekki auðfundin, en hugs- anlegt er, að hún felist m.a. í að bónus hefur ; verið tekinn upp á mörgum vinnustöðum og launa- skrið hefur hugsanlega aukizt nokkuð. Samkvæmt niðurstöðum Kjararannsóknanefndar hélst kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu í stórum dráttum óbreyttur á árinu 1979 frá árinu á undan miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar. Hjá verkamönn- um rýrnaði kaupmáttur tíma- kaups í dagvinnu um 1,3%, hjá verkakonum um 0,4%, en stóð því sem næst í stað hjá iðnaðar- mönnum. I þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þeirra félagslegu umbóta sem til fram- kvæmda komu á síðastliðnu ári vegna 3% verðbótaskerðingar á laun í desember 1978. Meðal mánaðartekjur hjá heim- ilum verkamanna á árinu 1979 voru 560 þúsund krónur, en um 640 þúsund krónur hjá heimilum iðnlærðra og verzlunar- og skrif- stofufólks. Ef sleppt er áhrifum mismikilla yfirvinnutekna og árstíðasveiflna í tekjum má áætla, að meðaltekjur heimila verka- manna séu á mánuði, miðað við kaupgjald í maí 1980, nær 750 þúsund krónur og ríflega 850 þúsund krónur hjá heimilum iðn- aðarmanna og heimilum verzlun- ar- og skrifstofumanna. Með heimilistekjum er átt við sameig- inlegar tekjur hjóna og barna yngri en 16 ára, hvort sem þau vinna utan heimilis eða ekki. I maí 1980 eru 10% hjóna með tekjur undir 450 þúsund krónum, en aðeins hluti þeirra starfar þó á almennum vinnumarkaði. 30% hjóna hafa laun frá 450 upp í 785 þúsund krónur og réttur helming- ur hjóna hafa í þessum mánuði laun frá 785 þúsund upp í 1350 þúsund krónur á mánuði. Þessar tölur sýna að taxtakaup sem um er samið segir ekki alla söguna og að það sem kallað hefur verið lágtekjuvandamálið er e.t.v. ekki jafn umfangsmikið og af hefur verið látið. Miklar kostn- aðarhækkanir Þessu næst ætla ég að gera nokkra grein fyrir afkomu at- vinnuveganna. Afkoma fiskveiða í heild batnaði nokkuð á síðasta ári, en hafa verður í huga, að á árinu 1978 var halli á fiskveiðum sem nam rúmlega 6% af tekjum. Þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir á síðasta ári, sérstaklega á olíu, varð afkoman þá betri en oftast áður og má einkum rekja það til mikillar aflaaukningar á árinu. Áætlanir benda til að afkoma fiskveiðanna í heild hafi verið með bezta móti í upphafi þessa árs, en eftir síðustu tekjuákvarðanir í sjávarútvegi er um 1% halla í fiskveiðum í heild að ræða, þegar gert er ráð fyrir að svipaður afli fáist á þessu ári og því síðasta. Árið 1978 var afkoma frystiiðn- aðarins heldur betri en árið á undan. Á síðasta ári urðu hins vegar miklar sveiflur í afkomu fiskvinnslunnar. Fyrri hluta árs- ins vegnaði greininni fremur vel og réði þar mestu að framleiðslu- aukning var mjög mikil ekki sízt vegna loðnufrystingar og einnig hækkaði markaðsverð tvívegis á þeim tíma. Miklar kostnaðarh- ækkanir frá því um mitt ár, sem m.a. stöfuðu af viðbrögðum við rekstrarvanda útgerðarinnar ollu hins vegar umskiptum, sem komu fram í erfiðri stöðu frystingar síðari hluta ársins. Framan af þessu ári hefur frystiiðnaðurinn átt í miklum rekstrarerfiðleikum, loðnufrysting brást að mestu á vertíðinni, gengissig var afar hægt og kostnaður jókst langt umfram tekjur. Til að greiða fyrir Ræða Páls Sigurjóns- sonar for-, manns VSI á aðalf undi Vinnuveit- endasambands Islands ákvörðun fiskverðs var gengið fellt um 3% um mánaðamótin marz/apríl og síðan hefur verið ört gengissig. Staðan hefur því batnað nokkuð en þó er enn halli á frystingu sem nemur um 3% af tekjum. Hafa þá verið tekjufærðir tæpir 2 milljarðar úr Verðjöfnun- arsjóði sem er öll innistæða freð- fiskdeildar um þessar mundir. Á fyrstu 3 mánuðum þessa árs hefur orðið geysimikil fram- leiðsluaukning, m.a vegna mikilla þorskveiða, en á sama tíma hefur orðið samdráttur á sölu á okkar stærstu mörkuðum, bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. í Banda- ríkjunum hefur orðið mikill sam- dráttur hjá fiskstautaverksmiðj- um, sumar hafa lokað en aðrar stórfækkað fólki eða stytt vinnu- vikuna allt niður í þrjá daga. Árið 1978 var saltfiskverkun- inni erfitt. Afkoman batnaði á síðasta ári, enda var afli þá mikill og góður og var reksturinn í heild sem næst hallalaus, þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði. Verðþróunin á erlendum mörkuðum hefur að undanförnu verið hagstæðari á saltfiski en frystum afurðum. Kemur það glöggt fram í afkomu greinarinnar, en talið er að endar nái saman þegar á heildina er litið. Enn sem fyrr þurfa þó að koma til verulegar greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði eða um 2.500 milljónir króna á heilu ári þrátt fyrir hagstætt markaðsverð. Skreiðarverkun hefur undanfar- in misseri verið afar sveiflukennd þar sem sala til helztu markaðs- landa hefur verið stopul. Nú eru afkomuhorfurnar hins vegar betri. Mjölvinnsla hefur búið við þröngan kost síðustu ár. Þar sem þessi vinnslugrein byggir á mikilli olíunotkun, var síðasta ár afar erfitt, þar sem vinnslukostnaður jókst verulega umfram tekjur. Þegar við bætast aflatakmarkanir á loðnu, er ljóst, að rekstur verksmiðjanna stendur tæpt og ræðst að mestu af því magni sem fæst til vinnslu. Hvernig til tekst að hamla á móti innlendum kostnaðarhækk- unum, mun öðru fremur ákvarða hag fiskvinnslunnar á þessu ári. Tæp staða Verðjöfnunarsjóðs veldur þó nokkrum áhyggjum og veitir hann nú minna svigrúm en oft áður. Svo virðist sem framleiðsla iðn- aðarvara hafi aukist heldur minna á árinu 1979 en árið þar á undan. I heild má gera ráð fyrir að aukn- ingin hafi verið 3—4% á árinu 1979 og búast má við að áfram- haldandi aukning verði á þessu ári, sérstaklega í. útflutnings- greinum iðnaðar. Afkoma iðnað- arins hefur heldur versnað síðustu ár og má gera ráð fyrir að hagnaður á síðasta ári hafi verið nokkuð innan við 3%. Afkoma einstakra greina er þó mjög mis- jöfn. Hagur heimamarkaðs og viðgerðagreina hefur að jafnaði verið betri en þeirra greina sem byggja á útflutningi, en almennt efnahagsástand í landinu ræður mestu um hag þeirra. Miklar kostnaðarhækkanir á síðasta ári veiktu mjög stöðu útflutnings- greina iðnaðar, en ástandið var skást yfir sumarmánuðina, enda var gengissig þá mjög ört. Á síðasta ári dróst bygginga- starfsemi í heild saman um 5—7% og er útlit fyrir svipaðan samdrátt á þessu ári. Líkur eru á að nýbyggingar íbúðahúsa dragist enn frekar saman. Á móti þessu vegur þó nokkuð, að framkvæmdir á landsbyggðinni og viðgerðir hafa aukist. Einnig koma til fram- kvæmdir hins opinbera, einkum á sviði orkumála, þannig að líklegt er, að komist verði hjá atvinnu- leysi í greininni. Afkoma verzlunar hefur versn- að undanfarin ár. Álagning var tvívegis skert á árinu 1978 og þrátt fyrir nokkra hækkun á síðasta ári er talið að afkoma þá hafi verið heldur lakari en árið áður, líklega innan við 0,5%, enda hafa orðið miklar vaxtahækkanir og skattaálögur verið stórauknar. Nýir kjarasamn- ingar magni ekki verðbólguna Síðustu heildarkjarasamningar Vinnuveitendasambandsins við launþega voru gerðir við sólstöður árið 1977, svonefndur sólstöðu- samningur og þá um haustið samdi þáverandi ríkisstjórn við opinbera starfsmenn. Alkunna er, að afleiðing þessara samninga var stóraukin verðbólga. Ríkisstjórnin varð strax í febrúar 1978 að grípa inn í samningana og takmarka verðbætur á laun í því skyni að stemma stigu við hinni öru verð- bólgu sem þá átti sér stað. Síðan hafa verðbótagreiðslur á laun ver- ið ákvarðaðar með lögum. Sól- stöðusamningarnir giltu til haustsins 1978. Alþýðusambandið lýsti sig þá reiðubúið til að búa við óbreytta samninga til 1. desember 1979. Engar samningaviðræður hófust því, þegar gildistími sól- stöðusamninganna rann út. Vorið 1979 fengu opinberir starfsmenn hins vegar 3% kauphækkun eftir að þeir höfðu hafnað tilboði þáver- andi ríkisstjórnar um aukinn verkfallsrétt í stað launahækkun- ar. Af hálfu Vinnuveitendasam- bandsins var talið eðlilegt að launþegar innan Alþýðusam- bandsins fengju sömu launahækk- un og opinberir starfsmenn, þó svo að enginn grundvöllur væri fyrir slíku frá þjóðhagslegu sjónarmiði. í júní á síðastliðnu ári var því gerður samningur við Alþýðusam- bandið um 3% almenna grunn- kaupshækkun, jafnframt því sem allir kjarasamningar við aðildar- félög Alþýðusambandsins voru bundnir til 1. janúar 1980. Ur því að ég hef minnst hér á samninga BSRB og ríkisins á síðasta ári, er varla hægt að skiljast við það, án þess að fara um það nokkrum orðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra og er með öllu ótækt, að í samningum milli ríkisins og starfsmanna þess sé samið um hærra launastig en gildir á hinum almenna vinnu- markaði, og slíkir samningar verði ákvarðandi fyrir laun í landinu. Peningar til slíkra launahækkana verða ekki sóttir til annarra en skattborgaranna með auknum álögum og rýrir þannig kjör þeirra. Svo mikið hefur að undan- förnu verið rætt og ritað um tekjuskatt og skattstiga að ég ætla ekki að bæta þar við. Hins vegar væri réttara að nefna tekjuskatt, hvort heldur er á einstaklingum eða félögum „atorkuskatt", því það er nú þannig, að því meiri atorka því meiri skattar. Eðlilegast virð- ist vera, að það opinbera, hvort heldur eru opinberar eða hálf opinberar stofnanir eða bankar, greiði starfsmönnum sínum sömu laun og samið er um á hinum almenna vinnumarkaði fyrir til- svarandi störf. Vinnuveitendasambandið hóf strax á síðastliðnu hausti undir- búning að endurnýjun kjarasamn- inga um áramót. Á kjaramála- ráðstefnu Vinnuveitendasam- bandsins, sem haldin var um miðjan október var mótuð almenn stefna um það, hvernig staðið skyldi að endurnýjun kjarasamn- inga og settar fram ákveðnar kröfur í því efni. Á þessari ráð- stefnu lagði Vinnuveitendasam- bandið höfuðáherzlu á, að sam- staða næðist milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins um samræmdar aðgerðir til þess að stöðva ríkjandi óðaverðbólgu. Jafnframt var sú afstaða ítrekuð, að við endurnýjun kjarasamninga verði á hverjum tíma tekið mið af afkomu atvinnuvega og þjóðar- framleiðslu, þannig að ekki verði skipt meiru en aflað er. Afstaða Vinnuveitendasambandsins hefur því, í samræmi við þessa stefnu- mörkun, verið sú, að koma í veg fyrir að nýir kjarasamningar verði til þess að magna verðbólgu og þar með að draga úr getu atvinnuveganna til þess að bæta lífskjör í raun og tryggja atvinnu og hagsæld til framþúðar. Unnið verði að gerð heildar- kjarasamnings Helztu kröfur Vinnuveitenda- sambandsins sem samþykktar voru á kjaramálaráðstefnunni eru þessar: Kjarasamningar verði endur- nýjaðir án aukins launakostnaðar. Samningstími verði til 1. janúar 1982. Heimilt verði að endurskoða kaupliði samninga 1. janúar 1981 með hliðsjón af þróun þjóðar- tekna. Breytingar verði gerðar á núgildandi verðbótaákvæðum í því skyni að stemma stigu við víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Unnið verði að gerð samræmds heildarkjasamnings. Þessari stefnumörkun hefur verið fylgt fast eftir síðan. Engin samstaða varð innan Al- þýðusambandsins um kröfugerð, fyrr en um miðjan janúar á þessu ári. Þá samþykkti Alþýðusam- bandið kröfur um 5% hækkun kauptaxta og nýtt verðbótakerfi á laun, sem gerir ráð fyrir óskertri framfærsluvísitölu með hlutfalls- legri hækkun á laun sem eru frá 300 þúsund krónur og upp í 400 þúsund krónur og krónutöluhækk- un á laun þar fyrir neðan og ofan. Jafnframt eru kröfur í 22 liðum um ýmis konar félagslegar um- bætur. Vinnuveitendasambandið hafn- aði þegar í stað kröfugerð Alþýðu- sambandsins. í því sambandi höf- um við bent á, að á síðasta ári varð engin aukning á þjóðartekj- um og horfur eru á að þjóðartekj- ur á mann minnki á þessu ári. Því er, eins og sakir standa, útilokað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.