Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 23 Bahram Deghani Tafti Biskups- sonur myrtur í Iran Teheran, 7. mai — AP. TUTTUGU og fjögurra ára gamall sonur yfirmanns ensku biskupakirkjunnar í íran, Bah- ram Dejfhani Tafti, var veginn úr launsátri í dag. Hann var túlkur erlendra fréttamanna i Teheran. Honum var veitt fyrirsát þegar hann ók til hótels i miðborg Teheran frá háskóla i norðurhverfi borgarinnar þar sem hann var fyrirlesari. Árás- armennirnir munu hafa neytt hann til að fara út úr bilnum áður en þeir skutu hann. Tafti sagði erlendum frétta- mönnum kvöldið áður en hann lézt að brotizt hefði verið inn í íbúð hans og að hann óttaðist um öryggi sitt. í söfnuði föður hans, Deghani Tafti biskups, eru 4.000 manns. Fyrir einni viku særðist skozkur ritari biskupsins, Jean Waddell, alvarlega þegar vopnaðir menn réðust inn í íbúð hennar og skutu hana. Ensk kona biskups- ins, Margaret, var skotin í annan handlegginn þegar ráðizt var á hús þeirra í Isfahan í fyrra. Ritari byltingarráðsins, Aya- tollah Muhammed Beheshti, hvatti í dag til algerrar endur- dreifingar einkaauðs í íran til að tryggja jafna tekjuskiptingu. Hann sagði einnig að lyktir umsátursins um sendiráð Irans í London mundu ekki flýta fyrir því að bandarísku gíslarnir í Iran yrðu látnir lausir. Hann sagði að þingumræður um örlög Bandaríkjamannanna mundu ekki fara fram fyrr en um miðjan júní. Bandaríkjaforseta saknað í Belgrad BrlKrad. 7._mai. AP. í KJÖLFAR Walter Mondale varaforseta Bandaríkj- anna, Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands og Filipusar drottningarmanns kom voldugasti útfar- argesturinn, Leóníd Brésneff, til Belgrad í dag. Við komuna til Júgóslavíu lögðu bæði Mondale og Thatcher ríka áherzlu á áhuga þjóða sinna á að styrkja tengsl við Júgóslava. Sú ákvörðun Carters forseta að vera ekki við útför Títós hefur valdið vonbrigðum og ýmsir telja hana óviturlega, ekki sízt þar sem Brésneff forseti Sovétríkjanna er meðal gestanna. I Lundúnablaðinu The Times er veitzt harkalega að Carter af þessu tilefni, og segir m.a. i forystugrein að ákvörðun hans sé enn eitt dæmið um að Bandaríkjunum sé stjórnað af manni, sem sé ekki aðeins ráð- villtur heldur beinlínis blindur á einföldustu staðreyndir í ýms- um málum. „Hann hefði ekki getað gefið Júgóslövum skýrar til kynna að Rússar láta sig þá meira varða en hann gerir," segir hið virta blað. Meðal útfarargesta eru Indira Gandhi forsætisráðherra Ind- lands, Zia Ul-Haq forseti Pak- istans, Hua Kuo-Feng forsætis- ráðherra Kína, Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands, svo fáein nöfn séu nefnd, en alls verða 34 þjóðhöfðingjar við út- förina, auk 34 forsætisráðherra. Brésneff var studdur niður stigann er hann sté út úr flugvél sinni í dag, en tekið var eftir því að hann gekk hjálparlaust eftir rauða dreglinum að bifreið sem flutti hann á áfangastað í Belgrad. í för með Mondale varaforseta eru m.a. Lillian Carter forsetamóðir og Averell Harriman, sem á árum áður var sendiherra Bandaríkjanna í Júgóslaviú. Hvíta húsið hefur svarað gagnrýninni á Carter forseta fyrir að fylgja Tító ekki til grafar á þá lund, að forsetinn telji „utanlandsferð við núver- andi aðstæður ekki við hæfi“. Ónafngreindur ráðamaður í Washington segir að hér sé átt við gíslamálið, en forsetinn líti það mál svo alvarlegum augum að hann telji útilokað að hafa í frammi „sýndarmennsku í Belgrad á meðan Róm brennur", eins og það var orðað. 16 ára piltur rændi flugvél Lissabonn, 7. maí. AP. 16 ÁRA piltur kom fyrir rétt í Lissabon í dag, en í gær rændi hann flugvél rétt fyrir lendingu í Faro, sem er syðst í Portúgal. I vélinni voru 83 farþegar, auk áhafnar, en drengur- inn krafðist þess að flogið yrði til Madrid til að taka þar eldsneyti áður en hald- ið skyldi til Sviss. Hann var vopnaður skammbyssu og krafðist 10 milljón dala lausnargjalds fyrir sleppa farþegunum. að Portúalska vélin lenti í Madrid, en eftir alllanga viðdvöl á flugvell- inum þar tókst portúgalska sendi- herranum í borginni að telja flugræningjann á að láta af kröf- um sínum og gefast upp. Hann var síðan fluttur til Lissabon og var handtekinn við komuna þangað. Talið var í fyrstu að unglinga- dómstóll mundi fjalla um mál hans, en í dag var úrskurðað að hann skyldi koma fyrir almennan dómstól. Þetta gerðist 1979 — Vinstrisinnar leggja undir sig dómkirkju og tvö erlend sendiráð í E1 Salvador. 1973 — Uppgjöf Indíána í Wounded Knee, Suður-Dakota, eftir 70 daga umsátur. 1972 — Skipun Nixons forseta um að tundurduflum verði komið fyrir í höfnum Norður-Víetnam. 1965 — Sheik Abdullah, leiðtogi Kasmírbúa, handtekinn. 1958 — Aðförin gegn Nixon vtrafor- seta í Lima, Perú. 1945 — Friður í Evrópu — Þjóðverj- ar gefast upp fyrir Rússum nálægt Berlín — Oeirðir þjóðernissinna í Alsir. 1942 — Orrustunni á Kóralhafi lýkur með sigri Bandamanna. 1926 - Frönsk flotaárás á Beirút vegna uppreisnar Drúsa. 1921 — Dauðarefsing lögð niður í Svíþjóð. 1916 — Anzac-her Ástralíu og Nýja-Sjálands kemur til Frakk- lands. 1897 — Grikkir fara fram á íhlutun stórveldanna gegn Tyrkjum. 1895 — Japanir láta Port Arthur af hendi við Kínverja. 1886 — Stórveldin setja hafnbann á Grikkland. 1864 — Orrustan við Spottsylvan- ia-dómhúsið hefst. 1852 — Fullveldi Danmerkur tryggt með samningi Breta, Rússa, Prússa, Austurríkismanna og Svía í Lundún- um. 1846 — Zachary Taylor sigrar Mexí- kana við Palo Alto. 1811 — Wellington sigrar Frakka við Fuentas de Onoro. 1704 — Sókn Marlborough til Dónár hefst. 1541 — Hernando de Soto finnur Mississippi-fljót nærri þar sem nú er Memphis, Tennessee. Afmæli: Ruggiero Leoncavallo, ítalskt tónskáld (1858 - 1917) - Harry S. Truman, bandarískur for- seti (1884 — 1973) — Henri Dunant, svissneskur stofnandi Rauða kross- ins. Andlát: 1873 John Stuart Mill, heimspekingur — 1880 Gustave Flaubert, rithöfundur. Innlent: 1636 Heklugos hefst — 1739 f. Hannes Finnsson biskup — 1319 d. Hákon kgr háleggur — 1719 Sýslu- maður Skagfirðinga, Benedikt Magnússon Bech, drukknar í Hér- aðsvötnum ásamt fylgdarmanni — 1860 Kötlugos hefst — 1865 Hilmari Finsen veitt stiftamtmannsembætt- ið — 1883 Thomsen bíður ósigur í Elliðarármálum í Hæstarétti — 1908 Alþingi rofið — 1926 Taugaveiki á ísafirði — 1929 Jan Mayen verður norskt yfirráðasvæði — 1945 Óspektir við brezka sjóliða á Friðar- deginum — 1965 Magnús Jónsson skipaður fjármálaráðherra — 1974 Þingrof — 1953 d. Oddur af Skagan- um — 1895 f. Árni Eylands. Orð dagsins: Ef mannkynið hefði óskað sér þess sem er rétt kynni það að hafa öðlazt það fyrir löngu — William Hazlitt, enskur rithöfundur (1778 - 1830). MONDALE KEMUR — Walter Mondale.varaforseti Bandarikjanna, kannar heiðursvörð ásamt Vidoje Zaekovic úr júgóslavneska rikisráð- inu við komuna til Belgrad þar sem hann verður viðstaddur útför Titos forseta. BREZHNEV KEMUR — Leonid Brezhnev lyftir upp þumalfingri í samræðum við Mijatovic, varaforseta Júgóslaviu, er hann kom til Belgrad i gær til að vera viðstaddur útför Josip Broz Tito forseta. Obote heim til Uganda I)ar Es Salaam. 7. maí. AP. MILTON Obote fyrrverandi forseti Uganda, sem Idi Amin steypti af stóli fyrir níu árum tilkynnti í dag að hann hygðist snúa aftur til Uganda frá Tanzaníu. þar sem hann hefur dvalizt í útlegð. 27. maí og að hann kynni að gefa kost á sér til forseta. Obote sagði fréttamönnum á heimili sínu í Dar Es Salaam að hann sæktist ekki eftir völdum en va*ri reiðubúinn að gegna hvers konar hlutverki í stjórnmálalifi Uganda. Hann gaf í skyn að stjórn Godfre.v Binaisa í Kampala yrði ekki ánægð með heimkomu hans, en sagði að óbreyttir borgarar í Uganda hefðu beðið sig að koma aftur til landsins. Fréttir um byltingu Obote harðneitaði nýlegum frétt- um um að hann og stuðningsmenn hans skipulegðu byltingu og kvað það orðróm sem ráðamenn hefðu komið á kreik til að dreifa athyglinni frá vandamálum sem þeir ættu við að stríða. Hann sagði að hann færi fyrst til Bushenyi í Vestur-Uganda nálægt landamærum Tanzaníu þar sem hann hefur mikið fylgi þótt hann sé ekki ættaður þaðan. Obote sagði að flokkur hans, UPC, hedli ráðstefnu bráðlega til að velja forsetaframbjóðanda þótt Binaisa- stjórnin hefði lýst því yfir að stjórnmálaflokkar fengju ekki að heyja kosningabaráttu fyrir kosn- ingarnar sem fyrst um sinn er stefnt að því að fari fram í nóvember eða desember. Frambjóðendur eiga að gefa kost á sér sem einstaklingar undir merki Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar. Ákveðið að hef ja í sumar boranir Ósló, 7. maí — AP. STÓRÞINGIÐ hefur samþykkt að hefja skuli oliuboranir norðan 62. breiddarbaugs i sumar. Við um- ræður kom fram tillaga um að fresta borunum, en hún féll með 97 atkvæðum gegn 43. Framkomin vantrauststillaga Sósíalíska vinstriflokksins gegn ríkisstjórninni fékk aðeins fimm atkvæði, þ.e.a.s. þingmanna Sósíal- íska vinstriflokksins, sem eru tveir, tveggja miðflokksmanna, auk þess sem einn þingmaður Vinstriflokks- ins greiddi atkvæði með tillögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.