Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI 1980 47 • íslenska landsliðið i köríuknattleik fær mörg verkefni við að glíma í sumar og næsta keppnistimabil. Á myndinni er liðið i landsliðsbún- ingi sinum kyrfilega merktum Sambandsmerkinu. En SÍS hefur nýlega styrkt KKÍ um 5,5 milljónir króna. Úrslit UEFA-keppninnar: Borussia vann fyrri leikinn 3:2 BORUSSIA Mönchengladbach sigraði Eintrackt Frankfurt 3:2 í fyrri úrslitaleik liðanna í UEFA- keppninni. en hann var leikinn á heimavelli Borussia, sem er nú- verandi handhafi UEFA bikars- ins. Seinni leikurinn fer fram í Frankfurt eftir hálfan mánuð, en tvö þýzk lið hafa ekki áður leikið til úrslita i keppninni. Leikurinn í gærkvöldi var mjög fjörugur og skemmtilegur og 25 þúsund áhorfendur voru vel með á nótunum. Karger skoraði fyrsta markið fyrir Frankfurt á 37. mínútu en Kulik jafnaði metin á 41. mínútu. Gamla kepman Holz- enbein skoraði gott skallamark fyrir Frankfurt á 71. mínútu en stuttu síðar jafnaði Mattheus leik- inn 2:2. Sigurmark Borussia skor- aði Kulik á 88. mínútu eftir að hafa fengið knöttinn frá Dananum Thychosen. Maradona fer hvergi KNATTSPYRNUSAMBAND Arg- entínu neitaði í gær að gefa knattspyrnusnillingnum unga Diego Maradona leyfi til þess að leika með spænska liðinu Barce- lona næsta vetur, en Barcelona vildi kaupa kappann fyrir litlar 2700 milljónir króna. í tilkynningu sambandsins sagði að Maradona yrði að hlíta sömu reglum og aðrir argentínskir landsliðsmenn, sem ekki verður leyft að fara til erlendra liða fyrr en eftir heimsmeistarakeppnina á Spáni 1982, en þar mun Argentína verja heimsmeistaratitilinn. Félag Maradona hefur mótmælt harð- lega ákvörðum knattspyrnusam- bandsins og segist ætla í mál til þess að fá ákvörðuninni hrundið. Danir unnu DANIR unnu Svía 1:0 í landsleik i knattspyrnu, sem leikinn var i Gautaborg i gærkvöldi. Markið skoraði bakvörðurinn Jens Steff- ensen á 14. mínútu, en hann leikur með þýzka liðinu Beyer Uerdingen. Þetta var annað tap Svía á skömmum tíma, þeir töp- uðu nýlega fyrir Rússum á heimavelli 1:5. Walshans viðar í klípu en hérlendis ÝMSIR muna eflaust eftir banda- ríska körfuknattleiksmanninum Walshans sem gómaður var með eiturlyf hér á landi í vetur. Lék kappinn um tíma með IBK, en eftir eiturlyfjamálið var ferill hans hér á landi allur. Walshans lék í Finnlandi áður en hann hélt til íslands og finnska körfuknattleikssambandið sendi því íslenska skeyti þess efnis, að Walshans væri 100 prósent áhuga- maður í körfu. Það sem finnska sambandið þagði um skipti öllu meira máli. Walshans var nefni- lega stöðugt í klandri í Finnlandi, var m.a. gripinn með eiturlyf og lenti einu sinni í svo heiftarlegum stympingum við finnska landsliðs- þjálfarann, að sá lá rotaður á hallargólfinu tíu mínútur á eftir. Hlaut Walshans umfangsmikið leikbann fyrir vikið en þjálfarinn slapp með nokkur spor í vörinni og tilheyrandi ör. Er spurning hvort að nokkurt félag hefði haft áhuga á Walshans vitandi þessa hluti. 2 milljónir fyrir sigur SEM kunnugt er sigraði hollenska liðið Feyenoord nágrannalið sitt Spörtu 4—0 i undanúrslitum hollensku bikarkeppninnar i knatt- spyrnu. Skoraði Pétur Pétursson tvivegis í þeim leik. Norska Dagblaðið skýrir frá leiknum i töluverðu máli. enda er einn Norðmaður í liði Feyenoord, Roger Albertsen. Sá hefur nú farið fram á sölu frá félaginu, enda lítið fengið að spreyta sig. Beerschot í Belgíu hefur sýnt áhuga, en Albertsen er jafnvel að hugsa um að fara bara heim. En Norska Dagblaðið segir einnig frá því, að hver einasti leikmaður Feyenoord hafi fengið um 20.000 norskar krónur fyrir að sigra i leiknum. Það er nálægt tveimur milljónum islenskra króna. Góður skildingur það fyrir 90 minútur ... C-keppnin í körfuknattleik að ári: 22 manna hópur farinn að æfa LANDSLIÐSNEFND KKÍ hefur valið 22 manna landsliðshóp sem hefur þegar hafið æfingar til undirbúnings fyrir þau verkefni sem framundan eru. Hámarkið er C-keppnin i körfuknattleik i apríl 1981. Hópur þessi mun æfa 5 sinnum í viku i allt sumar með nokkurra daga frii um mitt sumarið. Þetta verða ekki ein- ungis æfingar í hinni þröngu merkingu orðsins, allmargir landsleikir eru á dagskrá og hefur raunar verið greint frá því áður í Mbl. en það eru leikir gegn Skotum. Englendingum og Kin- verjum. Eitthvað kann að bætast við i þann hóp, en ekki er unnt að fullyrða um það enn sem komið er. Landsliðshópinn skipa eftir- taldir leikmenn. Gunnar Þorvarðarson, Guð- steinn Ingimarsson, Jónas Jó- hannesson, Valur Ingimundarson og Júlíus Valgeirsson frá UMFN, Torfi Magnússon, Kristján Ág- ústsson og Ríkharður Hrafnkels- son frá Val, Jón Sigurðsson, Geir Þorsteinsson og Garðar Jóhanns- son frá KR, Pétur Guðmundsson og Flosi Sigurðsson frá bandarísk- um háskólaliðum sínum, Kristinn Jörundsson, Kolbeinn Kristinsson og Jón Jörundsson frá ÍR, Símon Ólafsson og Þorvaldur Geirsson frá Fram, Gunnar Thors frá ÍS, Valdemar Guðlaugsson frá Ár- manni og þeir Einar Steinsson og Axel Nikulásson frá Keflavík. í þessum flokki eru fimm nýlið- ar, Einar Steins og Axel frá ÍBK, Valdemar frá Ármanni, Gunnar Thors frá ÍS og Valur Ingimund- arson frá Njarðvík. Eigi að síður á þessi hópur 499 landsleiki að baki sér, eða 22,7 á mann að meðaltali. Jón Sig. er sem fyrr leikreyndast- ur með 77 landsleiki, Gunnar Þorvarðarson hefur 53 leiki að baki og Kristinn Jörundsson 52 stk. Sem fyrr segir er þegar að hefjast undirbúningur fyrir C-keppnina sem fer annað hvort fram í Sviss eða Englandi í apríl 1981. Þar stefna íslendingar að sigri og að sögn Einars Bollasonar landsliðsþjálfara, þarf það ekki að vera fjarlægur draumur. — gg. IA efst að stigum - Valur skorað flest mörkin - KR hefur hlotið flesta titla ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu sem heíst á laugardaginn verður það 69. í röðinni. Fyrstu ís- landsmeistararnir í knattspyrnu voru krýndir árið 1912 og voru það KR-ingar. Síðan hefur mótið farið fram á hverju ári. Árið 1955 var deildaskipting samþykkt hjá KSÍ og þá voru 6 lið i 1. deild og leikin var einföld umferð. Árið 1959 er í fyrsta skipti leikin tvöföld umferð heima og heiman. Árið 1968 fjölgar liðunum i 1. deild í átta og 1976 eru þau níu og nú leika tíu lið í deildinni. Til gamans og fróðleiks er hér að neðan birt tafla yfir öll þau félög sem leikið hafa í 1. deild síðan það fyrirkomulag var tekið fyrst upp, og hefur félögunum verið raðað niður eftir því hversu mörg stig þau hafa hlotið í deildinni frá upphafi. Þá kemur leikjafjöldi hvers liðs í 1. deild frá upphafi. Sigrar, jafntefli og töp, skoruð mörk og loks stig. Síðan er greint frá því hversu oft liðið hefur hlotið íslandsmeistaratitil- inn frá upphafi, árið 1912, og hversu oft liðið hefur sigrað í bikarkeppni KSÍ. Þegar taflan er skoðuð kemur í ljós að IA hefur forystu í stigum, hefur hlotið 352 stig en Valur fylgir fast á eftir. Valsmenn hafa hins vegar skorað flest mörk, 506. Lið KR hefur hins vegar sigrað oftast í gegn um árin á íslands- mótinu eða tuttugu sinnum og sigrað oftast í bikarkeppninni eða sjö skipti. En hér að neðan er taflan. — þr. Félög árí l.d. leikir s.j.t. mörk stig sigr.í l.d. bikarm. 1. ÍA 24 256 136-47-73 419-353 352 10 1 2. Valur 24 266 127-69-70 506-387 350 16 4 3. KR 24 248 97-59-92 456-368 280 20 7 4. Fram 24 256 87-69-90 384-394 279 15 3 5. ÍBK 20 246 106-58-100 400-348 273 4 1 6. ÍBV 11 160 69-37-54 271-212 175 1 2 7. ÍBA 15 148 48-32-68 252-300 132 0 1 8. Víkingur 10 126 42-25-59 156-190 113 2 1 9. UBK 6 94 28-15-51 118-192 71 0 0 10. FH 4 66 14-19-33 70-111 47 0 0 11. Þróttur 7 82 14-18-50 89-185 46 0 0 12. KA 2 36 5-11-19 35-75 23 0 0 13. Þór 1 18 2-2-14 21-48 6 0 0 14. ÍBH 3 20 0-6-14 6-35 6 0 0 15. ÍBÍ 1 10 0-1-9 2-35 1 0 0 90% líkur á því að ég verði áfram h já Standard - segir Ásgeir Sigurvinsson — Hamburger SV, Bayern Munchen og Arsenal hafa sýnt honum áhuga — ÉG TEL 90% líkur á þvi að ég verði áfram hjá Standard, sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. hafði tál af honum i gærkvöldi. Ásgeir staðfesti fréttir um að enska liðið Arsenal hefði „njósn- að“ um hann á dögunum og gert um hann fyrirspurnir hjá forráða- mönnum Standard. Hins vegar kvaðst hann lítið vita um það mál, það eitt að tveir menn frá félaginu hefðu fylgst með honum í leik en stjórnendur Standard hafa ekki rætt málið við hann. — Mér skilst að stjórn Standard sé mjög mót- fallin því að selja mig núna enda hefur hún í hyggju að styrkja liðið enn meira í sumar með því að kaupa 2—3 sterka leikmenn. Þjálfarinn Ernst Happel hefur að undanförnu verið á þönum um Evrópu til þess að líta á nýja leikmenn. Ef 2—3 sterkir leik- menn bætast í liðið ættum við að standa vel að vígi næsta vetur og ættum loksins að geta tryggt okkur Belgíumeistaratitilinn, sagði Ásgeir. Eins og fram hefur komið hafa fjölmörg fræg knattspyrnufélög haft áhuga á Ásgeiri í vetur og nægir í því sambandi að nefna nöfn eins og Hamburger SV, Bayern Munchen og Arsenal. Standard á ekki möguleika leng- ur á meistaratitlinum eftir að FC Brugge vann um sl. helgi og Standard gerði jafntefli við And- erlecht. í þeim leik náði Standard forystunni með marki Wellens en Anderlecht jafnaði skömmu fyrir leikslok með marki Ari Haan úr vítaspyrnu. Standard stefnir að sigri í bikarkeppninni, mætir Bev- eren í undanúrslitunum en í hin- um leiknum eigast við Waterschei og Courtrai. Urslitaleikurinn fer fram 1. júní, svo að Ásgeir getur ekki leikið með íslenzka landslið- inu gegn Wales 2. júní ef Standard kemst í úrslit. - SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.