Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 37
Barentshaf: Ekki hefur þokazt í sam- komulagsátt Ósló, frá Jan Erik Lauré. fréttaritara MorgunblaÖsins. ÞRÁTT fyrir yfirlýstan vilja bæði norsku og sovézku stjórn- arinnar um að stefna að mála- miðlunarlausn varðandi ágreining ríkjanna um skipta- línu í Barentshafi hefur ekki þokazt í samkomulagsátt. í viðræðum, sem Sovétmenn höfðu óvænt frumkvæði að og haldnar voru í Moskvu síðast í apríl, héldu þeir enn sem fyrr fast við kröfu sína um að póllína yrði látin ráða skipt- ingu Barentshafs, en Norð- menn hafa ætíð viljað leggja miðlínureglu til grundvallar í þessu ágreiningsmáli ríkjanna. Sagt er að Sovétmenn hafi hug á að þoka þessu máli áleiðis til þess að hægt verði að hefja olíuboranir í Barentshafi, en í því skyni hafa þeir látið smíða borpalla í Finn- landi. Eftir heimkomuna frá Moskvu sagði Jens Evensen, for- maður norsku samninganefndar- innar, að hann hefði ekki trú á því að samkomulag næðist á næsta viðræðufundi, sem haldinn verður í Ósió í haust. Taldi hann að stjórnir beggja ríkjanna þyrftu meiri tíma til að íhuga malið. Hins vegar kvaðst Evensen þeirr- ar skoðunar að Moskvu-fundurinn hefði verið gagnlegur. Búizt er við því að samningurinn um „gráu svæðin" í Barentshafi, þ.e. bráða- birgðatilhögun sú sem í gildi hefur verið, verði framlengdur um eitt ár er hann rennur út 1. júlí n.k. 500 létust úr matareitrun Lima. 6. mai — AP. MENGAÐUR matur og mengað vatn, einkum í fá- tækrahverfum umhverfis Lima, áttu þátt í því að rúmlega 10.000 veiktust af taugaveikibróður að sögn heilbrigðisyfirvalda í dag. Að minnsta kosti 500 hafa beðið bana. Fimm þúsund götusalar sem seldu vegfarendum mengaðan mat báru út veikina. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 37 Símamynd AP. JÓHANNES PÁll PÁFI ANNAR er um þessar mundir á ferðalagi um sex Afríkuríki. Meðfylgjandi mynd var tekin er páfi ók um götur borgarinnar Kisangani í Zaire á þriðjudag. Hermenn á bifreiðum og mótorhjólum umkringja bifreið páfa, og á það að heita gert í öryggisskyni, að því er segir í myndatexta. Sellers íékk hjartaáfall Dublin, 6. maí — AP. BREZKI gamanleikarinn Peter Sellers fékk vægt hjartaáfall í gærkvöldi en er á batavegi á St. Vincent’s-sjúkrahúsinu í Dublin að sögn talsmanns spítalans i dag. Leikarinn fékk alvarlegt hjarta- áfall fyrir 16 árum í Kaliforníu þegar hjarta hans hætti að slá átta sinnum og læknar börðust við að halda í honum lífinu. Gangráður var settur í hann í London til að örva hjartsláttinn og stjórna honum með rafmagnsboðum. Víetnamski herinn í mótbyr i Kambódíu Tokyo. 6, maí — AP. FORSETI og forsætisráð- herra Kambódíu, Khieu Sam- phan, segir í viðtali við kínversku fréttastofuna að sókn, sem víetnamska herlið- ið í landinu hafi staðið fyrir síðan þurrkatíminn hófst, hafi farið út um þúfur. Hann segir að staða Kam- bódíska hersins hafi styrkzt og Víetnamar eigi undir högg að sækja. Samphan segir að her og þjóð Kambódíu hafi hrundið sókn Víetnama í þremur áföngum síðan í október: • í fyrsta áfanga stríðsátak- anna, í október og nóvember, segir hann að átta víetnömsk herfylki hafi reynt með aðgerðum í Mið- og Norðaustur-Kambódíu að leita uppi kambódíska herliðið og bæla niður andspyrnuna þar áður en sótt yrði þaðan í vestur. • Annar áfangi aðgerðanna stóð í aðra tvo mánuði, í desember og janúar. Víetnamar drógu sam- an lið sitt á svæðunum við landa- mæri Thailands og Kambódíu og ■ ■■ ERLENT reyndu að brjóta á bak aftur her Kambódíu í vestri og norðvestri. • Þriðji áfangi aðgerðanna hef- ur staðið yfir síðan í febrúar. Vindurinn er farinn úr seglum Víetnama, segir Khieu Samphan, og óvininum tókst ekki að brjótast gegnum varnarlínur kambódíska hersins. Hann segir, að „árásarstríð“ Víetnama hafi verið „þjóðar- morðsstyrjöld" og þeir hafi drepið mikinn fjölda Kambódíumanna með venjulegum vopnum, ban- vænum efnum og eiturgasi. „Þeir ollu hungursneyð og margir dóu úr hungri," sagði hann. Samphan segir, að stjórnmála- ástandið í Kambódíu hafi batnað með yfirlýsingu um nýja hernað- arstefnu og stjórnmálastefnu og endurskipulagningu stjórnarinn- ar. Skorað á Kennedy og Carter að hætta kosningabaráttunni Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. i Washington 6. maí. BARÁTTA Jimmy Carters og Edwards Kennedy um forsetaútnefn- ingu Demókrataflokksins veldur mörgum áhyggjum. Verulegur klofningur er innan flokksins og óttast er, að sárin grói ekki fyrir forsetakosningarnar í nóvember og flokkurinn tapi kosningunum. Hugh Carey, ríkisstjóri New York, lagði til í gær, að frambjóð- endurnir gæfu fulltrúm sínum á landsþingi flokksins í sumar frelsi til að kjósa þann, sem þeim lystir strax við fyrstu atkvæða- greiðsluna. Carter hefur gengið betur í forkosningunum en Kennedy, en kjósendur eru ekki alls kostar ánægðir með hann. Það verður því æ algengara, að aðrir séu nefndir og ber nafn Walters Mondale, varaforseta, oftast á góma í þessu sambandi. Ríkisstjóri Texas lagði til við aðra ríkisstjóra í gær, að þeir beittu sér fyrir því, að Kennedy hætti kosningarbaráttunni. Dagblaðið Des Moines Sunday Register skoraði á Carter á sunnudag að helga sig starfi forseta út þetta kjörtímabil og ekki sækjast eftir endurkjöri í nóvember. Og Paul Kirk, starfs- maður Kennedys, skoraði í gær á John C. White, formann Demó- krataflokksins, að segja af sér embætti vegna yfirlýsingar hans um, að Kennedy ætti að hætta kosningabaráttunni og ráðningar tveggja f.v. starfsmanna Carters til flokksins. White sagðist ekki ætla að hætta, og Carter og Kennedy hafa oft lýst því yfir, að þeir verði í baráttunni til endaloka. Flokkarnir halda forkosningar í District of Columbia (Washing- ton), Indiana, North Carolina og Tennessee í dag. Ronald Reagan er ekki í fram- boði í District of Columbia. Að- eins 1/10 hluti kjósenda þar, sem eru alls um 250.000, eru skráðir repúblikanar. Reagan er spáð sigri í hinum þremur ríkjunum. George Bush er ekki í framboði í Indiana. Edward Kennedy gæti unnið í District of Columbia, en Carter er spáð sigri í ríkjunum þremur. Borgarstjóri Washington, Marion Barry, styður Carter, en hann hefur sjálfur átt í erfiðleikum undanfarið, og stuðningur hans er því ekki talinn mjög mikils virði. í District of Columbia er meiri áhugi á atkvæðagreiðslu um, hvort leyfa eigi veðmál og happdrætti í borginni, en for- kosningum flokkanna. ab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.