Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 3 Tillaga um 74 ára aldurshámark borgarstarfsmanna: „Æskilegt að fólk fái að vinna svo lengi sem unnt er“ - segir Birgir Isleiíur Gunnarsson, annar fulltrúi Sjálfstaeðisflokks- ins í nefnd þeirri er endurskoðaði reglur um hámarksstarfsaldur FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur fluttu um það tillögu á síðasta ári, að skipuð yrði nefnd til þess að endurskoða þær reglur sem nú gilda um hámarksaldur starfsmanna borgar- innar, en þær reglur eru nú þær, að menn eiga skilyrðislaust að láta af störfum við 70 ára aldur. Tillagan var samþykkt á sínum tíma og skipuð nefnd. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins voru skipaðir í nefnd- ina Birgir ísleifur Gunnarsson og Davíð Oddsson. Nefndin hefur nú skilað áliti sem fer fyrir borgarráð. Morgunblaðið innti Birgi ísleif Gunnarsson nánar eftir tillögum nefndarinnar. „Nefndin hefur gert þrjár tillögur. Fyrsta tillagan fjallar um hvernig haga skuli verklok- um, þ.e. starfsmaður skal láta af störfum um fyrstu mánaða- mót eftir að hann nær 71 árs aldri. Þetta er því nokkur leng- ing frá því sem verið hefur. Þá hefjist lífeyrisgreiðslur þegar starfsmaður lætur af störfum. Síðan koma undntekningar- ákvæði, þegar starfsmaður sem náð hefur 70 ára aldri fer úr starfi sínu er heimild til að ráða hann á tímavinnukaup í allt að hálft starf hjá Reykjavíkurborg án þess að það hafi áhrif á rétt hans til þess að taka lífeyri. Jafnframt er heimilt að ráða starfsmann á tímakaupi í fullt starf, enda fresti hann þá töku lífeyris án þess að það hafi áhrif til hækkunar. Starfsmaður sem óskar að ráða sig í starf eftir sjötugt samkvæmt þessum skilmálum skal sækja um það skriflega til yfirmanns viðkomandi stofnun- ar með sex mánaða fyrirvara og hann skal hafa fengið svar innan þriggja mánaða. Ef unnt er að verða við þessari ósk starfsmannsins þá skal ráðn- ingin gilda til tveggja ára, eða til fyrstu mánaðamóta eftir að 73 ára aldri er náð. Við þau aldrsmörk skal svo vera heimilt að framlengja starf hans um eitt ár til viðbótar. Þannig að menn hafa samkvæmt þessum tillögum möguleika á að starfa þar til 74 ára aldri er náð. Gert er ráð fyrir því að endanleg ákvörðum skuli tekin af borgar- stjóra að fenginni umsögn yfir- manns viðkomandi stofnunar ásamt umsögn sérfræðinga sem rétt þykir að leita til hverju sinni. Þá var gerð önnur tillaga sem gerir ráð fyrir meiri sveigju í hina áttina. Hún gengur út á það að borgarráð hefji viðræður við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar um möguleika á að breyta reglum lífeyrissjóðsins þannig, að starfsmenn geti hætt störfum að hluta til við 65 ára aldur. Jafnframt tekið þann hluta lífeyris sem jafngildir vinnunni sem lögð er niður. Markmið þeirrar tillögu er fyrst og fremst að stuðla ennfrekar að aflíðandi verklokum og að- lögun að eftirlaunatímabili. Þriðja tillagan er þannig að nefndin beinir því til borgar- ráðs, að athuga möguleika á því að Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar sé gert kleift að hafa á hverjum tíma upplýs- ingar um starfsmenn sem hinar nýju reglur taka til og stöðu einstakra stofnana með tilliti til hlutastarfa og starfa fyrir aldrað fólk. Það má segja að það séu þrír meginþættir sem liggja að baki þessum tilögum. Það er í fyrsta lagi að æskilegt sé að fólk fái að starfa svo lengi sem unnt er hverju sinni, en að því tilskildu að það sé við hæfi og vilja hvers og eins og vinnutími sé hófleg- ur. I öðru lagi, að æskilegt sé að stuðla að aflíðandi verkalokum og milda þannig þær breytingar sem óhjákvæmilega verða við verkalok og í þriðja lagi að æskilegt sé að þreikka það bil þar sem möguleiki er á minnk- andi og/eða breyttri vinnu og verkalokum, þannig að ákveðið var að verða meira við óskum hvers og eins um verkalok." Birgir sagðist gera sér vonir um að málið hlyti afgreiðslu um næstu mánaðamót. Gisli Halldórsson Ólympíuleikar með nýju sniöi: Lízt vel á hugmyndina - segir Gísli Ilalldúrs- son forseti ISI „MÉR lfzt aö mörgu leyti vel á hugmyndina, en viö höfum ekki efni á þvi að senda mann á þennan fund og þvi hef ég ekki séð tillögurnar i heild og viö i ólympiunefndinni þvi ekki fjallað um þær. En mér list vel á hugmyndina," sagöi Gisli Halldórs- son, forseti ISÍ og formaður islenzku óiympiunefndarinar, er Mbl. leitaði i gær álits hans á þeim tillögum leiðtoga ólympiunefnda 18 Evrópu- ríkja, að þátttakendur verði sendir á Ólympiuleikana i Moskvu, en að ýmislegt verði þar með öðrum hætti en tíðkast á Ólympiuleikum. „Þetta yrði nokkuð óvenjulegt og i þvi fælust viss mótmæli, sem undir- strikuðu aö okkur er ekki sama um allt sem gerist hjá þeim,“ sagði Gisli. Ekkert vörugjald af íslenzkum hljómplöt- um og hljóðfærum Tillaga Birgis ísleifs Gunnarssonar um að allar hljómplötur verði undanþegnar gjaldinu felld TIL atkvæðagreiðslu kom á Alþingi í gær um frumvarp um að staðfesta bráðabirgðalögin um tímabundið vörugjald, sem er í tveimur flokkum 24% og 30%. í frumvarpi því sem ríkisstjórnin lagði fram er gert ráð fyrir því að fella út úr 30%-flokknum hljóðfæri og hljómplötur með íslenzku efni og var það frumvarp samþykkt. Birgir ísleifur Gunnarsson al- þingismaður flutti hins vegar til- lögu til .breytingar um að allar hljómplötur yrðu undanþegnar vörugjaldinu en sú tillaga var felld við nafnakall. I því sambandi sagði Birgir ísleifur í samtali við Mbl. að það hefði gert það að verkum að almennt verð á hljómplötum hefði farið úr 11 þúsundum í 8500 krónur. Aðalfundur VSÍ: Ekki verður unað skerðingu á samningsrétti vinnuveitenda varðandi félagsmálapakkana I ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands íslands um kjaramál er því mótmælt að stjórnvöld og ASÍ semji án aðildar vinnuveitenda um félagsmálapakka. „Stjórnvöld hafa ítrekað skert samningsrétt vinnuveitenda með þessum hætti og við það verður ekki unað,“ segir í ályktuninni og eru stjórnvöld vöruð við „áframhaldandi viðræðum af þessu tagi, enda hafa þær neikvæð áhrif á viðræður launþega og vinnuveitenda.“ Aðalfundur VSÍ skorar á rikisstjórnina „að svara án frekari tafa óskum um þríhliða viðræður, enda eru þær eini sjáanlegi farvegur samvinnu og sátta í þeim erfiðu og margslungnu kjaraákvörðunum, sem fyrir dyrum stendur að taka.“ I ályktun fundarins segir að við þær aðstæður, sem nú ríkja, sé ekki unnt að taka neinar ákvarðanir í nýjum kjarasamningum sem auka heildarkostnað, „án þess að til komi meiri gengisfellingar og verð- hækkanir en fyrirsjáanlegar eru.“ Þá er í ályktuninni rætt um „stefnuleysi launþegafélaganna í kjaramálum" og sagt, að meðan launþegafélög séu margskipt í af- stöðu sinni auki þau verulega á óvissuna í kjaramálum „og taka á sig ábyrgð á því að hvorki gengur né rekur í samningaviðræðunum." Sparíbaukurínn frá Mitsublshi er ekki einungis fjölskyldubfll SEIKO ARMBANDSÚRIN Mest selda alvöruúríð — úrið sem gengur árum saman ánstillingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.