Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI1980 Hafliði Hallgrimsson selló- leikari semjeikur með Sinfóníu- hljómsveit íslands í kvöld Vaxandi áhugi á kairrni- ertónlist í Skotlandi Á NÆSTU áskriftartónleikum Sinfóníuhijómsveitar íslands, sem verða í kvöld í Háskólabíói, verða flutt verkin Trauermusik eftir Ilindemith, sellókonsert í C-dúr eftir Haydn og Petr- oushka eftir Stravinsky. Ein- leikari er Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og stjórnandi Guido Ajmone-Marsan. Hljómsveitarstjórinn er ítalskur, flutti ungur að árum til Bandarikjanna en er nú búsettur í London. Stundaði hann nám i klarinett- og pianó- leik við Eastman School of Music i Bandaríkjunum og hljómsveitarstjórn hjá Franco Ferrara í Róm, Siena og Feneyj- um. Hefur hann stjórnað mörg- um helztu sinfóníuhljómsveit- um í Evrópu og Ameríku. Hafliði Hallgrímsson selló- leikari er fæddur á Akureyri og útskrifaðist árið 1962 frá Tón- listarskólanum í Reykjavík og hvarf síðan til náms hjá Enrico Mainardi við Accademia Sancta Cecilia í Róm og síðar í London hjá D. Simpson við Royal Aca- demy of Music þar sem hann vann m.a. Suggia-verðlaunin. Hafliði hefur verið búsettur er- lendis síðan og hefur leikið með Haydn-strengjatríóinu, London Sinfonietta, Monteverdi- hljómsveitinni, Bach-hljóm- sveitinni og Ensku kammer- sveitinni, en árið 1977 flutti hann til Edinborgar og er nú fyrsti sellóleikari með Skozku kammersveitinni. — Tónlistarlífið í London er svo fjölbreytt að ég hefi ílengst úti, en nú hef ég flutt mig til Skotlands og er því kannski á leiðinni heim, — ég er bara svona lengi á leiðinni, sagði Hafliði er Mbl. ræddi stuttiega við hann í gær þar sem hann var að búa sig undir æfingu. — Mig langar að taka meiri þátt í tónlistarlífinu hérna heima og vildi ég gjarnan verja meiri tíma hérlendis, því hér eru góðir menn, sem eru alltaf til- búnir til að hlúa að því sem ungir tónlistarmenn eru að fást við, segir Hafliði, en síðast var hann hér árið 1978 og lék þá með Robert Aitkin og Þorkeli Sigur- björnssyni og frumfluttu þeir þá nýtt verk eftir Hafliða, Pólar. Hann er beðinn að greina nokkuð frá starfi Skozku kamm- ersveitarinnar, en þar er hann fyrsti sellóleikari, er eins konar formaður sellóleikaranna: — Starfið er mjög skemmti- legt og fjölbreytt, því við erum mjög mikið á ferðinni og leikum þá með hinum ýmsu hljómsveit- arstjórum og einleikurum. Þá má eiginlega segja að við séum nokkurs konar ambassadorar Skotlands. Tónlistarlífið í Skot- landi hefur lifnað talsvert mikið við og þar hefur orðið nokkurs konar endurreisn en þar hefur Edinborgarhátíðin verið haldin í áraraðir. Búið er að skipuleggja starfið næstu tvö ár og munum við t.d. í haust fara 6 vikna ferð til Bandaríkjanna. I þeirri för verða aðeins strengirnir, en blásararnir verða eftir í Skot- landi og halda þar tónleika. Oft er hljómsveitinni skipt þannig niður í minni hópa og gert er líka ráð fyrir að við spilum einleik eftir því sem við verður komið en alls höldum við milli 130 og 160 tónleika á ári og er helmingur þeirra erlendis. Stundum fáum við líka frí til að sinna öðrum verkefnum eins og er með mig núna. í sumar tökum við þátt í tónlistarhátíð í Frakk- landi í Aix-en-Provance en þar höfum við verið áður og verðum líka næsta sumar, við eigum að koma fram í Hollandi í sumar og ferðast um Hálöndin í Skotlandi og þar eigum við t.d. að halda Hafliði Hallgrímsson selló- leikari leikur i kvöld með Sinfóníuhljómsveit íslands sellókonsert Haydns og í Trauermusik eftir Hinde- mith. hljómleika í lest, hvernig sem á nú að fara að því. Er lögð mikil rækt við kamm- ertónlist í Skotlandi? — Það er óhætt að segja það og mikill og vaxandi áhugi fyrir henni. Við höfum t.d. ágæta aðstöðu, hljómleikasalurinn er gömul kirkja sem var breytt og það er alltaf uppselt á hljóm- leika okkar í Skotlandi. Nýlega lékum við líka fyrir BBC alla Brandenborgarkonserta Bachs og fór upptaka fram í Edinborg. Á að selja þá upptöku til ann- arra landa og var lagt í mikinn kostnað við hana, t.d. smíðuð utan um okkur næstum því fullkomin þýzk höll. Hvers konar tónlist spilið þið einkum? — Við spilum margs konar tónlist, eftir ung skáld og gömlu meistarana, en mér finnst þó að við mættum leika meira af nýrri tónlist. Þeir eru svolítið hræddir við að gera of mikið af því meðan verið er að byggja upp kjarna áheyrenda. En við höfum í ár samning við ungt tónskáld, sem á að skila til okkar nokkrum ákveðnum verkum og á næsta ári verður annað ungt tónskáld ráðið og þannig reynum við að taka upp ný verk og kynna ný tónskáld. Þú hefur sjálfur lagt nokkra stund á tónsmíðar? — Nokkuð, já. En það er þó minna en ég hefi ætlað, en það hefur verið mjög fróðlegt fyrir mig að spila svona fjölb’reytilega tónlist, ég hefi kynnst og starfað með mörgum einleikurum og stjórnendum. Það hefur komið sér vel að kynnast svo margs konar tónlist, kammertónlist, einleiksverkum, hljómsveitar- og óperuverkum og með því hef ég öðlast innsýn í þessi tón- listarform. Sú reynsla hefur komið mér að notum seinna við tónsmíðar. Fá Islendingar að heyra í Skozku kammersveitinni í bráð? — Það hefur komið til tals að við spiluðum á Listahátíð, en ekki varð af því í ár, en það getur orðið síðar og held ég að við myndum hafa gaman af því. Alþjóðasýningin Sumarið 80 - útivera - sport - ferðalög: „Sýnum allt frá sólgleraugum upp í uppsetta sumarbústaði44 UNDIRBÚNINGUR er nú í íull- um gangi í Sýningahöllinni Ár- sölum fyrir uppsetningu al- þjóðavörusýningarinnar, SUMARIÐ ’80 — útivera — sport — ferðalög. sem Ámundi Ámundason hefur veg og vanda af. Ámundi sagði i samtali við Mbl. að nú þegar væri búið að fylla um 70% sýningarsvæðisins, en sýnendur verða 50—60. „Það er hugmyndin að kynna fólki allt í sambandi við sumarið og sumarferðir. Vjð verðum með þarna allt frá sólgleraugum upp í uppsetta sumarbústaði, bæði inni og úti. Þá verða ferðaskrifstof- urnar með kynningu á starfsemi sinni, þ.e. hvað fólki er boðið upp á af sumarleyfisferðum bæði inn- an lands og utan. Við munum verða með ýmiss konar kynningar t.d. á ferðafatn- aði og ferðamat, sem heppilegt er fyrir fólk að vita um áður en lagt er í sumarleyfið. Kvikmyndasýn- ingar verða í gangi allan daginn með ýmsu fræðsluefni varðandi einkunnarorð sýningarinnar. Sýningin verður opnuð 28. maí n.k. og stendur fram til 2. júní og er opin virka daga frá klukkan 16.00—22.00 og um helgina 14.00—22.00. Síðan verða daglega klukkan 17.00 og 21.00 tízkusýn- ingar og skemmtiatriði," sagði Ámundi. Þá sagði Ámundi að hugmynd- in væri að halda síðan áfram á þessari braut, þ.e. setja upp sýningar smáar og stórar þar sem ýmis afmörkuð svið verða tekin fyrir og í því sambandi nefndi hann að væntanlega yrði sett upp fólksbílasýning í júní eða júlí n.k. Hannes Hólmsteinn sagði, að leiða mætti skarpleg, heimspekileg rök að því, að lágmarksríkið eitt væri réttlætanlegt, en víðtækara ríkisvald bryti rétt einstaklinganna. Á myndinni sést auk hans dr. Michael Marlies Iektor, (ormaður Félags áhugamanna um heimspeki. Hannes Hólmsteinn Gissurarson á fyrirlestri í Háskólanum Er lágmarksríkið eitt réttlætanlegt? Sunnudaginn 4. maí sl. flutti Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sagnfræðingur fyrirlestur í Háskóla íslands á vegum Fé- lags áhugamanna um heim- speki. í fyrirlestrinum gerði hann grein fyrir nýrri kenn- ingu um réttlæti, sem banda- ríski stjórnspekingurinn Rob- ert Nozick, prófessor í Har- vard-háskóla, setti fram fyrir nokkrum árum 1 bókinni An- archy, State and Utopia, en sú bók hlaut virðulegustu bók- menntaverðlaun Bandaríkj- anna 1975 og einróma lof fræði- manna fyrir rökvísi höfundar og ritsnilld. Hannes Hólmsteinn sagði í upphafi frá hinum svonefndu markaðshyggjumönnum í Bandaríkjunum, sem væru eins konar stjórnleysingjar. Þeir væru hagfræðingar, sem teldu, að markaðurinn gæti leyst flest eða öll vandamál betur en ríkið. í hópi þeirra væri David Fried- man, sem hefði komið hingað til landsins. En gera yrði strangan greinarmun á markaðshyggj- unni eða „anarkó-kapítalisma", sem væri fræðileg sérvizka, og hinni sígildu frjálshyggju, sem Milton Friedman og Friedrich A. Hayek væru talsmenn fyrir. Robert Nozick væri einn af þeim heimspekingum, sem skildu, að rök markaðshyggju- manna yrði að taka alvarlega. Réttlæta yrði ríkið sérstaklega, enda væri það ekki frjálst félag, heldur beitti það ofbeldi til að ná markmiðum sínum. Nozick svar- aði stjórnleysingjum eða mark- aðshyggjumönnum mjög vel í bók sinni og tækist að réttlæta ríkið á skemmtilegan hátt. Flestir væru sennilega sam- mála Nozick um það, að ríkið væri nauðsynlegt og réttlætan- legt. En líklega væru ekki allir, sem tækju undir það með Noz- ick, að einungis lágmarksríkið væri réttlætanlegt, en ríkisaf- skipti umfram þau að gæta laga og réttar væru óréttlætanleg og yrðu til þess, að réttur væri brotinn á einstaklingunum. Noz- ick væri á móti því, að einstakl- ingar væru knúðir til að hjálpa öðrum og að einstaklingana yrði að vernda fyrir sjálfum sér. Hann hafnaði með öðrum orðum allri opinberri forsjá, væri t.d. andvígur því, að ríkið fylgdi kjarajöfnunarstefnu. Rökin fyrir þessari skoðun sækti Nozick í réttlætiskenningu sína. Þessi kenning væri frá- brugðin flestum öðrum kenning- um, sem settar hefðu verið fram síðustu áratugi um réttlætið. Flestir miðuðu við einhverja forskrift, þegar þeir ræddu um réttláta skiptingu lífsgæðanna. Þeir segðu sem svo, að ein ákveðin tekjuskipting væri rétt- lát samkvæmt forskriftinni, en önnur ekki. En Nozick miðaði ekki við neina slíka forskrift, heldur aðeins við forsögu skipt- ingarinnar. Ef skipting hefði farið fram samkvæmt réttum reglum, þá væri hún réttlát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.