Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI1980 + AGUST GUOMUNDSSON, prentarí, Frakkastíg 14, andaðist 26. apríl s.l. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Gunnar Svan Ágústsson, systkini og mágkonur. + Móðir okkar og tengdamóöir ÁSFRÍÐUR ÁSGRÍMS, Bergstaóastræti 3, sem andaöist hinn 2. þ.m., veröur jarösungin frá kirkju Óháða safnaöarins við Háteigsveg föstudaginn 9. maí kl. 2. Edda Ragnarsdóttir, Árni Guöjónsson, Valva Fuller, Thomas G. Fuller. + Astkær móðir okkar, MARGRÉT MARKÚSDÓTTIR ÍSAKSEN, Ásvallagötu 63, frá Kírkjulækjarkoti í Fljótshlíó, lézt í Landspítalanum aö morgni 7. maí. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna, Erla ísaksen. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, BALDVIN SIGURÐSSON, Drápuhlíö 31, lézt á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum, 6. maí. Kristín Siguróardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faöir okkar BRAGI JÓNSSON, frá Hoftúnum, er lést 4. maí, verður jarösunginn frá Staöarstaö, laugardaginn 10. maí kl. 2 e.h. Börnin. + Jarðarför bróöur okkar, ÞORSTEINS JÓNSSONAR, frá Steig í Mýrdal, sem lézt aö Sólvangi síöastliöinn sunnudag Fossvogskirkju föstudag 9. maí kl. 10:30 árdegis. fer fram frá Systur hins látna. + Þökkum auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa BENEDIKTS SVEINSSONAR, húsasmíöameistara, Austurbrún 2. Valur Benediktsson, Kristborg Benediktsdóttir, Lára Benediktsdóttír, Áslaug Benediktsdóttir, og barnabörn. Þorbjörg Ólafsdóttir, Kristján Oddsson, Þórarinn Jóhannsson, Sigurður Guðmundsson Minning: Jón Ottó Rögnvaldsson Fæddur 17. október 1906. Dáinn 29. apríl 1980. Ávallt er maöur óviðbúinn burt- för samferðamannanna úr jarð- lífsreisunni, jafnvel þótt maður viti að sá er kveður hafi ekki gengið heill til skógar. Þannig fór mér, er ég heyrði lát Jóns Rögn- valdssonar. Jón var fæddur á Bíldudal 17. október 1906, sonur Rögnvalds Jónssonar sjómanns og Sigríðar Oddnýjar Níelsdóttur konu hans. Sigríður missti mann sinn 20. nóv. 1918 og stóð þá uppi með 3 börn, það elsta, Jón 12 ára. Má geta því nærri að lífsbaráttan væri erfið og sjálfsagt hefur Jón, þótt ungur væri, veitt móður sinni allan þann styrk er hann mátti. Jón hóf nám í blikksmíði í Nýju blikksmiðjunni árið 1926 og hjá því fyrirtæki starfaði hann svo lengi sem kraftar entust eða í röska hálfa öld. Ég sem þessar línur rita hóf blikksmíðanám hjá sama fyrirtæki 1942 og vann þar í 7 ár og kynntist því Jóni mjög vel sem vinnufélaga. í verklegu námi mínu var Jón minn besti lærifaðir, ávallt reiðubúinn að segja mér til og ávallt með sömu ljúfmennsk- unni. Eftir að starfsleiðir skildust hittumst við Jón oft og alltaf var viðmót hans hið sama. Jón var gerður að heiðursfélaga í Félagi blikksmiða á 30 ára afmæli þess 1965 og sæmdur gullmerki þess 10 árum síðar, það segir sína sögu um hug Jóns til stéttarfélags síns og mat þess á honum. Hinn 25. október 1930 kvæntist Jón Rögnvaldsson eftirlifandi konu sinni Stefaníu Ástrós Sig- urðardóttur, f. 8. sept. 1909, dóttur Sigurðar Björnssonar trésmiðs og Sigríðar Árnadóttur konu hans. Ég hygg að þau hafi bæði stigið sín mestu gæfuspor þá, enda bar heimili þeirra þess ljósastan vott, þar virtust allir hlutir hafa líf, en slíkt finnur maður ekki nema ástríki og samheldni ríki og virð- ing fyrir sameiginlegum verðmæt- um bæði lifandi og dauðum. Að vera samvistum við slík hjón eykur manni trú á lífið og allt það besta, sem það hefur að bjóða, gerir þá sem samvistanna njóta að betri mönnum. Jón og Stefanía eignuðust 4 börn: Sigurð fæddan 1930, Kristínu fædda 1933, Rögnvald fæddan 1937, og Þóri fæddan 1947. Því miður þekki ég börnin ekki nema lítillega 2 þau elstu, en efast ekki um að þau séu öll nýtir þjóðfélagsþegnar. Ég vil að lokum þakka Jóni samfylgdina í leik og starfi og sendi konu hans og börnum inni- legar samúðarkveðjur. Sveinn A. Sæmundsson. Hafsteinn Hannesson Minningarorð Fæddur 29. apríl 1924. Dáinn 21. mars 1980. Hinn 31. marz síðastliðinn, var til moldar borinn Hafsteinn Hannesson. Eftir 10 ára kynni langar okkur í örfáum orðum að minnast hans. Á skilnaðarstundu rifjast, upp margar endurminningar, sem vert er að þakka og ljúft er að minnast. Efst í huga okkar eru þakkir fyrir samfylgdina við móður okkar sem hann reyndist stoð og styrkur og í alla staði hinn besti lífsförunaut- ur. Yngri systur okkar gekk hann í föður stað, það vandasama hlut- verk ræktaði hann af samvisku- semi, alúð og kostgæfni, sem og heimilið, þann akur ræktaði Haf- steinn stjúpfaðir okkar, og kom þar glöggt fram snyrtimennska hans og dugnaður. Okkur bræðr- unum reyndist hann sannur vinur, og börnum okkar var hann góður afi, sem þau hændust fljótt að. í brjósti sínu átti hann dýrmætan fjársjóð; hjartahlýju, heiðarleika og tryggð og úr þeim sjóði veitti hann ætíð ríkulega. Nú er við stöndum á vegamótum og leiðir Fööursystir mín + PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR lést að Ási í Hverageröi 24. apríl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aöstandenda. Þóra Krístinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, ÞORGRÍMS EINARSSONAR, garðyrkjubónda. Sigríöur Guöbjartsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, hlýju og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, GUNNARSJÓNATANSSONAR, Laugateig 17. Hildur Vigfúsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Vigfús Gunnarsson, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför fööur míns, stjúpfööur, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR T. KARLSSONAR frá Kollsvík, Strandgötu 1, Patreksfiröi. Kristín Andrésdóttir, Ingimundur Jónsson, Daníel Jónsson, Sigríöur Vilhjálmsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför BJARNA BJARNASONAR, fyrrverandi Vegaverkstjóra ríkisins, Kálfafelli. Halldóra Gunnarsdóttir, Eiöur O. Bjarnason, Soffía Sigurjónsdóttir, Garðar Bjarnason, Jóhanna Júlíusdóttir, Bjarni S. Bjarnason, Jóna Ingólfsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttuhug og samúö viö fráfall eiginmanns míns og fööur okkar, JÓNS E. REIMARSSONAR, Suöurgötu 46, Akranesi. Lilja L. Gísladóttir, Gísli Baldur, Jóhanna og Kristinn. skiljast, viljum við þakka stjúp- föður okkar samveru- og gleði- stundir sem því miður urðu alltof fáar. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Stjúpborn. Samþykkir vegi yfir Kolla- fjarðarheiði MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beð- ið að birta eftirfarandi fundarálit sveitarstjórnarmanna í Austur- Barðastrandarsýslu: „Fundur sveitarstjórnarmanna í Austur-Barðastrandarsýslu haldinn á Reykhólum 1. maí 1980 fagnar því, að Vegagerð ríkisins hefur gert ákveðnar tillögur um hvernig hagað verði tengingu Inndjúps við aðal- vegakerfi landsins. Lýsir fundurinn fullu samþykki við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar, að Kollafjarðarheiði verði valin sem aðalleið. Má í því sambandi benda á það augljósa hagræði, sem að því er að umferðin til Vestfjarða bæði norður í Djúp og vestur á firði eigi sem lengst samleið. Auk þess er það skoðun fundarins, að Kollafjarðar- heiði sé auðveldasta leiðin til vetrar- umferðar. Einnig vísar fundurinn til sam- þykktar fundar um samgöngumál á Patreksfirði 21. apríl 1979. Treystir fundurinn því, að alþing- ismenn og aðrir, sem um málið fjalla, gangi þar ekki á móti áliti Vegagerð- arinnar." Halldór D. Gunnarsson, Karl Árnason, Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Grímur Arnórsson, Kristinn Bergsveinsson, Vilhjálmur Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson, Kristján S. Magnússon. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |R«v0tmt>IobiÖ R:@

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.