Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 39 Atvinnuástandið: Skráð atvinnuleysi plús landflótti — 9000 brottfluttir á fjórum árum Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði í umræðu um lánsfjár- áætlun að skráð atvinnuleysi, eins og það kæmi fram í gögn- um með þessu þingmáli, gæfi ekki rétta mynd af vinnumark- aðinum, eins og hann hefði þróazt á liðnum fáum árum. Til staðar væri dulið atvinnuleysi, sem rangt væri að loka augum fyrir. Kaflinn um atvinnu- ástand á bls. 5 í skýrslu forstæt- isráðherra segði aðeins hálfa söguna. Þar vantaði inn í mynd- ina þann landflótta, sem hefði átt sér stað, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar. Sam- kvæmt þeim upplýsingum hefðu flutzt brott af landinu íbúar sem hér segir: 1976 1977 1978 1979 Samtals 2.104 manns. 2.367 manns. 2.233 manns. 2.373 manns. 9.077 manns. Þessi brottflutningur á fjórum árum samsvar hvorki meira né minna en öllum íbúum eftirtal- inna staða: Njarðvíkur, Grinda- víkur, Neskaupstaðar, Borgar- ness, Hafnar í Hornafirði og Dalvíkur. Tölurnar um atvinnu- leysið eru því ekki réttar. Fólkið flyzt hreinlega burt. Ljóst er að breyta þarf um stefnu í efna- hagsmálum, auka á fjölbreytni atvinnulífsins — og ekki síður verðmætasköpun þess, til að raunhæfar lífskjarabætur geti átt sér stað. Lamandi hönd ríkisafskipta þarf að hverfa en efla hvata framtaks, framleiðni- aukningar og áræðis. Lánsfjár- áætlunin gengur þvert á þessi markmið. Hún stefnir að því að draga fé frá atvinnuvegunum, atvinnulífinu — í ríkishítina, samanber skattastefnu stjórn- valda og boðaða lögþvingun á ráðstöfunarfé lífeyrissjóða. Birgir ísleifur Gunnarsson: Vörugjald af hljóm- plötum falli niður BIRGIR ísleifur Gunnarsson (S) flytur breytingartillögu við stjórn- arfrumvarp um „timabundið vöru- gjald“ þess efnis, að hijómpiötur falli undan vörugjaldi, sem nú er 30%, auk söluskatts, sem nú er 23'/2% eftir siðustu hækkunina. Birgir ísleifur sagði hljómplötuna menningarmiðil, sem fólk almennt nýtti sér til ánægju og skemmtunar. Sala’ innanlands hefði þó dregizt verulega saman, það er verzlun með hljómplötur hefði færst úr landi, enda verð á þeim verulega lægra erlendis. Hljómplötur væru eitt af því sem ferðamenn héðan legðu kapp á að kaupa ytra og hafa með sér heim. Þann veg missti ríkissjóður einnig spón úr aski sínum m.a. vegna óhófs í verðþyngjandi sköttum eins og vörugjaldi. Ef færa mætti verzlun með hljómplötur inn í landið á ný með hófsamari sköttun, gæti samt farið svo að ríkissjóður héldi 'sínum hlut, og máske vel það, í breiðari gjaldstofni. Fjölmörg mál óafgreidd: Þinglausnir 20. maí næstkomandi? Útvarpsumræður 19. maí Fyrirspurnir á Alþingi: Símamál í Reykjavík - stjórnarskrárnefnd BIRGIR tsleifur Gunnarsson (S) hefur lagt fram eftirfarandi fyrir- spurnir á Alþingi til simamálaráð- herra, varðandi simamál á höfuð- borgarsvæðinu: 1. Vitað er að Póstur og sími vinnur nú að því að setja upp tækjabúnað til að mæla lengd símtala á höfuðborg- arsvæði og að innheimta afnotagjöld í samræmi við lengd símtala. Af því tilefni er spurt: a. Hver er kostnaðurinn við þennan búnað í uppsetningu og rekstri? b. Hvenær verður þessi búnaður tekinn í notkun? c. Hver er megintilgangurinn með þessum búnaði? d. Er fyrirhugað að slíkur búnaður verði settur upp víðar á landinu og ef svo er þá hvenær? e. Hvaða meginsjónarmið koma til með að ráða í þeirri endurskoðun á gjaldskrá, sem þessi búnaður mun hafa í för með sér, t.d. hver á að verða lengd hvers skrefs sem mælt verður, hvert mun skref- gjaldið verða o.s.frv.? f. Hver er meðallengd símtala á höfuðborgarsvæðinu nú? g. Hvað má ætla að tekjur Pósts og síma muni aukast af höfuðborg- arsvæðinu þegar þessi búnaður verður kominn í gang á svæðinu? h. Er mögulegt að haga notkun þessa tækjabúnaðar og gjaldtöku þannig, að ekki verði þungbært fyrir fólk sem þarf að nota síma af félagslegum ástæðum, eins og t.d. ellilífeyrisþega? Er t.d. mögu- legt að tímamæla símtöl aðeins yfir aðalannatíma dagsins, en sleppa tímamælingum á kvöldin og um helgar? 2. í 11. gr. laga um Póst- og símamál, nr. 36/1977, segir svo: „Ráðherra er heimilt að ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helstu stjórnsýslustofnanir ríkis- ins í Reykjavík, hvaðan sem talað er af landinu." Hyggst ráðherra nota þessa heimild? Störí stjórnar- skrárnefndar Friðrik Sóphusson (S) hefur lagt fram fyrirspurnir til forsætisráð- herra varðandi störf stjórnarskrár- nefndar, svohljóðandi: 1. Hvenær er rágert að störfum nefndarinnar ljúki? 2. Er von á áfangaskýrslu frá nefnd- inni á næstunni? 3. Hve margir fundir hafa verið haldnir í nefndinni? 4. Hve margir starfsmenn starfa á vegum nefndarinnar og hve mikið þiggja þeir í laun? 5. Hver eru mánaðarlaun nefndar- STEFNT mun að því að þinglausnir fari fram þriðjudaginn 20. maí nk. Er þá gert ráð fyrir því að almenn- ar stjórnmálaumræður, útvarps- umræður, fari fram daginn áður, 19. mai. Meðal mála, sem lögð mun rík áherzla á að nái fram, eru: • 1) Vegaáætlun • 2) Framkvæmda- og lánsfjár- áætlun. • 3) Lánsfjárlög. • 4) Jöfnun hitunarkostnaðar (hækkun söluskatts). • 5) Sjómannalög. • 6) Lögskráning sjómanna. • 7) Öryggismál á vinnustöðum. • 8) Frumvarp um húsnæðismál. Öll þessi mál eru stjórnarfrum- vörp utan frumvarp um lögskrán- ingu sjómanna, sem Pétur Sigurðs- son (S) flytur, en það fjallar um skyldu ríkissjóðs til greiðslu trygg- ingabóta, ef lögskráning fer fram án tilskilinna trygginga — og bótarétt- ur skapast. Flest eru þessi mál tímafrek í afgreiðslu og ekki fulltryggt að öll nái fram fyrir þinglausnir. Skýrsla um Kröfluvirkjun: Þingmenn krefjast upplýsinga og afstöðu ráðherra „Innbrot" ríkissjóðs á lánsf jármarkaðinn: Frá atviramvegum til ríkissjóðs Níu þingmenn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks hafa beðið iðn- aðarráðherra um skýrslu til Al- þingis vegna Kröfluvirkjunar, með tilvísun til 31. greinar þing- skapa. Skal skýrslan gefin fyrir þinglok. I henni komi m.a. fram: • 1. „Sundurliðaður heildar- kostnaður við framkvæmdir vegna Kröfluvirkjunar á núgildandi verðlagi. Þar á meðal verði sundurliðaður launakostnaður við Kröflu og viðskipti Kröflunefndar við Bílaleigu Akureyrar svo og önnur einstök fyrirtæki. • 2. Framkvæmdaáform varð- andi Kröfluvirkjun á næstu tólf mánuðum. • 3. Rekstrarkostnaður við Kröfluvirkjun nú — og rekstrartekjur. • 4. Fjárhagslegur ávinningur af frekari fjárfestingu við Kröflu, þar á meðal við boranir, og fjárhagsleg áhætta tengd þeim fjárfest- ingum. • 5. Lýsing á ástandi þeirra borhola, sem þegar hafa verið boraðar. • 6. Afstaða til þeirra hugmynda að flytja annan hverfilinn við Kröflu á Reykjanessvæð- ið. • 7. Fjármagnskostnaður við Kröflu." Undir þessa beiðni rita: Vilmundur Gylfason, Jóhanna Sigurðardóttir, Magnús H. Magn- ússon, Kjartan Jóhannsson, Eiður Guðnason, Pétur Sigurðsson, Árni Gunnarson, Karl Steinar Guðna- son, Friðrik Sophusson. Lárus Jónsson (S) fjallaði m.a. um fjáröflun til opinberra fram- kvæmda, samkvæmt nýrri áætlun þar um, er lánsfjáráætlun var til umræðu á Alþingi sl. þriðjudag. Hann gerði samanburð í þessu efni á liðnu og líðandi ári, á verðlagi þess siðari: • Innlend fjáröflun var 11.500 milljarðar 1979; verður 23.638 1980; mismunur 12.138 millj- arðar. • Erlend fjáröflun 7.865 1979; 11.742 1980; mismunur 3.882. • Samtals mismunur 16.020 milljarðar króna. Ástæðan til þessara hækkunar er sú, að Lárus, að þátt fyrir gífurlegar skattahækkanir er séð fyrir verulega minna fé af sam- tíma tekjum ríkissjóðs til fram- kvæmda í ár en áður. Til að afla þessara auknu inn- lendu lána er farið út á nýjar brautir: • — 1) Skylda á lífeyrissjóði með lögum til að lána ríkissjóði beint 6 milljarða króna, auk skuldabréfakaupa af byggingar- sjóði og framkvæmdasjóði. • — 2) Ætlast er til að bank- ar og sparisjóðir kaupi verðbréf af ríkissjóði að fjárhæð 3900 m. kr. Afleiðing af þessu „innbroti" ríkissjóðs á lánsfjármarkaðinn, lífeyrissjóði og bankakerfi, fyrir atvinnulífið og lánsfjármöguleika atvinnuveganna eru augljósar. Lánsveitingar atvinnuvegasjóða eru áætlaðar 34,1 milljarðar króna, eða 59,3% og hafa því lækkað hlutfallslega síðan 1978 en þá var hlutfallið 67%. Erlendar lántökur hækka og úr hófi eða um 85,5 milljarða brúttó og 39,2 milljarða nettó, greiðslu- byrði erlendra lána hækkar í 16-17% 1980 og í yfir 18% 1981 af útflutningstekjum, þrátt fyrir 15% ákvæðið í stjórnarsáttmálan- um. Þessi lánsfjáráætlun er í rök- réttu samhengi við gildandi eyðslufjárlög, sagði Lárus. Þau skerða ráðstöfunarfé heimilanna og atvinnuveganna, með gífur- legum skattahækkunum, bæði tekjuskatta og verðþyngjandi skatta, en auka umsvif ríkisins. Hér er stefnt leynt og ljóst í þá átt að hefta aðgang atvinnuvega og atvinnufyrirtækja að innlendu fjármagni. Þetta er því ómenguð vinstri stefna í ríkisfjármálum og peningamálum. Þenslan í ríkis- geiranum er og síður en svo til þess fallin að hamla gegn verð- bólgu í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.