Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI 1980 19 Félag ísl. stórkaupmanna: Tollkrít talin geta gefið miiljarða árlegan sparnað Einar Birnir formaður Félags ísl. stórkaupmanna er hér staddur i einni vöruskemmu Eimskips, en hann segir að aukið hagræði i meðferð vöru myndi verða ef tekin verður upp tollkrít og ýmis hagræðing í sambandi við hana. Ljosm. EmíHa. FÉLAG ísl. stórkaupmanna telur að með því að taka upp tollkrít. greiðslufrest á aðflutningsgjöld- um, og ýmis konar hagræðingu í því sambandi megi spara allt að 3 milljörðum króna á ári og komi sá sparnaður að mestu leyti fram í lækkuðu vöruverði. Matthías A. Mathiesen, íyrrum fjármálaráð- herra, skipaði tollanefnd, sem m.a. athugaði þetta mál og hefur hún skilað áiiti, en næstu daga mun Matthías leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um tollkrit, sem byggist að nokkru á starfi nefnd- arinnar. Á fundi með fréttamönnum í vikunni kynntu forráðamenn Fé- lags ísl. stórkaupmanna fyrirkomu- lag tollkrítar og sagði Einar Birnir, formaður félagsins, að Gunnar Guðmundsson verkfræðingur hjá Rekstrarstofunni, sem starfaði með tollanefndinni, hefði reiknað út ofangreindan sparnað og greindi hann þar frá útreikningum sínum. Það helzta sem fram kom á fundin- um um tollkrít og þá hagræðingu og sparnað, sem af henni gæti leitt, er eftirfarandi: Hagræði að tollkrít er fyrst og fremst skjótur flutningur vöru frá flutningsaðila til kaupanda, heild- verzlunar eða iðnaðar, geymslutími hjá farmflytjanda styttist, en með- algeymslutími hérlendis er 5 vikur og í Danmörku 4—7 dagar. Skil á tolli myndu verða hraðari og reglu- bundnari, en gert er ráð fyrir að einungis atvinnuinnflytjendur njóti tollkrítar og myndu þá setja nauð- synlegar tryggingar. Algengt er nú að fluttar séu inn litlar vörusend- ingar eða stærri sendingar leystar út í smáum skömmtum og taki það alllangan tíma, auk þess sem inn- kaup geta verið óhagstæðari í litlum einingum. Þá er gert ráð fyrir sparnaði vegna minni með- höndlunar vöru og geymslu, en vörurnar yrðu fyrr fluttar frá flutningsaðila til innflytjanda, líkur eru á minni skemmdum vöru, vextir vegna erlendra lána myndu lækka og ýmis kostnaður vegna hagræðingar í skjalameðferð myndi lækka. í Noregi og Danmörku hefur tollkrítarfyrirkomulag verið í gildi um 12 ára skeið og var það tekið upp samhliða því að innflytjendur hófu sjálfir að fylla út tollskýrslur, en ekki tollayfirvöld eins og áður. Siík tollmeðferð var einnig tekin upp hér í byrjun þessa áratugs, en skrefið ekki stigið til fulls að því er innflytjendur segja, m.a. vegna hárra tolla og tregðu banka til að veita þær ábyrgðir, sem tollayfir- völd töldu nauðsynlegar. Miðað við 120 þúsund vörusend- ingar á ári hefur verið reiknað út hver sparnaður að tollkrít yrði og eru helztu liðir þessir: Vegna með- höndlunar og geymslu og minni skemmda á vörum, 9.000 á hverja sendingu eða um 1,1 milljárður. Vegna lækkunar erlends vaxta- kostnaðar 4.500 á sendingu eða um 600 milljónir. Vegna minni kostnað- ar við skjalameðferð á hverja sendingu, en hún er nú talin um 35.000 kr., en gæti lækkað um 7.500 á hverja sendingu eða um 900 milljónir. Samtals eru þetta 2,6 milljarðar, en auk þessa beina útreiknanlega sparnaðar er talið að tollkrít skapi möguleika til al- mennrar hagræðingar, sem skilaði sér á lengri tíma, og hún metin um 3 milljarðar þegar allt sé talið, sem sé svipuð upphæð og ríkið verji á ári til utanríkisþjónustunnar eða til rekstrar Landhelgisgæzlunnar eða lögreglunnar í Reykjavík. Á fundinum með fréttamönnum töldu forráðamenn stórkaupmanna líklegt að yfirvöld samþykktu að taka upp þetta kerfi, það myndi vissulega kalla á ákveðnar skipu- lagsbreytingar bæði \ tollmeðferð og meðhöndlun vörunnar hjá flutn- ingsaðilum og innflytjendum, en tollkrítin myndi hafa slíka hagræð- ingu í för með sér að menn þyrftu ekki að vera í vafa um ágæti hennar. Kennaraháskólinn: 14 námskeið í sumar fyrir starfandi kennara í SUMAR verða á vegum Kennaraháskóla íslands 14 námskeið fyrir starfandi grunnskóiakennara. Námskeiðin eru fjölbreytt að inntaki — nýtt námsefni er kynnt — einnig nýir starfshættir — fjallað er um ný og gömul viðhorf í kennslumálum. Námskeiðin eru einnig mikilvæg vegna þess að þar hittast kennarar og miðla hver öðrum af starfsrey.islu sinni. Kennarar sýna endurmenntun mikinn áhuga, en hennar er sífellt þörf bæði vegna breytinga á náms- efni og breyttra starfshátta í kennslu. Umsóknarfrestur um námskeiðin var til 20. apríl og um mörg námskeiðin sækja töluvert fleiri en hægt er að taka á móti, ennþá komast samt nokkrir að á eftirtalin námskeið: Námskeið fyrir málakennara í 6.-9. bekk grunnskóla, 30. júní—2. júlí. Námskeiðið er haldið í tengsl- um við ráðstefnu norrænna mála- kennara í Reykjavík 23.-29. júní. Stærðfræði fyrir kennara 4.-6. bekkjar 9.—14. júní. Náms- og starfsfræðsla 12.—22. ágúst. Námskeið í Danmörku fyrir dönskukennara í 4.-6. bekk grunnskóla 12,—28. ágúst. Námskeið í stjörnufræði 25,—30. ágúst. Námskeiðið er einkum ætlað kennurum í eðlisfræði og landa- fræði í 5.-9. bekk grunnskólans. Námskeið fyrir íþróttakennara 23.—27./28. júní. Námskeið í heimilisfræði 25,—30. ágúst. Heimspekingurinn Robert Noz- ick hefur hlotið mikið lof fyrir bók sína, Anarchy, State and Utopia. Pöntunarþjónusta Fé- lags frjálshyggjumanna, póst- hólfi 1334, 121 Reykjavík, sér um að útvega hana áhugam- önnum. Réttlát væri þannig sú tekju- skipting, sem yrði til úr viðskipt- um frjálsra einstaklinga á mark- aði. Nozick tæki mörg skemmtileg dæmi í bók sinni til að sýna það, að stjórnvöld yrðu alltaf að grípa til óæskilegra afskipta af lífi einstaklinganna, ef þau ætl- uðu að neyða einhverri forskrift um réttláta tekjuskiptingu upp á þá. Hann benti einnig á, að galli væri í sjálfri þeirri hugmynd, að ríkið ætti að koma nálægt skipt- ingunni. Kjarni málsins væri sá, að ekkert væri til neinna skipta, því að einstaklingarnir hefðu þegar skipt öllu með sér. Ekki væri til neinn haugur af lífsgæð- um, sem biði þess eins, að komið yrði að honum og lífsgæðunum dreift til einstaklinganna. Það sem einn væri látinn fá, væri tekið frá einhverjum öðrum, og réttlæta yrði þá töku, en það tækist ekki. Nozick benti á það í bók sinni, að vitanlega væru kostir manna á viðskiptum takmarkaðir, en ekki væri um að ræða ranglæti, ef takmörkunin væri vegna frjáls vals annars. Það væri ekki ranglæti, þótt kona hafnaði biðli eða vinnuveitandi umsækjanda um starf, heldur frjálst val. Nozick er að sögn Hannesar Hólmsteins einn snjallasti tals- maður afdráttarlausrar mann- réttindastefnu, sem nú lifir, þótt kenning hans hljóti að vera umdeild. Hannes sagði, að stjórnmálaumræður á íslandi einkenndust af fremur óskýrri nytjahyggju, en gegn henni hefði Nozick margvísleg rök. Fyrirlesturinn var fjölsóttur, og urðu fjörugar umræður eftir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.