Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.05.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8.MAI 1980 21 að ná hæsta kaupmáttarstigi árs- ins 1977 eins og það var eftir sólstöðusamningana. Grunn- kaupshækkanir við þessar aðstæð- ur geta aðeins leitt til skerðingar á íslenzku krónunni. Við tókum einnig fram í upphafi, að kröfur Alþýðusambandsins um nýtt verð- bótakerfi væru svo óraunhæfar, að þær gætu ekki talizt umræðu- grundvöllur í samningaviðræðun- um. Þeim var því algjörlega hafn- að enda óviðunandi og algjör uppgjöf, að verðbólga se látin raska umsömdum launahlutföll- um. Smám saman hefur komið í ljós, að innan Alþýðusambandsins er engin samstaða um þennan hluta kröfugerðarinnar. Við höf- um einnig tekið skýrt fram, að við teljum ógerlegt að auka launa- kostnað fyrirtækja með nýjum og auknum fríðindum eins og þeim sem fólgin eru í sameiginlegum sérkröfum Alþýðusambandsins á sama tíma og aðstæður leyfa ekki að kaupmáttur beinna ráðstöfun- artekna verði aukinn. Sérkröfur einstakra aðildarfé- laga og aðildarsamtaka Alþýðu- sambandsins hafa verið að berast alveg fram á síðustu daga. Þær fela í sér kröfur um launahækkun sem skiptir tugum prósenta og í einstökum tilvikum milli eitt og tvö hundruð prósent. Jafnframt gera þau sérsambönd Alþýðusam- bandsins, sem þurft hafa að sæta skerðingu á kaupálögum á síðasta samningstímabili, kröfur um að skerðing þessi verði afnumin, þannig að launabilið aukist á nýjan leik. Þannig er í öðru orðinu krafist launajöfnunar en í hinu launagliðnunar. Fyrstu samningafundir aðila hófust um miðjan janúar. Deil- unni var síðan vísað til ríkissátta- semjara. Segja má að viðræðuaðil- ar séu enn í sömu sporum og í upphafi eftir slitrótta samninga- fundi í tæpa fjóra mánuði. Laun eru nú um 75% af þjóðar- tekjum. Þetta hlutfall er með því hæsta sem þekkist í Evrópu, aðeins í Bretlandi og Svíþjóð er það hærra. A síðasta samningstímabili fór þetta hlutfall heldur hækkandi. Kaupmáttur launa jókst þá meir en þjóðartekjur. Launþegar hafa þannig stöðugt aukið hlutdeild sína í þjóðartekjunum. Útilokað er að ganga lengra á þessari braut, enda myndi það aðeins leiða til stöðnunar og hnignunar í atvinnu- lífinu. Þegar aðstæður eru með þessum hætti, að ekki er hægt að auka hlutdeild launa í þjóðartekj- um og hagvöxtur hefur stöðvast, ætti öllum að vera ljóst, að kjaraátök á vinnumarkaðinum eru ekki í raun og veru milli launþega og vinnuveitenda heldur fyrst og fremst á milli einstakra launþega- hópa innbyrðis. Þetta kemur mjög skýrt fram í kröfugerð Alþýðusambandsins, einstakra sérsambanda og félaga þess. Sameiginlegar kröfur AI- þýðusambandsins eru bornar fram undir yfirskyni launajöfnun- ar og hógværðar, vegna ríkjandi efnahagsástands. Sérkröfur ein- stakra sambanda og félaga ganga hins vegar í þveröfuga átt, þær gera ráð fyrir verulegri launa- gliðnun og kauphækkun sem skiptir tugum prósenta. Innan Alþýðusambandsins er þannig engin samstaða um ákveðna launastefnu og engin samstaða um að verja hagsmuni þeirra sem búa við lægst laun. Kröfugerð Alþýðusambandsins undir yfir- skini launajöfnunar er því hrein blekking. Á sama tíma og sett er fram handahófskennd launajöfn- unarstefna með sameiginlegum kröfum um breytt verðbótakerfi, er henni ekki aðeins hafnað af mörgum stórum sérsamböndum, heldur er beinlínis stefnt að þvi, að hún verði brotin niður með sérkröfum og með því að afnema þær skerðingar á kaupálögum og ákvæðisvinnutöxtum, sem í gildi hafa verið, er leiða myndu til margfallt meiri kauphækkunar en fram kemur í sameiginlegum kröf- um Alþýðusambandsins. Þessi upplausn hefur m.a. tafið fyrir að hægt hafi verið að ganga til samninga. Sinnuleysi ríkisstjórnar Vinnuveitendasambandið hefur viljað taka upp ný vinnubrögð í þessum samningum. Vinnuveit- endasambandið hefur viljað fara nýjar leiðir. Það hefur lagt áherzlu á samvinnu launþega, vinnuveitenda og ríkisvalds, sam- vinnu í stað átaka á vinnumark- aði. Ég er sannfærður um, að einungis með traustu samstarfi þessara aðila, um þær mikilvægu efnahagslegu ákvarðanir sem fólgnar eru í kjarasamningum er unnt að leysa þann vanda sem nú er við að etja án þess að það kosti nýja verðbólguholskeflu. Þess vegna höfum við marg ítrekað óskir um þríhliða viðræður, og skattalækkanir af hálfu stjórn- valda. Ég lít svo á, að skattalækk- anir séu eini raunhæfi möguleik- inn til þess að auka ráðstöfunar- tekjur láglaunafólks án þess að það raski þeim launahlutföllum í þjóðfélaginu, sem um hefur verið samið undanfarin ár og án þess að enn einu sinni þurfi að hrinda þjóðinni fram af hengiflugi verð- hækkana og gengislækkana. Ríkisstjórnin hefur haft óskir Vinnuveitendasambandsins um þríhliða viðræður og skattalækk- anir til umhugsunar vikum sam- an, án þess að nokkurt svar hafi borist. Hér er um að ræða mjög alvarlegt sinnuleysi og ríkis- stjórnin ber því að sínu leyti mikla áþyrgð á því, hversu samninga- viðræður hafa dregist á langinn. Það er lágmarkskrafa Vinnuveit- endasambandsins, að ríkisstjórnin svari þeim óskum, sem settar hafa verið fram bæði bréflega og á fundum með forsætisráðherra og félagsmálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki lengur skotið sér undan því, að taka ákvörðun í þessu efni. Þá er ástæða til að átelja mjög harðlega, að ríkisstjórnin skuli standa í viðræðum við annan aðila vinnumarkaðarins um ýmis konar félagslegar aðgerðir, sem leiða mundu til aukins launakostnaðar fyrir atvinnufyrirtækin, án þess að atvinnuveitendur eigi aðild að þessum viðræðum. Að því leyti, sem ríkisvaldið kemur inn í samn- ingaviðræður aðila vinnumarkað- arins er það frumskilyrði, að báðir aðilar eigi þar aðild að. Við getum ekki fallist á að launþegar og ríkisstjórn semji sín á milli um útgjöld atvinnufyrirtækjanna. Aðilar vinnumarkaðarins eiga að geta gengið til samninga á jafn- réttisgrundvelli. Viðræður af þessu tagi miða að því einu, að skerða samningsrétt vinnuveit- enda og við það verður ekki unað. Takast verður á við vandamálin með raunsæi í umræðum um kröfugerð launþega er því oft haldið fram, að ná þurfi umsömdum kaupmætti eins og hann var hæstur eftir sólstöðusamninganna 1977. Við heyrum fullyrðingar um, að slíkar útgjaldaákvarðanir geti ekki haft hin minnstu áhrif á verðbólguna. Við heyrum staðhæfingar þess efnis, að verðbólgan fari lækkandi á sama tíma og allir vita, að hún fer hrað vaxandi. Umræður af þessu tagi bera þess merki, að menn láta óskhyggjuna um of ráða orðum sínum og gerðum. Við tökum aldrei skynsamlegar ákvarðanir með því að láta ósk- hyggjuna eins ráða. Við getum ekki annað en tekizt með raunsæi á við þau vandamál, sem fylgja skiptingu þjóðartekna. Þegar hag- vöxtur hefur stöðvast, verða menn að gera sér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll, að óskhyggjan brauðfæðir engan. Verðbólgan verður ekki upprætt án tímabund- inna fórna. Það er lýðskrum þegar stjórnmálamenn bjóðast til þess, að lækna þessa miklu meinsemd í okkar efnahagslífi, án þess að kosta nokkru til. Og það er að loka augunum fyrir staðreyndum, að halda því fram, að launaákvarðan- ir í þjóðfélagi, þar sem laun eru 75% af þjóðartekjum, hafi engin áhrif á verðbólguþróunina. Stundum er ráðist á atvinnu- rekstur og fyrirtæki fyrir að standa sig ekki nægjanlega vel og þau sökuð um óstjórn, óráðsíu og óskynsamlega fjárfestingu. Vissu- lega er það svo, að í okkar þjóðfélagi má færa margt til betri vegar í stjórn atvinnufyrirtækja, en það eru stjórnmálamennirnir sem búa atvinnufyrirtækjunum umhverfi, það eru stjórnmála- mennirnir sem ráða því við hvaða skilyrði fyrirtækin búa og það eru aðstæðurnar sem stjórnmála- mennirnir skapa, sem ráða mestu um það, hvort okkur tekst að auka framleiðni og verðmætasköpun. Sagt er að fyrirtæki eigi að skipuleggja sig betur, en hvernig má það takast í óreiðuþjóðfélagi eins og því sem við búum í. Fyrirtækin standa hvorki fyrir utan né ofan það efnahagslega umhverfi sem stjórnmálamenn- irnir skapa, þau eru í því miðju. Meðan stjórnmálamenn gera ekki annað en að leysa vandann frá degi til dags verður það sama uppi á teningnum hjá fyrirtækjum, heimilum og einstaklingum. Það er tími til kominn, að við reynum að átta okkur á því, hverskonar þjóðfélagi við viljum búa í, ætlum við að halda áfram þjóðfélagi rugulreiðar, verðbólgu og vaxandi ríkisafskipta, eða vilj- um við hafa hér stöðugt þjóðfélag, sem getur orðið undirstaða vel- megunar og frjáls mannlífs og atvinnulífs í landinu. Við höfum fengið nóg af hugmyndafræði- legum boðskap stjórnmálamanna um þessi efni, nú ætlumst við til, að þeir líti með raunsæi á aðstæð- ur og geri atvinnufyrirtækjum og einstaklingum kleift að vinna í þessu þjóðfélagi á grundvelli raunsæis og skynsemi en ekki óskhyggju. Stjórnmálamenn virðast, svo furðu sætir, almennt skorta þekk- ingu á atvinnulífinu, sem standa á undir velmegun þjóðarinnar, og ef til vill gætir einnig nokkurs skiln- ingsleysis atvinnurekstrarins á aðstöðu stjórnmálamanna. Að mínu áliti er þó þekkingarskortur stjórnmlamannanna á atvinnulíf- inu alvarlegastur. Það virðist staðfest gjá skilningsleysis milli stjórnmálamanna og atvinnulífs- ins. Það væri full ástæða til að gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að kynnast betur en áður raunverulegum aðstæðum at- vinnulífsins, það þarf að auka jarðbundna þekkingu þeirra. Það verður ekki gert einvörðungu með viðræðum forystumanna hags- munasamtaka og ráðherra í stjórnarráðhúsinu við Lækjar- torg. í raun og veru ættu stjórn- málamenn að gegna starfskyldu í atvinnufyrirtækjunum í eitt til tvö ár, þá fengju þeir tækifæri til þess að kynnast vandamálunum af eigin raun. Engum vafa er undir- orpið, að skortur á skilningi milli atvinnulífsins og stjórnmála- mannanna, er ein af orsökunum þess, hvernig komið er í okkar þjóðarbúskap. Það er mjög mikil- vægt, að það takist, að koma á trúnaðartrausti milli stjórnmála- manna og þeirra sem í atvinnu- lífinu starfa. Samstaða er nauðsyn Góðir fundarmenn ég vil að lokum leggja á það áherzlu, að samstaða er nauðsynleg til þess að leysa þann vanda sem kjaramálin eru í um þessar mundir. Það verður ekki gert af skynsemi og án átaka nema með samvinnu laun- þega, vinnuveitenda og ríkisvalds. Samvinna þessara aðila við núver- andi aðstæður á að hafa það að markmiði, að uppræða verðbólg- una, að bæta hag fyrirtækjanna og auka þar hagvöxtinn með raunverulegri verðmætasköpun til að bæta á þann hátt lífskjör allra landsmanna í bráð og lengd. Við höfum oft heyrt þá frægu setningu: „The way to hell is paved with good intentions" sem útleggst: „Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum." Ekki hefur á undanförnum árum skort yfirlýsingar um góð áform, en minna hefur orðið úr framkvæmd- um. Nú eru síðustu forvöð að snúa af þeim vegi óskhyggju og góðra áforma sem genginn hefur verið, en takast allir landsmenn í sam- einingu og af fullri raunsæi á við aðsteðjandi vandamál. Ef við Islendingar missum fjár- hagslegt sjálfstæði okkar er stutt í að sjálfstæði þjóðarinnar fari sömu leið, sjálfstæði, sem ,það tók okkur 682 ár að endurheimta að fullu, eftir að við misstum það árið 1262. Við skulum vera minnug þess, sem skeði á Alþingi í lok Sturlungaaldar árið 1262 og vona að við Islendingar sjáum að okkur áður en það er um seinan, svo að sagan endurtaki sig ekki. Fyrirlestur um sænska tungu í Finnlandi HÉR er nú staddur próíessor Carl-Erik Thors frá Finnlandi. Og fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30 flytur hann fyrirlestur í Nor- ræna húsinu og nefnir hann: „Svenskan i Finland. Dess Vari- anter och stallning í samhállet.“ Carl-Erik Thors hefur verið prófessor í norrænu við Helsing-- forsháskóla frá 1963. Hann lauk embættisprófi 1944, stundaði síðan framhaldsnám á Norður- löndum og í Bretlandi og lauk doktorsprófi 1949. Hann hefur sent frá sér fjölda ritgerða og bóka, þar sem hann hefur mikið fjallað um nafnafræði, bæði mannanöfn og örnefni í sænsku og finnlands-sænsku, og einnig hefur hann ritað um sænskar biblíuþýð- ingar, og í því sambandi má og nefna ritið „Den kristna termino- logien i fornsvenskan" (1957). Carl-Erik Thors hefur árum sam- an skrifað dálk um sænska (finnlands-sænska) tungu í stærsta sænska dagblað Finn- lands Huvfudstadsbladet: Torsdag með Thors, og nýtur sá dálkur mikilla vinsælda. Fyrirlesturinn á fimmtudags- kvöldið er öllum opinn. Tvær sýningar eftir á Sumargestum NÚ eru aðeins tvær sýningar eftir á sýningu Þjóðleikhússins á SUMARGESTUM eftir Maxím Gorkí í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar og leikmynd Þórunnar Sigríðar Þorgrimsdóttur. Sumargestir er annað leikritið eftir Gorkí sem Þjóðleikhúsið tek- ur til sýninga. Hitt verkið var Náttbólið sem sýnt var árið 1976. Sumargestir gefur okkur mynd af firrtu menntafólki, sem hefur gleymt uppruna sínum og glatað hæfileikanum til að finna til með öðrum. Með hlutverk fara Erlingur Gíslason, Guðrún Gísladóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Sigurjónsson, Helgi Skúlason, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Gunnarsson, Arnar Jónsson, Bríet Héðinsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Skúlason, Baldvin Halldórsson, Jón S. Gunnarsson og Guðrún Þ. Stephensen. Næst síðasta sýning er föstu- daginn 9. maí og síðasta syningin er á Uppstigningardag, fimmtu- daginn 15. maí. * RKI-konum þakkað KVENNADEILD Rauða Kross íslands gaf nýlega til taugadeildar Landspítalans sjúkralyftara til af- nota á deildinni. Þetta tæki er mjög nauðsynlegt og kemur sér einkar vel. Hefur starfsfólk deild- arinnar beðið blaðið að færa Kvennadeild R.K.Í. innilegar þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf. Ferming í Leirárkirkju Ferming í Leirárkirkju 11. maí kl. 14. Prestur sr. Jón Einarsson. Þessi börn verða fermd: Rannveig Harðardóttir, r Lyngholti. Ásgeir Örn Kristinsson. Leirá. Björn Sigurðsson, Stóra-Lambhaga III.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.