Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 45 15 ^7 /-» „ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI var þessi búbótarpistill birtur án athugasemdar, en allnokkru síðar var honum þó mótmælt af einni eða tveimur bóndakonum. Ef til vill er það nokkuð útbreiddur misskilningur meðal kaupstaðar- búa, að bændum sé hagur að því og búbót að nota afurðir eigin bús heima fyrir, án milligöngu sölufé- lags. Þó er víst flestum kunnugt, að mjólk og kjöt er í sölubúðum niðurgreitt með háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna. Greiðslur þessar ætla ég að séu nú kr. 99.00 á hvern lítra mjólkur og kr. 669.00 á hvert kíló dilkakjöts. Þessara niður- greiðslupeninga fá bændur ekki notið nema í gegnum afurðasölu- félög (sláturhús, mjólkursamlög). Sá bóndi, sem fæðir fólk sitt á mjólkurdreitli beint úr fjósinu eða á kjöti af heimaslátruðu fé borgar þá kr. 388.00 fyrir mjólkurlítrann og kr. 2618.00 fyrir eitt kíló dilkakjöts, en vegna niður- greiðslna fær kaupstaðarbúinn mjólkurlítrann á kr. 289.00 og kjötkílóið á kr. 1949.00 í heilum skrokkum. Vera má, þar sem samgöngur og flutningaleiðir eru hvað greiðastar, að bændur selji hvern mjólkurdropa og hvert ein- asta kjötkíló sem þeir framleiða og kaupi það svo aftur niðurgreitt í kaupstaðnum. Ég hygg þó, að slíkur verzlunarmáti sé hvorki almennur meðal bænda né að honum verði alls staðar komið við, þótt vilji til þess væri fyrir hendi. 22.4.1980 J.Hj. • Þakkir til Þorvaldar Garðars Ég get ekki látið hjá líða, þótt seint sé, að þakka þingmanninum fyrir drengilega og djarflega til- raun til að opna augu annarra þingmanna fyrir þeim óheillavæn- legu breytingum sem að mínu mati hafa verið gerðar á fóstur- eyðingarlöggjöfinni með því að fela konum sjálfdæmi um að eyða fóstri eftir eigin geðþótta. Þeir sem hlustuðu á rökfastan mál- flutning Þorvalds Garðars um þetta mál í Morgunpóstinum ný- lega ættu að skilja hvað hér er að gerast. Hermann Guðbrandsson. • Til vega- gerðarmanna Kirkjugarðsgestur hringdi: Mig langar að biðja umsjón- armenn vega á höfuðborgarsvæð- inu að taka velviljað tillit til eftirfarandi ábendingar. Þannig er, að örlítill vegarspotti, sem aka þarf eftir til að komast að neðsta hliði í Fossvogskirkjugarðinum, er mjög illa farinn. Vegarspottinn er illa holóttur og í mínum leik- mannsaugum þyrfti ekki mikið til að kippa hlutunum í lag, veghefill gæti komið miklu til leiðar. Margir eiga leið þarna um og því kem ég þessu á framfæri, að ég veit að ástæðan fyrir þessu ástandi vegarins er e.t.v. sú, að viðkomandi umsjónarmenn eru ekki meðvitaðir um ástand þessa stutta vegarkafla. • Þakkir til Páls Hallbjörnssonar M.G. hringdi: Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til Páls Hallbjörns- sonar fyrir erindi hans um „Dag- inn og veginn" 28. apríl sl. Þetta var að mínu áliti mjög gott erindi og orð í tíma töluð. Þakka þér fyrir Páll. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á opnu skákmóti í Lugano í Sviss í fyrra kom þessi staða upp í skák heimamannsins Danner, sem hafði hvítt og átti leik, og Danans Berg. 21. RÍ5+! - exf5, 22. Dxf5 (Hvítur hótar nú 23. c5 mát) Dd7, 23. Df4 mát. HÖGNI HREKKVÍSI „ 30% ÓLV0A V^(?©A'l V(£> At/AllLlN . . VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar SjálfstæðisflokksinS verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 10. maí veröa til viðtals Markús Örn Antonsson og Elín Pálmadóttir. Markús er í félags- málaráöi, heilbrigöismálaráöi, framkvæmdanefnd vegna byggingastofnana í þágu aldraöra. Elín er í fræösluráði og umhverfismálaráöi. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000. Heildsölu birgðir Verslióisérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI Innrettingar í sendibíla Viö getum utvegaö, á mjög hagstæöu veröi, tilbúnar fullkomnar innréttingar þ.á m. rúm, borö, bekki, eldhús, ísskáp og fleira fyrir t.d. Volkswag- en sendibíl, Ford Transit, Bedford, Dodge og fleiri. Vinsamlega pantiö sem fyrst. Gísli Jónsson & Co hf. Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.