Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Sænskir sérfræðingar kanna hagkvæmni fram- leiðslu með kolum hjá Sementsverksmiðjunni GUÐMUNDUR Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi, sagði í samtali við Mbl. að hingað til lands kæmu um mánaðamótin sænskir sérfræð- ingar til þess að gera athugun á því hvort hagkvæmt muni reyn- Sjónvarpið kosninganótt- ina 29. júní ÍITVARPSRÁÐ hefur ákveðið að gengist verði fyrir kosn- ingasjónvarpi í sumar vegna forsetakosninganna og verður sjónvarpað fram eftir nóttu hinn 29. júní meðan beðið er eftir atkvæðatölum víðs vegar að af landinu. Forsetakosn- ingar fara fram sunnudaginn 29. júni, og einnig verður sjónvarpað daginn eftir, mánudaginn 30. júní. Miðviku- daginn 1. júli verður hins vegar ekkert sjónvarp þar sem sjónvarpsútsendingar leggjast niður i júlimánuði vegna sumarleyfa. Ekki hefur enn verið gengið nákvæmlega frá tilhögun sjón- varpsútsendingarinnar á kosn- inganóttina, en gert er ráð fyrir að tilhögun verði með líku sniði og þegar sjónvarpað hefur ver- ið frá atkvæðatalningu við sveitarstjórnar- og alþingis- kosningar. ast fyrir Sementsverksmiðjuna að breyta orkunotkun sinni úr olíu yfir i kol, en unnið hefur verið að rannsóknum i þvi máli undanfarna mánuði. Guðmundur sagði ennfremur að það væru engir tæknilegir van- kantar á því að kaupa notuð kolatæki til framleiðslunnar og setja þau upp með stuttum fyrir- vara. Það þyrfti hins vegar að bíða í nokkur ár ef kaupa ætti ný tæki. Þá kom það og fram hjá Guð- mundi að sænsku sementsverk- smiðjurnar hafa undanfarna mán- uði verið að breyta hjá sér yfir í kolaframleiðslu og hefðu þessir sænsku sérfræðingar unnið að þeim breytingum. ÍSLENZKA Jan-Maycn nefndin við komuna til Ósló í gærdag. Fremstir á myndinni, f.v. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. Knut Frydelund, utanríkisráðherra Noregs og Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra. Simamynd Knut Frydenlund um Jan Mayen-viðræðurnar: „Höfum sem fyrr áhuga á samkomulagi Kröfur Alþýðubandalagsins skapa vandræði segja norsku blöðin Engar nýjar kröfur - segir Ólafur Jóhannesson Hafnargjöld hækka um 8% GJALDSKRÁR hafnarsjóða hafa verið hækkaðar um 8% með þeirri undantekningu að afla- gjald er áfram óbreytt. 7. mai. (rá Árna Johnsrn. blaðamanni Mbl. i Osló „VIÐ HÖFUM sem fyrr áhuga á að ná samkomulagi um Jan Mayen-svæðið, en kröfur Alþýðubandalagsins auka ekki á líkurnar,“ sagði Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við Mbl., — i þessum kröfum koma fram alveg ný atriði og það daginn fyrir fundinn hér í Osló. Fréttir höfðu borizt af því, að hér væri um að ræða kröfur íslenzku nefndarinnar, en svo mun ekki vera. En við þekkjum kröfur íslenzku viðræðunefndarinnar frá siðasta fundi okkar i Reykjavik og reiknum með að halda viðræðunum áfram út frá þeim, þ.e. kröfum um fiskveiðar íslendinga og yfirráðarétt yfir hafsbotnin- um,“ sagði Knut Frydenlund ennfremur. Morgunblaðið ræddi við Ólaf samþykkt íslenzku nefndarinnar og Jóhannesson, utanríkisráðherra, og því væri ekki um neinar nýjar kvaðst hann lítið geta sagt á þessu kröfur að ræða frá því síðast var stigi málsins nema hvað samþykkt fundað. Ólafur svaraði fyrirspurn- Alþýðubandalagsins væri ekki um blaðamanna við komuna til Osló og var hann m.a. spurður að því hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn. Kvaðst hann heldur svartsýnni á samkomulag en áður. Blöð hér í Osló skrifa flest um Jan Mayen-deiluna í dag og telja þau að nýjar hugmyndir Alþýðu- bandalagsins muni skapa veruleg vandræði við lausn málsins. Þar er sérstaklega fjallað um tvö atriði, annars vegar þá kröfu að Norð- menn viðurkenni yfirráðarétt íslendinga yfir landgrunninu við Jan Mayen og hins vegar að engar olíuboranir verði leyfðar á Jan Formaður gjaldskrárnefndar: Hitaveitan hefur mun meira fjármagn til ráðstöfunar en gefið hefur verið í skyn „Gjaldskrárnefnd byggði til- lögu sína á þeim gögnum. sem fyrirtækið lagði fram. auk þess sem tekið var mið af stefnumörk- un ríkisstjórnarinnar í verð- lagsmálum á þessu ári," sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri og formaður gjaldskrárnefndar í samtali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður um forsend- ur þess að hækkunarhciðni Hita- veitu Reykjavíkur var lækkuð úr 58% niður í 10%. „Nefndin telur,“ sagði Georg ennfremur, „að þótt varlega hafi verið farið í tillögugerð muni fyrirtækið hafa mun meiri fjár- magn til ráðstöfunar á þessu ári en það gefur í skyn í fjölmiðlum og því lagði nefndin til að beiðni þess yrði skorin niður. Að öðru leyti tel ég það ekki vera í verkahring gjaldskrárnefndar að ræða þessi mál opinberlega, þar sem endanlegt ákvörðunarvald í þeim er i höndum ríkisstjórnar- innar“ sagði verðlagsstjóri að lokum. „Ég veit hreinlega ekki hvað maðurinn á við,“ sagði Jóhannes Hitaveitustjóri: Zoéga hitaveitustjóri er Morgun- blaðið bar þessi ummæli undir hann, „er hann að bera okkur það á brýn að við höfum verið að Ijúga í fjölmiðla?“ Jóhannes kvaðst ekki vita hvaða upplýsingar gjaldskrárnefndin hefði haft til grundvallar, en hvorki formaður né aðrir nefndarmenn gjaldskrár- nefndar hefðu haft samband við Jóhannes Zoega Georg Ólafsson Hitaveituna vegna þessa máls. Að öðru leyti kvaðst hann hafa litlu við það að bæta sem hann hefði áður sagt um þessi mál, en fyrirsjáanlegir væru miklir erfið- leikar hjá fyrirtækinu. Bæði yrði erfitt að dreifa heitu vatni og leggja í ný hverfi, slíkt yrði ekki gert án nauðsynlegs fjármagns. Hagnað af rekstri fyrirtækisins síðastliðið ár sagði Jóhannes hafa verið um það bil 1,6 milljarðar króna, en framkvæmdir hefðu verið upp á 1,5 milljarða króna rúmlega. Hins vegar hefði þurft að framkvæma fyrir um það bil 2,5 milljarða króna ef vel hefði átt að vera. I ár hefði þurft að vinna að framkvæmdum fyrir um það bil fjóra milljarða króna, en ekki yrði unnt að ráðast í framkvæmd- ir fyrir meira en tvo til þrjá milljarða, jafnvel minna ef verð- bólgan héldi áfram eins og hún hefur gert. Afskriftir á síðasta ári sagði hitaveitustjóri að hefðu numið um það bil einum milljarði króna, en þar á móti kæmu afborganir og vextir af lánum upp á um það bil 1,2 milljarða króna. Þá leitaði Morgunblaðið einnig til þeirra Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra og dr. Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra, en þeir vísuðu báðir á Georg Ólafsson og Tómas Árna- son viðskiptaráðherra. Svar verð- lagsstjóra er hér að framan en ekki tókst að ná í viðskiptaráð- herra. Segir maðurinn okkur ljúga í fjölmiðlum? Mayen-svæðinu án samþykkis ís- lendinga. Kröfur íslendinga, sem fram komu á síðasta viðræðufundi í Reykjavík, byggjast á því, að íslendingar ákveði hámarksafla loðnunnar við Jan Mayen. Gert verði ráð fyrir því, að Norðmenn fái fyrsta árið að veiða ákveðinn tonnafjölda, en síðan næstu fimm ár fái þeir að veiða upp í ákveðna prósentutölu hámarksaflans. í þessu sambandi má geta þess að aflahlutfall Norðmanna við Jan Mayen þau tvö ár, sem þeir hafa stundað loðnuveiðar þar, er 12— 15%. Þá vill íslenzka viðræðu- nefndin tryggja rétt íslendinga til þess að veiða jafnmikið og Norð- menn á Jan Mayen-svæðinu utan 200 mílnanna. Komið hefur fram að Norðmenn geta fallizt á það. Þá er það krafan um botnmálið, þ.e. að jafnræði ríki í þeim efnum með þjóðunum, ella verði ákveðin skipting milli þeirra á svæðinu. íslenzka viðræðunefndin kemur saman til fundar hér í fyrramálið klukkan níu og síðan hefjast fundir viðræðunefndanna klukkan tíu og er búizt við að þeim fundum verði fram haldið til kvölds og síðan verði áframhaldandi viðræður á föstudag. Aðalfundur VSÍ: Páll Sigurjóns- son endurkjör- inn formaður AÐALFUNDI Vinnuveitenda- sambands íslands lauk síðdegis í gær. Páll Sigurjónsson var end- urkjörinn formaður sambandsins og Hjalti Einarsson, varafor- maður. Aðrir í framkvæmdastjórn voru kjörnir: Davíð Sch. Thorsteinsson, Gísli Ólafsson, Guðlaugur Björg- vinsson, Gunnar S. Björnsson, Gunnar J. Friðriksson, Haraldur Sveinsson, Hjörtur Hjartarson, Jón Ingvarsson, Jón Páll Hall- dórsson, sem kjörinn var í stað Gunnars Guðjónssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, Kristján Ragnarsson, Magnús Gústafsson, Ragnar Halldórsson, Valtýr Hákonarson og Þórður Gröndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.