Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI 1980 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF - UMSJÓN SIGIIVATUR BLÖNDAIIL Húsgagnaverksmiðja Axels Eyjólfssonar sótt heim: Framleiðni hefur aukist um allt að 156% frá 74 MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um, að forsenda þess að íslenzkur iðnaður fái staðist aukna samkeppni erlendis frá, sé sú að framleiðni verði aukin til muna. Morgunblaðið heim- sótti eitt þeirra fyrirtækja sem hvað lengst hafa náð á þeirri braut að auka framleiðni sína með aukinni hagræðingu, en það er húsgagnaverksmiðja Ax- els Eyjólfssonar hf. í Kópavogi. Eyjólfur Axelsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að síbættum árangri hefði fyrirtækið náð með markvissu hagræðingarstarfi, m.a. með aðstoð innlendra rekstrarráðgjafa hjá Hagvangi hf. Eyjólfur sagði að árangur- inn kæmi m.a. fram í lækkandi söluverði vörunnar miðað við almennt verðlag, betri kjörum starfsmanna og styrkari rekstrarstöðu fyrirtækisins. Eyjólfur sagði að samstarf þeirra við Hagvang undanfarin ár hefði gengið mjög vel og væri hann ekki í vafa um að rekstrarráðgjöf ætti fullan rétt á sér í fyrirtækjum. Guðmundur Sigurðsson rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi sem hvað mest hefur unnið með fyrirtækinu hin síðari ár sagði að þessu tílefni að samstarf þeirra hefði gengið með ágæt- um, enda væri fullur skilningur ráðamanna fyrirtækisins á því að rekstrarráðgjöf ætti fullan rétt á sér. „Það er í raun ómetanlegt fyrir menn í starfi rekstrarráðgjafa að sjá árang- ur hagræðingarinnar svo ljós- lega í verki eins og hér,“ sagði Guðmundur ennfremur. Eftir að hafa skoðað hús- gagnaverksmiðjuna er hægt að fullyrða að mjög langt hefur verið náð í hagræðingu og er hreint ótrúlegt hversu lítið mannshöndin kemur nálægt framleiðslunni, nema rétt í byrjun og í lokin. Það kom fram hjá Eyjólfi að þegar starfs- menn í framleiðslunni hefðu verið flestir hjá fyrirtækinu, þegar það var til húsa í Skip- holti, hafi þeir verið þrettán, en nú væru þeir aðeins sex. Það kemur nokkuð á óvart við skoðun verksmiðjunnar að þar er aðeins um framleiðslu á einum hlut að ræða, en það eru klæðaskápar. Eyjólfur sagði að sérhæfing eins og þessi hefði komið mjög vel út sérstaklega eftir að vélvæðingin varð eins mikil og raun ber vitni, en áður fyrr framleiddi fyrirtækið ýmis konar húsgögn. Aðspurðir um áhrif hagræð- ingar og vélvæðingarinnar í fyrirtækinu undanfarin ár sögðu þeir Eyjólfur og Guð- mundur að framleiðniaukning við framleiðslu rennihurða- skápa hefði verið 156% frá árinu 1974 og framleiðniaukn- ing við smíði annarra klæða- skápa hefði verið 132% á fjög- urra ára tímabili frá árinu 1976. Er t.d. vinna við ákveðna skápaeiningu nú 2,8 klukku- stundir en var 6,5 klukku- stundir fyrir fjórum árum síðan. Ilver nýtur þá góðs af hinni auknu framleiðni? „Það gera í raun allir“, sagði Eyjólfur. — „í marz 1974 kostaði skápur nokkur 62.400 krónur, en í dag 262.900 krónur. Mikið hagrœð- ingarstarf hefur verið unnið á undanfórnum árum með að- stoð rekstrar- ráðgjafa frá Hagvangi Ef söluverð skápsins hefði hækkað í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar þyrfti kaupandinn að greiða fyrir hann 276.600 krónum hærra verð eða um 105% meira heldur en nú. Önnur gerð af klæða- skápum kostaði fyrir réttum fjórum árum 19.500 krónur, en kostar nú 54.300 krónur. Sölu- verð þessa skáps væri í dag 84.000 krónur, þ.e. tæplega 30.000 krónum hærra ef það hefði fylgt almennri verðlags- þróun", sagði Eyjólfur enn- fremur. Á hvern hátt hagnast þá starfsmennirnir á þessari hag- ræðingu? Norðmenn í sífelldri leit að nýrri orku ÞRÁTT fyrir alla sína olíu leita Norðmenn stöðugt að öðrum hagkvæmum, orkulindum, sem sést bezt á því að norska ríkið hefur ákveðið að styrkja um 120 rannsóknarverkefni á þessu sviði. Á fjárlögum er gert ráð fyrir því að verja a.m.k. 42 milljónum norskra króna til þessara verkefna, eða sem næst 3,4 milljörðum íslenzkra króna. Auk þess er búist við að verulegt aukaframlag verði samþykkt áður en árið er úti. Af þeim verkefnum sem um er að ræða, eru stærst verkefni í sambandi við beizlun vatnsorkunnar, rannsóknir á sviði vindorku og svo loks á sviði sólarorku. í verzlun Axels Eyjólfssonar hf., f.v. Axel Eyjólfsson, Eyjólfur Axelsson, Guðmundur Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, og Þórður Axelsson. Ljósmynd Mbl. R.\x Ifér hefst framleiðslan, sérstakar sogblöðkur taka spónarplöturnar og koma þeim á réttan stað og framleiðslan hcfst. Ljwmynd Mhl. l! \\. „Það felst í því að þeir vinna samkvæmt afkastahvetjandi launakerfi og fá þar í krafti hagræðingar um 40% hærri tímalaun en þeir hefðu ella samkvæmt hæsta taxta hús- gagnasmiða. Það er um svokall- aðan hópbónus að ræða þannig að allir fá jafnmikla ábót og menn því mjög áhugasamir um að aðstoða hver annan. Þetta hefur jafnvel komið fram í því að menn hafa færst milli starfa til þess að nýtast sem allra bezt fyrir alla aðila“, sagði Eyjólfur ennfremur. Þá kom það fram hjá Eyjólfi og Guðmundi að fyrirtækið sjálft nyti góðs af hagræð- ingarstarfinu á þann hátt að verða minna háð sveiflukennd- um kostnaðarliðum í óstöðugu verðlagi hérlendis. Arðsemi rekstrarins hefur aukist og fyrirtækið stendur fastari fót- um og nýtur því góðvilja í iánastofnunum og hefur betri tök á að efla og auka rekstur- inn. Þá nýtur fyrirtækið hag- ræðingarstarfsins á óbeinan hátt. Tekist hefur að ná sam- keppnishæfu verði sem hefur m.a. leitt til lítils innflutnings á klæðaskápum á síðari árum, auk þess sem góð afkoma fyrir- tækisins hefur leitt til allhárra opinberra gjalda. Guðmundur benti á, að þó að húsgagnaverksmiðja Áxels Eyjólfssonar skæri sig nokkuð úr hvað véivæðingu og hag- kvæmni í rekstri áhrærir hefði veruleg bi eyting orðið til bóta í allmörgum tréiðnaðarfyrir- tækjum. „Á þeim tiltölulega fáu árum sem unnið hefur verið að rekstrarráðgjöf í þessum fyrirtækjum hafa þau komist af handverksstiginu yfir í verk- smiðjustigið. Hins vegar eiga þau enn við nokkra stjórnunar- lega byrjunarörðugleika að stríða. I sumum tilvikum vant- ar aðeins herzlumuninn á, að framleiðni verði með þeim hætti sem viðunandi er. Vandi margra fyrirtækja er sá að þau sérhæfa sig ekki nægilega mik- ið, þ.e. framleiðsla þeirra er of fjölhæf miðað við markaðs- stærð, og nokkuð skortir á markvissa markaðssetningu, auk þess sem vélbúnaður, sem er í mörgum tilfellum nútíma- legri en í erlendum verksmiðj- um er ekki nógu samvirkur. Húsgagnaverksmiðja Axels Eyjólfssonar sérhæfir sig hins vegar í klæðaskápum og er framleiðslulínan og vélasam- setningin öll miðuð við fram- leiðslu á húsgögnum og innrétt- ingum úr spónaplötum", sagði Guðmundur. Varðandi samanburðinn við erlend fyrirtæki skaut Eyjólfur því að, að þegar húsgagna- framleiðendur hefðu verið á ferð í Finnlandi fyrir skömmu og heimsóttu þá m.a. eitt þeirra fyrirtækja sem sagt var mjög vel rekið. Þar var framlegðin á klukkutíma um 10.000 krónur. „Hér myndum við ekki líta við þessu, hjá okkur er talan um 50% hærri", sagði Eyjólfur. Að síðustu sagði Eyjólfur að fyrirtækið hygðist halda áfram á sömu braut og efla vöruþróun og hagkvæmni í rekstri. Væri nú m.a. af þeim sökum hafin bygging á um 1800 fermetra verksmiðjuhúsi til viðbótar við þá 2000 fermetra sem fyrir eru þar eð núverandi gólfflötur er fullnýttur þó ekki starfi nema 6 menn við framleiðsluna, en um 30—35 tonn af efni fara í gegnum verksmiðjuna í hverj- um mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.