Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Vopnafjörður: Kaupfélagið hélt fund með húsmæðrum staðarins Vopnafirði, 7. maí. KAUPFÉLAG Vopnfirðinga hélt í gær fund með húsmæðrum á staðnum. Var þar matvælakynn- ing á Goðavörum, auk þess sem sýndur var fatnaður. Boðið var upp á kaffi og meðlæti á eftir. Þá voru ýmis önnur málefni rædd og svöruðu kaupfélags- og deildar- stjóri fyrirspurnum sem fram voru bornar. Mjög góð þáttaka var á fundin- um eða liðlega eitthundrað konur og er í ráði að halda slíkan fund aftur á næsta ári. Undanfarið hefur verið unnið að stækkun kaupfélagsins og er hún á lokastigi. Komnar eru nýjar kæli- og frystigeymslur auk ýmis- legs annars til hagræðingar. — Katrín. Skýrsla um öryggi á Norðurslóðum Á vegum þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins er nýlega komin út skýrsla, sem ber heitið öryggi á Norðurslóðum (Security in the Northern Region). Skýrslan er samin á grundvelli samþykktar á fundi þingmannasambandsins 1977 og var gerð hennar lokið á siðasta hausti og hún þá lögð fyrir ársfund sambandsins í Ottawa. í skýrslunni er fjallað um hern- samskipti Norðmanna og Sovét- aðarlegu stöðuna á varnarsvæði Atlantshafsbandalagsins í Noregi, Danmörku og Slesvík — Holtseta- landi. Þá eru þar einnig könnuð umsvif Sovétmanna í lofti og á legi á Atlantshafi og þáttur Islands, Grænlands, Færeyja og Norður— Skotlands í vörnum bandalagsins. Gerð er grein fyrir framlagi Bandaríkjanna, Kanada og Bret- lands til varna á Norðurslóðum, sem byggist fyrst og fremst á liðsflutningum á hættutímum. Metin er þýðing Barentshafs og heimskautssvæðisins með tilliti til langdrægra kjarnorkuvopna. Gerð er grein fyrir gildi Svíþjóðar og Finnlands fyrir öryggið á Norður- slóðum. Fjallað er um breytt við- horf vegna útfærslu lögsögu ríkja á þessum slóðum og þá einkum FEGURÐARSAMKEPPNI — Um síðustu helgi fór fram fegurðarsamkeppni í Hnífsdal og varð Lára Guðrún Jónsdóttir frá Bolungarvík hlutskörpust. Ljósmyndari Mbl. Gunnar tók þessa mynd af Láru við höfnina í Bolungarvík. Ný malbikunarstöð keypt til Akureyrar GENGIÐ hefur verið frá kaup- um á malbikunarvél fyrir Ak- ureyrarbæ frá Danmörku og er kaupverð hennar um ein milljón danskra króna eða tæpiega 80 milljónir íslenzkra króna að því er segir í Akur- eyrarblaðinu Degi fyrir skömmu. Malbikunarstöðin er þegar til- búin til afhendingar ytra og má vænta þess að hún verði komin í gagnið fyrri hluta sumars. Að undanförnu hefur verið unn- ið að bráðabirgðaviðgerðum á gömlu malbikunarstöðinni vegna mikillar eftirspurnar eftir mal- biki. Hestamenn ríða fylktu liði til kirkju á Bolungarvík. Ljósmynd Mbl. Gunnar. Bolungarvík: Hestamenn riðu til kirkju manna. Loks er leitast við að skilgreina hvaða auðlindir kunni að verða unnt að nýta á heim- skautssvæðinu. Skýrslan er rúmar 70 blaðsíður með kortum. 16 þingmenn voru í nefndinni, sem sömdu hana og laut hún formennsku Lasse Budtz frá Danmörku. Jón G. Sólnes og John C. Culver voru tilnefndir til að hafa ritstjórn skýrslunnar með höndum, en að ritun hennar störfuðu tveir starfsmenn hermálanefndar þing- mannasambandsins, þeir Simon Lunn og Robert Bell. í störfum sínum ferðaðist nefnd- in eða undirnefndir á hennar veg- um um það svæði, sem til athugun- ar var, og efndi hún meðal annars til funda hér á landi. BoiunRarvík, 7. maí. FÉLAGAR úr Hestamannafélag- inu Gný fjölmenntu síðastliðinn sunnudag til kirkju og hlýddu á messu hjá séra Gunnari Björns- syni. Fyrir hestamannafylkingunni riðu presthjónin séra Gunnar og Veronicka Björnsson, en þau eru bæði félagar í hestamannafélag- inu. Hestamannafélagið Gnýr var stofnað árið 1973 og eru félagar nú um 40. Áformað er að hluti félaga sæki fjórðungsmót á Snæfellsnesi í byrjun júlí og verður farið ríðandi þangað. Formaður félags- ins er Jón G. Guðmundsson. Gunnar. Úr kvikmyndinni frá ólymp- íuleikunum í Tókýó sem sýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, laugardag og sunnudag. Fjalakötturinn: Kvikmynd frá Ólympíu- leikunum í Tókýó 1964 í KVÖLD, fimmtudagskvöld, kl. 21, á laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 17, 19:30 og 22 sýnir Fjalakötturinn í Tjarn- arbíói kvikmyndina Olympiu- leikarnir í Tókýó, Tokyo 01- ympical, eftir Kon Ichikawa. Er þetta japönsk mynd, sem var tekin á Olympíuleikunum í Tókýó árið 1964 og ættu engir íþróttaáhugamenn né kvik- myndaáhugamenn að láta myndina framhjá sér fara, seg- ir í frétt frá Fjalakettinum. Útfærslan við Grænland: Viræður við Dani og EBE nánast haf nar - sagði sjávarútvegsráðherra Engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingu á veiðiheim- ildum erlendra skipa innan fisk- veiðilögsögu okkar, sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra, á Alþingi er hann svaraði fyrirspurn Eiðs Guðna- sonar um það efni. Þau mál eru í ítarlegri endurskoðun sagði ráð- herra. Hann sagði viðræður við Dani eða EBE í undirbúningi, vegna væntanlegrar útfærslu fisk- veiðilögsögu við Grænland, sem skiptu íslenzka hagsmuni verulega miklu. Væru þær umræður skammt undan og nánast hafnar, þó ekki væru formlegar ennþá. Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fagnaði því, að þetta mál væri loks komið á umræðustig, en langt væri síðan hann hefði kvatt Alþingi til að taka upp viðræður við viðkomandi aðila um íslenzka hagsmuni, varð- andi þessa ráðgerðu útfærslu, en þeir væru mjög mikilvægir. Fyrir- spyrjandi, Eiður Guðnason, efaði, að raunhæft eftirlit væri með veiðum útlendinga hér við land. Vel mætti skylda þá til að koma í íslenzka höfn, til eftirlits með afla, áður en þeir sigldu til heimahafnar. Veiðiskip Norð- manna væru frekar fljótandi frystihús en línuveiðarar, eins og vera ætti. Ástæða væri til að endurskoða veiðiréttindi bæði Norðmanna og Færeyinga hér við land. Erlend skátamót 1980 FERÐIR íslenskra skáta á erlend skátamót hafa alltaf verið vinsælar og margir eiga bestu endurminningar frá skátastarfinu, þegar þeir ungir fóru utanlands. I sumar ætla íslenskir skátar að efna til 3ja ferða, til Danmerkur, Englands og Skotlands, en það eru eftirtalin mót: „Nauðsynlegt svartbaki enn að fækka frekar46 - segir Árni Jónasson, erindreki hjá Stéttarsambandi bænda Þrenn lög voru samþykkt frá Alþingi í gær Þrenn lög voru samþykkt frá Alþingi í gær; staðfesting á bráðabirgðalögum frá í sumar um 2% hækkun söluskatts; lög um lögskráningu sjómanna (frumvarp Péturs Sigurðssonar um bótaskyldu ríkissjóðs ef tryggingarákvæði eru vanrækt) og lög um lífeyrissjóð bænda. NOKKRAR umræður hafa spunn- ist um réttmæti aðferða við fækk- un svartbaks, en undanfarin ár hefur verið heimilt samkvæmt reglugerð að reyna svokallaða svæfingaraðferð. Hún er þannig að fuglinn er svæfður og síðan skotinn með haglabyssu. Reglu- gerð þessi rennur nú út innan tíðar og rætt hefur verið um setningu laga um þessi mál á Alþingi og sýnist sitt hverjum. Árni Jónsson, erindreki Stéttar- sambands bænda sagði að þeir aðilar sem á sínum tíma feflgu reglugerðina setta, þ.e. Búnaðarfé- lag íslands, Stéttarsamband bænda, Landsamband veiðifélaga og Æðarræktarfélag íslands væru sammála um að þessi aðferð hefði gefið mjög góða raun þau ár sem þetta hefur verið leyft, en það hafa verið trúnaðarmenn veiðimála- stjóra Sveins Einarssonar, sem leyfi hafa haft til þessara aðgerða. Árni sagði að reynslan hefði sýnt að þessa aðferð væri mjög gott að nota á staðbundna fugla eins og svartbakinn og hrafninn. Eini ann- markinn væri kannski sá að ekki væri hægt að beita aðferðinni í námunda við sjó, þar sem fuglarnir flygju þá út á sjóinn og drukknuðu þar, í stað þess að vera skotnir. Þessari fækkun hefur aðallega ver- ið beitt í námunda við sláturhús, sorphauga og sveitabæi og sagði Árni að sem dæmi um mátt aðferð- arinnar þá hefðu verið svæfðir á annað hundrað fuglar í einni svæf- ingu. Þá kom það ennfremur fram hjá Árna að með mikilli fjölgun svart- baksins að undanförnu væri fuglinn orðinn mun grimmari en áður þar seirr þeir færu saman í stórum flokkum og gætu þess vegna lagst á mun stærri og máttugri dýr en áður tíðkaðist. 1. Landsmót dönsku K.F.U.M. skátanna LANGESKOVLEJREN 1980, sem haldið er nálægt Odense á Fjóni dagana 8,—16. júlí. 2. Alþjóðlegt skátamót (Jambor- ette) í Derbyshire í Englandi, sem heitir PEAK ’80 og er dagana 26. júlí—2. ágúst. 3. Alþjóðlegt flokkamót í BLAIR ATHOLL í Skotlandi dagana 22. júlí til 1. ágúst. Eins og venja hefur verið er boðin vikudvöl á heimilum skáta viðkom- andi lands. Til þess að geta tekið þátt í þessum mótum þurfa skátar að vera orðnir 13 ára (fædd 1967).' Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Bandalags íslenskra skáta (kl. 9—13) og þarf umsókn að hafa borist fyrir 1. júní. (Frá Bandalagi ísl. skáta) Vilja formlegar viðræður við Dani ÞINGFLOKKUR Alþýðu- flokksins hefur samþykkt áskorun þess efnis að ríkis- stjórnin óski þegar eftir form- legum viðræðum við Dani vegna útfærslu efnahagslög- sögunnar við Grænland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.