Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 27 Þingfréttir í stuttu máli 30 MW gufuhverfill: Frá Kröflu til Svartsengis? Kjartan Jóhannsson o.fl. þingmenn Alþýðuflokks flytja tillögu um óvilhalla athugun á því, hvort rétt væri að flytja annan gufuhverfil Kröfluvirkjunar frá Kröflu á háhitasvæðið í Svartsengi á Reykjanesi. í Kröflu eru nú tvær samstæður gufuhverfla og rafala til raforkuframleiðslu, hvor upp á 30 MW, og önnur óuppsett. Svæðaskipulag Fljótsdalshéraðs Sveinn Jónsson (Abl) flytur tillögu til þingsályktunar um svæðisskipulag fyrir Fljótsdalshéraö. Skal Skipulagsstjórn ríkisins beita sér fyrir, ef tillagan verður samþykkt, að gert verði svæðisskipulag fyrir Fljótsdalshérað í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarstjórnir og aðra er málið varðar. Skipulag þetta nái til helztu landnýtingarþátta (þátta landnotkunar) og landverndar og taki mið af æskilegri meðferð auðlinda, félagslegum viðhorfum og áætlunum um atvinnuþróun á svæðinu. Könnun á áhrifum ákvæðislaunakerfa Guðrún Hallgrímsdóttir (Abl) flytur tillögu til þingsályktunar um könnun á áhrifum af ákvæðislaunakerfum, þ.e. afkastahvetj- andi launaformum. Niðurstöður skulu liggja fyrir eigi síðar en að ári. Að rannsókn lokinni skal ríkisstjórnin, ef þurfa þykir, beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á vinnuskilyrðum þess verkafólks, er hlut á að máli, í samráði við samtök þess, segir í tillögugreininni. Samanburður á skattgreiðslum af meðallaunum verkamanns I fylgiskjali með breytingartillögum Sjálfstæðisflokks við tekjuskattsfrumvarpið í efri deild fylgdi svohljóðandi fylgiskjal: Samkvæmt upplýsingum kjararannsóknarnefndar má ætla, að meðallaunatekjur verkamanns sl. á:: hafi verið 5,1 millj. kr., en eiginkvenna verkamanna 1140 þús. kr. Samanburðurinn 1978 er gerður á þeim forsendum, að skattgjaldsvísitalan er hækkuð um 158% vegna 1979 og 147% vegna 1980 eða sem svarar meðalhækkun skattgjaldstekna á einstakling. a) Skv. álagningarreglum 1978. Einstaklingur: Útsvar 11% .......................................kr. 523.896 Sj úkratryggingagj ald ...........................kr. 102.000 Tekjuskattur .....................................kr. 636.561 Kr. 1.262.457 Hjón (kona tekjulaus): Útsvar 11% .......................................kr. 509.055 Sjúkratryggingagjald .............................kr. 102.000 Tekjuskattur .....................................kr. 242.983 Kr. 854.038 Hjón (laun eiginkonu 1140.000 kr.): Útsvar 11% .......................................kr. 634.455 Sjúkratryggingagjald .............................kr. 124.800 Tekjuskattur .....................................kr. 381.141 Kr. 1.140.396 b) Skv. tillögum ríkisstjórnarinnar: Einstaklingur: Útsvar 11,88% kr. 570.880 Sj úkratryggingagj ald ...........................kr. 80.000 Tekjuskattur .....................................kr. 800.425 Kr. 1.451.305 Hjón (kona tekjulaus): Útsvar 11,88% kr. 535.880 Sjúkratryggingagjald .............................kr. 80.000 Tekjuskattur .....................................kr. 309.565 Kr. 925.445 Hjón (laun eiginkonu 1140.000 kr.): Útsvar 11,88% kr. 671.312 Sj úkratryggingagj ald ...........................kr. 97.100 Tekjuskattur eiginmánns ........................... . kr. 814.565 Tekjuskattur eiginkonu .........................kr. -245.935 Kr. 1.337.042 c) Skv. tillögum Sjálfstæðisflokksiní : Einstaklingur: Útsvar 11% .......................................kr. 526.000 Sjúkratryggingagjald .............................kr. 80.000 Tekjuskattur .....................................kr. 613.270 Kr. 1.219.270 Hjón (kona tekjulaus): Útsvar 11% .......................................kr. 491.000 Sj úkratryggingagj ald .......................... kr. 80.000 Tekjuskattur .....................................kr. 88.270 Kr. 659.270 Hjón (laun eiginkonu 1140 kr: Útsvar 11% ..................................... kr. 616.400 Sj úkratyggingagj ald ....................... kr. 80.000 Tekjuskattur .....................................kr. 88.270 659.270 Hjón (laun eiginkonu i 11400.000 kr.): Útsvar 11% .......................................kr. 616.400 Sj úkratryggingagj ald ...........................kr. 97.100 Tekjuskattur eiginmanns ..............................613.270 Tekjuskattur eiginkonu ...........................kr. 317.748 Kr. 1.009.022 Gamallog íagur Að baki þinghússins er einn elzti og fegursti skrúðgarður Reykjavíkur, sem hér sést. Þar eru tré þegar laufkrýnd. Framan Alþingis er Austurvöllur, sem nú er verið að vinna undir blómabreiður sumarsins. Sjálft er þinghúsið hin fegursta bygging, innan sem utan. Þó deila megi um þingstörf, fyrr og síðar, verða trauðla um það skiptar skoðanir, að starfsrammi þingsins — umhverfið — er ekki sök þess, sem miður kann að fara hjá landsfeðrum. V innu verndar mál: „Svartasta aftur- haldið í Framsókn“ - segja Guðmundur J. og Karvel Pálmason Stjórnarfrumvarp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum var nýlega afgreitt frá efri deild Alþingis til neðri deildar. Frumvarp þetta er samið i framhaldi af sameiginlegum tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu fram í kjarasamning- um 1977 um aðgerðir í vinnuverndarmálum og samþykktar vóru af þeim og ríkisstjórninni 19. apríl 1977. Frumvarpið er mikill lagabálkur í 15 efnisköfium og 100 frumvarpsgreinum, auk þriggja bráðabirgðaákvæða. Félagsmálanefnd efri deildar flutti fimm breytingartillögur og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í efri deild 6 breytingartillögur að auki og vóru allar samþykktar, sem nánast er undantekning um tillögur frá stjórnarandstöðu. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, mælti fyrir frumvarp- inu í neðri deild Alþingis í gær, en þar urðu harðar umræður um málið. Stefán Valgeirsson (F) fann því sitt hvað til foráttu, enda þurfti svo veigamikið mál mun meiri athugunar við. Engin sam- ráð hafi verið höfð við Búnaðar- þing né Stéttarsamband bænda, eins og eðlilegt hefði þó verið, þar eð landbúnaður og bændastétt hafi margvíslega sérstöðu, er taka þurfi tillit til við lagasetningu af þessari gerð. Öryggiseftirlit væri af hinu góða, en sýnt væri að sérþekking á málum landbúnaðar hefði ekki komið til, er frumvarp þetta hafi verið samið. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) og Karvel Pálmason (A) töldu tíma til kominn að standa við fyrirheit frá 1977 um vinnu- verndarmál og öryggi á vinnustöð- um. Málflutningur Stefáns Val- geirssonar staðfesti það eitt að svartasta aftúrhaldið í landinu væri í Framsóknarflokknum. Margir þingmenn tóku þátt í þessari umræðu. Varaþingmenn • Haraldur Ólafsson, dósent, hefur tekið sæti á Alþingi i fjarveru ólafs Jóhannessonar erlendis (viðræður í Osló). Hann cr 1. varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. • Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari, hefur tekið sæti á Alþingi í f jarveru Matthí- asar Bjarnasonar erlendis (við- ræður í Ósló). Hún er 1. vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðarkjördæmi. Hafsbotnsréttindi sunnan 200 mílna: Samvinna við Færeyinga Eyjólfur Konráð Jónsson og sjö aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks fiytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar um hafnsbotnsréttindi íslands og samvinnu við Færeyinga: Tillögugrein: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að fylgja fast eftir kröfum þeim, sem Islendingar settu fram með ályktun Alþingis 22. des. 1978, til hafsbotnsréttinda sunnan 200 mílna efnahagslög- sögu íslands, í fullri samvinnu við Færeyinga. Alþingi mótmælir öllum til- raunum Breta og íra til að teygja hafsbotnsréttindi sín til vesturs út fyrir 200 mílur. Sérstaklega er mótmælt fyrirætlunum þeirra um að fela gerðardómi að fjalla um svæði, sem íslendingar og Færey- ingar telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, að það telur unnt að leysa mál varðandi yfir- ráðarétt þessa hafsbotnssvæðis milli Islendinga og Færeyinga, annaðhvort með sameiginlegum yfirráðum eða skiptingu svæðis- ins. Er ríkisstjórninni heimilað að semja um, að gerðárdómur ákveði skiptingu svæðisins milli íslend- inga og Færeyinga, ef Færeyingar æskja þess frekar en skipta því með samningum. Aður en til þess kemur, er ríkisstjórninni þó falið að taka upp viðræður við Breta og íra til að leitast við að leysa ágreinings- efnin með samningum þessara fjögurra þjóða. Skal viðræðum þessum hraðað, þannig að niður- staða liggi fyrir áður en fundir Hafréttarráðstefnunnar hefjast í Genf í sumar." Greinargerð: „Reglur um hafsbotnsréttindi strandríkja utan 200 sjómílna efnahagslögsögu eru nú í mótun, m.a. á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Ljóst er að um víðtæk réttindi verður að ræða, sem skipt geta íslendinga miklu máli á svæðinu suður af Islandi. Rétt er því að við mörkum skýra og ákveðna stefnu á þessu sviði hafréttarmálanna, svo að engum geti dulist hvaða kröfum við byggjumst fylgja fram. Með ályktun Alþingis 22. des 1978 var ákveðið, að við hefðum samvinnu við Færeyinga um þessi mál og samstöðu í kröfugerð að því marki sem hagsmunir fara saman. Engu að síður er eðlilegt að ræða málin við íra og Breta ti) að leitast við að forðast árekstra. Að öðru leyti skýrir ályktunartil- lagan sig sjálf."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.