Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Jón A. Gissurarson: Hvað er „framlag opinberra aðila til nemenda í Breiðholti“ og þremur öðrum skólum? Þann 5. jan. sl. skrifaði ég greinarkorn í Morgunblaðið um framhaldsskóla í Reykjavík. Færði ég líkur að því að fjöl- brautaskólakerfi væri ekki æski- leg lausn í skólamálum Reykja- víkur, fremur bæri að nýta og efla þá sérskóla sem fyrir væru heldur en búa hina ýmsu framhaldsskóla svo úr garði að þeir yrðu þess umkomnir veita fullgilda fræðslu á hinum ólíklegustu sviðum, lagt yrði í óþarfa kostnað vegna tækja- búnaðar sem oft yrði vannýttur, sérkennarar fengu ekki full störf við einstaka skóla. Stundakennar- ar yrðu því óeðlilega margir sem er hverjum skóla til trafala, enda hefur sú orðið raunin í fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, þar eru 48 skráðir stundakennarar móti 63 fastráðnum. Hins vegar taldi ég fjölbrautaskóla meir við hæfi í bæjum utan Reykjavíkur, þar væri verið að sameina krafta í stað að sundra. Með tölum sýndi ég fram á að tímafjöldi á hvern nemanda er hár í Breiðholtsskóla og fjöldi stjórnenda meiri en áður hefur þekkst í einum skóla á íslandi. Ég mun ekki þreyta lesendur með endurtekningu á þeim tölum, enda ekki andmælt að rétt sé með þær farið. Vinnutími nemenda í Breiðh. er með endemum, upp í 11 stundum er hrúgað á einstaka daga og virkur dagur svo næstum auður. Mætti helst líkja því við bónda sem gæfi kúm sínum þrímælt suma daga en léti þær vera málþola aðra daga, teldi þær mættu vel við una fengju þær sinn mælda vikuskammt. Guðmundur Sveinsson skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti skrifar tvo langhunda í Tímann 1. og 2. apríl, enda hyggst hann ljósta okkur Kristján Bersa Ólafsson skólameistara í Flens- borg í einu höggi. Ávirðing skóla- meistara Flensborgar var sú að hafa tekið upp hanska fyrir fjöl- brautaskóla utan Reykjavíkur, en þá telur Guðmundur Sveinsson ekki rísa undir nafni og markleysu eina. Fráleitt gefur skólameistari Flensborgar sér tóm til andsvara á háannatíma íslenskra skóla, enda erfitt að hasla Guðmundi Sveinssyni völl í orðræðum. Öðru máli gegnir um okkur Guðmund, ég laus og liðugur og hann með hjálparkokk á hverjum fingri. Guðmundur Sveinsson ræðir tölur mínar engu en telur heimild- ir frá Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur og menntamálaráðuneyti lítils virði, því að „margt (sé) þar að heyra og sjá“, eins og hann segir. Taki þeir sneiðina sem eiga. Hins vegar birtir Guðmundur Sveinsson samanburðartölur um áætlaðan kostnað hvers nemenda í fjórum skólum með formála og eftirmála. Orðrétt segir hann: „... framlag opinberra aðila til nem- endanna í Breiðholti er ein sú lægsta ef ekki sú lægsta þegar litið er til sambærilegra mennta- stofnana. Samkvæmt fjárlögum ársins 1979 hefur kostnaður á nemanda á íslandi verið þessi svo dæmi séu tekin: í Menntask. í Reykjavík 450 þús. í Menntask. á Akureyri 580 þús. í Fjölbrautask. á Suðurn. 716 þús. í Fjölbrautask. í Breiðh. 433 þús. Tekið er fullt tillit til framlaga sveitarfélaga í tveim síðastnefnd- um tilvikum." (Hér lýkur tilvitn- un.) Nú þarf ekki lengur að notast við ágiskanir því að reikningar ríkis og Reykjavíkur eru skjalfest- ir fyrir árið 1979. Samkvæmt þeim lítur sama dæmi svona út: í M.R. 536 þús. í M.A. 751 þús. í Fjölbrsk. Suðurnesja 659 þús. í Fjölbrsk. í Breiðholti 607 þús. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er því fallinn úr sínum rómaða heiðursessi, enda fjárþörf hans vanmetin um rösk 40%. Fjöl- brautaskóli Suðurnesja hefur hins vegar ofmetið sína fjárþörf um 8%. Samantekt þessi var gerð að minni beiðni í menntamálaráðu- neyti og á skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkur, svo að innræti mitt ætti þar engu um að véla, en á því hefur Guðmundur ímigust hinn mesta. Því fer víðs fjarri að aðstæður þessara fjögra skóla séu „sam- bærilegar" um hagkvæman rekst- ur. Skóli Guðmundar Sveinssonar er nýr af nálinni, sniðinn fyrir þann rekstur sem þar fer fram. Mætti því ætla að hann byði upp á hagkvæmni í hvívetna. Hús Menntaskólans í Reykjavík er í Jón Á. Gissurarson notkun síðan 1846. Gamalt íbúð- arhús (Þrúðvangur) var keypt og kennt í því. Fráleitt er það hent- ugt skólahús og kippkorn frá skólalóð. Það eitt eykur umsjóna- kostnað. Hús Menntaskólans á Akureyri er um áttrætt og van- timbrað. Viðhaldskostnaður þess- ara öldnu húsa hlýtur því að vera mjög hár en ætti að vera í algjöru lágmarki í Breiðholti, þar eru hús og munir ný og óslitin. Mennta- skólinn á Akureyri er einn þessara skóla með heimavist. Tormerki voru talin í menntamálaráðuneyti að kippa þeim gjöldum út úr heildarrekstrarkostnaði skólans svo að óyggjandi yrði. Þessi kost- naður skekkir dæmið skólanum á Akureyri svo í óhag að saman- burður Guðmundar Sveinssonar við hann er blekking einber. Þórður Tómasson: Þjóðháttarit frá Færeyjum Robert Joensen: Fáreavl pá Færöerne. Udgivet af Susanne Barding og Holger Rasmussen. Khöfn, 1979. 310 bls. Árið 1979 kom út á dönsku þjóðháttaritið Fáreavl pá Fær- öerne eftir Robert Joensen þjóð- háttafræðing í Klakksvik. Útgef- andi er „Selskabet til udgivelse af færöske kildeskrifter og studier" og hefur Dansk — Færösk Kultur- fond lagt fé til útgáfunnar. Út- koma þessarar bókar er mikill og vel þeginn viðburður, eigi aðeins fyrir færeysk fræði, engu síður fyrir íslensk fræði og norræn og er hún dýrmætt framlag til þjóð- háttabókmennta yfirleitt. Höfundurinn, Robert Joensen, er fæddur í Klakksvík árið 1912. Ólst hann upp í byggð, þar sem jöfnum höndum voru stunduð sjó- sókn og landsgagn og hættir lítt breyttir frá fornu fari. Hann nam menntaskólanám í Danmörku, og í formála bókar sinnar lýsir hann því skemmtilega, er hann, ungi stúdentinn, kom með vísdóm ver- aldarinnar heim til ættbyggðar sinnar, þar sem flestir þeir ungu höfðu aðeins numið sitt heimanám og eldri kynslóðin aldrei komið í skóla. Brátt gerði hinn ungi og vel lærði maður sér þó ljóst að gamla, heimaalda kynslóðin sat að fjár- sjóði þekkingar varðandi líf og störf liðins tíma, fjársjóði, sem hann átti enn lítinn hlut í. Þetta fullorðna og aldraða fólk kunni allt, sem þurfti til þess að lifa lífinu i erfiðum og hættusömum störfum á landi og sjó. í barnaskóla hafði ungi maður- inn ekkert lært um land sitt og þjóð, um þjóðtungu, þjóðfélag og þjóðarsögu. Hið eina, sem hann kunni skil á varðandi þau svið, hafði hann lært á æskuheimili sínu við að hlusta á samræður fullorðna fólksins. Róbert Joensen fór aftur til Danmerkur og hélt námi sínu áfram en árið 1940 var hann staddur heima í Færeyjum, er sambandið við Danmörku rofnaði af völdum heimsstríðsins. Robert varð starfsmaður bæjarfélagsins í Klakksvík og stofnaði heimiíi en í hjáverkum hóf hann það starf með skriffæri í höndum, sem hafið hefur hann til vegs og virðingar sem einn merkasta þjóðhátta- fræðing Norðurlanda. Þessari háttsemi hins unga embættismanns var í byrjun tekið með nokkurri tortryggni, hún jafnvel litin af sumum óhýru auga. Embættismaðurinn var hálfgerð afæta þjóðfélagsins mið- að við erfiðismanninn, sem dró björg í bú með starfi sínu. Robert safnaði heimildum sínum úti á meðal vinnandi handa til fjalls og fjöru. Fyrir kom þá að gamall maður skipaði félögum sínum að hugsa um það, sem þeir væru að vinna í stað þess að vera að svara forvitnispurningum. Þetta breytt- ist með tíð og tíma, tor- tryggni breyttist í hjálp og vel- vilja. Minnisstæð eru orð gamals manns. Robert las honum þau fræði, sem spurn og samtal höfðu gefið í aðra hönd og sá fullorðni sagði: „Aldrei hefði ég ætlað það að frásögn manns gæti látið svo vel í eyrum, þegar búið er að skrá hana á blað.“ Tíminn leið svo og vann með þjóðháttastarfi Roberts. Einstakir þættir þess urðu fullmótaðir til útgáfu. Á árunum 1942—1979 komu út eftirtaldar bækur, flestar í eigin útgáfu höfundar: Klakksvíkar Bygð í Sögu — 1942. Útróður, 1845—1945, — 1946. Roy- við, — 1958. Böleiðin, — 1959, önnur útgáfa 1974. Greivabitin, — 1960. At Glaða og Brenna Vita, — 1961. Grindaboð í Havn, — 1962. Býta Seið og Fletta, — 1968. Vambarkonan, — 1972. Högtíðir og Veisluhald á Vetri, — 1974. Minnismyndir og Sögubrot I. — 1979. Ritin Royvið (Reyfið), Greivabitin, Býta Seið og fletta og Vambarkonan eru öll tekin upp í þessa nýju bók Roberts og enn- fremur mikið óprentað efni og er þetta undirstöðurit um sauðfé í færeyskum þjóðháttum. Höfundur lýsir í ljósu máli færeysku samfélagi í fyrri tíð, einangruðum bændabyggðum, sem áttu að drjúgum hluta líf sitt undir sauðkindinni, sem gekk sjálfala, um fjöll og firnindi að sumri, í heimahögum að vetri oft aðþrengd af óblíðri veðráttu. Landið varð ekki nytjað nema með samhjálp og samvinnu, og í mið- aldalöggjöf eru settar fastar regl- ur um sauðagöngu og sauðahald með Sauðabréfinu 1298. Iðja Færeyinga allan ársins hring var í miklum mæli tengd sauðfé. Það þurfti sitt eftirlit á fjalli og í heimahaga. Sauðburður á hörðu vori reyndi eigi síður á fjármenn í Færeyjum en á Islandi. Smalamenskur voru lýjandi í landi, sem er allt á fótinn, og þoka og illveður koma þar einatt við sögu. Oft lenti sauðfé í svelti, og kom sér þá vel að eiga góða sigamenn. Færeyingar sneru broddi og veðrum á fjallstaf sínum i ull sauðkindar í svelti Robert Joensen alveg með sama hætti og ég sá föður minn gera í hömrum Holts- núps undir Eyjafjöllum. Ærið starf var í færeysku réttinni við rýingu og mörkun. Sláturtíð fylgdi mikil önn hjá körlum og konum, og vetrarvinna innan dyra var eigi síst sú að koma ull í fat. Bók Roberts minnir á það, að margt er líkt með skyldum. Hún leiðir i ljós náskylda þjóðmenn- ingu Færeyja og íslands með rætur í þeim tíma, er hvorki voru til Færeyingar eða íslendingar. Gefur það henni eigi síst gildi fyrir þjóðháttafræðinga á Norður- löndum. Skyldleikans gætir mjög í gamalli þjóðtrú og eigi síður í orðum og athöfnum. Hér skulu tilfærð nokkur vitni um hann gripin upp úr bók Roberts. Færeyingar og íslendingar völdu sér að fjárhundum hvolpa, sem sugu öftustu spena á móður sinni. Hér á landi var talið að þeir hundar sæktu rétt að sáuðfé í smölun, gagnstætt hinum, er sugu framspenana. Færeyingar trúðu því að vörn gegn villu á fjalli væri að klæðast ranghverfri flík og vissu það umfram seinni tíma íslendinga, að villuvaldurinn var huldufólkið. í báðum löndunum - var spáð fyrir veðri eftir milta og eftir spávölu, miltisspáin þó með nokkuð öðrum hætti í Færeyjum. Færeyski slátrarinn sló hausi sauðkindar við strjúpann um leið og búið var að skilja þar á milli á sama veg og faðir minn gerði ætíð við sláturstörf. Þetta var gert til þess að ný skepna lifnaði í stað þeirrar, sem felld var, enda sögðu hérlendir menn áður við verkið: „Upp, önnur i staðinn." I báðum löndunum var slátur- lambinu sleppt, ef það bað með jarmi um líf, og Færeyingar jafnt og við skáru brott úlunseyrun af hjarta sláturgrips og fleygðu. Söm þekktist trúin þar og hér, að maður yrði lausmáll af því að eta úlunseyrun (orðið á sér margar myndir). Fékvörn var vel fallin til að auka og viðhalda fjárheill að áliti íslenskra bænda. Ánnað nafn átti hún í Færeyjum en var þar engu síður í metum og var vörn gegn ýmsu, er að vildi steðja. Góð vinkona mín losnaði árið 1979 við leiðar vörtur af höndum við það eitt að stinga þeim inn í gorvömb. Þetta var einnig vel þekkt ráð hjá Færeyingum til að eyða vörtum. Sama verður uppi á teningnum, þegar litið er til orða- fars og verkhátta. Færeyskir og íslenskir slátrarar stóðu í flestu eins að slátrun sauðfjár, og hús- freyjur beggja landa bjuggu til ísbenju, sperðil og blóðmör, svo að dæmi séu nefnd. Mör var í báðum löndum hnoðaður í mörflot og gerðar af mörtöflur, og var það feitmeti í miklum metum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.