Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 Þór Játvarður Jakobsson: Orðsending til skokkara og heilsugóðra letingja Fjölbrautaskólinn á Suðurnesj- um greiðir akstur nemenda milli Keflavíkur, Grindavíkur og ann- arra þorpa á Suðurnesjum svo og húsaleigu, en hinir skólarnir losna við þær. Þegar þessar 23 milljónir hafa verið dregnar frá heildar- rekstrarkostnaði skólans reynist sambærilegt „framlag opinberra aðila til (hvers) nemanda" í Fjöl- brautaskólanum á Suðurnesjum 611 þús. Skólaakstur þeirra Suð- urnesjamanna kostaði tæpar 13 milljónir sl. ár en töflugerð Breið- hyltinga réttar 12 milljónir. Guðmundur Sveinsson ræðir um þrjá þætti sem eigi sér stað í menntasetrum. Orðrétt segir hann: „Kennsluþáttinn þekkja all- ir, stjórnunarþátturinn er að verða flestum Ijós, en því miður skortir enn mikið á að skipulags- þátturinn hafi hlotið þá athygli sem honum ber. Líklega verður hann þó í framtíðinni mikilvæg- astur þáttanna þriggja." íslendingar hafa verið að bar- dússa við skóla í þúsund ár, en það er fyrst eftir holdtekju Guðmund- ar Sveinssonar að hann einan tekur að óra fyrir hvað hangi á spýtunni. Engin furða er þótt hann beri litla virðingu fyrir skólamönnum liðinna tíða, þeir hafa haldið að kennsluþáttur í skólastarfi mætti aldrei þoka í skugga fyrir öðrum þáttum. Hér mætti koma amen eftir efninu. Aðeins þetta: Aldrei hef ég viðhaft orðið skríll um börn og unglinga í Breiðholti þótt Guð- mundur Sveinsson leggi mér það í munn, enda ómakleg kveðja til hinna fjögur þúsund ungmenna á aldrinum 7—16 ára sem þar eiga heimili og hafa við meiri aðlögun- arvanda að glíma en þekkist annars staðar á íslandi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltækið og á þetta því miður við um heilsuna. Fátt er í rauninni vanþakkað meira en góð heilsa og á hinn bóginn metið frekar til fjár, ef tök virðast vera á því að endurheimta skerta heilsu. Ekki er mönnum allt í sjálfsvald sett i þessum efnum og er vissu- lega gott að eiga læknana að, hollráð þeirra og leikni við lækn- ingarnar. Miklu er til kostað í baráttu þjóðfélagsins gegn veik- indum, sjúkrahús reist og mann- margur hjúkrunarher gerður út til höfuðs krankleika og kvörtunum þegnanna. í fjárlögum 1980 mun t.d. vera gert ráð fyrir um það bil 24 milljarða króna útgjöldum til heilbrigðismála. Dýrt er því Drottins orðið og er von, að stjórnmálamenn í ýmsum löndum séu farnir að líta hýru auga tillögur áhugamanna um stórum víðtækari heilsurækt, úti- vist og íþróttir meðal almennings. Kannski verða inniveru- og kyrr- setumenn einhvern tímann skyld- aðir til að taka þátt í íþróttum sér til heilsubótar og draga þannig úr líkum á því, að þeir verði spítala- matur fyrir aldur fram og skatt- þegnum óþörf byrði. Annað ráð væri að skattleggja fólk í öfugu hlutfalli við framtak í líkamsrækt. En hvað sem líður skipulagi i fjarlægri framtíð var línum þess- um ætlað að skora á fólk á öllum aldri að taka á sig rögg og hafa sig út í skokkið með Alafosshlaup Frjálsíþróttasambandsins í huga. Flestum kapphlaupurum ætti að vera orðið kunnugt um Alafoss- hlaupið milli Álafoss og Reykja- víkur, en hlaupið er jafnframt ætlað öllum- þorra manna og engu síður þeim, sem lesa ekki íþrótta- fréttir. Met og keppni koma ekki mál- inu við. Eina skilyrðið er að þykja vænt um sjálfan sig: rækja betur milljónasamfélag frumanna í líkamanum, sem keppast við nótt og nýtan dag þér til dýrðar, lesandi góður, hvort sem þú kannt að meta það eða ekki. Þær eiga allt gott skilið, greyin og ekki síður þær, sem búa í myrkrinu neðar húðar. Líkamsrækt í hófi ætti ekki að tefja þig frá því að kvarta og kveina, hafa áhyggjur og annað slíkt fyrir stafni, sem menn dunda við í lífinu þar til þeir fyrr en varir horfa stjörfum undr- unaraugum upp undir þá grænu. Margs kyns rök mætti nefna fyrir hollustu skokksins og gætu hlauparar á öllum stigum valið úr safninu fílósófíu sér að skapi, ef þurfa þykir. Mun ég hvorki fara út í þá sálma hér né skeggræða á hvern hátt menn skyldu æfa, þegar þeir láta til skarar skríða og hefja reglubundin hlaup. Fyrir mestu er að reisa sér ekki hurðar- ás um öxl, fara stutt og sjaldan í viku hverri, en fara þó — frekar en byrja með bægslagangi, sem sjaldan endist. Góðra ráða gætu menn leitað hjá þeim, sem reynsl- una hafa. Álafosshlaup Á lokadegi Íþróttahátíðar Í.S.Í. nk. sumar sunnudaginn 29. júní 1980, fer fram almennings- hlaup frá Álafossi í Mosfells- sveit til Laugardalsvallar í Reykjavík. Vegalengdin er um það bil 14 kílómetrar. Lagt verður af stað frá Álafsossi stundvíslega kl. 19.45 (7.45 e.h.). Álafosshlaup verður í senn kapphlaup íþróttamanna og heilsubótarskokk trimmara á öllum aldri. Allir sem koma í mark fá vottorð um unnið afrek og ennfremur verða 1., 2. og 3. verðlaun (karla og kvenna) veitt í hverjum aldursflokki sam- kvæmt eftirfarandi skiftingu: yngri en 16 ára, 16—19, 20—29, 30—39, 40—49, 50 ára og eldri. Sigurvegari hlaupsins hlýtur veglegan farandbikar sem gefinn er af Álafossi hf. og er ætlunin, að keppt verði um hann árlega. Skorað er á alla, sem vettlingi geta valdið, að slást í hópinn og byrja að æfa undir Álafoss- hlaupið. Tilkynnið þátttöku með nafni, heimilisfangi og aldri. Póstfang: Álafosshlaup, FRÍ, íþróttamiðstöðin, Laugardal, Pósthólf 1099, 121 Reykjavík. Álafossnefnd FRÍ. Færeyskir bændur gerðu sér giftar reipahagldir úr hrútshorn- um og hólkar úr hrútshornum voru þeim þing til að setja upp á sprungna laupoka. Kippu slíkra varahluta hef ég fengið úr búi bónda undir Eyjafjöllum. Færeysk börn áttu í leikabúum sínum horn og kjálka eins og íslensk börn. Þar stóð kjálkamuan þeirra tjóðruð við hæl, og í heiti hennar heyrir maður kú reka upp vel þekkt baul eða mu. Sum orð hafa geymst lengur í mæltu máli í Færeyjum en á íslandi. Færeyskir fjallmenn nefndu aflraunasteina sína við fjallgötu haf, en það orð hjarir nú naumast hér nema i örnefnum (Grettishaf). Sama máli gegnir um orðið háróa, sem hér lifir helst í orðum gömlu, afskiptu konunn- ar: „Góður rru svíri minn, mörg er á þér matarholan, en svei þér huppurinn og hái ^an!“ Mikið virð- ingabein var háróan ^æreyingum, sem létu hana ganga um bekki í brúðkaupsveislum, í ljóðastefum frá manni til manns. Sjón er sögu ríkari. í bók Roberts eru 106 ljósmyndir og teikningar. Bregða þær birtu á margt í athöfnum, sem erfitt ei nð lýsa til fulls með orðum. Við sjáum þar fjallmanninn fjall- klæddan, með sauðband um öxl, með útskorinn fjallstaf, búinn broddi og veðrum. Menn sjást við smölun sauðfjár, við réttarstörfin að marka og rýja, sprækar ær eru hábundnar svo þær hlaupi ekki úr færi við fjármanninn. Mikilsverð- ar eru myndir af fólki við slátur- störf og teikningar af því hversu sauðarkrofið var rétt hlutað sund- ur. í öllu þessu standa nú færeysk fræði langt framar íslenskum. Hvergi er hér t.d. að finna myndröð þess, hvernig staðið var að verki við slátrun og sláturstörf allt frá því, er sauðkind var lögð niður á blóðvelli við blóðtrogið og til þess, er slátur var komið í mat og búið að hengja steilur og krof upp í eldhúsrót. Flestir íslendingar kannast við skerpikjöt Færeyinga af orðtón einum saman. Robert Joensen lýsir vel verkun þess og gildi í matbjörg þjóðarinnar. Ég hef orð- ið svo frægur að kynnast skerpi- kjöti á færeysku heimili og varð. við líkt og útlendum manni á íslandi, sem ber sér að vörum í fyrsta sinni vel verkaðan hákarl, en hvortveggja venst vel. Enn þann dag í dag mun enginn sannur færeyskur heimilisfaðir án þess að eiga hjall eða herbergi þar sem útilöft súgar um skerpikjöt í verkun. Að fornu var þetta einn þýðingarmesti þátturinn í að kunna að lifa með landinu. í bók Roberts er skrá færeyskra orða með dönskum þýðingum. Aukið notagildi hefði verið að því að vísa til blaðsíðutals við hvert einstakt orð, eftir því sem þau koma fyrir í einstökum þáttum bókarinnar. Ekki svarar bókin öllum spurnum varðandi sauðfé og sauðnytjar í Færeyjum. Kaflinn um merkingu sauðfjár er grein- argóður hvað varðar orðfæri og athafnir, en þó hefði ég óskað að nokkru gleggri grein væri gerð fyrir fjármörkum, erfð þeirra, upptöku nýrra marka og marka- skrám t.d. Skinnaverkun er ekki gerð skil í bókinni. Örnefnafræði Færeyja tengist mjög sauðfjár- búskap og þar er m.a. að leita heimilda um fráfærur á löngu liðnum tímum. Þýðandi bókarinnar, Susanne Barding, hefur leyst vandasamt verkefni vel af hendi og notið í því aðstoðar höfundar. Efnisútdráttur á ensku fylgir bókinni. Hún er prentuð á góðan pappír og prentun er vel af hendi leyst. Robert Joensen hefur með ritum sínum reist færeyskri þjóðmenn- ingu þann bautastein, er honum sjálfum mun endast til lengri frægðar en „grafletur á grjóti." Þessi nýja bók hans er rituð á máli, sem greiðir henni götu til allra norrænna manna, er heyja vilja sér fróðleik um færeyska þjóðhætti, m.a. til samanburðar við önnur þjóðlönd. Illu heilli fara flestar færeyskar bækur fram hjá garði íslenskra lesenda. Ég vona að bókasöfn og einstaklingar hér á landi eigi eftir að afla sér þeirrar bókar, sem hér hefur verið kynnt í of skömmu máli. Eigi síst ætti íslensk bændastétt að sýna henni verðugan áhuga. Enn er óskráð sambærilegt rit fyrir ísland, og hér eftir er engum fært að skrá það án þess að taka mið af ritum Roberts Joensen. Peugeot hefur unniö fleiri Þolaksturskeppnir en nokkur önnur gerö bíla. PEUGEOT 504 7manna STATION Styr/(/^^Sir f PEUGEOT 504 7 manna station hefur 3 sætaraöir og rúmar því alla fjölskylduna. Þægileg sæti fyrir hvern fjölskyldumeölim, sem gerir aksturinn enn ánægjulegri fyrir ökumann og farþega. Að endingu viljum við minna á styrkleika, aksturs- hæfni og sparneytni PEUGEOT bíla. HAFRAFELL H.F. Vagnhöfða 7, símar: 85211 — 85505 PEUGEOT UMBOÐ A AKUREYRI: Víkingur S.F. Furuvöllum 11, sími: 21670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.