Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8r MAÍ1980 15 Heimsmeistarakeppnin í skák: Fyrstu einvígislotuimi „VIÐ MUNUM nú bráðlega óska eftir tilboðum í einvígi þeirra Húbners og Portisch og Korchnois og Polugaevsky og ég á von á því að það gangi betur en með fyrstu einvígin fjögur,“ sagði Friðrik Óiafsson forseti FIDE í samtali við Mbl., en á sunnudagskvöld lauk í Mexíkóborg einvígi þeirra Portisch og Spasskys með sigri þess fyrrnefnda og þar með lauk fyrstu 4 eikvígjunum í heimsmeistarakeppninni. Friðrik sagði, að þessari fyrstu einvígislotu hefði lokið nokkuð seinna. en ætlað var, en þó ekki svo, að það ætti að hafa áhrif á framhaldið, en næstu einvígislotu á að vera lokið fyrir 1. ágúst og einvíginu um áskorendaréttinn á Karpov heimsmeistara á að vera lokið 1. desember n.k. Friðrik sagði, að úrslit fyrstu fjögurra einvígjanna hefðu i sjálfu sér ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Ég hefði þó haldið að Tal myndi standa sig betur en raun varð á, en það var greinilegt, að hann var ekki við fulla heilsu í einvíginu og sigur Polugaevskys því auðveldur," sagði Friðrik. „Einnig var ein- vígi þeirra Korchnois og Petrosj- an rólegra en margir bjuggust við eftir það sem á undan var gengið, en ég býst við að flestir hafi spáð Korchnoi sigri, eins og reyndin varð. Einvígi þeirra Húbners og Adorjan var það einvígi, sem menn fyrirfram voru ef til vill ákveðnastir með sigurvegara úr. Húbner tókst að vinna, eins og allir bjuggust við en það varð miklu knappara en menn áttu von á. Einvígi þeirra Portisch og Spasskys var ákaflega jafnt, eins og menn máttu 'búast við. Spassky vann Portisch í síðustu heimsmeistarakeppni, en nú sigraði Portisch á því að vinna skák á svart. Þessi úrslit sýna í sjálfu sér, hversu fáránlegar einvígisreglurnar eru; keppend- ur eru jafnir að vinningum, unnu sína skákina hvor og gerðu jafntefli í hinum. En Portisch stóð betur að vígi, því hann vann sinn sigur í annarri skákinni með svörtu mönnunum og þurfti ekki að vinna fleiri skákir, en Spassky hins veear vann níundu Friðrik skákina með hvítu mönnunum og þurfti að vinna aðra skák til að verða sigurvegari. Ég gerði tilraun til að breyta þessu, en þegar til kom tókst það ekki, bæði vegna andstöðu þeirra, sem einvígin héldu, og eins hins, að þegar á reyndi voru skákmennirnir ekki samstiga í Karpov þessu. Á fundi með flestum keppenda fyrir einvígin báðu þeir mig um að breyta reglunum þannig, að úrslit yrðu að fást á skákborðinu, en ekki, eins og reglurnar segja til um, að ef keppendur séu jafnir að loknum 14 skákum, þá er sá sigurvegari, sem vinnur fleiri skákir á svart lokið og ef það ekki sker úr málum, þá er sá sigurvegari sem síðast vann skák og loks ef það dugar ekki, þá ræður hlutkesti. Vegna beiðni skákmannanna freistaði ég þess að fá þessu breytt, þannig að keppendur yrðu að tefla til úrslita, en þegar til kom strandaði það á keppend- um sjálfum, því Húbner taldi lengra einvígi en 14 skákir ástæðulaust. Hann slapp með það, en hins vegar hefði einvígi þeirra Portisch og Spasskys orð- ið lengra, ef reglunum hefði verið breytt og þeir þá teflt, þar til annar stóð uppi sem sigurveg- ari á taflborðinu. Ég hef einnig frétt að Kor- chnoi hafi skipt um skoðun, þannig að þessu verður ekki breytt, nema reglunum verði formlega breytt á FIDE-þingi. Þetta varð hálf kjánalegt mál fyrir mig og eitt er víst, að ég fer ekki aftur af stað með svona mál, nema fyrir liggi undir- skriftir allra, sem í hlut eiga. Að öðru leyti tel ég að framkvæmd þessarar fyrstu einvígislotu hafi heppnast ágætlega." Kjólamir voru tryggð- ir fyrir 8 milljónir MJÖG óvenjuleg tízkusýning var á Hótel Sögu s.l. sunnudagskvöld þegar 10 módelkjólar frá Gi- venchy í París voru sýndir gest- um á skemmtun sem Samvinnu- ferðir og Landsýn efndu til. Fatnaður frá þessu fyrirtæki fæst ekki hérlendis en framleið- andinn, Hubert Givenchy, féllst á að lána kjólana á sýninguna. Voru kjólarnir tryggðir fyrir hvorki meira né minna en 8 milljónir króna í þá fimm daga, sem ferðalag þeirra til íslands og „heim aftur" stóð yfir. Ilmvötn frá fyrirtækinu eru hins vegar seld hér og fengu gestir kvöldsins gjafir frá því. Þetta er lokaskemmtun Sam- vinnuferða og Landsýnar í vetur en fyrirtækið hefur eins og Útsýn staðið fyrir skemmtunum á sunnudagskvöldum í vetur og njóta þessar skemmtanir ferða- skrifstofanna vinsælda. Á sunnu- daginn voru 680 matargestir í Súlnasal, eins margir og þar rúmast og hafði það sitt að segja að Ivan Rebroff skemmti gestum með söng sínum. Myndin sýnir stúlkur úr Módel- samtökunum sýna kjólana frá Givenchy. ★ Kosin veröur ungfrú á hverjum staö ★ Þórskabarett ★ Halli — Laddi — Jörundur ★ íslenzki dansflokkurinn ★ Feröakynning — Feröaskrifstofan L ★ Hljómsveit Stefáns Þ Ólafsfirði, föstudaginn 9. maí kl. 21.00. Húsavík, laugardaginn 10. maí kl. 21.00. Akureyri, sunnudaginn 11. maí kl. 19.00 og þá fer fram úrslitakeppnin um Ungfrú NORÐURLAND. Borðapantanir í Sjálfstæðishúsinu. FERÖASKRfFSTQFAN HLJÓMPLÖTUÚTG4MN hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.