Morgunblaðið - 08.05.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 08.05.1980, Síða 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Árás á eignarréttinn - Grundvallarafstaða Stjórnarfrumvarp til lánsfjárlaga, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, gerir ráð fyrir því að lögskylda lífeyrissjóði til að kaupa verðtryggð skuldabréf af ríkissjóði, byggingarsjóði og framkvæmdasjóði fyrir 40% af ráðstöfun- arfé þeirra hið minnsta. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, ritar ágæta grein í Mbl. sl. þriðjudag, þar sem hann kallar þetta frumvarp „mestu árás á frjálsan eignarrétt, sem átt hefur sér stað á Islandi frá stofnun lýðveldisins“. Ef þetta ákvæði verður að lögum jafngildir það tilfærslu 20 milljarða króna frá lífeyrissjóðum til ráðstöfun- ar ríkisvaldsins. Guðmundur segir: „Ef þessi grein umrædds frumvarps verður samþykkt og kemur til framkvæmda, er fátt eftir bitastætt einstaklingum til verndar í stjórnarskrá lýðveldisins Islands. Því skyldi röðin ekki koma næst að sparifé þessa sama fólks í bönkum og sparisjóðum?“ Árið 1977 vóru sett lög um lántökuheimildir ríkisins, sem m.a. náðu til lífeyrissjóða og kváðu á um ávöxtun hluta af ráðstöfunarfé þeirra með kaupum á fullverðtryggðum skuldabréfum til langs tíma. Samkvæmt þeim lögum var lífeyrissjóðum hins vegar frjálst að ávaxta eigið fé sitt hjá öllum stofnlána- og fjárfestingarsjóðum, eftir eigin ákvörð- un, en ekki skylt að beina eiginfjármagni sínu til ríkissjóðs eða sjóða ríkisins einvörðungu. Fjárfestingarsjóðir atvinnu- veganna vóru ekki síður inni í þeirri lagamynd en ríkissjóðurinn. Þó að lögin frá 1977 gangi mun skemmra en frumvarp núverandi stjórnar og ekki á rétt eigenda lífeyrissjóða til að velja á milli ávöxtunarleiða, þ.e. hinna fjölmörgu fjárfest- ingarsjóða í landinu, hélt Alþýðubandalagið uppi harðri gagnrýni á hvers konar afskiptasemi af þessum „einkasjóð- um starfsstéttanna“ í landinu, eins og þeir þá vóru kallaðir. Þannig sagði Eðvarð Sigurðsson í ræðu á Alþingi í desember 1977: „Með svona lagasetningu er verið að stórskerða völd stjórna lífeyrissjóðanna og einkum og sér í lagi áhrif þeirra, sem þessa sjóði eiga,“ hinna fjölmörgu vinnandi manna í landinu. Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arnalds gengu enn lengra í að andæfa skerðingu á ráðstöfunarrétti eigenda viðkomandi fjármagns. Nú gengur Alþýðubandalagið hins vegar fram fyrir skjöldu í lánsfjáráætlun fjármálaráðherra þess, sem hefur heldur betur breytt afstöðu sinni í þessu máli sem ýmsum öðrum, og vill „sölsa undir sig yfirráð yfir stórum hluta þess fjármagns er lífeyrissjóðirnir hafa til umráða,“ eins og Eðvarð Sigurðsson orðaði það á veturnótt- um fyrir þremur árum. Hér gengur AlþýðuSandalagið þvert á fyrri orð og fyrirheit gagnvart launþegum landsins, á sama hátt og það hefur gert með hækkun söluskattsins, gengis- lækkunum, hækkun tekjuskatts, hækkun útsvars og fjár- lagaforsendum, sem gera ráð fyrir því að kaup hækki 4l/2% minna en verðlag árið 1980, en öll þess mál heyra að meira eða minna leyti undir ráðuneyti Alþýðubandalagsins. Guðmundur H. Garðarsson segir í grein sinni í Mbl.: „Ef þetta frumvarp verður að lögum er brotið blað í sögu íslenzku þjóðarinnar. Veigamikið skref er stigið til að brjóta niður friðhelgi eignarréttarins og frjálsan ráðstöfunarrétt manna yfir eignum sínum. Stórt skref verður með því tekið í átt til þess kommúnisma, sem forustumenn Alþýðubanda- lagsins ætla að innleiða á íslandi.“ Guðmundur leggur áherzlu á að gegn valdníðslu af þessu tagi verði allir frjái huga menn að snúast. „Núverandi valdhafar geta reynt að f, amfylgja ólögum sínum í krafti dómstóla," segir hann, „en þá reynir á, hvort eignarréttur er virtur á grundvelli 67. greinar stjórnarskrárinnar." í umræðu á Alþingi boðaði Matthías Á. Mathiesen breytingartillögu sjálfstæðismanna við þetta þvingunar- frumvarp stjórnarinnar þess efnis, aö ekki verði gengið lengra í þessu efni en lögin frá 1977 ákveða. Allur almenningur í landinu mun fylgjast af gaumgæfni með afstöðu þingflokka — og ekki síður einstakra þingmanna — til þessa máls, því hér er um grundvallarafstöðu að ræða, eins og Eðvarð Sigurðsson lagði áherzlu á á Alþingi fyrir réttum þremur árum. Mark Frankland OBSERVER Arfleifð TITOS JÚGÓSLAVÍU án Títós forseta má líkja við línudansara án öryggisnets. Árum saman hefur landið virt hið alþjóðlega þyngdarlögmál að vettugi með því að neita að tengjast þeim tveimur hagsmunasamsteypum, sem skipta Evrópu í tvennt. Þar hafa líka árum saman verð gerðar tilraunir með nýja tegund lýðræðislegs markaðs- sósíalisma (orðið er klunnalegt enda tilraunin flókin), sem hefur hleypt illu blóði í þá er aðhyllast „alvöru“-sósíalisma og reyndar kapitalisma líka. Það sem meira er, þessi áhætta hefur verið tekin í ríki, sem samanstendur af mörgum þjóðarbrotum, sem hafa á liðnum öldum barizt hvert gegn öðru eins oft og þau hafa staðið saman sem bandamenn. Meðan Tító var á lífi virtist allt þetta fram- kvæmanlegt. I hvert sinn sem hlutirnir fóru að ganga illilega úrskeiðis — til dæmis þegar þjóðernis- barátta Króata virtist ætla úr böndum árið 1971 — mátti treysta því, að með óskoruðu valdi sínu og stjórnmálasnilli tækist honum að finna samkomu- lagsleið og koma henni til framkvæmda. Kreddur Fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan, þegar stjórnkerfi hinnar sameiginlegu forystu, sem var skipulögð til að taka við að Tító látnum, var þegar farið að virka, var samt talin nauðsyn á, að Tító gripi sjálfur í taumana til að róa hinn óstýriláta minnihlutahóp Albana og flytja Múhameðstrú- armönnum í Bosníu-lýðveldinu strangan fyrirlestur, en þeir höfðu látið endurvakningu Mú- hameðstrúar um heim allan espa sig meir en góðu hófi gegndi. Þjóðfélagsbyltingar þessarar aldar hafa hagnýtt sér og látið mótast af arfleifð upphafsmann- anna. Kommúnistar í Rússlandi endurnærast á hinum herskáu kreddukenningum Leníns. Bylt- ingarkennt hugmyndaflug Maos ásækir hina hagsýnu menn, sem nú eru við stjórnvölinn í Kína, líkt og vofa. Hið úthugsaða lítillæti Hos frænda hefur blásið þúsundum ungra Vietnama í brjóst löngun til að fórna sér fyrir málstað þjóðarinnar, eins og Ho skilgreindi hann. Getur arfleifð Títós orðið ör- yggisnet, sem vísar þjóðinni veg- inn, þegar maðurinn sjálfur er allur? Þessi arfleifð er ótrúlega fjölbreytileg, því að hann var föðurlandsvinur, hershöfðingi, hugsjónamaður, stjórnmála- maður og framar öllu öðru leiðtogi. Hann var hinsvegar ekki sjálfskipaður stjórnmála- hugsuður með snilligáfu og e.t.v. ættu Júgóslavar að vera honum þakklátir fyrir það. Hann hefur ekki skilið eftir sig svo og svo margar lífsreglur, sem sértrúar- menn geta rifist yfir um ókomin ár. Það er eitthvað í lífi Títós, sem höfðar til næstum hvers einasta Júgóslava. Þegar júgóslavneskir námsmenn tóku þátt í hinum almennu stúdentaóeirðum í Evr- ópu árið 1968, settu þeir upp þrjár stórar myndir á Belgrad- háskóla: af Marx, Che Guevara og Tító á stríðsárunum. í augum þeira, er börðust með þjóðfrels- ishreyfingunni í stríðinu, var hann ímynd þjóðfrelsishetjunn- ar holdi klædd. Fyrir venjulegt fólk var hann sá, sem gerði sjálfstæði Júgóslavíu mögulegt. Mao var fjarrænn. Ho frændi, sem virtist svo föðurlega mildur, sveipaði líf sitt dulúð. Lenín dvaldist langtímum saman er- lendis í útlegð. En að liðnum þeim árum fyrir stríð, er Tító fór huldu höfði sem kommúnisti, lifði hann og barðist með þjóð sinni (og naut lífsins með henni án þess að blygðast sín fyrir það en það er annað einkenni, sem gerir hann ólíkan hinum þrem- ur). Einnig var hann ávallt komm- únisti. Sumir Júgóslavar, sem þekktu hann vel, segja, að sem ungur maður hafi Tító einfald- lega verið hugsjónamaður og sú hugsjón, sem lá beint við að aðhyllast fyrir rússnesku bylt- inguna, var kommúnisminn. Þegar dæma skal arfleifð hans er mikilsvert að minnast þess, hversu trúr Tító var kommún- ismanum ævinlega, þrátt fyrir lífsreynslu, sem hefði kollvarpað trú margra annarra á mál- staðinn. Þessi trú stóð af sér hörmung- ar í Moskvu á fjórða áratugnum, þegar Stalín lét drepa erlenda kommúnista, sem hann treysti ekki, og þannig var um flesta þeirra. Hún stóð af sér vináttu- slitin við Stalín 1948, sem til komu vegna sjálfstæðismála Júgóslavíu. Og hún stóð einnig af sér margara ára erfiða sam- búð við Moskvu eftir það. Hafði Tító stöðugt trú á því, eins og margir telja sem fylgd- ust náið með honum um langan tíma, að honum tækist að fá Rússana til liðs við kommún- isma, er væri frjálslyndari og í minna mæli stýrður frá Rúss- landi? Og var hann ekki einfaldlega trúr hinum mannúðlegu hug- sjónum, sem eru kjarni sósíal- ismans, þegar kreddukenningum hefur verið flett burt, hvað svo sem leið feimnislausri ást hans á ytri lífsins gæðum (t.d. hinum áberandi hvítu fötum og skóm og demantshringnum, sem hann bar alltaf á hægri hendi)? Sérkennin Hvað sem öllu líður hefur Tító látið eftir sig sig kommúniskan arf í Júgóslavíu. Nú þegar er það sérstök tegund kommúnisma, sem lætur fleiri spurningum ósvarað um völd flokksins held- ur en Rússar, og reyndar Kín- yerjar einnig, myndu nokkru sinni láta viðgangast. Það er ennfremur kommún- ismi, sem ekki aðeins hefur það að grundvallarreglu að leyfa þátttöku almennings í stjórn vinnustaða og landsins, heldur gerir kröfu um hana. Það væri rangt að gefa Ttió einum allan heiður af mótun þessarar gerðar kommúnisma. Mikill hluti hug- myndanna að baki hennar er kom frá hinum gamla félaga hans, Edward Kardelj, sem nýt- ur ómældrar virðingar hér, þótt látinn sé, sem hinn andlegi faðir Júgóslavíu nútímans. Sú spurning, sem framtíðin ber í skauti snýst ekki eingöngu um það, hvort hin sameiginlega forysta, sem Tító kom á alllöngu fyrir dauða sinn, muni fá staðist eftir hann, eða hvort einn maður eða hópur manna muni að lokum ráða öllum ákvörðunum. Hún snýst um það, hvort hinn júgó- slavneski kommúnismi, sem Tító taldi eðlilegt afsprengi af reynslu þjóðarinnar, ekki síst frá þjóðfrelsisstríði heimsstyrj- aldarinnar, muni halda áfram að þróast eftir þeim leiðum, sem fyrst voru skipulagðar fyrir nærri 30 árum eftir vinslitin við Stalín. Líkur benda til, að svo verði. Og meginástæðan er sú, að þessi óvenjulegi kommúnismi, sem er fús til tilrauna og reiðubúinn að fallast á breytingar, er tengdur sjálfstæði Júgóslavíu órjúfan- legum böndum. Og vitaskuld snýst arfleifð Títós um þetta fyrst og fremst: að Júgóslavía, sem um aldaraðir laut stjórn annarra, geti verið sjálfstæ' ríki, sé viljinn fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.