Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 103. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Killanin reynir að bjarga OL Moskvu. 7. maí. AP. KILLANIN lávarður, íormaður Alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC). ræddi í dag við Lconid Brezhnev, for.seta Sovétríkjanna, til þess að reyna að bjarga Ólympíuleikunum í Moskvu á síðustu stundu og sagði að viðra'ðurnar hefðu vcrið hreinskilnislegar. Ilann sagðist vilja láta öðrum eftir að túlka ummælin þegar hann var inntur eftir þeim frekar. Killanin sagði að hann hefði átt mörg samtöl í síma við Jimmy Carter forseta og sagt honum íyrirfram að hann ætlaði til Moskvu. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hvatti Killanin Rússa til að bæta pólitísk skilyrði þannig að kapplið gætu tekið þátt í leikunum og haft að engu ákvörðun Banda- ríkjamanna um að hundsa þá. Eftir fund framkvæmdanefndar IOC í Lausanne í síðasta mánuði bauðst Killanin til að hitta bæði Brezhnev og Carter. I dag gaf hann í skyn að hann kynni að hitta Carter, en sagði að það hefði ekki verið ákveðið. Hann kvaðst fara frá Moskvu í fyrramálið til Sviss þar sem mikilvægir fundir væru ráðgerðir. Areiðanlegar heimildir herma að Killanin hafi skýrt Brezhnev frá tillögum nokkurra Evrópu- landa um að dregið verði úr áróðri á leikunum. Samkvæmt tillögun- um er meðal annars gert ráð fyrir að íþróttamenn gangi inn á leik- vanginn án þjóðfána sinna, að aðeins Ólympíufáninn blakti við hún á leikunum og að aðeins Ólympíusöngurinn verði leikinn. Rússar lögðust eindregið gegn þessu í fyrstu, en seinna er sagt að þeir hafi fengið bakþanka þegar Killanin hélt því fram að valið stæði á milli þess að breyta hefðum Ólympíuleikanna eða leggja þá niður. Bush og Kennedy gefast ekki upp Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Önnu Bjarnadóttur í Washington mið- vikudag: FORKOSNINGAR bandarísku stjórnmálaflokkanna á þriðjudag fóru eins og við var búizt. Ronald Reagan og Jimmy Carter unnu auðveldlega i Indiana. Norður- Karólínu og Tennessee og Edward Kennedy og George Bush unnu í District of Columbia. Samkvæmt tölum CBS sjón- varpsstöðvarinnar hefur Reagan nú 885 fulltrúa á landsþingi re- públikana í sumar, en 998 er þörf tii að hljóta útnefningu flokksins. Hann þarf aðeins að sigra i heimariki sinu, Kaiiforníu, 3. júni n.k., til að vera öruggur um útnefninguna. Þar verða 165 full- trúar kjörnir og þeir falla allir sigurvegaranum i skaut. Bush er hvattur í sífellu til þess að hætta baráttunni, en hann ætlar að halda henni áfram til endaloka, eins og James Baker, framboðs- stjóri hans sagði í gær, „óperunni er ekki lokið fyrr en feita konan er búin að syngja". „Milli manns og hests og hunds, hangir Ieyniþráður.“ Kennedy er einnig hvattur í vaxandi mæli til að hætta baráttu sinni. Carter hefur nú 1381 fulltrúa af 1666 nauðsynlegum til að vinna útnefningu demókrata. Kennedy ætlar að halda baráttunni áfram og vonast til að ganga vel í New Jersey og Ohio 3. júní, en það verður síðasti dagur þessa hluta kosn- ingabaráttunnar. Ef Kennedy geng- ur vel þar, gæti hann haft mikil áhrif á stefnumótun flokksins á landsþinginu, en varla komið í veg fyrir útnefningu Jimmy Carters. . . . _ c\tr. SlKW. Ljosm. Muskie tekur vel í Afganistan-tillögu Washington, 7. maí. AP. ÖLDUNGADEILD Bandarikja- þings samþykkti í dag með 12 atkvæðum gegn 1 tilnefningu Ed- mund Muskie öldungadeildar- manns í embætti 58. utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og hann lýsti því yfir að hann yrði aðaltals- maður Jimmy Carters forseta i utanrikismálum. Eina mótatkvæðið var frá Jesse Helms, repúblikana frá Norður- Karólínu, sem sagði að þótt honum væri vel við Muskie fyndist mörg- um Bandarikjamönnum að stefna hans hefði verið „algert ólán“ . Búizt er við að öldungadeildin staðfesti tilnefninguna með yfir- gnæfandi meirihluta. Áður hafði Muskie hrósað tillögu Evrópuríkja um að Afganistan verði gert hlutlaust og sagt að hann væri ekki úrkula vonar um að takast Ný mótmæli í Afganistan Nýju Delhi, 7. maí. AP. AFGANSKUR námsmaður lét lífið þegar mótmælaaðgerðir hófust á ný i Kabúl á laugardag. Tölur um fjölda þeirra ungl- inga, sem látið hafa lífið að undanförnu eru á reiki. Margir telja að yfir 200 unglingar 12 til 17 ára hafi fallið, en heimildarmenn í Kabúi segja að varlega áætlað hafi tæplega 80 fallið. Samkvæmt fréttum frá Kabúl hafa yfir þúsund manns verið handteknir frá því að unglingamót- mælin hófust 21. apríl. í þeim hópi eru stjórnarhermenn, sem neitað hafa að hlýða fyrirmælum sovézkra og afganskra yfirmanna um að skjóta á mótmælagöngu 4000 skóla- nemenda, samkvæmt heimildunum. mætti að leysa gíslamálið í íran. Hann kvað Carter forseta hafa skýrt tekið fram að hann ætlaði honum það hlutverk að vera aðal- talsmaður sinn í utanríkismálum. Hrós Muskie um Afganistan- tillöguna virðist tákna breytingu á utanríkisstefnunni með hliðsjón af fréttum um aukin áhrif „hauksins Zbigniew Brzezinski, ráðgjafa for- setans í þjóðaröryggi. Muskie kall- aði tillöguna „gagnlega hugmynd" og kvað hana bjóða upp á bezta tækifærið til að útkljá deiluna. Hins vegar er ekki ijóst hvort hann hyggst vekja máls á tillögunni þegar hann hittir Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, við há- tíðahöld í Vín 15.—16. maí þegar liðin verða 25 ár síðan Austurríki varð fullvalda og hlutlaust ríki. Muskie kvaðst vilja lita svo á að um kynningarfund yrði að ræða í Vín, en fundurinn hefur enn ekki verið opinberlega ákveðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.