Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 11 Gísli Jónsson. Myndina tók Sæmund- ur ljósmyndari í Hafnar- firði árið 1911. Gísli Jónsson listmálari 1878—1944 UM ÞESSAR mundir er í Lista- safni alþýðu sýning á málverk- um Gísla Jónssonar frá Búr- fellskoti. Eftirfarandi grein Ingveldar Gísladóttur, dóttur málarans, hefur Morgunblað- inu borizt: Allir hinir mörgu aðdáendur mynd- verka Gísla Jónssonar listmálara fagna sýningu þeirri, sem Listasafn alþýðu stendur nú fyrir. Ég vil gjarnan segja frá því, sem mér er efst í huga varðandi Gísla Jónsson og list hans, meðfædda listþrá hans, sem oft mun hafa verið honum þungur fjötur um fót við brauðstritið í íslenzku þjóðlífi í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. En á síðari æviárum Gísla var fólkið í landinu orðið þess megnugra að geta dálítið svalað fegurðarsmekk sínum og þá meðal annars með því að prýða heimili sín með myndum, sem því fannst að gætu gegnt því hlutverki. Þá varð það, að Gísli hafði varla við að mála myndir fyrir aðdáendur þeirra, þótt hann þá helgaði sig málaralistinni eingöngu. Er Gísli hélt síðustu málverkasýningu sína 1943, (árið fyrir andlát hans) í Miðbæjarbarnaskólanum við Tjörnina í Reykjavík, fylltu myndir hans þrjár stórar kennslustofur þar. Sýning þessi vakti almenna aðdáun allra þeirra, sem hana sáu. Allar seldust myndirnar, og fengu færri en vildu. Mér er kunnugt um, að Gísli vænti þess fastlega, að á þessa sýningu hans kæmi fulltrúi frá íslenska ríkinu að athuga, hvað þar væri að sjá og þá gjarnan að leggja drög að því, að Listasafn íslands eignaðist, þótt ekki væri nema eina af þeim mörgu myndum, sem þar gat að líta, að margra áliti listrænna verka, eftir íslenskan lista- mann. En enginn slíkur fulltrúi kom þangað. Ég hefði oft undrast, að Listasafn íslands skuli ekki eiga mynd eftir Gísla Jónsson og þá gjarnan hugsað í spurn: Hvernig má það vera? Raunar hefi ég oft undrast viðbrögð ýmissa, sem falið hefur verið og tekið hafa að sér að safna saman listaverkum og standa vörð um þau, bæði íslensk og erlend, í Listasafni íslands. Ekki minnkar undrun mín þar um nú, þegar fram hafa komið viðbrögð þeirra mörgu listunnenda, sem eiga myndir eftir Gísla Jónsson og vilja gjarnan lána þær til sýningar í Listasafni Alþýðu, að sem flestir fái séð þær þar. Þar er um að ræða nær tvö hundruð myndir. En það er miklu meira en mögulegt er að sýna samtímis á veggjum sýningarsalarsins þar. Þessar myndir eru í eigu fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Víða úti á landsbyggðinni prýða myndir Gísla veggi híbýla manna og nokkrar munu vera erlendis. Það er víst satt og rétt, sem gamall málsháttur segir: „Sínum augum lítur hver á silfrið". Magnús Gíslason skáld orti til Gísla Jónssonar listmálara eftirfarandi ljóð, skrifaði það framan við ljóðin í ljóðabók sinni, „Rúnir", er út var gefin árið 1916, og sendi síðan Gísla þessa bók. — (V U e (ji c ' ' -v, ' J Þetta litla ljóð segir svo mikið um baráttu og þrautseigju Gísla við að sinna sínum meðfæddu hæfileikum til myndlistar, að ekki verður það betur gert í stuttu máli, enda var Magnús vel kunnugur því, sem hann þarna yrkir um í ljóði sínu. Ég tel að Listasafn alþýðu hafi ráðist í verðugt verkefni, sem verði því til sóma, þar sem það nú setur upp sýningu á verkum eftir Gísla Jónsson listmálara. Þetta framtak stjórnenda listasafns þessa gæti trúlega orðið til þess, að íslenska þjóðin fengi í nútíð og framtíð að vita meira um Gísla Jónsson listmál- ara og verk hans en ella hefði orðið. Margir listunnendur telja, að með þessari sýningu komi til sögunnar einn af hinum hreinu skæru frumtónum í listasögu íslensku þjóðarinnar, sem þá fengi að hljóma þar að verðleikum í framtíðinni. Ég þakka þetta framtak Listasafns alþýðu og óska því til hamingju með hinn nýja sýningarsal í von um að því megi vel vegna í hlutverki því sem það var stofnað til. Ingveldur Gísladóttir. Á því byggist öryggi þitt. barða á fólksbílinn ættirðu að hafa samband við næsta umboðsmann okkar. öryggi GOODYEAR hjólbarðanna felst í öruggu gripi og afburða slit- þoli, þar sem átak við hemlun lendir ^ *rmsr Æ fl jafnt á öllum snertifleti hjólbarðans. Illf m wMW Sértu að hugsa um nýja sumarhjól- fr -geíuiréttagripiö HEKIAHF Hjólbaróaþjónustan Laugavegi 172, símar 28080 og 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.