Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 110. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Okkur greindi á um öll mál - segir Gromyko eftir Afganistan- viðræður við Muskie Vinarborg. lfi. maí. AP. „VIÐ VORUM báðir mjög hreinskilnir í þessu samtali ok afdráttarlaus ummæli féllu á báða bótía," sagði Edmund Muskie, hinn nýi utanrikisráðhcrra Bandarikjanna, að loknum þrigKja klukkustunda fundi þeirra Andrei Gromykos utanríkisráðherra Sovétríkjanna í Vínarborg í dag. „Okkur greindi á um öll þau mál sem á «óma bar." sagði Gromyko, „en þar á meðal voru mikilvæK alþjóðamál." Sovétríkin. Ummæli Muskies á NATO-fundi í Briissel, þar sem hann setti ofan í við evrópska starfsbraeð- ur sína vegna afstöðu stjórna þeirra til Afganistans-málsins, Irans-deil- unnar og stefnu Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum, hafa ekki fallið í góðan jarðveg. Þykir Muskie hafa verið full kokhraustur, og eru sumir þeirrar skoðunar að ástæðan fyrir því að hann hafi hagað ummælum sínum óheppilega sé reynsluleysi. Utanrikisráðherrar risaveldanna, Gromyko og Muskie, í Vín í gær. (AP-símam.vnd). Verður samsteypu- stjórn í Japan? Muskie kvaðst ekki vilja skýra nánar frá skoðanaskiptum þeirra Gromykos fyrr en hann hefði gefið Carter forseta skýrslu en vitað er að samtalið snerist að miklu leyti um innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Stundu áður en fundur utanríkisráð- herranna hófst réðst Muskie harka- lega á Sovétríkin vegna innrásarinn- ar. Var hinn bandaríski ráðherra svo harður í horn að taka, að talið var undrum sæta, og er haft á orði að langt sé um liðið síðan gagnrýni stórvelda hafi verið svo beinskeytt og afdráttarlaus. Muskie nefndi hvorki Sovétríkin né Afganistan á nafn, en ekki fór á milli mála hvað við var átt er hann sagði m.a.: „Nú stöndum við enn á ný frammi fyrir þeirri sígildu lexíu, að árás, hvar sem er, stofnar í hættu öryggi, hvar sem er. Þetta á ekki síður við nú en áður. Þessa dagana er það hlut- leysi, sjálfstæði og sjálfsforræði, sem svo mjög hefur verið haldið í heiðri hér í Austurríki, fótum troðið. Þjóð mín, svo og aðrar þjóðir, munu standa gegn slíkum aðgerðum af festu, með öflugum vörnum og öfl- ugri samstöðu." Muskie sagði þetta í ræðu við athöfn þar sem minnzt var aldarfjórðungs sjálfstæðis Austur- ríkis. Auðséð var að Gromyko var brugðið við þessi ummæli, en sjálfur viðhafði hann alvöruþrungin um- mæli um þá hættu sem slökunar- stefnunni í samskiptum austurs og vesturs væri búin nú um stundir. í þessari fyrstu Evrópu-ferð sinni í utanríkisráðherraembætti, sem um leið er frumraun hans á alþjóða- vettvangi, hefur það vakið athygli hversu afdráttarlaust Muskie kveður að orði, ekki sízt í gagnrýni á Tókýó, 16. maí. AP. EFTIR illvígar deilur í neðri málstofu japanska þingsins, Diet, í dag, var vantrauststillaga óvænt borin fram og var hún samþykkt, að fjörutíu þingmönnum stjórnar- flokks frjálslyndra demó- krata fjarstöddum. Ohira forsætisráðherra hefur ákveðið að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga 29. júní, en vaxandi óánægju hefur gætt innan flokksins eftir að Ohira ákvað að sitja áfram eftir þingkosn- ingarnar í október sl. Sú stjórn, sem hann þá mynd- aði, hefur stuðzt við naum- an þingmeirihluta. Vantrauststillaga stjórnar- andstöðuflokkanna kom í kjölfar ásakana stjórnarandstöðunnar á hendur Ohira og stjórn hans um að gjörsamlega hefði mistekizt að stemma stigum við verðbólgu og kveða niður pólitíska spillingu. Er nú fastlega búizt við því að stjórnarandstöðuflokkarnir stefni að myndun samsteypustjórnar eftir kosningar, hugsanlega með stuðningi frjálslyndra afla í flokki Ohira, sem hefur verið við völd í Japan allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Undanfarin sex ár hefur sundurþykkja farið sívaxandi innan flokksins. Ásak- anir um óheiðarleika og mútu- þægni hafa dunið á ýmsum for- ystumönnum, og hafa slíkar árás- ir harðnað mjög að undanförnu. Tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar, Takeo Miki og Takeo Fukuda, sem báðir eru í hinum frjálslynda armi flokksins, ásamt Nakasone, sem er mjög hægri sinnaður, hafa verið í fararbroddi andstöðunnar gegn Ohira innan flokksins. Hryðju- verk aukast á Spáni Madríd, 16. maí. AP. HRYÐJUVERK aðskilnaðar- sinna í Baskalandi hafa færzt mjög í aukana að undanförnu, og í dag skutu tveir grímuklæddir menn tvo þjóðarvarðliða til bana í veitingahúsi í bænum Goizueta. Þar með eru fórnarlömb hryðju- verkamannanna orðin sex á tveimur dögum, en lögreglan segir að yfirgnæfandi likur bendi til að ETA-samtökin beri ábyrgð á öllum þessum ódæðum. Á þessu ári hafa 53 látið lífið í pólitískum ofbeldisaðgerðum á Spáni, en þar af er rúmur helm- ingur úr röðum hermanna eða lögreglu. Jöhann Hafstein látinn EINN af helstu leiðtogum íslenskra stjórnmála Jóhann Hafstein, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, andað- ist aðfaranótt uppstigningardags 15. maí, en undanfarin misseri hefur hann dvalist á Grensásdeild Borgarspítalans vegna van- heilsu. Með Jóhanni Hafstein hverfur af sjónarsviðinu stjórnmála- maður, sem var stór i sniðum og þekktur að drengskap sínum. Jóhann Hafstein fæddist á Ak- Innan . Sjálfstæðisflokksins ureyri 19. september 1915 og var gegndi Jóhann Hafstein fjöl- því sextíu og fjögurra ára, þegar hann lést. Foreldrar hans voru Júlíus Havsteen sýslumaður og kona hans Þórunn Jónsdóttir Havsteen. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og cand. juris frá Háskóla íslands 1938. Hann var formaður Stúdentaráðs 1936—37 og fyrsti formaður Vöku félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Að loknu lög- fræðiprófi fór Jóhann til náms í þjóðarétti við Lundúnaháskóla en 1939 varð hann erindreki Sjálf- stæðisflokksins og síðan fram- kvæmdastjóri hans frá 1942 til 1952, þegar hann var kjörinn bankastjóri í Útvegsbanka íslands en því starfi gegndi hann til 1963, þegar hann varð dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðar- ráðherra, en hann gegndi emb- ætti dóms- og kirkjumálaráð- herra í nokkra mánuði árið 1961. Jóhann Hafstein varð forsætis- ráðherra eftir lát Bjarna Bene- diktssonar 10. júlí 1970 en mynd- aði nýja ríkisstjórn 10. október 1970. Ráðuneyti hans var veitt lausn 14. júlí 1971. Jóhann var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga 1946 og sat á þingi til 1978. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1959—61 og aftur í okt.-nóv. 1963. Jóhann var kjörinn til setu í borgarstjórn Reykjavíkur 1946 og sat þar til 1958, hann var í borgarráði frá 1946—58. mörgum trúnaðarstörfum auk framkvæmdastjórastarfsins. Hann var formaður Heimdallar 1939—42, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1943—49 og sat þá jafnframt í miðstjórn flokksins og síðan. Hann átti sæti í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík 1939—72, þar af formaður 1943—55, í stjórn landsmálafélagsins Varðar 1945—51. Jóhann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins 1965 og 1970 varð hann formaður flokksins en sagði formennskunni lausri 1973 sökum heilsubrests. Hann var frum- kvöðull þess, að ráðist var í smíði hins nýja sjálfstæðishúss og var formaður hússtjórnar. Jóhann kenndi þjóðarétt og almenna lögfræði við viðskipta- háskólann 1939—41. Hann sat í fjölmörgum stjórnum og nefnd- um á starfsferli sínum meðal annars í stjórn Almenna bókafé- lagsins frá stofnun þess 1955. Árið 1938 kvæntist Jóhann Hafstein eftirlifandi konu sinni frú Ragnheiði Hafstein. Þau eignuðust þrjá syni. Morgunblaðið sendir frú Ragnheiði, sonum þeirra hjóna og vandamönnum öllum innilegar samúðarkveðjur og þakkar langt og gifturíkt samstarf, sem aldrei bar skugga á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.