Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 19

Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 19 Tage R. Olsen Ný aðferð að segja upp elstu starfs- mönnunum - segir Tage R. Olsen „Kaupfélagsstjórinn taldi að ekki væri nóg að gera á verkstæðinu og því var grip- ið til þessara uppsagna," sagði Tage R. Olsen, trúnað- armaður járniðnaðarmanna á bifreiða- og vélaverkstæði KÁ, i samtali við Mbl., en Tage var einn þeirra sem sagt var upp. „Á bifreiða- verkstæðum koma alltaf dauðir tímar, því ekki er hægt að skipuleggja starfið á annan hátt,“ sagði Tage. „Þegar hlutlaust er á málin litið þá gæti það hugsast að átökin frá 1975 væru orsök- in að einhverju leyti. Það er skrýtið að reka mann sem starfað hefur hjá fyrirtæk- inu í 40 ár. Það hefur yfirleitt verið reynt að út- vega slíkum mönnum hluta- starf, eða eitthvað léttara, en því er ekki að heilsa hér, “ sagði Tage. „Nú hefur það gerst að j)að er búið að ráða mig til KÁ og mun ég starfa á renniverk- stæðinu, en var í viðgerðum áður. Á mánudaginn fékk ég bréf þar sem mér var boðið að hefja störf á ný. Þeir hafa talið að það borgaði sig að fara með mitt mál í félags- dóm, en þangað hefði það farið því ég er trúnaðar- maður og má því ekki reka mig. Ég tel að þeir hafi ekki viljað halda þessu máli leng- ur á loft. Ég held að það sé alveg ný aðferð að segja upp elstu starfsmönnunum hjá fyrirtækinu þegar eitthvað bjátar á, mönnum sem eytt hafa bróðurparti ævinnar í þjónustu við fyrirtækið. Slíkar aðferðir þekkjast ekki hjá þeim fyrirtækjum sem ég veit um,“ sagði Tage R. Olsen. „Það verður að taka fram að það eru algerlega tveir hlutir í mínum augum, fyrirtækið og núverandi kaupfélagsstjóri. Ég tel að jafn ágætt fyrirtæki og núverandi kaup- félagsstjjori eigi ekki samleið. Viðskipti okkar kaupfélagsstjórans hafa ekki verið árekstralaus og vil ég ekki rifja þau upp af hlífð við hann. Ég held að allar ráðstafanir hans í þessu máli séu í andstöðu við yfirboðara hans, kaupfélagsstjórn- ina.“ Aðspurður um það hvernig það kæmi við hann að missa svona vinnuna, sagði Kolbeinn að hann væri að verða 66 ára og ætti því eftir 4 ár í lífeyrissjóð og eitt ár í almannatryggingar, og væri því ástandið ekki gott. „Mér finnst ekki að 40 ára þjónusta við fyrirtækið sé vel þökkuð með þessu móti, “ sagði Kolbeinn Guðnason. Stækkun Álversins: Framleiðsla hafin í viðbótarkerjunum 40 Kostnaður við stækkun- ina 7200 millj- ónir króna í GÆR var tímamótadagur í Álverinu í Straumsvík en þá hófst framleiösla í 40. og síðasta kerinu í stækkun verk- smiðjunnar. Framkvæmdir við lengingu kerskála 2 hófust í maí í fyrra og þegar því verki var lokið var nýju kerjunum 40 komið fyrir. Framleiðsla i fyrstu kerjunum hófst 5. maí s.1. og hin siðustu af þeim voru tekin í notkun í gær, 16. maí. Kostnaður við stækkunina nemur 16 milljónum dollara eða tæplega 7200 milljónum íslenzkra króna. Morgunblaðið heimsótti Ál- verið í gær og ræddi við þá Ragnar Halldórsson forstjóra og Alwis Franke, tæknilegan framkvæmdastjóra. Samkvæmt upplýsingum þeirra er hér um að ræða 14% stækkun. Fram- leiðslugeta þeirra 40 kerja, sem nú bætast við er um 10 þúsund tonn á ári en framleiðslugeta verksmiðjunnar eftir stækkun- ina er 84 þúsund tonn á ári. Eftir stækkunina er ál framleitt í 320 kerjum hjá ísal. Unnið er af fullum krafti við uppsetniúgu á hreinsibúnaði Ál- versins. Fyrri hreinsunarstöðin af tveimur er þegar komin í gagnið og efni í seinni hreinsun- arstöðina er komið til landsins og verður byrjað að reisa hana innan tíðar. Áætlað er að hreinsibúnaður fyrir kerskála 2 verði að öllu leyti kominn í notkun í lok þessa árs og búnaður fyrir alla verksmiðjuna verði kominn í notkun í árslok 1981. Er reyndar þegar byrjað að undirbúa breytingu á kerjum í skála 1 fyrir hreinsibúnaðinn en með tilkomu hans er kerjun- um miðjuþjónað en var hliðar- þjónað. ísal hefur ráðist í ýmsar fleiri framkvæmdir að undanförnu. Nýlega var tekin í notkun ný og fullkomin baðaðstaða fyrir 200 manns og bætir hún úr brýnni þörf, þar sem þröngt var orðið um starfsmenn í eldri baðhús- um. Þá hefur Isal tekið í notkun fullkomna tölvu, sem fylgist með framleiðslunni í kerjunum og gefur fyrirskipanir um breyt- ingar ef þörf er á. Ef gera þarf breytingar, sem tölvubúnaður- inn sjálfur getur ekki fram- kvæmt eða eitthvað fer úrskeið- is gefur hann viðvörunarmerki og getur mannshöndin þá gripið inní. Skapast mikið öryggi með tilkomu þessarar tölvustýr- ingar. Þess má geta að í öryggis- skyni er kerfið tvöfalt þannig að annað tekur við ef um bilun verður að ræða í sjálfu tölvu- kerfinu. Fastir starfsmenn Álversins í Straumsvík eru nú 670. Starfs- menn í sumar verða nokkru fleiri eða um 770 að tölu. - SS. Raflausn hellt í kerin svo að framleiðsla geti hafist. Fyrir framan standa Ingvar Pálsson forstöðumaður rafgreiningar, Einar Sigurjónsson skálastjóri og Alwis Franke, tæknilegur framkvæmdastjóri. Ljósm. Mbl. Emilía Alwis Franke,. tæknilegur framkvæmdastjóri, og Ragnar Halldórsson forstjóri standa hér í röri, sem verður hluti af hreinsibúnaði verksmiðjunnar. Rörin eru ekkki nein smásmíð eins og sjá má. Hin nýja glæsilega baðaðstaða starfsmanna ísal. Á myndinni eru Erik Hubner umsjónarmaður og Bragi Ásbjörnsson, sem hafði umsjón með byggingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.