Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 Rœtt við Zóphónías þessum morKunstundum, tii að byrja með, síðar fór það að jíerast á ýmsum tímum daKsins. R: Varstu ekki skelkaður við þetta fvrst? Z: Nei. R: Sajíðir þú nokkrum frá þessu? Z: Já. Éjj sagði ömmu minni frá því, en ekki öðrum. R: Hvernijí brást hún við? Z: Hún sajíði: „Þif; hefur verið að dreyma þetta skinnið mitt“ annað ekki. R: Þú hefur ef til vill trúað því að þetta væri draumur? Z: Nei. Aila vejja ekki þegar frá leið. A Indlandi R: Hvenær náðir þú fullkomnu valdi yfir þessu. Þú hefur verið á Indlandi og setið þar við fótskör meistara sem éfí kann ekki deili á. Þjálfaðirðu þennan hæfileika þar, eða varstu þá þegar búinn að ná þeim tökum sem þú hefur nú á þessu ? Z: Ég var fullkomlega búinn að ná þessum tökum, mörgum árum áður en ég fór þangað. Ég stundaði þetta ekki á Indlandi. Það var andleg einbeiting sem ég lærði þar eða jóka, vitrænt jóka, sem er í raun og veru mjög sérstætt og alveg ólíkt öllu því jóka sem menn eru að borga fyri hér á Vesturlöndum. Þar er um vilja og viljastyrk einan að tefla og það kostar ekki neitt. R: Nú er sagt að jógar sem langt séu komnir, geti horft af þessum jarðneska sjónarhóli yfir Iiðin jarðlíf. Er þetta almennt mögulegt hjá mönnum sem hafa náð ein- hverjum þroska á þessari braut? Þú hefur e.t.v. sjálfur séð yfir síðustu jarðlíf þín? Z: Dálítið. Sum atvik mjög ljós. Það hefur stundum hent þegar ég leiði hugann að sambandi mínu við fólk sem hefur orðið á vegi mínum, að það hefur lokist upp fyrir mér hvernig ég þekkti það, hvar og hvenær ég hafði kynnst því. En ég hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á að rifja upp gamlar jarðvistir. Það er eins og að fara að glugga í gamla bók uppi í hillu, sem þegar er lesin — nema þá maður hafi einhvern lærdóm af henni. Þá er líka sjálfsagt að gera það. En líf okkar er eins og framhaldsverk í mörgum bindum. Það lokast við hverja fæðingu. R: Þú álítur þá ekki skynsamlegt að telja að menn taki andlega hæfileika í arf frá foreldrum eða ættmennum, samkv. lögmálum erfðafræðinnar — þetta byggist á ailt öðrum forsendum, segi ég og man nú allt í einu eftir þeim merka manni Mendel. Z: Já. Það er rétt. Já, að mínum dómi eru forseridurnar allt aðrar. Hitt er annað mál, að maður fæðist á þeim stað þar sem maður getur þróað þá eiginleika sem manni er í raun og veru ætlað að leggja áherslu á í viðkomandi jarðvist. Én þó maður ráði ekkert yfir því hvar maður fæðist, þá úthluta karma- drottnarnir manni, að minni hyggju, þeim stað þar sem maður fær heppilegasta jarðveginn, ef svo mætti að orði kveða, til að rækta þá hæfileika sem honum er ætlað í þessari jarðvist. Og oftast nær eða ævinlega leiðir þar af að nánustu skyldmenni, foreldrar, afar og ömmur og jafnvel börnin manns eru gamlir kunningjar. R: Jafnvel skyldmenni úr fyrri jarðlífum skýt ég inn í. Z: Jafnvel það, eða á anna hátt tengd. Austurlenskt spakmæli segir að karmadrottnarnir úthluti manni foreldrum og aðstandendum og nánustu ættingjum, en sjálfur velji maður vini sína. R: Þú segir karmadrottnar. Nú er ég ekki viss um að allir séu með á nótunum. Hvað áttu við með þessu orði Zóphónías? Z: Eigum við að segja örlögin eða örlagavaldarnir. En af þessum jóga sem ég var hjá og fleiri jógum sem ég kynntist í Indlandi lærði ég andlega einbeitni og það sem kallað er hugleiðsla. Og svo ég víki að því aftur, þá tók þessi jógi ekki krónu fyrir kennsluna. Það er ef til vill íhugunarvert fyrir þá sem eru að kenna jóga hér á Vesturlöndum. R: Mér skilst að það samrýmist ekki þeirra siðgæði að blanda fjár- málavafstri inn í andleg mál. Z: Jóki einn sagði við mig þau eftirminnilegu orð, að Indverjar hefðu séð að jóka gæti orðið útflutningsvara og gróðavegur á Vesturlöndum en hann bað mig að geta þess hér að það væru ekki þeir sem stunduðu slíkan útflutning eða verslun með lífspeki. R: Heldur einhverskonar fjöl- bragðamágusar? spyr ég. Z: Já. Það er einmitt. A Arnarstapa R: Nú eru allmörg ár liðin frá því að þú fluttist hingað vestur á Arnarstapa, Zóphónías. Hvað kom þér til að velja þennan stað? Ég veit að þú ert tengdur honum sterkari böndum en ég hef skilið til fulls. Geturðu sagt mér hvað veldur þessum mikla áhuga á Arnarstapa og Snæfellsnesi? Z: Ég veit það núna að það er Jökullinn og Pellið fyrst og fremst, en ég vissi það ekki þegar ég kom hingað fyrst. Ég heillaðist aðeins af staðnum. Og þessi staður samsvar- ar á margan hátt Himalajafjöllun- um á Indlandi. Hér er, eins og þar, hinn hreini og tæri jökull og loft, — kannski það besta í veröldinni, sjórinn fyrir utan og hinn græni gróður jarðar. Þetta er það sem jókarnir sækjast eftir í raun og veru þegar þeir fara upp í Hima- lajafjöll. Þar hafa þeir þetta, nema auðvitað ekki sjóinn. Ég kom hingað í fyrsta sinn árið 1922 með skipi sem hét Siríus. Éór hérna i land og fékk mjólk hjá föður Kristbjarnar bónda í Eiríksbúð. Og ég heillaðist af þessum stað strax þá. Síðan 1965 hef ég svo verið hér á Arnarstapa. Jökullinn R: Finnst þér eitthvað hér auð- velda þér að ná tengslum við þær veraldir, sem þú ert að reyna að opna mér sýn til Zóphónías? Z: Já. Það er enginn vafi á því. Þessi staður er nefnilega miðsvæðis í orkustöð landsins. R: Eru einhverjar vættir hérna sem þú hefur orðið var við, tengdar þessum stað öðrum fremur? Z: Já. Fjölmargar. Og ég er orðinn mjög kunnugur þeim mörg- um. En ég vil geta þess að þessir lærðu jókar sem ég var hjá austur í Indlandi þeir vissu ýmislegt um Island og þeir voru á þeirri skoðun að Snæfellsjökull væri einn af orkupólum jarðarinnar og ekki nóg með það, heldur hinn eini andlegi orkupóll jarðarinnar. Þetta var það eina sem sumir jókarnir vissu um Island. — Að Jökullinn var hér. Annað vissu þeir ekki og annað Iétu þeir sig ekki skipta. R: Hvaðan hafa þeir þessa vitn- eskju sína, af bókum eða .,.. ? Z: Þessi vitneskja er eld-eldforn. Fornar sagnir eru víða til um Jökulinn, jafnvel kínverskar heim- ildir, segir Zóphónías. Mér verður hugsað til þess hve þessi andlegi orkupóll hafi látið Snæfellinga ósnortna um aldir — að því er virðist, þótt þeir byggju svona ofan í honum — en hristi af mér þennan bölvaða matrialisma og spyr Zóphónías, hvort aldrei hafi hvarflað að honum að bregða sér austur og heinísækja fornar slóðir? Z: Jú, ég hef farið sálförum til Indlands aftur. Ég hef heimsótt minn gamla gúrú. Og ég hef heim- sótt annan, sem bjó í litlum geita- kofa, og ég álít að hafi verið heilagur maður, ef um heilagan mann er að ræða á jörðinni. Hann bjó í gömlum geitakofa og hafði enga nemendur. En hann geislaði frá sér hvar sem hann kom. Hann var spakur að viti. En hann var sérvitur. Þannig menn eru til enn þá á Indlandi, en það er mjög erfitt að hitta þá. R: Andlegheitin eru þá á undan- haldi þar fyrir tæknibyltingunni eins og á Vesturlöndum. Z: Já. Jókinn sem ég var aðallega með, hann hélt því fram að verið væri að flytja andlega þekkingu vestur vegna þess að hún væri dvínandi á Indlandi. En allt jóka sem flyst til Ameríku, sagði hann, það er peningajóka varla nafns virði. Að vísu eru til vestanhafs jókar sem ekki hafa smitast af peningum, þar á ég við Vivekanda- og Jókanandabræðurna sem eru fyrir vestan — lærisveinar Rama- krishna. Þessi jóki sem ég var með var líka lærisveinn Ramakrishna. Hjá þeim kostar ekkert peninga. R: Ég spyr Zóhhónías hvaða áhrif þessar nýju stefnur sem reyna að afla sér áhangenda hér í dag muni hafa. Telur þú þær skaðvæn- legar fyrir trú okkar eöa eru þetta dægurflugur sem skilja ekki eftir sig nein spor þegar frá líður. Z: Það er ekki gott að segja. Ég held að þetta séu fæðingarhríðar inn í nýja öld. Þetta á sennilega eftir að deyja útaf flest aftur og sumt sern betur fer. Annað lifir og það breytist og ég hygg og vona að það aðlagist íslenskum aðstæðum og meiri skynsemi heldur en nú er. Skynsemi verður að haldast í hend- ur við tilfinningalífið, ef vel á að vera. Þessar stefnur lifa nú mikið til á tilfinningasemi og tilfinn- ingalífi fólks og þær láta vitið í raun og veru sigla sinn sjó. Það kann ekki góðri lukku að stýra að mínum dómi. En ég held, að þegar frá líður muni það halda velli sem lífvænlegt er, annað ekki. R: Hyggurðu að kirkjunni sé hætta búinn af þessum hræring- um? Z: Kirkjan stendur af sér allar hræringar. Hún stendur eins og það hús sem er á bjargi byggt. Hitt er annað mál að hún má gæta sín á því að verða ekki sjálf að steini. Gnómar og álfar R: Nú ert þú að brjóta land hér á Alfafelli, ef unnt er að tala um að brjóta land í hrauninu. Þú ert að planta hér blómum og trjám. Þú hefur sagt mér að þið hjónin væruð ekki ein í verki, heldur væru hér aðrar verur og mér ósýnlegar með ykkur. Z: Það er rétt, að það er erfitt að gróðursetja í þetta hraun, og við höfum ekið hingað mörgum hjól- börum af mold, sennilega mörgum bílhlössum, en við erum búin að koma niður smáhríslum á stöku stað. Þetta heldur manni við. Þetta er ákaflega holl og góð vinna eins og allir vita, en við erum ekki ein að verki, eins og þú sagðir áðan. Því það eru litlir menn með okkur sem rétta okkur hjálparhönd. Ég hef þá trú og þykist vita, að þeir gæti þessa líka yfir vetrartímann, því annars myndi allt sópast burtu í vetrarstormunum. En þetta eru verur sem Englendingar kalla gnóma og eru til bækur um þá. Þeir eru dálítið mismunandi. Sumir eru nefndir jarðyrkjugnómar o. s.frv. Þetta eru litlir menn, ákaflega skemmtilegir. Þeir sýna okkur oft hvernig veður er framundan, hvort það er að versna eða batna. Þeir fara að setja upp trefla og vettlinga og húfur þegar kuldi er í aðsigi og þeir kasta þessu öllu frá sér, þegar von er á betra veðri. Núna um daginn, degi fyrir óveðrið sem kom, þá voru þeir allt í einu farnir að klæða sig svo að við sáum að það myndi fara að kólna rækilega. Það endaði svo með því að einn kom með snjóbolta og sýndi okkur, og það þótti okkur hreinasta fjarstæða. En morguninn eftir var hér alhvít jörð. R: Þeir vita sínu viti? Z: Já, svo sannarlega. R: Hvað segir þú mér áf álfum Zóphónías? Er ekki hér álfabyggð eins og víðar á svipuðum slóðum? Z: Ég er sammála Margréti Thorlacius um það að hér sé álfakirkja í Fellinu. Og bæði hefur Margrét séð uppi í Fellskrossinum ljós á kvöldin og kona mín líka. Ég veit, af eigin reynslu, að þar er mjög merkilegur staður. Alfar eru í Fellinu það er rétt. Álfar og huldufólk er sitthvað. Huldufólkið býr hér í hrauninu og huldufólks- kirkja er hér nálægt, en huldufólkið er önnur þróun en álfaþróunin. Um þetta mætti skrifa langt mál og þykkar bækur. En fjölbreytni hinn- ar ósýnilegu veraldar er margbrot- in eins og veröldin sem við hrær- umst í. ■ ^ / Egyptalandi R: Þú sagðir mér að þú hefðir orðið fyrir merkilegri reynslu þegar þú varst á heimleið frá Indlandi fyrir allmörgum árum, og dvaldist þá um nokkurra daga skeið í Kairó í Egyptalandi. Geturðu rakið það fyrir mér í fáum orðum? Z: Þar varð ég fyrir undarlegri reynslu í sambandi við sfinxinn og pýramídann mikla. Ég var svo heppinn að sex daga stríðið var skollið á þegar ég fór að skoða pýramídann. Ég kalla það heppni því að allir túristarnir voru farnir heim og ég var einn að reika í pýramídanum. Ég skildi fylgdar- manninn eftir og sat lengi inni í konungagröfinni svokölluðu eða það mætti ef til vill fremur kalla það dulvígsluherbergi, ég hallast nefni- lega að því að þetta sé gamalt dulvígsluherbergi. En hvað um það. Ég sat þar lengi og hugleiddi, og ég var nú mjög opinn og næmur eftir dvölina á Indlandi, þar sem ég hafði hugleitt mest allan sólarhringinn, þannig að ég var fljótur að komast í „ástand". Síðan varð ég fyrir mjög merkilegri upplifun, ef ég má orða það svo. I fáum orðum sagt, þá varð ég var við magnþrungið andrúms- loft, allt frá því ég kom að pýramíd- anum og þetta ágerðist eftir því sem innar kom í hann og ofar. Ég skildi við leiðsögumanninn úti í svokölluðu galleríi og fór einn þarna inn og settist. Þegar ég var búinn að skoða herbergið kom yfir mig geysileg orka sem í fyrstu virtist vilja stugga mér út úr herberginu. En ég sat hana af mér og þá mildaðist hún smám saman og varð loks lík ákaflega mildum og fögrum andblæ. Þarna birtist mér egypskur fornprestur og hann sýndi mér bæði kistuna og ýmislegt þarna inni. Ég dvaldist þarna stutta stund, að því er mér fannst, en ég sá það á fylgdarmanninum, þegar ég kom út og leit á klukkuna að ég hafði verið þarna langan tíma. Ég get ekki sagt frá því hvað gerðist þarna inni. En ég var ábyggilega ekki sami maður eftir og sá sem fór inn í herbergið. Það get ég íullyrt — og verð það aldrei. Það yrði hins vegar of langt mál að skýra alla þá vitneskju er ég öðlaðist þarna, og hvernig allt það bar fyrir. Frímúrarar R: Víkjum talinu að öðrum efn- um. Þú hefur lengi verið í frímúr- arareglunni. Þið teljið, að ég hygg, að þessi regla eigi fornar og djúpar rætur og þær standi í gamalli egypskri menningu, segi ég við Zópónías. Z: Frímúrarareglan kemur að vísu fram í dagsljósið og var stofnuð stórstúka árið 1717, en þess ber að geta að hún kemur fram í Evrópu þegar svo er komið að menn geta loks farið að tala og hugsa án þess að verða fyrir barðinu á ofsóknum. En í langan tíma hefur hún legið í dvala eða verið hulin þótt hún hafi alltaf verið við lýði í raun og veru. Launhelgar í þeirri merkingu sem frímúrarar eru af- sprengi af, hafa verið til frá því að maðurinn byrjaði að hugsa og leita að guði sínum. Þetta er jafngamalt. Þannig að launhelgar Egyptalands eru vagga allra launhelga í raun og veru, og ^llar launhelgar síðan um víða veröld, hvort sem það er rósarkrossreglan, frímúrarareglan eða einhverjar aðrar sækja allar eitthvað þangað. P: Nú hef ég heyrt að væntanleg sé i markaðinn bók um frímúrara og einhvern veginn hefur maður þai' á tilfinningunni að sú bók eigi að opinbera heldur ógeðfellda þætti í fari þeirra manna sem eru í hreyfingunni, eða henni sjálfri. Kannastu nokkuð við þetta skrif Zóphónías? Z: Ég hef heyrt þess getið. Marg- ir hafa ætlað sér að ganga milli bols og höfuðs á Frímúrarareglunni gegnum tíðina, en þessum manni mun ekki takast það fremur en öðrum sem reynt hafa hingað til og mun aðeins sitja uppi með skömm- ina. Vatnsberaöld R: Hver heldur þú að verði þróun í trúmálum á næstu árum? Á kirkjan eftir að eflast og trúar- brögðin í heiminum eða eiga nú- tíma ideólógíur — gervitrúarbrögð 20. aldar eftir að binda enda á alla okkar sögu? Z: Ég vil taka mér í munn orð þeirra dulspekinga sem mikið hafa hugsað þessi mál. Tími fiskaaldar- innar svonefndu er liðinn. Hann leið undir lok 8. febrúar 1962 og við tók vatnsberaöldin. Óróinn sem var allt frá stjórnarbyltingunni frönsku og til ársins 1962, var útsöngur fiskaaldarinnar, en hún er, samkvæmt dulrænum fræðum, öld trúar og allir þessir spámenn sem komu fram í byrjun fiskaaldar, t.d. Búdda, Lao-Tse, Zaraþústra og Jesús, voru boðberar fiskaaldarinn- ar — boðberar trúarinnar. En á vatnsberaöld kemur enginn sér- stakur, heldur mun þá verða breyt- ing á viðhorfum mann. Vatnsbera- öldin á að bera þekkingu í skauti sér, skilning og vit. Þekking eykst hröðum skrefum, þekking á ytri lögmálum náttúrunnar en þekking á hinum innri og ósýnlega veruleik mun einnig aukast á komandi árum og allt viðhorf manna til lífs og dauða og hlutverks mannsins í heimsrásinni miklu mun verða allt annað en nú er, og ef til vill fyrr en flesta órar fyrir. Það er mikil! munur á að trúa og vita. Vatnsbera- aldarmaðurinn á að vita að til séu æðri máttarvöld og æðri stjórn á þessum heimi. Hann á að vita, en ekki aðeins trúa. Og kirkjan hlýtur, ef hún á að lifa, að fylgjast með þessari þróun og fara að boða vissu í stað trúar. Guðspeki og sálarann- sóknir veita að mínum dómi undir- stöðuþekkinu á ýmsu sem er for- senda vissu. Sjálfur trúi ég ekki lengur, — það er raunar langt síðan ég hætti að trúa, vegna þess að ég veit. Það hefur gjörbreytt allri minni afstöðu til mannanna og veraldarinnar. Undir Stapafelli Ég vík nú talinu að konu Zóph- óníasar og spyr hvort leiðir þeirra hafi legið saman hér undir Jökli? Z: Við vorum búin að þekkjast í áratugi áður og vorum góðir vinir og kunningjar lengi vel, en það smáþróaðist þannig að við gátum í raun og veru ekki án hvors annars lifað. Okkar innri kynning er ennþá nánari vegna þess að við felum bæði þessar huldu slóðir og þannig hafa vináttubönd okkar þróast. Hún hefur ýmsa hæfileika sem ég hef ekki, hún bæði sér í þennan heim og annan og hefur fortíðar- og fram- tíðarskyggni sem ég hef ekki. Hún fer iðulega sálförum með mér. Án hennar hefði ég ekki getað starfað það sem ég hef starfað. R: Það hefur ekki ráðið því nein tilviljun að þið völduð þennan stað hér í hlíðum Stapafellsins? segi ég að lokum. Z: Nei. Það hófst með því að ég fór að hafa hér jókaskólann sem áður segir, en við höfðum oft ferðast hingað vestur á Stapa. Þrjú fyrstu árin bjó ég hér hjá Margréti frá Öxnafelli, hún bauð mér að vera hjá sér. Meðan þannig stóð á, fór ég að hugleiða framtíðarstað og eftir nákvæma yfirvegun okkar Stellu beggja, okkúltiska útreikninga og hulda leiðsögn þá byggðum við hér á þessum stað. Það er dulin hönd bak við það að við búum nákvæm- lega hér. Það er orðið rokkið undir Stapa- felli og álfakirkjan sveipuð þoku- slæðu. Regnúði í mjúkum mosanum og ósýnilegir jarðandar búnir að taka á sig náðir. Ég kveð húsráð- endur á Álfafelli með þökk fyrir „trakteringarnar" og frásagnir af þessum heimi og öðrum. i> p Zóphónías tekur á móti gcsturn í Víkingasal Ilótel Loftlcióa kl. 17—19 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.