Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAI1980 Flugfélag Norðurlands: Aukning í farþega- flutningum 18% 79 Flugfélag Norrturlands flutti á sl. ári 15.700 farþega í áætlunar- flugi frá Akureyri til 10 ákvörð- unarstaða á Norður— og Austur- landi, 252 lestir af vörum og 120 lestir af pósti. Aukning farþeg- aflutninga var 18% miðað við árið á undan. Aðalfundur félagsins var nýlega „Óregla“ komin út ÚT ER komið ritið „Óregla", Útgefandi og ábyrgðarmaður er Stéinar Sigurjónsson. Ritið er gefið út í 200 eintökum. haldinn og kom þar fram að hagnaður varð á rekstri félagsins um rúmar 14 milljónir króna, en ef fylgt hefði verið sömu aðferð við reikningskil og áður, hefði tapið numið 21 milljón skv. rekstr- arreikningi. Heildartekjur félags- ins af regluiegri starfsemi, þ.e. áætlunarflugi, leiguflugi, flug- kennslu og viðhaldi á flugvélum fyrir aðra aðila voru 334 milljónir króna og voru afskrifaðar rúmar 94 milljónir. Önnur Twin Otter vél Flugfél- ags Norðurlands brann á Græn- landi sl. sumar þar sem hún var við Ieiguflug og var önnur sams konar vél keypt í hennar stað í desember sl. Verður hún notuð við leiguflug á Grænlandi í tvo og hálfan mánuð í sumar, en þetta er þriðja og síðasta sumarið, sem félagið gerði samning við danskan aðila um flug með jarðfræðinga og landmælingamenn á Norður Grænlandi. Hjá Flugfélagi Norð- urlands starfa nú 8 flugmenn og 5 vélamenn, en tveir annast stjórn- unarstörf. I stjórn til næsta árs voru kosnir Einar Helgason form- aður, Torfi Gunnlaugsson og Jó- hannes Fossdal og í varastjórn Jakob Frímannsson, Níls Gíslason og Jón Karlsson. Sauðburður gengur vel í Mývatnssveit SAUÐBURÐUR stendur nú sem hæst hér í sveit og ekki er annað vitað en að hann gangi vel enda leikur tíðin við menn ef svo má að orði komast. um þessar mundir og gróðri fleygir fram. Skipst hafa á skin og skúrir og hiti komist í um 20 stig að undanförnu. Sumir eru þegar bún- ir að sleppa geldfé og telja mjög góðan gróður kominn í mellönd- um. Búið er allvíða að setja niður kartöflur. Mikið er þegar komið af fugli og hann byrjaður að verpa. Dæling úr hráefni úr Mývatni er hafin fyrir nokkru og er talin ganga mjög vel. Framleiðsla kísilgúrs gengur nú einnig mjög vel. Ef áfram heldur sem nú horfir verður þetta vor að teljast eitt hið hagstæðasta sem menn muna hvað gróður og veðursæld snertir. Kristján. Stuðningsmenn Guð- laugs opna skrif- stofu á Selfossi STUÐNINGSMENN Guðlaugs Þorvaldssonar í Árnessýslu hafa opnað kosningaskrifstofu á Aust- urvegi 38, Selfossi. Einnig hafa stuðningsmenn Guðlaugs opnað bankareikninga fyrir þá, sem leggja vilja fé af mörkum til kosningabaráttunnar, í Landsbankanum og Iðnaðar- bankanum á Selfossi. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 5 til 10 síðdegis. (Úr fréttatilk.) Fjölmenni við útför Sig- ríðar Sigurgeirsdóttur Mývatnssveit 16. mai. Útför Sigríðar Sigurgeirsdóttur Helluvaði, Mývatnssveit var gerð i gær frá Skútustaðakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Sókn- arpresturinn, séra Örn Friðriks- son, fiutti ræðu og jarðsöng. Kór Skútustaðakirkju söng, Baldur Baldvinsson frá Rangá söng ein- söng við undirleik Kristínar Jón- asdóttur. Sigríður fæddist á Helluvaði 31. marz 1904. Foreldrar hennar voru Sólveig Sigurðardóttir frá Arn- arvatni og Sigurgeir Jónsson Hinrikssonar Helluvaði. Ung að árum giftist hún Gísla Árnasyni Jónssonar prófasts á Skútu- stöðum. Hófu þau búskap fyrst eitt ár á Skútustöðum, en bjuggu síðan að Helluvaði allan sinn búskap, síðustu árin félagsbúi með Árna syni sínum og tengdadóttur ídu Þorgeirsdóttur. Gísli er látinn fyrir allmörgum árum. Eftir lát manns síns dvaldist Sigríður hjá börnum sínum. Síðustu árin átti hún við allmikla vanheilsu að stríða og andaðist hún á sjúkra- húsinu á Húsavík 7. þ.m. Mjög var hjónaband Sigríðar og Gísla far- sælt svo að þar bar aldrei neinn skugga á. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru á lífi. Bæði voru þau með afbrigðum greiðasöm og nutu margir góðvildar og hjálpsemi þeirra. Nú að leiðarlokum minnist samferðarfólkið þessara ágætu hjóna með hlýhug og þökk. Kristján. Frá fundi stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar á uppstigningardag. Annar fundur stuðnings- manna Péturs í Reykjavík Á FUNDI stuðningsmanna Pét- urs J. Thorsteinssonar í Sigtúni á uppstigningardag komu á 2. þús- und gestir. Þetta var í annað sinn, sem stuðningsmenn Péturs efndu til kynningarfundar i Sigtúni og i bæði skiptin var húsfyllir. Að þessu sinni fluttu ávörp Pétur J. Thorsteinsson, Gísli Ól- afsson forstjóri, Ezra Pétursson læknir og sr. Ragnar Fjalar Lár- usson, Andrés Valberg kvað frum- ortar stökur. Skúli Halldórsson tónskáld lék á píanó. Á boðstólum voru kaffiveitingar og í húsinu var gæzla og kvik- myndasýningar fyrir börn. Pétur J. Thorsteinsson er ný- kominn úr ferð um Norðurland, þar sem hann sótti heim 9 kaup- staði og kauptún á 6 dögum. Voru þar haldnir almennir kynningar- fundir og auk þess fór Pétur víða á vinnustaði. Oddný kona hans var með honum í ferð á sumum stöðum og einnig séra Þórir Stephensen. Skrifstofa stuðningsmanna Pét- urs hefur nú verið flutt að Vestur- götu 17. Laugardaginn 17. maí verður opnuð skrifstofa stuðningsmanna Péturs í Keflavík að Grundav. 23, forst.m. Arnbjörn Ólafsson. (Úr fréttatk. stuðningsmanna) Frá kynningarfundi stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur í Reykjavík að kvöldi uppstigningardags. Fundur stuðningsmanna Vigdísar í Reykjavík STUÐNINGSMENN Vigdísar Finnbogadóttur í Reykjavík héldu almennan kynningarfund i Súlnasal Hótels Sögu að kvöldi uppstigningardags, 15. mái. STUÐNINGSMENN Alberts Guð- mundssonar og Brynhildar Jó- hannsdóttur i Hafnarfirði og nágrenni hafa opnað kosn- ingaskrifstofu að Dalshrauni 13, efri hæð, eða í húsi Björns Ólafssonar. Skrifstofan verður opin á kvöld- in til mánaðamóta, en verður síðan opin alla daga þar til kosningum er lokið. Verður opn- Fundarmenn voru eins margir og húsnæðið framast tók. Fyrir hönd framkvæmdanefnd- ar stuðningsmanna Vigdísar í Reykjavík setti Jónas Jónsson unartími skrifstofunnar þá til- kynntur nánar, þ.e. eftir næstu mánaðamót. í kosninganefnd eru m.a. eftir- taldir menn: Halldór Pálsson, Björn Ólafsson, Kolbrún Jónsdótt- ir, Helga Guðmundsdóttir, Páll Jóhannsson, Bergþór Jónsson, Sig- urgeir Sigurðsson, Ingibjörg Ósk- arsdóttir, Gunnlaugur Ingason og Guðrún Sigurmundsdóttir. Úr fréttatilk. búnaðarmálastjóri fundinn og stjórnaði honum. Þór Magnússon þjóðminjavörður, sem einnig á sæti í nefndinni, greindi frá undir- búningsstarfi sem unnið er á vegum stuðningsmanna í Reykja- vík og víðar. Kom þar fram að skrifstofur hafa verið opnar eða verða opnar á næstunni á ýmsum stöðum. Aðalskrifstofa í Reykjavík er að Laugavegi 17, annarri hæð. Þá er í undirbúningi blað stuðningsmanna sem nefnist Þjóðin kýs og kemur fyrsta tölu- blað út eftir örfáa daga. — Á fundinum flutti Vigdís Finnboga- dóttir ávarp, gerði grein fyrir aðdraganda framboðs síns og ástæðum þess og lýsti viðhorfi sínu til forsetaembættisins. Einn- ig svaraði hún fjölmörgum fyrir- spurnum fundarmanna. Fundi lauk síðan með almennum söng. (Fréttatk.frá stuðnings- mönnum) Albert opnar skrif- stofu í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.