Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 24

Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 flfaKJgtlllltfflftUkf Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Vegaáætlun og bundið slitlag JT I slendingar eru fámenn þjóð í stóru og strjálbýlu landi. I því ljósi skoðað höfum við lyft ýmsum Grettistökum í vegagerð á liðnum árum. Hringvegurinn var t.d. áfangi, sem þjóðin öll fagnaði. Engu að síður erum við vanþróuð þjóð í vegamálum. Engin þjóð í V-Evrópu eða N-Ameríku býr að vegakerfi með jafn örsmáan hluta fullunninn, þ.e. með bundnu slitlagi. Við eyðum milljörðum króna árlega í vonlítið viðhald malarvega. Við nýtum ofaníburð sem hefur aðeins skamm- tímagagn. Ofaníburð sem íslenzka regnið breytir í forað — og þurrkar í ryk er vindar bera yfir nágrennið. Við eyðum háum fjárhæðum, að stórum hluta í erlendum gjaldeyri, í viðhald og eldsneyti ökutækja, umfram það sem vera myndi ef bundið slitlag væri á fjölförnustu þjóðvegum. Arðsemis- útreikningar sýna að varanleg vegagerð kemur næst orkuframkvæmdum í hyggilegri fjárfestingu þjóðarinnar. Hún skilar sér aftur á undraskömmum tíma í minna vegaviðhaldi, lengri endingu ökutækja, minni varahlutanotk- un og minni benzíneyðslu. Verðþróun á olíu á heimsmarkaði hefur komið illa við íslenzka þjóðarbúið, rýrt kaupgildi útflutningstekna okkar og haft neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð okkar við umheim- inn. Þennan vanda, sem kemur ekki sízt niður á atvinnuveg- um og einstaklingum, hefur ríkisvaldið skattlagt og gert sér að tekjuauka. Þannig nælir ríkisvaldið sér í 10 milljarða hækkun skatta aðeins í benzínverði, umfram verðlagsbreyt- ingar sem orðið hafa síðan 1978. Séu fjárlög og vegaáætlun ársins 1980 skoðuð kemur í ljós, að ekki ein króna af þessum 10 milljarða skattauka í benzínverði fer til vegafram- kvæmda. Þvert á móti hefur raungildi markaðra tekjustofna og beinna og óbeinna framlaga ríkissjóðs til vegamála minnkað nálægt 1 milljarði 1979 og 1980. A þessu ári kæmi rúmlega 4 milljörðum meira í vegaframkvæmdir, aðeins af benzínsköttum, ef sama hlutfall þeirra gengi til vegaframkvæmda nú og árið 1978, á síðasta stjórnarári Geirs Hallgrímssonar. Auk þess þyrftu bein framlög úr ríkissjóði að meðtöldum afborgunum og vöxtum af lánum til vegagerðar að vera 3 milljörðum króna hærri, ef halda ættu sama framkvæmdagildi og framlög ríkissjóðs 1978. Ríkisframlög af skatttekjum til vegagerðar eru því í raun og að framkvæmdagildi skorin niður um 6860 milljónir króna, samkvæmt útreikningum opinberra stofnana, miðað við framlög ársins 1978. Þetta fjármagn er ekki sparað heldur nýtt í aðra ríkiseyðslu. Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti' 13. maí sl., að tillögu Sverris Hermannssonar, að taka 700 m.kr. af lántökuheimiid Byggðasjóðs og endurlána til Vegasjóðs í varanlega vegagerð. Skal því fjármagni ráðstafað af fjárveitinganefnd Alþingis og fulltrúum Framkvæmdastofn: unar og Vegagerðar, að fengnum tillögum vegamálastjóra. í greinargerð kemur fram að varanleg vegagerð er mikilvægt byggðamál, þar sem hagsmunir þéttbýlis og strjálbýlis koma saman. „Ef svo skipaðist," segir í greinargerðinni, „er eðlilegt að framangreindu láni yrði breytt í framlag." Þessi afstaða Framkvæmdastofnunar rýmkar nokkuð framkvæmdamöguleika á sviði varanlegrar veg erðar sem voru satt að segja ákaflega takmarkaðir inm ramma fjárlaga og vegaáætlunar 1980, eins og ríki tjórnin hafði gengið frá þeim málum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu fram á Alþingi 1979 heilstæða áætlun um uppbyggingu vegakerfis og varanlegt slitlag á hringveg og vegi að helztu þéttbýlisstöðum, á tilteknu árabili. Náði sú áætlun bæði til verkefnaröðunar og fjármögnunar. Henni var því miður ekki sinnt af þeim sem réðu og ráða ferð í málefnum þjóðarinnar. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ákveðið að endurskoða og endur- meta þessa tillögugerð í ljósi breyttra aðstæðna og leggja fram á næsta Alþingi. Þessi viðleitni hefur mælzt mjög vel fyrir og þarf þingflokkurinn að fylgja henni fast eftir. Á vorsýningu Myndlista- og handiðaskólans eru sýnd verk nemenda skólans, auk þess sem nemendur eru við vinnu á verkstæðum skólans. Ljósm. Mbi. Kristjin Vorsýning Myndlista- og handíðaskólans um helgina MYNDLISTA- og hand- íðaskóli íslands heldur um helgina árlega vorsýningu sína í húsakynnum skólans að Skipholti 1. Sýningin er í formi opins húss og gefur þar jöfnum höndum að líta verk nemenda skólans og nemendur við vinnu sína. Sýningin hófst á föstudag og laugardag og sunnudag verður hún opin frá kl. 14 til 22 báða dagana. í vetur voru 170 nemendur við nám í skólanum auk þess, sem milli 400 og 500 manns sóttu námskeið á vegum skólans. „Skólinn fer í sparifötin í tilefni af sýningunni," sagði Einar Há- konarson skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, og bætti við að á sýningunni gæfi að líta sýnis- horn af hinum ýmsu listgreinum, sem kenndar eru við skólann. Einar sagði að skólinn væri nán- ast þrenns konar skóli. Hann væri kennaraskóli í myndlist, því það- an væru útskrifaðir teiknikennar- ar og vefnaðarkennarar. Þá væru fagurlistadeildirnar, sem skiptust í málunardeild, grafíkdeild, til- raunadeild, sem sumir vildu þó nefna nýlistadeild og í vetur var stofnuð ný deild, myndmótunar- deild og er hún ætluð myndhöggv- urum. Að síðustu væru listiðnað- ardeildirnar en það eru textíldeild og auglýsingadeild. Á liðnum vetri var gerð breyt- ing á skipulagi náms við skólann og var nám í forskólanum stytt úr tveimur árum í eitt en nám í sérdeildum tekur nú þrjú ár. Einar Hákonarson sagði að þessi breyting væri meðal annars gerð í tengslum við aðrar breytingar á framhaldsskólamenntun í land- inu. Þannig væri nú hægt að ljúka forskólanum við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og tæki námið þar tvö ár. Forskólinn er einnig starfræktur við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Mynd- listaskólann á Akureyri og tekur námið sem fyrr sagði þá eitt ár. Nýir nemendur eru teknir inn í Myndlista- og handíðaskólann að loknu inntökuprófi á vorin og eru að jafnaði teknir inn í skólann 45 nemendur árlega en umsækjend- ur eru um 100. Einar sagði að aldrei fyrr hefðu jafn margir útlendingar sótt um inngöngu í skólann og í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.