Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 Skertar vega- framkvæmdir Steinþór Gestsson, al- þingismaður, segir í (or- ystugrein Suðurlands m.a.: „Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar gekk frá vegaáætlun fyrir árin 1979—1982 hinn 23. maí 1979. Þrátt fyrir það að komið var svo langt fram á framkvæmdaárið þegar áætlunin var samin og samþykkt, þá tókst ekki að búa betur að vegamál- unum en svo, að fjár- magnshækkun milli ár- anna 1978 og 1979 var aðeins 31%, en á sama tíma hækkaði vegagerö- arkostnaður um 50%. Menn uröu þess líka óþægilega varir að stutt varð í vegapeningunum. Og enn er verið aö fjalla um vegáætlun, end- urskoða áætlunina fyrir 1980. Aftur ætlar að verða stutt í vegafónu. Enn vantar 4% milljarð króna til þess að áætlun sú sem sett var upp fyrir einu ári haldi raungildi sínu, og kemur sú vöntun öll fram á nýbyggingu veganna og bundna slitlaginu. Á árinu 1978 voru tekj- ur ríkisins af bensíninn- flutningi um 9 milljarðar króna. Þá fékk Vegasjóð- ur í sinn hlut 51% þess- ara tekna. Nú er áætlað að á árinu 1980 verði sambærileg skattheimta af bensíni einu um 29 milljaröar króna. En nú er áformaö að Vegasjóður fái af þessum áætluðu tekjum aðeins 11 millj- arða eða 38%, þegar ríkissjóöur tekur til al- mennra nota 18 milljarða kr. eða 62% skatttekn- anna. Þegar litið er til þess hversu risavaxin verkefni bíða í vegagerð, þá er þessi skipting vægast sagt óeðlileg. Bílaeigend- ur leggja aö sjálfsögðu á það áherslu að lagt verði bundið slitlag á vegi jafn- óðum og þeir eru byggðir upp og er þaö eölileg krafa þegar svo tilfinnan- lega hóir skattar falla til ríkisins af ökutækjum, bæöi í stofnverði þeirra og rekstri." Tillögur sjálf- stæöismanna „Við afgreiðslu fjárlaga í marslok sl. geröu tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins tilraun til að fá nokkra leiöréttingu á skiptingu bensíngjalds- ins þannig, aö Vegasjóö- ur fengi helming þess, eins og var árið 1978. Það var tilskilið í tillögunni aö þessi tekjuauki, 3'h millj- aröar króna, gengi allur til nýbyggingar og væri þá unnt aö koma í fram- kvæmd þeim nýbygg- ingaráformum, sem áætl- un haföi verið gerð um fyrir einu ári. Um leið og gerð var tillaga um þessa tilfærslu á fjármagni frá ríkissjóði til Vegasjóðs, voru gerðar tillögur um sparnað á tilgreindum liðum fjárlaganna. Ekki tókst aö vinna þessari tillögu fylgi á Al- þingi og var hún felld að viðhöfðu nafnakalli. Þess mun nú sjá staöi í sumar, að því er varðar lagningu bundins slitlags á vegi m.a. á Suðurlandi. Þess skal þó getið að á síðara stigí var ákveðið að hækka framlag til Vegasjóðs — að mestu með lánsfé — um 2 millj- arða króna, sem nú er ráögert aö skiptist þann- ig á einstaka liði: Að stjórn og undirbúningur hækkar um 211 milljónir, viðhald vega hækkar um 1.482 milljónir, til nýrra vega er aukið fjármagn 188 milljónir króna en fé til brúargerða lækkar um 80 m. kr. Nýbyggingar vega og brúa fá þar með 108 milljón króna hækk- un eða um 5% af hinu „aukna“ fjármagni. Ekki verður séð aö mögulegt sé að koma við leiðréttingu þessara mála að þessu sinni. Menn mega enn um sinn sætta sig við þennan skerta hlut, án þess að viður- kenna það að framvegis skuli staðið á þennan hátt að vegamálum, aö stefna í þveröfuga átt við óskir manna og þarfir. Sjálfstæðismenn hafa áður lagt fram á Alþingi heilstæða áætlun um uppbyggingu vegakefis- ins á tilteknu árabili. Henni hefur ekki verið sinnt. Sú tillögugerð mun verða endurskoðuð og endurmetin í Ijósi breyttra aöstæöna og lögð fyrir næsta Alþingi." Menningarviðburð- | hafna.rpósiu.T ir í Hólminum UNDANFARIÐ hafa marKÍr menninKarviðburðir átt sér stað í Hólminum ug söng- og leiklíf mjög fjölbreytt. Gagnfræðaskólinn hélt árshátíð með leikriti og söng, Arnesingakór- inn úr Reykjavík kom og hélt söngskemmtun fyrir þakkláta áheyrendur sem hefðu getað verið fleiri og notfært sér ágæta skemmt- un. Leikflokkur fjölbrautaskólans á Akranesi sýndi leikritið Elsku Rut við góðar viðtökur og einnig kom leikflokkur með Möppudýragarð- inn. Rebroff kom og söng fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Lögðu sumir land undir fót langt að til að njóta þessa einstaka tækifær- is sem hafði verið mjög vel auglýst. Þá voru hér samkomur og héldu þeir Benedikt Arnkelsson og Gunn- ar Sigurjónsson 4 samkomur á vegum Kristniboðssambandsins, greindu frá árangri starfsins meðal heiðingja og sýndu litmyndir úr starfinu. Einnig mætti hér ungt fólk frá Krossinum og héldu sam- komur bæði í samkomuhúsinu og kirkjunni, þrjár stúlkur sungu og Villy Hansen lék og söng og vakti söngur hans athygli. Gunnar Þor- steinsson stjórnaði samkomum þessum sem voru bæði Iíflegar og ákveðinn boðskapur um frelsarann. Þeir eru hamingjusamir sem hafa fundið leið lífsins í Kristi og áhugi þeirra fyrir að segja öðrum frá er ávöxtur þeirrar reynslu. Æðarvarnarfélagið hélt aðalfund fyrir skömmu og ræddi vandamál- in. Minkur hefir aukist og gerir mikil spjöll í eyjunum og vargurinn er í hámarki. Við þessu þarf að reisa skorður. Er ákveðið að hefja leit um allar nálægar eyjar eða þar sem minkur gæti haldið sig og vinna á honum og eins er fyrirhug- að að fá mann til að eyða vargfugli. Formaður félagsins var kjörinn Bæring Guðmundsson og með- stjórnendur Unnur Jónasdóttir og Einar Karlsson. BLAÐ tgLEIWDlNCAFtLAGSINS ■ HAUPMANNAHtkFN LlðLUBLAÐ I. AHCANGUH Hafnarpóstur hef ur göngu sína NÝLEGA hóí íslcndingafélagið í Kaupmannahöfn útgáfu á tíma- ritinu Ifafnarpóstur, sem áætlað er að komi út 4—6 sinnum á ári. Eftir því, sem næst verður kom- izt, hefur blaðaútgáfa íslendinga í Danmörku legið niðri í um 30 ár. Blaðinu er ætlað að vera vett- vangur skoðanaskipta íslendinga í Danmörku og koma á framfæri ritsmíðum þeirra. Þannig er von- azt til, að fnamtak þetta muni auka grósku menningarlífs land- ans á erlendri grund og viðhalda tungu okkar. Leitazt verður við að kynna ýmsa íslendinga búsetta í Danmörku og varpa nokkru ljósi á þau margvíslegu verkefni og störf, sem þeir eru að fást við. Þá verður jöfnum höndum skýrt frá félags- starfi íslendinga í Kaupmanna- höfn. Sömuleiðis stendur blaðið opið því efni bókmenntalegs eðlis, sem fólk kann að eiga í fórum sínum. Hingað til hefur Hafnar- pósturinn engu efni hafnað og því síður auglýsingum. Leiðrétting MISRITUN varð í frétt blaðsins um stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar á Akureyri. Fram- kvæmdastjóri stuðningsmanna Alberts er Jón Arnþórsson en ekki Jón Arnfinnsson eins og misritað- ist. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afsláttur Kauplr þú fyrir; Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum viö 10% veitum viö 15% afslátt. afslátt. Þetta er i að byggja, breyta eða bæta. Líttu viö í Lítaveri, því þaö hefur ávallt borgaö sig. , sem eru LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER — » Umboðsaðili óskast fyrir örtölvukerfi Kerfiö er hannað meö rekstur fyrirtækja í huga. Hugbúnaður: Fulikomiö stýrikerfi, sem býöur upp á samtíma vinnslu fyrir marga notendur og verkefni (multi-user/multi-tasking), öryggiskerfi (user/project accounts and password security) o.fl.; önnur forrit eru m.a. bókhald, vörulager, kaupgreiðslur, innheimtur, bréfaskriftir o.fl. Stærð töluvminnis er hægt að fá allt aö 1 milljón stafa (1 MByte) og viöbótar geymsluminni á seguldiskum er hægt aö fá allt aö 1200 milljón stafa (1200 MByte). Er tölvukerfi þetta eitt fullkomnasta örtölvukerfi, sem fáanlegt er í dag. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlega hafi samband viö: Pétur Guólaugsson COMSYS Computer Systems, Inc. 2542 Packard Road Ann Arbor, Michigan 48104 U.S.A. sími: 313-971-7440 KrtBtmann Guömundason Einn af víölesnustu hðfundum landsins. Nokkrar af bókum hans hafa vertö þýddar aö minnsta kosfi á 36 tungumál. Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Almenna Bókafélagiö, Austurstrmti 18, Sk*mmuv*gur 36, Btmi 19707 almi 730« r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.