Morgunblaðið - 17.05.1980, Side 41

Morgunblaðið - 17.05.1980, Side 41
1 V fólk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 41 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 75 ára afmæli mínu þann 12. maí sl. HAFNARFIRÐI13. MAÍ 1980 ALEXANDER GUÐJÓNSSON. Hún er enn á fullu! + Flestir fulltíða menn munu kannast við söng- og dansstjörnuna Ginger Rogers, en hennar frægðarsól skein skært á himni kvikmyndanna fyrir áratugum. — En hún er enn bersýnilega hlutgeng, þegar um er aö ræða hennar sérsvið dans og söng. — Þessi mynd er nýlega tekin í hinu fræga útvarpshúsi í New York, Radio City-hljómleikasalnum. Fremst á sviðinu er Ginger Rogers, sem hér er á æfingu meö dans- og sönghópi ungmeyja en hópurinn kallar sig „Rokket- es“ og þessi sviðsæfing er ein hin síöasta fyrir þriggja vikna sýningu hópsins og Ginger Rogers, sýningu, sem er haldin í heiöurs- og viðurkenningarskyni viö danslistina. Kosninga- sigur + Þeir fagna kosninga- sigri þessir samherjar í Bonn, höfuðborg V-Þýzka- lands. Nær er Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, og hinn maðurinn er ráðherra fylkis- ins, N-Rín og Vestfalen, Johannes Rau. Þeir eru að óska hvor öðrum til hamingju með kosningasig- urinn í fylkinu á dögunum er flokkur sósíaldemó- krata vann þar umtalsverð- an kosningasigur við fylkisþ- ingskosningarnar. Sophia Loren ilmvatn frá Coty + Hér er hin fagra og fræga ítalska kvikmyndaleikkona Sophia Loren. Hér er hún í auglýsingaferðalagi, komin til New York. — Hún er stödd í þekktum veitingasal þar í borginni, La Cirque. — Þangað var henni boðið í hádegisverð með ritstjórum helztu blaða sem fjalla um kvenlega fegurð og sjarma. — Hún kom til New York til þess að kynna og auglýsa nýtt franskt ilmvatn frá Coty ílmvatnsframleiðendunum. Ilmvatnið á að koma á heimsmarkaðinn naesta haust og hefur verið nefnt eftir Sophiu Loren, sem mun njóta hagnaðar af þessu nýja ilmvatni þegar það fer að renna í stríðum straumum um heimsbyggðina. Enginn setiö lengur á veldisstóli + Fyrir nokkru varð Hirohito Japans- keisari 79 ára. Þessi mynd var nýlega tekin af honum í garöi keisarahallarinnar í Tokyo. Keisarinn er mikill áhugamaöur um blómarækt og hefur ritað níu bækur um jurtir og sjávargróöur. Keisar- inn er nú sá þjóðhöföingjanna á heims- byggöinni, sem iengst hefur setiö á veldisstóli. Hann varö ríkisstjóri í Japan áriö 1921, en varö keisari áriö 1926. Þá tók hann viö af fööur sínum, keisaranum Taishó. Kona Hirohito keisara heitir Nagako Kuni, þau giftust áriö 1924. Þau eíga einn son, prinsinn Akihito, sem nú er 47 ára gamall. heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 Örugg fjarskipti með PYE I# M294 Þaö er ekki aöeins vegna þess hve M 294 er fyrirferðarlítil aö hún skilur sig frá öðrum vhf talstöðv- um. Bak viö skemmtilega hannað útlit leynist afbragðs talstöö, bæöi hvaö snertir tækni, getu, gangvísi og endingu. ■ Á stærö viö venjulegt bílútvarp. ■ Einföld í notkun. ■ 6 rásir. ■ 25W sendistyrkur Fullkomin varahluta- og viögeröarþjónusta. heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 2400C DITCT IADU nn IIIIdlulllllt Uu SKRIFSTOFUR: 10100 AiUÍOi L■ olNuAH. 22480 AFGREIÐSLA- mrm. WÍRHSsil Mrl# iHJni 83033 ptiOT0:lWllíIa^iÍ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.