Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 15 Tékkneskir kvikmyndadagar Dagana 17. til 22. þ.m. fær islenskt kvikmyndaáhugafólk tækifæri til að víkka sjóndeild- arhring nokkuð til austurs, þar sem að tékkneska sendiráðið í samvinnu við Tékknesk- íslenska félagið, mun standa þessa daga fyrir tékkneskri kvikmyndaviku í Háskólabíói. Mun hún bæta úr miklum skorti á sýningum mynda hér- lendis frá þessu gamalgróna kvikmyndagerðarlandi, sem alið hefur af sér nokkra bestu kvik- myndaleikstjóra og kvikmynda- tökumenn samtímans. Tékknesk kvikmyndagerð hef- ur verið á talsverðri uppleið síðustu árin, undir forystu leik- stjóra eins og Jirí Menzel, Veru Chytilová, (THE APPLE GAME), Francisek Vlacil, og Oldrich Lip- ský o.fl. Það eru einmitt myndir eftir rvo þá síðast nefndu sem eru meginverk tékknesku kvik- myndavikunnar. Tékkar framleiða nú árlega upp undir fimmtíu langar mynd- ir, auk mikils fjölda stuttra og teiknaðra. Stærstu kvikmyndaver landsins eru Barrandov Film Studio og Slovak Film Production í Bratislava, auk kvikmyndavers sem tekið var í notkun í Gott- waldov fyrir þrem árum. Mun það fyrst og fremst vera ætlað til gerðar mynda við hæfi barna og unglinga. Önnur aðalmynd kvikmynda- vikunnar er STINÝ HORKÉO LÉTA, („Hot Summer Shadows"), gerð af Frantisek Vlácil árið 1977, handrit og saga eftir Jirí Krizan. Fjallar um átök eftir lok síðara heimsstríðs. Fjárbóndinn Baran býr á afskekktu sveitabýli uppi í Beskydesfjöllum, ásamt konu sinni Terezku, syninum Lúkás og dótturinni Petrusku. Fer í strjálar kaupstaðarferðir niður í dalinn. Kringumstæðurn- ar voru afleitar á þessum tíma, sökum yfirgangs manna úr flokki Bandera, sem reyndu að brjóta sér leið þarna í gegnum fjalllend- ið, yfir til Austurríkis. (Bandera var leiðtogi SS manna af pólskum og úkraínskum ættum). Einn hópurinn hefur viðkomu á býli Barans og með hótunum um að drepa konu hans og börn, fær óaldalýðurinn þvingað bóndann til að hjálpa sér. Aldraður læknir lendir í sömu aðstöðu, og verður að líkna slösuðum Bandamanni og dveljast á býlinu. Fréttin um hvarf læknisins flýgur um litla þorpið í dalnum, en vaxandi ótti grípur um sig meðal íbúa bónda- bæjarins. Baran reynir að finna einhver ráð til bjargar fjölskyldu sinni úr hinni næsta vonlausu aðstöðu, og í samráði við lækninn grípur hann til þess úrræðis að reyna að drepa með eigin höndum Banderamennina einn á fætur öðrum. Hann veit að möguleik- arnir til að komast af eru hverf- andi og utanaðkomandi hjálp of áhættusöm ... HOT SUMMER SHADOWS hefur hlotið umtalsvert lof á þeim hátíðum þar sem hún hefur verið sýnd. Hlaut m.a. Grand Prix á Karlovy Vary 1978, og hefur notið góðrar aðsóknar áhorfenda. Önnur athyglisverðasta mynd- in er ADÉLA JESTE NEVECER- ELA, („Adela Has Had No Supp- er Yet“/ „Nick Carter in Prague") parodía um lélega leynilögreglu- reyfara. Segir frá komu spæjar- ans Nick Carter til Prag, í'byrjun aldarinnar og afkáralegum ævin- týrum hans þar í sambandi við að ráða afkáralega morðgátu. Til einskis er að reyna að útskýra flókinn efnisþráðinn, þar sem að óspart grín er gert að annars flokks einkaspæjarareyfurum. Aðstoðarmaður leikstjórans, Oldrich Lipsky, við gerð ADÉLA HAS HAD NO SUPPER YET, er Jirí Brdcek, sem skóp sögu og handrit. Brdcek er vel kunnur á Vestulöndum fyrir aðra paródíu, LEMONADE JOE, sem m.a. var sýnd hérlendis, en þar gerði höfundurinn grín að vestraform- inu. Af öðrum myndum má nefna MAL MORSKÁ VLA, en hér mun vera komin kvikmyndagerð hins þekkta ævintýris H.C. Andersen „Hafmeyjan litla“. Önnur barna- mynd er CEKÁNÍ V CERVENCI „Encounter in July“ en hún gerist í sumarbúðum, þar sem fram fer tungumálakennsla fyrir smáfólk- ið. Þær tvær myndir sem enn er ógetið eru KRABAT og LET HIM FACE THE MUSIC. Mynd úr nýlegri, tékkneskri mynd sem byggð er á ævisögu Dvoráks og nefnist CONCERT AT THE END OF TIIE SUMMER. 17. maí: kl. 4 e.h.: HOT SUMMER SHADOWS kl. 7 e.h.: ENCOUNTER IN JULY kl. 9 e.h.: ADÉLA HAS HAD NO SUPPER YET 18. maí. kl. 3 e.h.: KRABAT kl. 5 e.h.: ADÉLA HAS HAD NO SUPPER YET kl. 7. e.h.: LET HIM FACE THE MUSIC kl. 9. e.h.: HOT SUMMER SHADOWS 19. maí: kl. 5. e.h.: ENCOUNTER IN JULY kl. 7. e.h.: THE LITTLE SEA NYMPH, (THE LITTLE MERMAID) kl. 9. e.h.: ADÉLA HAD NO SUPPER YET 20. maí: kl. 5. e.h.: ADÉLA HAS HAD NO SUPPER YET læþ 7. e.h.: LET HIM FACE THE MUSIC kl. 9. e.h.: HOT SUMMER SHADOWS 21. maí: kl. 5 e.h.: HOT SUMMER SHADOWS kl 7. e.h.: ENCOUNTER IN JULY kl. 9. e.h.: ADÉLA HS HAD NO SUPPER YET 22. maí: kl. 5. e.h.: ADÉLA HAS HAD NO SUPPER YET Raunveruleg stefna ríkisstjórnar- innar í orkumálum birtist í af- greiðslu hennar á beiðni Hitaveitu Reykjavíkur um hækkun á gjald- skrá, þar sem beiðnin var skorin niður í 10% úr 58%, og þar með aukin hætta á því að hluti höfuð- borgarsvæðisins verði á ný olíukynd- ingarsvæði, sagði Friðrik Sophus- son alþingismaður við umræður á Alþingi í gær. Friðrik kvaddi sér hljóðs utan dagskrár til að krefja Tómas Árnason viðskiptaráðherra svara um þessi mál, og tóku þing- mennirnir Birgir ísleifur Gunnars- son og Guðmundur G. Þórarinsson undir gagnrýni Friðriks á afgreiðslu þessa máls. Friðrik gerði í ræðu sinni að umtalsefni þaú rök ráðherra er fram voru sett í fjölmiðlum fyrir skömmu, Friðrik Sophusson. inu. Eigi að síður kvaðst hann telja gjaldskrárnefnd hafa unniö gott starf og væri ekki við þá nefnd að sakast. Að lokinni ræðu Tómasar var umræðum um málið frestað, en tekið til við hana nokkru síðar, er afgreidd höfðu verið nokkur mál. Þá tók til máls Birgir Isleifur Gunnarsson S. og kvaðst hann vilja taka undir það að gjaldskrárnefnd ynni vafalaust vel, en þó væri alveg ljóst að sú nefnd væri æði misvitur í störfum sínum og ákvörðunum. Birgir sagði allar hitaveitur lands- ins hefðu fengið hækkunaróskir sínar uppfylltar. jafnvel þótt gögn er þeim óskum fylgdu væru ófullkomin. Hitaveita Re.vkjavíkur fengi hins vegar aðeins 1/6 af sínum óskum, meðai annars vegna þess að gögn Friðrik Sophusson alþingismaður: Hætta á að hluti höfuð- borgarsvæðisins verði á ný olíukyndingarsvæði að ekki væri unnt að hækka gjald- skrá Hitaveitunnar meira, vegna mikilla áhrifa þess á framfærslu- vísitöluna. Sagði Friðrik þetta vera fyrirslátt einn, þar sem hitavatns- hækkunin hefði aðeins verið 0,18% hækkunarinnar, eða 1/70 hluti. Sagði Friðrik augljóst, að ef svo mjög yrði staðið gegn eðlilegri hækkunarþörf fyrirtækisins þýddi það samdrátt og síðar halla á rekstri þess, sem svo aftur yrði að greiða með hækkuðu útsvari. — Væri það ef til vill skýringin á því að ríkisstjórn- in hefði nú hækkað útsvarsálagn- ingarheimildina. Þegar gjaldskrár- hækkunin kom fyrir sagði þingmað- urinn iðnaðarráðuneytið lagt til að leyfð yrði 40% hækkun, en síðan lækkað það niður í 20%, en ríkis- stjórnin hefði haldið fast við 10%, á grundvelli tillögu gjaldskrárnefnd- ar. Óskaði hann þess að ráðherra birti rökstuðning nefndarinnar, og spurði sérstaklega hvort vænta mætti breytinga á ákvörðun ríkis- stjórnarinnar ef niðurstöðurnar væru byggðar á röngum forsendum. Þá óskaði Friðrik einnig eftir upp- lýsingum um hækkanir á gjaldskrá annarra hitaveitna í landinu. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra kvaðst myndu verða við ein- dregnum tilmælum og birta rök- stuðning gjaldskrárnefndar, þó það væri ekki venja, og ekki væri ætlun- in að gera slíkt framvegis. Þá sagði hann það sjálfsagt að ríkisstjórnin tæki ákvörðunina til endurskoðunar ef byggt hefði verið á röngum forsendum, en hins vegar yrði í þessu máli öllu að hafa í huga að hækkanir á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur færu inn í vísitöluna og hefðu þannig áhrif á verðlagsþróun í landinu. Síðan las Tómas bréf gjald- skrárnefndar, sem var svohljóðandi: „Gjaldskrárnefnd hefur fjallað um erindi stjórnar Veitustofnana í Reykjavík dagsett 4. mars sl. um 58% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur og umsögn ráðuneytis yðar dagsett 19. apríl þar sem mælt er með 42% hækkun. Verði farið að ósk Veitustofnana verða hækkanir á þessu ári samtals 113%, miðað við niðurtalningu það sem eftir er ársins í samræmi við ákvæði stjórnar- samningsins um þau efni. En sam- kvæmt tillögu ráðuneytisins myndu þær verða rúm 91%. Beiðnin er studd þeim rökum, að þörf sé á að auka framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur um 127% að krónutölu í því skyni að koma í veg fyrir vatnsskort í framtíðinni. Við athugun kemur í ljós, að staða fyrirtækisins var mjög góð um síðastliðin áramót. Hagnaður á síðasta ári var rúmar 1600 milljónir króna, eða 32% af veltu, og höfðu þá verið afskrifaðar rúmlega 1000 milljónir króna. Gjaldskrárnefnd er þeirrar skoðunar, að fyrirtæki sem er með jafn sterka fjárhagsstöðu og Hitaveita Reykjavíkur þurfi að færa fram alveg sérstök rök fyrir slíkri stökkhækkun verðlagningar eins og farið er fram á, á sama tíma og ríkisstjórnin leggur allt kapp á að halda verðbólgunni í skefjum. Gjaldskrárnefnd telur, að þau rök liggi enganveginn fyrir, og bendir í því sambandi meðal annars á eftir- farandi: Allar hitaveitur á landinu fengu um- beðna hækkun nema Hitaveita Reykjavikur 1. I tekjuspá er selt vatnsmagn áætlað 39,1 milljón tonn á árinu 1980. Þessi áætlaða vatnssala er verulega lægri en vatnssalan reynd- ist vera á síðastliðnu ári og skýtur skökku við fullyrðingar Hitaveit- unnar um aukna vatnsþörf. Tekjur fyrirtækisins af vatnssölu teljast því vanmetnar. 2. Gjaldskrárnefnd telur að verð- lagsforsendur þær sem að baki rekstrar- og framkvæmdaáætlun liggja séu of rúmar. Áætlaður rekstrar og framkvæmdakostnaður fyrirtækisins telst því of hár. 3. Veltustaða fyrirtækisins um síðastliðin áramót var mjög góð og hafði batnað á árinu 1979 um 743 milljónir króna. Að mati gjaldskrár- nefndar má losa hér verulega fjár- muni til framkvæmda, en í fjárhags- áætlun fyrirtækisins er þvert á móti gert ráð fyrir aukningu veltufjárins. Ýmislegt fleira mætti tilfæra, sem bendir til að hækkunarbeiðni stjórn- ar Veitustofnana sé óeðlilega há. í ljósi framanritaðs leggur gjald- skrárnefnd til að Hitaveitu Reykja- víkur verði 1. maí n.k. heimiluð 10% hækkun á gjaldskrá vatnssölu, og mælaleigu, og að fallist verði á ósk fyrirtækisins um 58% hækkun heim- æðagjaida, og nemur þetta um 12,4% meðalhækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar. Nefndin telur að með þessari gjaldskrárhækkun geti fyrirtækið fylgt niðurtalningaráformum ríkis- stjórnarinnar á þessu ári.“ Þá rakti ráðherrann hve miklar hækkanir aðrar hitaveitur hefðu beðið um, og fengið. Seltjarnarness 30%, Mosfellssveitar 58%, Suður- nesja 9,2%, Þorlákshafnar 22,5%, Hveragerðis 40%, Vestmannaeyja 41,5%, Hvammstangi 30%, Siglu- fjarðar 34%, Ólafsfjarðar 23,3%, Dalvíkur 47,2% Akureyrar 53%, Reykjahlíðar 20%, Selfoss 23%, Orkubú Vestfjarða 12,5%. Tómas kvað ríkisstjórnina ekki hafa fjallað um þetta mál, þar sem samkomulag hefði orðið um þessar hækkunar- beiðnir milli gjaldskrárnefndar og viðkomandi ráðuneytis, það er iðn- aðarráðuneytisins. Þá vék Tómas að útreikningi vísitölunnar, og sagði það vera fáránlegt að hækkaður upphitunar- kostnaður í Reykjavík þyrfti að þýða hækkuð laun um allt land. Vitaskuld væri því ekki að leyna, að almenn verðlagsþróun í landinu hefði haft áhrif á afgreiðslu hækkunarbeiðnar Hitaveitunnar. Nefndi Tómas einn- ig, sem dæmi um fáránleika vísitölu- kerfisins, að þótt hitunarkostnaður úti á landi margfaldaðist, þá gerðist ekkert í launamálum. Sagði viðskiptaráðherra, að vafa- laust hefðu forráðamenn Hitaveit- unnar í Reykjavík góðar og gildar ástæður fyrir sínum beiðnum, en álitamál hlyti að vera hve langt ætti að ganga í þessa átt á kostnað almennrar verðlagsþróunar í land- hennar hafi verið véfengd, en þó hefði komið fram, að gjaldskrár- nefndin hafi ekki kallað forráða- menn Ilitaveitunnar á sinn fund til að óska nánari skýringa. Sagði þingmaðurinn bréf nefndarinnar bera vott um það að henni hefði ekki veitt af að fá nánari upplýsingar, svo miklar villur og misskilningur sem kæmi fram í bréfinu. Birgir sagði tekjur af vatnssölu hljóta að verða í hlutfalli við selt magn, en vatnsþörf væri hins vegar allt annað. Vatnsþörf væri að sjálf- sögðu miðuð við að geta haft nægi- legt vatn til sölu við verstu skilyrði. Sagði hann nefndina rugla saman hugtökum á svo ótrúlegan hátt, að ekki bæri það vott' um neinn vilja gjaldskrárnefndar til að setja sig niður í málefni Hitaveitunnar. Þjóðhagslegt gildi framkvæmda fyrirtækisins sagði Birgir ísleifur augljóst, að yrði að hafa það í huga þegar teknar væru ákvarðanir um auknar boranir eða nýlagnir í hverfi sem verið er að byggja eða ekki hafa haft heitt vatn áður. Ríkisstjórnin virtist hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á að styðja við bakið á fyrirtækjum af þessu tagi, þegar nú væri hætta á að þau gætu ekki tengur sinnt sínu hlutverki. Sagði Birgir að endingu, að aug- ljóst væri að gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur gæti verið mun lægri, ef fyrr hefði verið farið að óskum hennar um eðlilega hækkun gjald- skrár. Guðmundur G. Þórarinsson F, tók næstur til máls, og kvaðst hann vera þeim Birgi Isleifi og Friðrik Sophussyni sammála um það mál er hér væri til umræðu. Ljóst væri að hættulegt væri að halda þjóðþrifafyrirtæki á borð við það sem hér um ræddi í fjársvelti, og kallaði það augljóslega á breyttan útreikning vísitölunnar. En hvað sem því liði, þá sagðist Guðmundur styðja niðurtalningarstefnu stjórn- arinnar. En vísitölunni yrði að breyta, enda engin rök sem mæltu með því að laun á Fáskrúðsfirði hækkuðu þótt fargjald Strætisvagna Reykjavíkur hækkaði eða að almenn kauphækkun yrði á Patreksfirði þótt gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur hækkaði. Friðrik Sophusson S. tók þá aftur til máls. Sagðist hann'vilja fagna því að Tómas segði hækkunarbeiðnina verða endurskoðaða ef breyttar for- sendur kæmu fram, og sagði Friðrik sterkar líkur á að svo myndi fara. Þá nefndi hann að Tómas misskildi veltufjárstöðu fyrirtækisins, en þar væri bæði rætt um lausafjárstöðu og keypt efni. Þetta hefði gjaldskrár- nefnd getað leiðrétt ef hún hefði kært sig um. Hagnað fyrirtækisins sagði Frið- rik vera niðri í jörðinni, og væri ekki hægt að taka aftur það sem fram- kvæmt hefði verið. Misskilningur hefði hér verið á ferðinni, og yrði hann væntanlega leiðréttur. Að lokum sagðist Friðrik vilja benda sérstaklega á það, að ríkis- stjórnin hikaði ekki við að hækka heimtaugagjaldið um 58%, enda væri það ekki inni í vísitölunni, og benti það rækilega á tvískinnunginn í máli þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.