Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ' wujATnt^;& þarf að bjarga útflutningsverð- mætum. Góðir þingmenn, látið nú sjá að þið séuð þess verðir að vera kosnir aftur. Það er engin furða þótt íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu óánægðir með símamálin og þá ákvörðun, sem stendur fyrir dyrum hvað snertir talningu skrefafjölda á innanbæjar símtöl. Þetta er ótrú- lega vanhugsuð ráðstöfun og illa gert gagnvart þeim, sem eiga í erfiðleikum með að hitta vini og vandamenn s.s. fatlaða, eldra fólk og marga aðra. Vestfirskt lands- málablað býsnast yfir væli í höf- uðborgarbúum út af þessu síma- máli. Ég, sem þetta skrifa hefi búið úti á landi og hér á höfuð- borgarsvæðinu og vil nú biðja þá, sem ekki þekkja vegalengdirnar hér, að athuga hvað það eru mikil hlunnindi að búa úti á landi þar sem allir geta gengið til og frá vinnustað, skroppið til vina og vandamanna án þess að eyða tíma nér fjármunum í það að komast milli staða. Hér á höfuðborgar- svæðinu tekur það allt að 3 klst. að komast til og frá vinnu, auk 4—500 kr. lágmarks fargjalds. Og að lokum langar mig að benda þeim á, sem úthluta lista- mannastyrkjum, að losa íslensku þjóðina við þetta árlega rifrildi, svokallaðra listamanna, og veita heldur fólki viðurkenningu, sem til sjávar og sveita vinna sín störf af trúmennsku, landi og þjóð til blessunar. B. • Ungu fólki góð fyrirmynd Þó ég sé 44 ára gamall hefi ég aldrei áður ritað blaðagrein, eða tekið þátt í umræðum á manna- mótum. Samt hefi ég þó reynt að fylgjast með því sem gerist og sagt er á fámennum og fjölmenn- um fundum. Mig hefur því ékki skort áhuga á opinberri umræðu, en ég er hlédrægur að eðlisfari og vil engum gjöra rangt til. Ég tel mig því vera hógværan hlustanda. Helstu áhugamál mín eru heilsurækt og íþróttastarfsemi, enda hafa störf mín í áraraðir tengst þessum áhugamálum. Albert Guðmundsson störf hans og frami varð mér hvatning og einlægur áhugi hans og framkoma hafa verið fyrirmynd mörgu ungu fólki. Þegar hann að þessu sinni gefur kost á sér til að verða forseti Islands, finnst mér það vera skylda mín og okkar allra, er varðveita vilja þetta þjóðfélag, að vera Albert Guðmundssyni trúir og hollir á kjördag, 29. júní 1980. Þjóð minni vil ég vel, þess vegna hefi ég skrifað þessa fyrstu og fátæklegu grein mína. Guðmundur Þorkelsson. • Sittsýnist hverjum Jón Helgason, Hverfisgötu 21, Hafnarfirði: Vegna þess sem segir um Nób- elsskáldið okkar í Morgunblaðinu s.l. laugardag get ég sagt, að sitt sýnist hverjum: 1955 varð þessi vísa til: Kiljans frægð mun lengi lifa og lands hjá börnum verða geymd. Svona er af lagni og list að skrifa um lús og kláða, hvers kyns eymd. 1958 um þann sama — öfug- mælavísa: Um andsvörin var ekki mát. Orðin komu fram með hrað. Mér finnst honum líkt sem lát- leysið vera meðskapað. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Búlgaríu í vetur kom þessi staða upp í skák Lukovs, og Grodanovs, sem hafði svart og átti leik. 4» 24. — Rd2+! (En auðvitað ekki 24. — Rxg3+?, 25. Rxg3) og hvítur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.—2. Ermenkov og Georgiev 9% v. af 13 mögulegum. 3.-4. Velikov og Grigorov 8V4 v. 5.-6. Donchev og Lukov 8 v. Þeir Ermenkov og Georgiev tefldu síð- an einvígi um titilinn og lauk því með sigri hins fyrmefnda 2—0. HÖGNI HREKKVÍSI u6f-0M . . Ert 5V-TT frV þfeP, Hb6N' -. . ,’Éé MAN fgOM? KaU.1 0-Ar MÉfi? ÖElHMPr 6L0M .. Bifreiðaíþróttir: Sparaksturskeppni og rally-cross Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavíkur heldur laugardag- inn 17. maí, sina árlegu sparakst- urskeppni. Lagt verður upp frá bensinstöðinni i Öskjuhlíð að vanda og verður fyrsti bíll ræst- ur kl. 14.00. Sparaksturskeppni Bifreiða- íþróttaklúbbsins var framan af haldin að haustinu, en síðustu ár hafa keppnir af þessu tagi farið fram að vori til. Þessi breyting var gerð með það fyrir augum að bílaumboðunum gæfist kostur á því að kynna nýjar tegundir á markaðnum og einnig til þess að gefa neytendum tækifæri til þess að bera saman nýjar árgerðir með orkusparnað í huga. I ár verður í fyrsta sinn ekið eftir nýju fyrirkomulagi, sem tek- ið er eftir erlendum fyrirmyndum. Þessi tilhögun á að gefa almenn- ingi enn betri mynd af orkunotkun bifreiða í almennum akstri við íslenskar aðstæður, en hingað til hefur verið gert. Akstursleiðínni verður því að þessu sinni skipt í innan- og utanbæjarakstur og verður í utan- bæjarakstrinum bæði ekið á mal- biki og möl. Keppendum verður gefinn ákveðinn hámarkstími til þess að komast hvern áfanga fyrir sig, en hver bifreið fær 5 lítra Leigjendasamtök- in gefa út blað LEIGJENDASAMTÖKIN hafa hafið útgáfu Maðs sem ber nafnið Leigjandinn. Ábyrgðarmaður er Jón frá Pálmholti en „blaðhóp“ svokallaðan skipa. Birna Þórðar- dóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Jón frá Pálmholti, Kjartan Gunnþórsson og Sjöfn Kristjáns- dóttir. Blaðinu er dreift í 40.000 eintökum um allt land. Meðal efnis í fyrsta tölublaði Leigjandans er saga leigjenda- samtakanna, viðtal við Ragnar Aðalsteinsson um nýju húsaleigu- lögin, sagt er frá starfsemi Leigj- endasamtakanna, rætt við Bjarn- eyju Guðmundsdóttur og viðtal við Skúla Thoroddsen um húsa- leigunefnd Reykjavíkur. bensíns til afnota fyrir aksturinn. Reglur sparaksturskeppninnar kveða svo á um að keppnisbíiar skuli vera í upprunalegri mynd, þannig að sem sönnust úrslit fáist fyrir hverja tegund. Búist við 30 bílum í rally-cross Sunnudaginn 18. maí verður svo haldin fyrsta rally-cross keppnin sem gefur stig til íslandsmeist- aratitilsins í rally-cross fyrir þetta árið. I rally-crossinu verður að þessu sinni keppt eftir nýjum reglum (eins og í sparaksturs- keppninni), sem gerðar eru að sænskri fyrirmynd. Reglur þessar stuðla að því að jafna aðstöðu keppenda og einnig á keppnin að verða skemmtilegri og viðameiri á að horfa fyrir þá sem fylgjast með. Búist er við tæplega þrjátíu keppnisbílum á sunnudaginn á rally-crossbraut Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur í landi Móa á Kjalarnesi. Fyrstu bílarnir verða ræstir í brautina á sunnudaginn kl. 14.00 og verður Ómar Ragn- arsson kynnir á keppninni. Hlutavelta í Fáksheimilinu Hlutavelta verður haldin í Fé- lagsheimili Fáks sunnudaginn 18. maí. Meðal vinninga verða nokkur útvarpstæki og vasatölvur. Kiw- anisklúbburinn Elliði stendur fyrir hlutaveltunni og verður öll- um ágóða varið til styrktar og líknarmála. Elliði hefur m.a. styrkt Öskjuhlíðarskóla, Dvalar- heimili aldraðra í Hafnarfirði, Lyngás og Bjarkarás. 17. maí-hátíð fyrir börn í Norræna húsinu í DAG er 17. maí, þjóðhátíðardag- ur Norðmanna. Af því tilefni mun Nordmannslaget hafa opið hús fyrir börn í Norræna húsinu eins og undanfarin ár. Húsið verður opnað kl. 10 f.h. en því verður aftur lokað kl. 14. Verða þar m.a. sýndar kvikmyndir og brúðuleik- rit. yo liuuixiii *;ín ja inuósótd rfovs itU8Sttiífnj fisnt,! nhls iJJo alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.