Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAI1980 Egill Þorgilsson skipstjóri - Minning Fæddur 5. ágúst 1895. Dáinn 9. maí 1980. I gær var gerð frá Dómkirkj- unni útför Egils Þorgilssonar skipstjóra en hann lést á Vífils- staðaspítala hinn 9. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Með Agli er genginn einn þeirra manna sem unnu ótrúleg afrek í framfarasögu þeirrar þjóðar sem þetta land byggir. I byrjun þessarar aldar sat ungur drengur yfir ám sínum vestur við Breiðafjörð, og þarna úr hjásetunni gat hann séð til ferða gufuknúinna millilandaskipa sem ösluðu inn fjörðinn á leið sinni til Stykkishólms. Það var iandlæg trú að ekki væri það á færi annarra en útlendra manna að stjórna slíkum farkostum. En hvað var þá orðið af okkar forn- .aldar frægð. Hvað var orðið af þekkingu forfeðra okkar sem klufu heimshöfin og leituðu ann- arra landa. Var ekki kominn tími til að rifja upp þá kunnáttu sem týnst hafði á tólftu öld. Egill var einn þeirra manna sem á vordög- um þessarar aldar fannst kominn tími til að rísa upp og rétta úr kútnum. „Út vil ek,“ er haft eftir nafna hans og forföður á Borg, og ekki er ósennilegt að Egill hafi heyrt þessi orð ungur og gert þau að sínum. Egill Þorgilsson var fæddur 5. ágúst 1895 í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu, sonur Þorgils Friðrikssonar bónda þar og Halldóru Sigmundsdóttur, fimmti í hópi fjórtán systkina. F’öðurbróðir hans, Guðmundur á Víghólsstöðum, tók sveininn að sér og ól hann upp til fjórtán ára aldurs, en þá axlar Egill mal sinn, slæst í hóp vermanna og gengur suður á Reykjanes, og þar með var hafin meira en hálfrar aldar sjóferðasaga. Æviferill Egils Þorgilssonar er t Móöir okkar SIGRÍOUR JÓNASDÓTTIR HjarAarhaga 27 lést aö morgni 16. maí. Lilja Siguröardóttir Jónas Sigurðsson f Eiginmaöur minn JÓHANN HAFSTEINN lézt að morgni uppstigningardags á Grensásdeild Borgarspítalans. Ragnheiöur Hafstein. + Móðursystir mín, JÓRUNN HALLDÓRSDÓTTIR, frá Gullbringum, andaöist aö Elliheimilinu Grund, 15. maí Fyrir hönd ættingja. Guörún Sigurjónsdóttir. Eiginmaöur minn + GÍSLI GUÐMUNDSSON skipstjóri Bárugötu 29, lést 14. maí. Sigríóur Jóhannsdóttir og börn. + Tengdamóörir mín, og amma okkar, ABELÍNA ANDREA GUNNARSDÓTTIR sem lést 12. maí veröur jarösungin frá Landakotskirkju 20. maí kl. 10.30. Guörún Þór Gunnar Harðarson Helga Haröardóttir Híldur Haröardóttir Hrafn Haröarson Hulda Harðardóttir og barnabarnabörn. Sigríöur Bjarnadóttir Sígurður Grétar Gumundsson Siguröur Þorkelsson Anna Sigríöur Eínarsdóttir Halldór Björnsson + Móöir okkar, tengdamóðir og amma HALLDÓRA INGIBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR frá Sæbóli í Aöalvík sem lést þ. 7. maí verður jarösungin 19. maí frá Fossvogskirkju kl. 3. e.h. Höröur Sverrir Ágústsson, Guömundur Ágústsson, Guömundur Hjálmars, Hulda Ágústdóttir, Þorbjörg Agústsdóttir, Sigríóur Ágústdóttir, Siguröur Jónsson Haraldur Eiríksson, og barnabörn. ævintýri á borð við þau sem best gerðust á þeirri voröld sem kennd hefur verið við síðustu aldamót. Eftir nokkrar vertíðir í Grinda- vík ræðst Egill á skútur, bæði frá Hafnarfirði og Reykjavík. „Þetta var hundalíf," segir hann þegar hann seinna minnist þessara tíma. „Það eina sem var skemmtilegt var að sigla inn. Kannski hefur maður haldið þessu áfram til þess að njóta þeirrar ánægju." Arið 1914 fer Egill utan og freistar gæfunnar með Norðmönnum og siglir með þeim í tvö ár. Árið 1916 kemur hann heim aftur og ræðst þá til Eimskips. Hann tekur stýri- mannapróf árið 1920 og leysir þá af sem 2. stýrimaður á Willemoes, en var síðan fluttur yfir á Gull- foss. Þeir voru allir með stýrimanna- próf í hásetalúkarnum á Gullfossi og langt að bíða eftir fastri stýrimannastöðu. Þess vegna er það að Egill fer utan öðru sinni, en nú til Dan- merkur, ræðst til Ö.K. og siglir með þeim í tvö ár. Hann var búinn að ráða sig til frambúðar hjá þessu félagi og átti að sigla sem stýrimaður í austurlöndum fjær. Hann labbar um borð í Gullfoss sem þá var staddur í Kaupmanna- höfn til þess að kveðja félaga sína og vini. Þar hittir hann fyrir Jón Eiríksson sem fær talið hann ofan af þessari fyrirætlan sinni, enda entust menn mjög illa í þessum siglingum vegna hitabeltissjúk- dóma og annarra kvilla, og í staðinn fyrir að fara til Síams, siglir Egill heim með Gullfossi og fær upp úr því fasta stýrimanna- stöðu hjá Eimskip. Árið 1932 gengur Egill að eiga Sigríði Guðmundsdóttur frá Fá- skrúðsfirði sem lifir mann sinn. Á þessum árum var Egill stýrimaður á Lagarfossi sem sigldi milli Kaupmannahafnar og Austur- og Norðurlandsins og voru þau þá búsett í Kaupmannahöfn þar til seinna stríðið skall á. Á stríðsár- unum seinni fær hann fasta skip- stjórastöðu hjá Eimskip, og það + Eiginkona mín, móöir og dóttir, ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Fannarfelli 12 Reykjavík, veröur jarösungin mánudaginn 19. maí frá Fossvogskirkju kl. 13 30 Halldór Bjarnason Þórarinn Halldórsson Ragnhildur Brynjólfsdóttir + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför eiginmans míns, fööur okkar, tengdaföður og a,a’ GUÐLAUS SIGURÐSSONAR, Björk, Fáskrúösfiröi. Jónína Hallsdóttir, Baldur Guölaugsson, Ingigeröur Jónsdóttir Krístín Guölaugsdóttir, Níels Sigurjónsson Sigrún Guólaugsdóttir, Gísli Jónatansson, Björk Guölaugsdóttir, Helgi Guölaugsson, Hallur Guölaugsson, Páll Guölaugsson, Gunnar Guölaugsson, og barnabörn. Gunnar Björnsson, + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og útför INGIBAJRGAR G. KRISTJÁNSDÓTTUR Vallargeröi 2, Kópavogi Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsliöi á Geisladeild Landspítalans svo og deild 4—C. Sveinn A. Sæmundsson Alda Sveinsdóttir Jón Ingi Ragnarsson Ólína Sveinsdóttir Burkni Dómaldsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns fööur okkar, tengdafööur og afa JÓNS OTTÓ RÖGNVALDSSONAR Blikksmíös Nýlendugötu 4. Stefanía Siguröardóttir Siguröur Jónsson og börn, Kristín Jónsdóttir og börn, Rögnvaldur Jónsson, Ásdís Guömundsdóttir og börn, Þórir Jónsson, Jóna Guðnadóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö minnar, systur, móöur og tengdamóöur. andlát og útför konu INGIBJARGAR HELGADÓTTUR Bauganesi 17 Einar Þorsteinsson, Oddný Helgadóttir, Markús A, Einarsson, Hanna Hálfdánardóttir Elín Einarsdóttir Þorsteinn Hjaltason Sigríður H. Einarsdóttir, Aöalsteinn Pétursson Helga Þ. Einarsdóttir. Fríörik Þorsteinsson vill svo til að það er á sama skipinu þar sem og hann leysti af sem stýrimaður í fyrsta sinn, nema nú heitir það Selfoss. Þessi jómfrúferð á Selfossi gamla, en hún var sú síðasta sem það skip fór í skipalest, varð fræg og verður lengi í minnum höfð þeirra sem til þekkja. Þeir urðu, eftir 24 daga þvæling á hafinu, að brenna ribbum úr lestinni til þess að ná til hafnar, því að kol voru gengin til þurrðar. Eg hef hér að framan aðeins drepið á örfá atriði úr sjóferða- sögu Egiis Þorgilssonar skip- stjóra, en það er merkileg saga. Þeir eru margir íslensku far- mennirnir sem flutu fyrst á sæ- trjám undir handleiðslu Egils, og ég veit að þeir minnast hans með virðingu og þakklæti. Ég votta minningu Egils virð- ingu mína, móðursystur minni Sigríði, dóttur þeirra Hólmfríði, dóttursonum, tengdasyni, sem og öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi þau öll. Aðalsteinn Gíslason. Nú er Egill Þorgilsson kominn í höfn eftir tæpra 85 ára útivist. Hann hefur siglt skipi sínu inn í þá höfn, sem við öll lendum í fyrr eða síðar, og enginn jarðneskur maður siglir út úr aftur. Ekki efast ég um að Agli verður vel tekið af þeim hafnaryfirvöldum sem þar ráða. Hvað hann starfar í þeim heimi, sem hann nú er kominn til er öllum hulin ráðgáta. Þótt ég sé nú orðinn stirður til skrifta, þá þykir mér ekki annað hlýða en að kveðja gamlan skips- félaga minn með nokkrum fátæk- legum orðum. Við Egill sigldum saman í næstum því heilan áratug á gamla Lagarfossi (Lagga) í Austur- og Norðurlandsferðum á árunum 1930—1940. Egill var einn af þeim allt of fáu mönnum, sem eki máttu vamm sitt vita, og vann öll sín störf af sérstakri samvizku- semi og hljóp aldrei frá hálfgerðu verki. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og breytti skoðun sinni ekki nema óyggjandi rök væru færð fram. Saga, sem mér var sögð um Egil og ég veit að er sönn, lýsir því hve alvarlega hann tók verk þau, sem honum voru falin í hendur, og einnig þeirri skapgerð- arfestu og trúmennsku sem hon- um var gefin í ríkum mæli. Egill var skipstjóri á gamla Selfossi þegar þetta gerðist. Hann var í skipalest á heimleið frá New York. Selfoss var ganglítill, hann var fullhlaðinn vörum og missti fljótt ferðina í mótvindi. Hvað eftir annað kom það fyrir þegar svo stóð á, að hann dróst aftur úr og missti af lestinni, en alltaf skilaði Selfoss sér aftur eftir að hagstætt veður kom, — stundum eftir heilan sólarhring eða meira. Fararstjóri (commodor) skipalest- arinnar þótti þetta vel gert og sagði Eimskipafélagi íslands frá því. Margur maðurinn hefði ef til vill gefist upp á þessum eltinga- leik við skipalestina, og siglt beinustu leið til Reykjavíkur, en Egill hafði fyrirmæli um að sigla í skipalest, og þeim fyrirmælum vildi hann ekki bregðast. Egill var ættaður úr Dalasýslu, sonur Þorgils bónda í Knarrar- höfn í Hvammssveit Friðriksson- ar, og konu hans Halldóru Sig- mundsdóttur. Hann sigldi með Norðmönnum og Dönum í mörg ár, tók farmannapróf í Reykjavík 1920, og var síðah stýrimaður og skipstjóri á skipum Eimskipafé- lags Islands þar til hann lét af skipstjórn fyrir aldurs sakir 1961. Égill gat fagnað góðri heilsu fram eftir öllum aldri, einnig í mörg ár eftir að hann hætti sjómennsku, en fyrir nokkrum árum fór heilsu hans að hraka. Síðustu árin fór hann lítið út og lá svo í sjö mánuði fyrst á Land- spítalanum og seinna á Vífils- stöðum. Það má vel segja, að hann hafi skilið við þennan heim fyrir þremur mánuðum, því að allan þann tíma var hann algjörlega rænulaus. Hann fékk hægt andlát, komst aldrei til meðvitundar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.