Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 Sjö námssvið í Fjölbrauta- skóla Breiðholts á næsta ári Innritun í byrjun júni INNRITUN í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram í Miðbæj- arskólanum í Reykjavík dagana 3. ok 4. júní næstkomandi kl. 9.00 — 18.00 svo og í húsakynnum skólans við Austurberg dagana 5. og 6. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunar- innar fyrir 9. júní. Þeir sem umsóknir senda síðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið (mennta- skólasvið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræði- braut, félagsfræðibraut, náttúru- fræðibraut, tónlistarbraut, tungu- málabraut og tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslu- braut (til sjúkraliðaréttinda) og hjúkrunarbraut en hin síðari býð- ur upp á aðfaranám að hjúkrun- arskólum. Hugsanlegt er að snyrti- braut verði einnig starfrækt við skólann á þessu námssviði ef nem- endafjöldi reynist nægur. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Matvælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel og veitingaskóla íslands, og mat- vælabraut II er veitir undirbúning til starfa á mötuneytum sjúkra- stofnana. Listasvið: Þar er um tvær braut- ir að ræða: Myndlistar og handíða- braut bæði grunnnám og fram- haldsnám svo og handmenntabraut er veitir undirbúning undir nám við Kennaraháskóla íslands. Tæknisvið (iðnfræðslusvið) Iðn- fræðslubrautir Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru þrjár: Málmiðna- braut, rafiðnabraut og tréiðna- braut. Þær veita menntun til sveinsprófs í fjórum iðngreinum: Húsasmíði, rafvirkjun, rennismíði og vélvirkjun. Þá geta nemendur einnig lokið stúdentsprófi á þessu námssviði sem og öllum sjö náms- sviðum skólans. Hugsanlegt er að boðið verði fram nám á sjávarút- vegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá menntun. Uppeldissvið. Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir í boði: Fóstur- og þroskaþjálfabraut er býður fram aðfaranám að sérskólum, iþrótta- og félagsbraut og loks menntahraut er einkum taka mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjón- ustu og sáifræði. Viðskiptasvið. Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta og málabraut, skrifstofu- og stjórnun- arbraut, verslunar- og sölufræða- braut og loks læknaritarabraut. Af þrem fyrstu brautunum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tvö námsár. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að ljúka sérhæfðu verslunarprófi í tölvu- fræðum, markaðsfræðum og sölu- fræðum. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um aliar brautir viðskiptasviðsins. Kaffisala Kvenfé- lags Neskirkju Á morgun, sunnudaginn 18. maí kl. 3 e.h., að lokinni messu, verður árleg kaffisala Kvenfé- lags Neskirkju í félagsheimili kirkjunnar. Alveg frá því að kvenfélagið var stofnað hafa kaffisala og basar verið aðaltekjulindir félagsins. Hafa konurnar unnið mikið og fórnfúst starf í þágu kirkjunnar til eflingar öllu safnaðarstarfi. Um aldir hafa konur lagt sig fram við að skapa hlý og vistleg heimili og reynt að hlúa að öllum heimilismönnum. Með breyttum tíðaranda hafa þær fært sig út fyrir heimilin og látið mikið að sér kveða við að skapa sama elskulega andrúmsloftið í kirkjum landsins. Öllum má ljóst vera hve gífur- lega mikil vinna liggur að baki gerð basaranna og hvílíkt álag konurnar taka á sig. í þjóðfélagi okkar í dag er það yfirleitt svo að flestar konur eru jafnframt því að vera í fullu starfi á heimilum sínpm, einnig útivinn- andi. Samt gefa þær sér tíma til að vinna að uppbyggilegu félagsstarfi. Sýnum þakklæti okkar í verki Neskirkja fyrir baráttu þeirra fyrir bættu mannlífi með því að fjölmenna í kaffisöluna. Víst er að veitingar þeirra svíkja engann. Bæði gott kaffi og brauð og gómsætar heima- bakaðar kökur verða á boðstólum. Fjölskyldur geta svo sannarlega átt ánægjulega síðdegisstund í Neskirkju og þeir sem fystir koma gera kjarakaup í basarhorninu. Frank M. Halldórsson Bústaðirnir þrir, sem Verkstjórafélag Austurlands hefur látið reisa í fögru umhverfi i landi Gilsárstekks í Breiðdal. (Ljósm. Albert Kemp) Verkstjórar eystra byggja í Breiðdal Fá«krúðsfirði 13. maí. Á ÞESSU ári hófst Verkstjórafé- lag Austurlands handa við bygg- ingu þriggja sumarbústaða í landi Gilsárstekks í Breiðdal. Bústaðir þessir eru nú sem næst fullbúnir og verða þeir teknir í notkum um næstu mánaðamót. Bústaðirnir standa í fögru um- hverfi á landsvæði, sem gerður hefur verið leigusamningur um til 5Ó ára. Teiknistofa Þórhalls Páls- sonar á Egilsstöðum skipulagði svæðið fyrir 5 hús, en til að byrja með var ákveðið að láta byggja þrjá bústaði. Nokkur tilboð bárust í smíðina og var tekið tilboði frá Þaki hf. í Reykjavík og voru samningar undirritaðir 29. júlí í fyrra. Framkvæmdastjóri og yfir- smiður við verkið var Gunnar Gunnarsson í Reykjavík. Verðtil- boðið í húsinu var upp á 33 milljónir króna. Þann 1. september í fyrra var minnst 20 ára afmælis Verkstjóra- félags Austurlands í Staðarborg í Breiðdal. Þar var Egill Jónsson á Reyðarfirði heiðraður, en hann var fyrsti formaður félagsins. Formað- ur félagsins er Guðjón Marteinsson, Neskaupstað, ritari Sigurjón Ól- afsson, Reyðarfirði og gjaldkeri Helgi Gíslason, Helgafelli. — Albert Þrír af stjórnarmönnum í Verkstjórafélagi Austurlands ásamt byggingarmeistaranum. Frá vinstri Björn Kristjánsson, Eskifirði, Gunnar Gunnarsson, Reykjavík, Guðjón Marteinsson, Neskaupstað og Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði. Austurbæjarskólinn 50 ára Austurbæjarskólinn í Reykjavík er 50 ára um þessar mundir. Skólinn tók til starfa í ágúst árið 1930 í því húsnæði þar sem hann er nú. Á áratugnum 1920—1930 var bygging skólans undirhúin og var Sigurður Guðmundsson húsameistari ráðinn til að gera teikningar og sjá um bygginguna. Nemendur í 7., 8. og 9. bekk Austurbæjarskólans hafa und- anfarna daga unnið að ýmsum hópverkefnum. Hér er verið að leggja siðustu hönd á verkefni um víkinga og verður það til sýnis'í skólanum um helgina. Ljósm. Kristján. Árið 1929 var farið að nota skólann til kennslu til þess að bæta úr brýnustu þörf og færa þangað þau börn sem höfðu verið á hrakhólum undanfarin ár. Árið 1930 fóru þeir Sigurður Jónsson skólastjóri og Helgi Elíasson kennari tii Þýskalands til að kaupa skólabúnað í kennslustofur Austurbæjarskól- ans og einnig í fimm stofur gamla barnaskólans í Reykjavík. Skólaborðin voru af nýrri gerð, þ.e. stólar voru ekki áfastir borðum og borð og stólar voru af 6 mismunandi stærðum. Sérstök áhöld voru keypt í teiknistofu, náttúrufræði- og landafræði- stofu. Fyrsti skólastjóri Austurbæj- arskólans var Sigurður Thorlac- ius og 32 kennarar voru ráðnir til skólans fyrsta starfsárið. Kennt var í 20 deildum með nálega 1300 börnum í 30 kennslustofum. Nokkru fyrir 1950 varð nem- endafjöldi Austurbæjarskólans mestur, 1839, og skiptust nem- endur í allt að 11 deildir i hverjum aldursflokki. Nú eru 25 bekkjardeildir í skólanum, frá 1. til 9. bekkjar auk 2ja forskóla- deilda. Til almennrar bekkjar- kennslu er notuð 21 stofa. Nem- endur eru um 800. Skólastjóri er Alfreð Eyjólfsson. I Austurbæjarskólanum er starfrækt svonefnt athvarf þar sem að jafnaði eru vistuð 16 börn vegna ýmissa erfiðleika. Starfsemi þessi hófst árið 1974.1 ár er svo ráðgert að til starfa taki skóladagheimili sem rekið verður undir stjórn skólastjóra. Hátíöahöld og afmælisrit I tilefni 50 ára afmælisins verður hátíðardagskrá í skólan- um laugardaginn 17. maí og sunnudaginn 18. maí n.k. Á laugardaginn hefst dagskráin kl. 14 með ávarpi skólastjórans, Alfreðs Eyjólfssonar, síðan munu Birgir Thorlacius, skrif- stofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar flytja ávörp. Klukkan 15 verður opnuð skemmtun fyrir almenning og verður þar m.a. flutt leikritið Hans Vöggur af nemendum í 7. 8. og 9. bekk. Skemmtanir verða síðan aftur kl. 18 og 20 sama dag, allar í kvikmyndasal skólans. Á sunnudaginn hefst skemmt- un kl. 13.15 og kl. 15 verður Stefánsvaka, dagskrá flutt úr verkum Stefáns Jónssonar. Síðasta skemmtunin hefst kl. 20. í leikfimisal skólans verður fimleikasýning báða dagana, kl. 16.15 þar sem 9 og 11 ára / nemendur sýna undir stjórn Elínar Sigurvinsdóttur og Þórð- ar Pálssonar. Þá verður einnig kennt báða dagana í kennslu- eldhúsi kl. 14—17, í teikningu- og handavinnustofum kl. 15—16 og í sundlaug kl. 15—16. Vinna nemenda verður sýnd á göngum skólans báða dagana. í tilefni afmælisins hefur einnig verið gefið út afmælisrit. Gunnar M. Magnús ritar þar sögu Austurbæjarskólans og Al- freð Elíasson skrifar um skóla- lífið nú. í ritnefnd eru Gunnar M. Magnúss, Alfreð Eyjólfsson og Sveinbjörn Markússon. Þá hafa nemendur einnig gefið út sitt blað með ýmsu efni eftir þá sjálfa. Forsíðu afmælisritsins prýðir gömul mynd af Austurbæjar- skólanum. Neðst til hægri er merki skólans en það teiknaði einn af nemendum skólans, ól- afur Sveinsson, nú í vetur. Alfreð Eyjólfsson, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.