Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 Vandi útgerðar í Eyjum: Hægagangur á lausn mála „Við lögOum til strax í vetur að rekstursfjárvandinn yrði leystur hjá útgerðinni í Vestmannacyjum, það var brýnasti vandinn, en mál hafa ekki verið afgreidd ennþá,” sagði Sverrir Hermannsson forstjóri Framkvæmdastofnunar í samtali við Mbl. í gser, en scm kunnugt er hefur staða útvegsins í Eyjum verið mjög neikvæð allt frá eldgosinu 1973 og útvcgsbændur hafa í flcstum tilfellum ekki náð að losna við margs konar skuldabyrði sem fylgdi í kjöifar eldgossins. Hefur m.a. verið rætt um að grípa til skuldajöfnunar til þess að skapa betri rekstrargrundvöll fyrir útgerð í Eyjum. Eggert Haukdal formaður stjórnar Fram- kvæmdastofnunar sagði í samtali við Mbl. um þetta mál að allt of hægt hefði þokast í því að leysa þessi mál, en framkvæmdastofnun hefði reynt að líta á þessi mál með veivilja. Kvað Eggert vanda Eyja- manna og Utvegsbanka Islands fara saman, en staðreyndin væri sú að mörg mál væru seint á ferðinni vegna erfiðleika fyrr í vetur í stjórnun landsins. Sverrir kvað Byggðasjóð hafa afgreitt ýmis mál Eyjamanna, en nefnd sem var skipuð til að kanna skuldaskil útgerðarinnar í Eyjum hefði ekki aðhafst ennþá, en fund- ur yrði með henni í næstu viku til þess að kanna hvernig mál standa og hvað sé til ráða. Kvað Sverrir góða vertíð hafa létt undir í vanda útgerðarinnar en ljóst væri að samsafnaður vandi væri ekki leystur ennþá. Þá kvað Sverrir það hafa tafið framvindu mála að margir aðilar biðu afgreiðslu láns- fjáráætlunar og þar á meðal væri Fiskveiðasjóður sem þyrfti að afgreiða ýmis mál varðandi Vest- mannaeyjar auk annars. Þrír á slysa- deild Filippus prins í fylgd Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra á Reykjavikurflugveíli í gær. Filippus prins á Reykja- víkur- flugvelli FILIPPUS prins eiginmaður Elísabetar Englandsdrottn- ingar hafði viðkomu á Reykja- víkurflugvelli í gær er hann var á leið vestur um haf í opinber- um erindagjörðum. Meðan sett var eldsneyti á flugvél konungsfjölskyldunnar, sem prinsinn flýgur alltaf sjálf- ur, ræddi hann við brezka sendi- herrann hér á landi, Kenneth Arthur East, Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóra og aðra embættismenn. Að sögn Brians Holt aðalræð- ismanns Breta á íslandi, hélt Filippus prins héðan til Syðri Straumsfjarðar á Grænlandi, en þar dvelst hann næturlangt, áður en haldið verður áfram til Kanada. í Kanada mun hans hátign opna tvær sýningar, og að því loknu heldur hann á flugvél sinni til San Francisco, en hefur svo væntanlega viðkomu hér á heimleið 8. júní næstkomandi. Myntuppboð Klaustur- hóla í dag KLAUSTURHÓLAR efna til myntuppboðs að Laugavegi 71 klukkan 15 í dag. Eintök þau, sem boðin verða upp, verða til sýnis í Klausturhólum í dag milli klukkan 12 og 14. A uppboðinu eru 156 númer og er þar að finna margt eigulegra muna. Til dæmis verður boðinn upp 100 króna seðillinn, sem fylgir fréttinni, en hann mun vera met- inn á 600 þúsund krónur. MJÖG HARÐUR árekstur varð á tólfta timanum í gærkvöldi á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka í Reykjavik. Skullu þar saman sendibíll og stór fólksbill og var þrennt flutt á slysadeild. Meiðsli voru ekki fullkonnuð í gærkvöld, en bílarn- ir voru mikið skemmdir. Allmargir árekstrar urðu í gær í Reykjavík þrátt fyrir góðviðri, eða alls 15. Var í tveimur tilfellum um slys á fólki að ræða. Um kl. 15 varð harður árekstur við Lágmúla og tveir fluttir á Slysadeild og um kl. 17 var ekið á barn á Klepps- vegi. Þá var að sögn lögreglunnar mikil ölvun í bænum í gærkvöld og allir bílar meira og minna upp- teknir í útköllum. Flogið með nýjan fisk fyrir um 46 milljónir króna á markað erlendis Á VEGUM Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar og Miðness hf. i Sand- gerði hefur í vetur verið flogið með talsvert af ferskum fiski á markað erlendis. Einkum er hér um karfaflök með roði að ræða og hefur BÚH flutt á markað á þennan hátt rúmlega 50 tonn á þessu ári fyrir að nettó-verðmæti til fyrirtækisins 46 milljónir króna. Að sögn Björns Ólafssonar 66 daga þorskveiði- bann til 15. ágúst Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð um tilhögun þorskveiðitakmarkana á timabil- inu frá síðustu mánaðamótum til 15. ágúst næstkomandi. í reglu- gerðinni segir, að togarar og önnur togskip 39 metrar og lengri megi ekki stunda þorsk- veiðar i 30 daga samtals i maí og júni og á tímabilinu frá 1. júli tií 15. ágúst megi þessi skip ekki veiða þorsk samtals í 36 daga. Með öðrum orðum er togurunum bannaðar þorskveiðar í 66 daga á 92 daga tímabili eða frá 16. maí til 15. ágúst. Skip teljast ekki vera í þorsk- veiðibanni nema um sé að ræða minnst 4 daga í senn og er hér um breytingu að ræða á eldri reglum, en þær miðuðu við 9 daga lág- markstíma. Á tímabilinu frá 1. júlí til 15. ágúst gildir sú regla um afla í þorskveiðibanni, að ef hlutfall þorsks er undir 15% þá má hlutur þorsks í síðari veiðiferðum fara í allt að 25%, enda nemi hlutfall þorsks aldrei meira en 15% af lönduðum heildarafla í svokölluð- (LjÓKm. Tómas Hcltíason). Hinn nýi togari Tálknfirðinga, Sölvi Bjarnason, að veiðum á Vikurál fyrir nokkru. Hafísinn hafði rekið suður á bóginn nokkru áður en myndin var tekin i norðvestanátt sem stóð samfleytt i nokkra daga. Skipstjórarnir á togurunum voru þó ekkert að víkja fyrir þessum forna fjanda og héldu sig þar sem fiskjar var von, þó svo að ísinn lónaði allt í kring. um „skraptúrum". Á tímabilinu 20. júlí til 4. ágúst skulu togararnir vera í algjöru fiskveiðibanni í 5 daga samfellt, og telst sá tími með 36 daga þorsk- veiðibanninu, sem gildir fyrir júlí og fyrri hluta ágústmánaðar. Allar þorskveiðar í net eru bannaðar á tímabilinu frá 15. júlí til 15. ágúst, en auk þess eru fiskiskipum, öðrum en togurum, bannaðar þorskveiðar í önnur veiðarfæri einnig á tímabiíinu frá 26. júlí til 4. ágúst. Útgerðaraðilar togara og tog- skipa 39 metra og lengri skulu tilkynna ráðuneytinu um hvenær skip þeirra fer i þorskveiðibann eigi síðar en skip leggur úr höfn til annarra veiða en þorskveiða. Ráðuneytið hefur, auk þess að setja ofangreindar þorskveiðitak- markanir, ákveðið að tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar að hækka úr 58 cm í 61 cm stærðar- mörk þorsks, sem miðað er við þegar gripið er til svæðalokana. Verður veiðisvæði lokað ef hlutfall þorsks undir 61 cm er hærra en framkvæmdastjóra BÚH hefur fyrirtækið einkum flutt karfa flugleiðis til Bandaríkjanna, en einnig litils háttar til Luxemborg- ar fyrir markað í V-Þýzkalandi. Það eru Flugleiðir, sem flutt hafa fiskinn, sem í Bandaríkjunum hefur farið á markað í New York og Chicago. Fiskurinn er fluttur út kældur, en ekki frystur eins og karfinn, sem fer á Rússlands- markað, að öðru leyti er um sömu vöru að ræða. Fram hefur komið í fréttum, að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hugleiðir nú að flytja ferskan fisk flugleiðis á markað í Bandaríkjun- um og verður á næstunni haldinn fundur með framleiðendum suð- vestanlands til að kanna viðhorf þeirra til slíks útflutnings. Björn Ólafsson sagði, að persónulega fyndist honum sjálfsagt fyrir SH að fara inn á þessa braut og nýta alla möguleika, sem byðust, þó svo að þarna gæti aldrei orðið um útflutning í stórum stíl að ræða. Söngfélagið Gígjan: Tvennir tónleik- ar á Akureyri SÖNGFÉLAGIÐ Gígjan heldur vortónleika sína í samkomuhúsi bæjarins laugardag og sunnudag kl. 16. Söngstjóri er Jakob Tryggvason, undirleikari Kári Gestsson og einsöngvarar Helga Alfreðsdóttir og Gunnfríður Hreiðarsdóttir. Söngskráin er fjölbreytt og eru á henni bæði erlend og innlend lög. Gígjan söng inn á hljómplötu í fyrra og um þessar mundir er platan að koma á markaðinn. Hún verður m.a. til sölu i tónleikahléum. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.