Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 46

Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 r Uonnol hof■ w lonot tw l5i ifiinni míno ho7tn l#Koftoiá „nappci neiur icyoi ur i<t sumyi niiiid ue^iu m ditd - segir Ásgeir Sigurvinsson í viðtali við belgískt blað VIKUBLAÐIÐ Le Sportií, sem út er geíið í Brussel, birti nýlega viðtal við Ásgeir SÍKurvinsson. í upphafi þess er farið lofsamlegum orðum um Ásgcir sem ieikmann hjá liðinu Standard, sem gerði við hann samning 1973 og sagt, að ekkert bendi til annars en, að sá samningurinn kunni enn að verða framlcngdur. í því sambandi er þess getið, að Ásgeir hafi nýlega flutt i fallcgt einbýiishús á jjóðum stað og sé stór golfvöllur við garð þess, cn á þeim velii eyði Ásgeir öllum fristundum sínum, þvi að golfið sé sú íþrótt, sem hann uni best við fyrir utan knattspyrnuna að sjálfsögðu. Ásgeir verði á næsta keppnistimabili enn á ný driffjöðrin í Standard-iiðinu, sem stefnir nú til betri árangurs en nokkru sinni fyrr undir forystu nýs þjálfara síns Ernst Happels, en Ásgeir telur að Ernst hafi leyst úr læðingi bestu krafta sina i knattspyrnu. í viðtalinu segist Ásgeir hafa stundað golf síðan hann var 15 eða 16 ára og því hafi hann ekki getað staðist þá freistingu að kaupa svo fallegt hús við hliðina á golfvelli. Vikublaðið nefnir, að á síðasta keppnistímabili, sem nú er rétt nýlokið, hafi Ásgeir aðeins vantað í einn leik með liði sínu. Þá minnir það einnig á, að vinsældir góðra knattspyrnumanna geti fljótt breyst í óvinsældir, ef illa tekst til í nokkrum leikjum. Þetta hafi Ásgeir Sigurvinsson mátt reyna í upphafi síðasta keppnistímabils. Og það sem verra var, þá hafi blöð í Liége, heimaborg Standard, snúist gegn honum, þegar hann þurfti mest á aðstoð að halda. Um þetta segir Ásgeir í viðtalinu: „Það er rétt, að ég átti mjög erfitt um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember. Ekkert heppnaðist hjá mér, ég var þreytt- ur, og þar að auki töpuðum við oft af hreinum klaufaskap eins og til dæmis þegar við töpuðum stigi gegn Hasselt í Sclessin. Hroðalegt. Þar sem ég er sá, sem á að stjórna spilinu á miðju vallarins og byggja upp sóknir, var einna harkalegast ráðist á mig. Eg brást ef til vill ekki við með réttum hætti (hann neitaði jafnvel um nokkra vikna skeið að eiga nokkur samskipti við blaðamenn) en ég taldi mig hafa fullgildar ástæður. Síðan komst á vopnahlé og ég náði mér á strik á hálfum mánuði og eftir leikhléið leið mér eins og best verður á kosið. Án þess að ég sé að gorta finnst mér, að síðari hluti keppnistímabilsins hafi gengið mjög vel hjá mér. Fram hafa verið taldar fjölmargar ástæður til að skýra, hvers vegna Standard gekk svona illa um tíma, sumir sögðu, að við hefðum þurft að átta okkur á nýja leikkerfinu, sem nýi þjálf- arinn okkar Ernst Happel tók upp. Mér finnst það hins vegar ekki svo frábrugðið þeirri knattspyrnu, sem við höfum leikið undanfarin ár. Hjá Standard hefur ávallt verið leikin knattspyrna sem byggist á líkamlegri áreynslu. Happel hefur aukið við þetta í þeim skilningi, að hann hefur fært sér í nyt hæfileika hvers einstaks leikmanns eins og frekast er kostur. Hann hefur stundum einn- ig tekið áhættu með því að láta okkur leika með aðeins þrjá varn- armenn. En hann varð síðan að breyta um stefnu í því máli.“ Ásgeir lætur mjög vel af sam- starfi sínu við þjálfarann, þótt þeir geti lítið talast við, þar sem Ásgeir talar aðeins frönsku, en þjálfarinn hvorki skilur né talar. Andinn hjá liðinu hafi breyst mikið eftir komu Ernst Happels til þess. Undir lok samtalsins er Ásgeir spurður að því, hvort hann hafi áhuga á að yfirgefa Standard. Hann segir, að eftir hvert keppn- istímabil fái hann fjölda tilboða. Hins vegar verði hann að gera upp við sig, hvort fjárhagsleg afkoma sín verði betri annars staðar en í Belgíu. n * • Ásgeir eyðir öllum sinum frístundum i golf, en það er sú iþrótt sem hann unnir mest ef frá er skilin knattspyrnan. Ásgeir Sigurvinsson fyrir framan fagurt einbýlishúsið, sem hann býr í. „Ég segi ekki, að ég muni aldrei yfirgefa Standard, en nú um stundir iíður mér mjög vel hérna ... “ Jl ' \ Aysturblokkareinokun í 01-knattspyrnunni? DREGIÐ hefur verið í riðla í lokakeppni ólympiukeppninnar í knattspyrnu. Fór drátturinn fram í Moskvu, þar sem ólympíu- leikarnir fara fram i sumar. 16 landslið hafa tryggt sér réttindi til að leika i lokakeppninni, en ekki er víst að öll mæti af ástæðum sem öllum eru kunnar. Leikið verður í 4 riðlum og skipa hvern riðil eftirtalin lið: A-riðill: Rússland, Argentina, Zambía og lið frá Mið-Ameríku. B-riðill: Tékkósióvakía, Kol- ombía. Ghana og Kuwait. C-riðiIl: Austur-Þýskaland, Spánn, Alsír og Japan. D-riðili: Júgóslavía, Noregur, Costa Rica og Irak. Ólympíumeistararnir, Austur- Þjóðverjar, eiga erfiðan mótherja sem er Spánn og mætast liðin í Kænugarði 20. júli. Má öruggt telja að slagurinn um efsta sætið í þeim riðli standi milli þessara þjóða, en Spánverjar hafa verið ófeimnir að svara austurblokkinni í sömu mynt, þ.e.a.s. Spánn hefur teflt fram atvinnumönnum á Ól- ympíulandsleikjum. Hins vegar geta þeir varla teflt fram sínu sterkasta liði, þar sem Spánn leikur einnig í lokakeppni Evrópu- keppni landsliða og er afar skammt á milli. í A-riðli hljóta gestgjafarnir að sigra léttilega, enda hafa Arg- entínumenn dregið sig út úr leik- unum. Tékkar hljóta að fljúga í gegnum B-riðilinn, sama er að segja um Júgóslava í D-riðli, en þar hafa Norðmenn dregið sig út úr leikunum. Annars eru það tvö efstu liðin úr hverjum riðli sem komast í fjórðungsúrslit, en engu að síður eu framangreind landslið sigurstranglegust í keppninni. Rifist um lyfja- notkun íþróttafólks MEIRI háttar rifrildi er komið upp milli embættismanna innan alþjóða frjálsíþróttasambands- ins. Kjarni málsins er sá, að Adrian Paulen, hinn 77 ára gamli forseti sambandsins, mild- aði mjög dóm yfir fimm austur evrópskum frjálsíþróttakonum sem dæmdar höfðu verið í keppn- isbann vegna lyfjaneyslu. Var bannið þess eðlis, að þær hefðu misst af Olympíuleikunum í Moskvu. íþróttakonurnar voru búlgörsku stöllurnar Rorka Petrova og Dan- iela Teneva og Rúmensku konurn- ar Santa Vlad, Natalía Marasecue og Ileana Silai. Frjálsíþróttasam- bönd Rúmeníu og Búlgaríu áfrýj- uðu keppnisbönnum þeirra til dómstóls alþjóðasambandsins. Var bannið mildað með eins at- kvæðis mun og var það atkvæði Paulens sem að réði baggamun- inn. Paulen svaraði fyrir sig með þeim orðum, að hann teldi ólíklegt að það hefði áhrif á baráttuna gegn lyfjanotkun íþróttamanna, þó að sambandið hafi mildað dómana yfir konunum fimm. „Auk þess“ bætti hann við, „hef ég atkvæðarétt eins og aðrir og á mér hvíldi sú kvöð að skera úr, þar sem að dómstóllinn greiddi 8 atkvæði með og jafn mörg á móti.“ Svíinn Arne Ljungkvist, sem býður sig fram gegn Paulen á ársþingi alþjóðasambandsins í Moskvu í júlí, var ómyrkur í máli. „Þetta er löðrungur á alla þá sem barist hafa gegn lyfjanotkun íþróttafólks. Lyfjanotkun er eitt alvarlegasta vandamál sem við er að etja í íþróttaheiminum í dag og það er spurning hvort það taki því að halda baráttunni áfram eftir það sem á undan er gengið," sagði Ljungkvist reiður. J M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.