Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 W>i me* fjafSt sambajidj^ ANMW TYRKLAND Natostöö meö . millísamband ifrá þotonni tit Washington. KASPIAHAF v. J8J-3.18 Árekstur Vnilli þotu og flugvélar. >KI. 4 O síöasta flugvéltn yfirgefur Desert t Allar þyrlur sklld- ✓ areftlr. 'r (7J-2.30 Skipun gefin um aö hœtta vkS. (6J-KI. 2 hmn 25. Rugvél- arnar sex og þotu:nar sex .—— lenda á Desert I Þriöja þotan bílar. Leynibœkistöö Bandá- >. rrkjamanna í fjöllununta K„ Desert II. “ paouL SYRLAND KUROttílAN KYPUI )a*Haf fiHGöAD (5J-Þota b«ar og snýr viö t| sj<ipsins. IRAN jordanía EGYPTALAND, KOWtii' (4FEln þota bitar og '^^nauölendir. Áhöfnln'takin upp í aðra. Flugvél, sem mllli flytur um radio. i.ouQsor Göm? D'OMAN ARABISKU ^URSTADÆMIN OMAN ? SAUDI ARABÍA Masirah-eyja (2}-Rugvélamar sex ienda og taka ekis- neytl, 3 flytja 90 menn. aörar beratín. (3) — Kl. 20.30: þyriur leggja upp frá inu Nlmltx. 23.30: 8 f tom-þotur fara upp til vemdar. Bolng þotan f jaörl radars frá Aden, /Eþyópíu og íran. SOUDAN INDLANDSHAF YEMEN )U NORD .UitllíuÍillÚÍii Áður en herskipið Nimitz sendi upp þyrlurnar átta, tókst því skv. upplýsingum í Washington Post að stinga með snarræði sovézkt njósnaskip af, sem þeir höfðu orðið varir við nokkrum dögum áður. En hvernig er hægt að vita hvort óvenjuleg umferð um flug- vellina í Incirlik og Quena, sem vakið hefur athygli hversdagslegs blaðamanns frá Israel, hefur farið framhjá hinni öflugu upplýsinga- þjónustu Sovétmanna, sem hefur (skv. hinu virta blaði Aviation Week og Space Technology) yfir- burði í rafeindatækjum til gagn- aðgerða og gagn-gagnaðgerða? Nokkrum klukkustundum eftir til- kynninguna um ófarir björgunar- leiðangursins, hikuðu brezkir sér- fræðingar ekki við að fullyrða, að ástæðan væri sambandstruflanir hjá Bandaríkjamönnum, sem Rússar hefðu valdið. Því var að vísu neitað opinberlega í Pentag- on, en á móti því mæla aftur á móti vissar samræður milli Wash- ington og leiðangursstjórnarinn- ar, sem Miki Gurdus, sérfræðing- ur Express á þessu sviði, hefur fangað í ísrael. Og Express segir að einn liðurinn í ákvörðun Jimmy Carters hafi líklega stafað af óvenjulegum umsvifum á sovésk- um flugvöllum í birtingu föstu- dagsmorguninn. Það gætT verið skýringin á því hvers vegna Carter varð að tilkynna með tilþrifum, að liðinu hefði verið snúið við, meðan tvær síðustu Herkúles-vélarnar voru enn ókomnar út úr lofthelgi íran og Phantom-þoturnar í há- loftunum voru enn að svipast um eftir tveimur öðrum, sem virtust hafa horfið yfir Bahrein. • Astand Bandaríkjahers Bilanirnar í þyrlunum segja mikla sögu um hvernig ástandið er orðið í bandaríska hernum, segir Express. Og bendir á að 3 af 8 vélum séu 40%. Þarna sé um að ræða vélar, sem hafi verið taldar mjög öruggar, geti borið 37 manns á 315 km hraða meira en þúsund km leið. Þyrlurnar, sem notaðar voru í íran, voru 7 ára gamlar, en bilanatíðni þessara véla á ekki að vera yfir 5%. Þessi hræðilega veðrátta við Persaflóa með næst- um 100% raka í aprílmánuði gæti þó verið nokkur skýring. Einnig Einn af flugmönnunum fjórum, sem hlutu alvarleg brunasár þegar Herkules- vélin brann og 8 félagar þeirra fórust. sandstormur í eyðimörkinni yfir íran. En 3 þyrlur af 8 úr leik og árekstur milli Herkúles-vélar og Siko-þyrlu er all hraustlega í lagt. Hinn mikli bandaríski her er sjúkur síðan stríðinu í Vietnam lauk. Alvarlega veikur. Það hefur ekki farið á milli mála að á hernum sér. Enda dregið úr fjárveitingum. Og það fer ekki leynt í lýðræðisríki, þar sem allt er opinbert. Benda má á skýrslu Haywards aðmíráls til varnarmálaráðherrans áður en lokið var fjárlagagerð fyrir 1981, þar sem hann lýsir því hve her og floti séu illa búnir, m.a. vegna skorts á hæfum mönnum. Bæði hvað gæði og fjölda snerti hafi heraflanum farið aftur. Vandinn hefur hlaðizt upp við að minni- hlutahópar streyma í herinn. Svertingjar og spænskættaðir eru orðnir um 40% í hernum og 26% í landgönguliði flotans. Og af ótta við að vera sakaðir um kynþátta- mismunun segir að miklu minni kröfur séu gerðar til þeirra hvað aga snertir. Kvenliðþjálfar i land- gönguliði flotans láti jafnvel birta myndir af sér í Playboy, og Carter hafi sjálfur leyft bjórnotkun um helgar um borð í herskipum á Indlandshafi svo dæmi séu nefnd, þótt þessi fyrrverandi kafbáta- maður hefði átt að þekkja hið gamla máltæki sjóhersins: „Það er léttara að koma skipi inn í flösku, en fá flösku um borð í skip.“ Fyrir allt slíkt hefur Jimmy Carter nú fengið að borga, ennþá dýrara verði en fyrir ófarir björg- unarleiðangursins, sem meirihluti kjósenda ásakar hann ekki fyrir að hafa haft hugrekki til að reyna. Enginn af mótframbjóðendum hans í forsetakosningunum sýndi þá ósvífni að gagnrýna hann opinberlega. En uppsögn utanrík- isráðherrans Cyrusar Vance var fyrsta áfallið. Slíkt hafði ekki komið fyrir í Bandaríkjunum síð- an 1915. Nýi utanríkisráðherrann Edmund Muskie, hinn 66 ára gamli öldungadeildarþingmaður frá Maine, er góður ræðumaður, en hefur litla reynslu á alþjóða- vettvangi. Gæti svo farið að Bandaríkjamenn sem hafa orðið að upplifa martröðina af óförum björgunarleiðangursins, og hryllir við hinni óhugnanlegu sýningu á brenndum líkum bandarísku flug- mannanna — hallist nú að gamla kúrekanum Reagan frá Kaliforn- íu, sem e.t.v. kann betur en babtistinn Carter að reiða langa stafinn yfir óvinum Bandaríkj- anna. Líka gegn bandamönnunum svokölluðu í Evrópu, sem virðast telja eftir að hjálpa, jafnvel í orðum, þeim sem tvisvar sinnum hafa komið þeim til bjargar yfir Atlantshafið. • Arabar varkárir Sjálfsagt er ekki miklu hægt að bjarga við Persaflóa. Saudi Arab- ar höfðu fyrirfram neitað að leyfa flug yfir sitt svæði, jafnvel fyrir björgunarleiðangur, og neyddu þar með Bandaríkjamenn til að lengja flug Herkúles-vélanna með björgunarliðið. Það varð að krækja fyrir Arabíuskaga og fljúga utan í radarsvæði Sovét- manna. Arabísku blöðin voru felmtri slegin daginn eftir ófar- irnar á Tabas flugvelli. I Riyad, Kowait og furstadæmunum mátti sjá ásakanir, en siguröskur hinna máttugustu byltingarmanna — eins og Khomeinis, sem sá í þessu guðlega forsjá gegn íhlutun Sat- ans — „glumdu við: Eru prinsarn- ir og emírarnir í Arabaheiminum þá allt í einu orðnir andsnúnir Bandaríkjunum? Fjarri því. En þeir eru orðnir varkárir. Þeir trúðu því að Bandaríkjamenn væru ósæranlegir, afl þeirra gífur- legt og hermenn þeirra ósigrandi. En þeir hafa nú horft upp á keisarann felldan úr sessi, án þess að þora að gefa íranska hernum grænt ljós og gamla einvaldinn hrakinn, fárveikan, land úr landi eins og pestarrollu. Þeir hafa í sjónvarpinu séð sendiráðsmenn- ina niðurlægða í gíslingunni. Þeir vonuðust í laumi eftir skyndiárás, að Zorro kæmi með glæsibrag. En í blöðum sínum og sjónvarpi séð skelfilega sýn, óðan ayatollah veifandi brenndum handlegg. Og brunna beinagrind af fallegum flugtækjum á borð við þau, sem þeir hafa sjálfir verið að kaupa í stórum stíl. Yfirkomnir og óróleg- ir telja hinir hægfara öruggara að byrja að líta í hina áttina. 11 • Á leið til oliunnar í hvaða átt þá? Til Sovétríkj- anna, sem ráðizt hafa inn í Afganistan, malað 5 herdeildir í Kákasíu á landamærum írans og Azerbeidjan og 3 aðrar í Herat við landamæri írans. Til Sovétríkj- anna sem í hægðum sinuni safna öllum góðu spilunum. Þessi litil- fjörlega björgunarárás Banda- ríkjamanna hefur næstum si yggt á hina grimmilegn og umfangs- miklu innrás í Afganistan. Banda- ríkjamenn hugsa ekki um annað en gíslana sína 50, meðan Moskva lætur fara lítið fyrir sér, og forðast allar ógnanir. En Sovét- ríkin hafa flugvélar staðsettar í Suður-Afganistan, í 40 mínútna flugfjarlægð frá Persaflóa og lið- sveitir í hálfs dags fjarlægð frá Teheran og eru ekki alllangt frá Ormutz-flóa. Þeir geta beðið næsta tækifæris til að senda dátana sína inn í þau héruð, sem eru í upplausn. Tímamörkin eru nokkuð þekkt, 1984. Samkvæmt CIA munu Sov- étríkin skorta olíu til heimanota og fyrir gervihnetti sína eftir fjögur ár og þetta staðfesta upp- lýsingamiðstöðvar allra Vestur- landa. Fyrir þann tíma munu Sovétríkin reyna að ná valdi á olíulindunum við Persaflóa. Inn- rásin í Afganistan var auðvitað ekki nema fyrsta skrefið, sem Evrópumenn í eigingirni sinni látast ekki sjá og almenningsálitið í Bandaríkjunum sér ekki vegna sársaukans út af gíslunum í sendi- ráðinu. Rússar eiga þarna góðan leik. Samningurinn frá 1921, sem heimilar Sovétríkjunum að blanda sér einhliða í málefni írana, ef lífshagsmunum þeirra er ógnað, hefur aldrei verið felldur úr gildi. Khomeini hefur aðeins einu sinni lýst fyrirætlun sinni um að aflýsa honum, en ræða hans hefur ekkert lagalegt gildi. Samningurinn er enn í fullu gildi. Ástandið í Iran hefur aldrei verið eins spennt og ringulreiðin meiri síðan keisarinn fór í útlegð. Fögnuðurinn við fréttirnar um ófarir Bandaríkjamanna, ræður Khomeinis, niðurlægjandi sýning- in á flugmönnunum getur ekki dulið það sem máli skiptir: Iran siglir sífellt hraðari byr í að liðast í sundur. I blóði sínu. Og samtímis brennur Kurdistan. Daglega falla hundruðir, þúsundir eru særðar af loftárásum írana, og umheimur- inn lætur sig það engu varða. Sunnar herjar her Iraka á þús- undir iranskra þjóðernissinna og nota ringulreiðina til að ráðast á hinn veikburða og uppleysta ír- anska her. Frábær aðstaða fyrir ósveigjan- lega og þolinmóða menn, eins og þá sem búa í Kreml, þar sem Sovétsérfræðingar segjast telja að hernaðarsinnar hafi getað nýtt sér bága heilsu Leonids Brésnjefs og orðið ofan á. Bandaríkin hafa fengið líkingu af pappírstígris- dýri. Beztu vinir þeirra eru hugs- andi. Anwar Sadat, hugrakki mað- urinn sem lagði á sögulegan hátt land undir fót til Jerusalem og veitti keisaranum skjól, er enn einangraðri en fyrr í Arabaheim- inum. Talsmenn hans reyndu af veikum mætti að neita því að bandarísku vélarnar hefðu komið við í Suður-Egyptalandi, en höfð- inginn tottaði hinn rólegasti pipuna sína og staðfesti í raun: „Eg hefi lofað bandarísku þjóðinni að liðka fyrir frelsun gíslanna og koma til hjálpar öllum löndum við Persaflóa." Sá furðulegi Sadat. En hve lengi getur hann enn haldið þetta út, með Bandaríkjamenn síflæktari í málinu og Evrópu fýlandi grön? Frá Persaflóa til Egyptalands, frá svörtu Afríku til Spitzbergen bíða Rússar eftir að hirða afrakst- urinn. Eftir mánuð eða ár. Mörg- um stjórnmálamönnum og frétta- skýrendum verður hugsað til Sarajevo, eða áranna fyrir seinni heimsstyrjöldina. Níu söfnuðust saman í Luxemburg til að tala um stríð. En það er rollustríð, segir í lokaorðum greinarinnar í Express. (Tekið saman og þýtt af E. Pá.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.