Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980
27
Geir Hallgrímsson um Jan Mayen samninga:
„Nýtir Alþýdubandalagið
neitunarvald í ríkisstjórn?“
„Sannfærður um að sam-
komulagið ber að staðfesta“
- sagði Eyjólfur Konráð Jónsson
Á fundi í sameinuðu Alþingi í
gær urðu miklar umræður um
þingsályktunartillögu þá sem fel-
ur í sér heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til að staðfesta samkomulag
milli íslands og Noregs um land-
grunns og fiskveiðimál í tengsl-
um við Jan Mayen. Hér verður
birtur útdráttur úr ræðum þeirra
þingmanna sem töluðu áður en
gert var hlé á umræðunum um
kvöldmatarleytið.
Reynslan dæmir um kosti
og galla samkomulagsins
Fyrstur tók til máls Ólafur Jóhann-
esson utanrikisráðherra. í máli sínu
lýsti hann samkomulaginu og rakti
allar greinar samkomulagsins og
gerði grein fyrir því hvað í þeim
fælist. Hann kvað fjórðu greinina í
samkomulaginu mjög mikilvæga, en
þar væri reynt að komast að sam-
komulagi um hámarksafla. Ólafur
sagði að ef samkomulag næðist ekki
þá gæti ísland ákveðið leyfilegan
hámarksafla. Ólafur sagði það sjald-
gæft að sjá slíkt atriði í samkomulagi,
að öðrum viðsemjanda væri heimilt að
ákveða sjálfum leyfilegan hámarks-
afla, eins og Norðmenn hefðu fallist á.
íslendingar gætu einir ákveðið hver
hámarksafli loðnu yrði á íslandsmið-
um og við Jan Mayen. Utanríkisráð-
herra sagði það eðlilegt að Norðmenn
vildu hafa einhvern öryggisventil í
þessu sambandi og nefndi þar aðra og
þriðju málsgrein fjórðu greinar sam-
komulagsins. Hann kvað þau ákvæði
ekki ósanngjörn; íslendingar hefðu
ekki áhuga á að snuða einn eða neinn,
en afstaða Norðmanna væri skiljan-
leg. ísland hefði að vísu viljað vera án
þessarar málsgreinar, en ólíklegt væri
að greininni yrði beitt.
ölafur sagði að fimmta greinin
kvæði á um að Norðmenn ættu að fá
15% heildarafla loðnu sem veiddist á
Jan Mayen svæðinu. Hann sagði að
upphaflega hefðu Norðmenn gert
kröfu til 25% hlutdeildar í aflanum,
en fallið frá þeirra kröfu og sæst á
15%. Einnig hefðu Norðmenn viljað
að skipting kvótans yrði endurskoðuð
á 1—2 ára fresti, en Islendingar hefðu
fengið því framgengt að endurskoðun
færi fram á 4 ára fresti.
Ólafur sagði að menn spyrðu um,
hvaða hluffallstölu yrði farið eftir
þegar fari væri að stunda veiðar, þ.e.
hvort Norðmenn myndu virða 15%
samkomulagið. Hann sagði að sumir
teldu að Norðmenn myndu ákveða
sjálfir hver hámarksaflinn yrði, en
það væri misskilningur. Ef ekki næð-
ist samkomulag þá yrði farið eftir
reglum þjóðarréttarins.
Utanríkisráðherra sagði að íslend-
ingar hefðu helst kosið að landgrunn-
inu hefði verið skipt á samningafund-
unum, en um þau mál yrði fjallað í
framhaldsviðræðum. í því skyni
myndi skipuð sáttanefnd, sem settar
væru forskriftir en þær kæmu fram í
3. mgr. 9. gr. samkomulagsins. Þar
væri tekið tillit til efnahagslegra
hagsmuna íslands og annarra sér-
stakra aðstæðna. Samkvæmt því
mætti ekki jafna íslandi og Jan
Mayen saman, hagsmunir Islands
væru ósambærilegir hagsmunum
þeim er við Jan Mayen væru tengdir
Ólafur sagði að Jan Mayen væri lítil
eyja, óbyggð og óbyggileg og ætti ekki
möguleika á að öðlast efnahagslegt
sjálfstæði. Því væri það brot á samn-
ingnum ef að sáttanefndin tæki ekki
tillit til hinna sérstöku sjónarmiða
Islands. Ólafur sagði að margar þær
kröfur sem íslendingar lögðu fram á
samningafundunum hefðu fengist
fram, en báðir aðilar yrðu að sætta sig
við málamiðlun. Ólafur varaði þing-
menn við því að samþykkja ekki
þingsályktunartillöguna og rakti
hverjar afleiðingar þess gætu orðið.
Einnig sagði hann að harðvítugar
deilur milli íslendinga og Norðmanna
myndu spilla sambandi þjóðanna, en
hingað til hefði það samband verið
gott. Hann sagði að lokum að dómur
reynslunnar og sögunnar myndi skera
úr um kosti og galla samkomulagsins,
en við þann dóm myndi ekki tekið mið
af þeim ummælum sem falla myndu í
þessari umræðu.
Betri kosturinn
af tveimur tiltækum
Þingflokkur sjálfstæðismanna hef-
ur ákveðið að standa að samþykkt
þessarar þingsályktunar um heimild
til handa ríkisstjórninni að staðfesta
Jan Mayensamkomulagið, þótt hann
sé ekki alls kostar ánægður með
samningsdrögin, sagði Geir Hall-
grimsson, formaður Sjáifstæðis-
flokksins, á Alþingi í gær.
Það vekur athygli, sagði Geir, að
tillaga þessi er flutt af utanríkisráð-
herra en ekki ríkisstjórn sem venja er
við staðfestingu milliríkjasamninga.
Skýringin er sú að Alþýðubandalagið
treystir sér ekki til að standa form-
lega að umbeðinni heimild til handa
þeirri ríkisstjórn sem það er þó aðioi
að. Ef þverstæða er til staðar í
ríkisstjórn í jafn afgerandi hags-
munamáli, sem spannar bæði fisk-
veiðihagsmuni og landgrunnsréttindi,
er slík stjórn ekki til stóræðanna né
giTtudrjúgrar landsstjórnar fallin.
Geir Ilallgrímsson minnti á stað-
hajfingu forsætisráðherra þess efnis,
að núverandi ríkisstjórn afgreiddi
ekki mál með atkvæðagreiðslu. Af því
leiðir að Alþýðubandalagið hefur neit-
unarvald um nýtingu þeirrar heimild-
ar til handa ríkisstjórninni í heild,
sem þingsályktun þessi felur í sér. Ef
Alþýðubandalagið nýtir þetta neitun-
arvald, hver verða þá viðbrögð sam-
ráðherra, er að samkomulaginu
stunda? Verði neitunarvaldið ekki
nýtt, þrátt fyrir öll stóru orðin
ór.ierkja ráðherrar þess öll gagnrýnis-
atriði flokks síns á samkomulaginu.
Þessi tvöfeldni eða tvískinnungur Al-
þýðubandalagsins er ekki nýtt fyrir-
bfiri, heldur aðferð til þess að tala í
eiiia átt við umbjóðendur en breyta í
af -a í raun — til að halda ráðherra-
stJlum!
Geir Hallgrimsson rakti síðan efn-
isatriði samkomulagsins, sem hann
vtrri ekki alls kostar ánægður með. En
sé valkosturinn væri þó ótvírætt
skárri, að ganga að þessu samkomu-
lagi nú en að Norðmenn færðu út
lössögu við Jan Mayen, án nokkurs
konar viðurkenningar á rétti eða
he.gsmunum íslendinga. Gilti þetta
bæði um fiskveiðihagsmuni okkar,
ekki sízt varðandi loðnuna, og land-
grunnsréttindi utan 200 mílna, sem
væru viðurkennd með samkomulagi
um nefnd til að gera tillögur um
skipan þeirra mála, að ógleymdri
viðurkenningu á 200 mílna efnahags-
lögsögu okkar í átt að Jan Mayen og
sterkari viðræðustöðu við Dani eða
EUE vegna væntanlegrar útfærslu við
Grænland.
Geir Haligrimsson minnti á þings-
ályktanir, sem þingmenn flokksins
báru íram 1978, og voru ýmist sam-
þykktar eða vísað til ríkisstjórnar
með meðmælum utanríkisnefndar,
varðandi rannsóknir á landgrunni,
viðræður við Færeyinga, Norðmenn
og Grænlendinga o.fl. Þær ríkisstjórn-
ir, sem síðan hefðu farið með völd,
hefðu ekki fylgt þessum þingsályktun-
urn eftir, og brugðizt allt of seint við,
með þeim afleiðingum, að við hefðum
ekki staðið jafn sterkt að vígi nú og
ella hefði verið. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins í þessum fiskveiði- og land-
grunnsréttindum hefði verið ótvíræð
— en viðbrögð stjórnvalda alltof
síðbúin og ekki nógu markviss.
Geir Hallgrimsson minnti á tillög-
ur Matthíasar Bjarnasonar um það,
hvern veg mál skyldu lögð fyrir
Norðmenn í upphafi viðræðna, og ekki
hafi verið ágreiningur um. Samkomu-
lag það, sem nú væri til afgreiðslu,
fyllti hvergi nærri út þann kröfu-
ramma, enda samningar að jafnaði
þess eðlis að mætzt væri á miðri leið.
Ekkert atriði þessara samningsdraga
ólafur Jóhannesson
Ólafur Ragnar Grimsson
Gyjólfur Konráð Jónsson
útilokaði þó að ekki væri hægt að ná
réttindum enn frekar fram, með
áframhaldandi viðleitni. Og þótt 15%
hlutur Norðmanna í ioðnuveiði væri
að vísu í hæsta lagi, fæli hann þó í sér,
ásamt valdi okkar til að ákveða
heildaraflamagn, bæði rétt og for-
dæmi.
Síðan vék Geir að útfærslu Dana við
Grænland og þeim miklu hagsmunum,
sem íslendingar hefðu að verja á þeim
vettvangi, og gildi samningsins við
Norðmenn í óhjákvæmilegum viðræð-
um við Dani, sem stjórnvöld yrðu að
hefja sem allra fyrst.
Engar meginkröfur
hafa náðst fram
Næstur tók til máls Ólafur Ragnar
Grímsson. Hann sagði að þegar kostir
og gallar samkomulagsins væru metn-
ir þá væri nauðsynlegt að taka mið af
þeirri stefnu sem stjórnvöld og stjórn-
málaflokkar hefðu haft í þessu máli.
Þessu næst vék hann máli sínu að Jóni
Þorlákssyni, fyrsta formanni Sjálf-
stæðisflokksins og sagði að hann hefði
haft framsýni, stórhug og djúpan
skilning og gert sér grein fyrir
mikilvægi Jan Mayen. Yfirlýsing sú
sem Jón Þorláksson hefði gefið á
sínum tíma fæli í sér vefengingu á því
að Norðmenn hefðu ótvíræðan eign-
arrétt yfir eynni. Ólafur sagði að
einmitt þessi vefenging eignaréttarins
hefði verið grunntónninn í kröfugerð
íslendinga. Hann harmaði að í við-
ræðunum hefðu Norðmenn ekki tekið
tillit til hins sögulega réttar íslend-
inga yfir eyjunni. Hann sagði að menn
yrðu að horfast í augu við það að með
því að samþykkja þingsályktunartil-
löguna þá væri verið að ógilda fyrir-
vara Jóns Þorlákssonar.
Ólafur vék síðan að texta sam-
komulagsins og sagði að ef að sam-
komulagið eins og það lægi fyrir,
myndi dæmt á þeim grundvelli sem
Gcir Hallgrimsson
Sighvatur Björgvinsson
landhelgisnefnd hefði markað, þá fæl-
ist ekki í samkomulaginu nein grund-
vallarviðurkenning á réttindum
Islendinga. Hann sagði óeðlilegt að
lítil og mannlaus eyja ætti að skerða
réttindi íslendinga í framtíðinni.
Ólafur sagði að engar af megin-
kröfum íslendinga hefðu náðst fram í
samkomulaginu og að flestir væru
sammála um það að þetta væri ekki
góður samningur. Hann sagði það
rangt að samþykkja samkomulagið,
með því þá væri verið að veikja
málstað íslands í þessu máli.
Talsmenn Alþýðubanda-
lags taka ekki mark
á eigin orðum
Sighvatur Björgvinsson (A) sagði
vætanlega útfærslu Dana við Græn-
land hafa sett Norðmenn í þá aðstöðu,
að þeir hefðu ákveðið að færa út við
Jan Mayen samtímis, með eða án
samkomulags við íslendinga. íslend-
ingar hefðu átt um tvo kosti að velja,
annaðhvort að ná þeim réttindum og
viðurkenningu, varðandi veiðar og
landgrunn, og það fordæmi í væntan-
legum viðræðum vegna útfærslu við
Grænland, sem samningur þessi fæli í
sér, — eða að Norðmenn færðu út án
nokkurs samráðs við íslendinga. Allir
vildum við hafa náð meiri árangri, en
víst er, að þessi samningur er stó'rum
skárri kostur en útfærsla við Jan
Maeyen án nokkurs samnings.
Sighvatur sagði hgasmunaaðila og
sérfræðinga norska utanríkisráðu-
neytisins, bæði í hafréttarmálum og
um fiskifræðileg efni, hafa verið mun
erfiðari viðfangs en norska stjórn-
málamenn. Hann sagði og að viðræður
íslenzkra og norskra verkalýðsleið-
toga hefðu fleytt samningum þessum,
sem á tímabili voru strandaðir, áfram.
Utanríkisráðherra okkar, Ólafur Jó-
hannesson, lagði málið á lokastigi
þannig fyrir okkur samninganefdar-
menn, að annaðhvort væri að semja
upp á þann ávinning, sem í drögum
þessum fælist, eða viðræður færu út
um þúfur. Lengra yrði ekki komizt. Ég
er sammála þessu mati utanríkisráð-
hera. Við höfum viðurkenningu á
okkar 200 mílum, ákvörðunarrétt um
heildaraflamagn loðnu, 85% af því
magni í okkar hlut, og vissa viður-
kenningu á landgrunnsréttindum utan
200 mílna. Alþýðubandalagið hefur
alltaf verið á móti öllum samningum
út á við, aldrei viðurkennt að hægt
væri að semja til sigurs, þó reynslan
hafi oftast reynzt önnur. Andstaða
þeirra er þó á stundum aðeins í orði,
hins vegar samþykkt á borði — í
stjórnarráðinu. Mótmæli þeirra eru
því marklaus. Þeir taka ekki einu
sinni mark á þeim sjálfir, það mun
sannast á nýtingu ríkisstjórnar, sem
þeir eiga aðild að, á þessari heimild til
að staðfesta samkomulagið.
Hin jákvæðu
atriði samningsins
Eyjóifur Konráð Jónsson (S) sagði
upphaf þessa máls þrjár þingsálykt-
anir sjálfstæðismanna (október 1978)
um hafréttarmál: 1) um viðræður við
Norðmenn um íslenzk réttindi Jan
Mayen utan 200 mílna, 2) um rann-
sókn landgrunns íslands, og 3) um
landgrunnsmörk íslands til suðurs í
samvinnu við Færeyinga, varðandi
sameiginleg réttindi. Hann rakti þær
móttökur „sinnuleysis og skilnings-
leysis", sem tillögur þessar hefðu
mætt í fyrstu, og hve lítt þeim hefði
verið fylgt eftir, eftir að þær hefðu
verið samþykktar eða vísað til ríkis-
stjórnar. Vitnaði hann m.a. til um-
mæla Ólafs Ragnars Grímssonar
(Abl.) á Alþingi í maí 1979, sem hann
sagði vitna um, að þá hefði áhugi
þingmannsins á málinu ekki verið
kominn til. Af þáverandi stjórnarlið-
um hefði Stefán Jónsson (Abl) sýnt
jákvæðastar undirtektir.
EKJ rakti síðan málflutning og
tillðgur Matthíasar Bjarnasonar í maí
1979, f.h. þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, um viðbrögð í Jan Mayen-
málum, í kjölfar greinargerðar sem
hann (EKJ) hefði afhent þáverandi
utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal,
um Jan Mayenmálið (að loknum fundi
hafréttarráðstefnu í Genf). í kjölfar
tillagna Matthíasar Bjarnasonar
hefðu hjólin fyrst farið að snúast í
þessu máli. Þar hefðu verið viðraðir
ýmsir kostir, sem skýrðu rétt okkar,
en að sjálfsögðu hefði ekki verið við
því að búast að Norðmenn féllust
alfarið á ýtrustu kröfur.
Eftir að hafa marglesið samkomu-
lagið, bæði á norsku og íslenzku, og
borið saman við margvísleg ákvæði og
orðalag í hafréttarsáttmála, og rætt
við íslenzka viðræðuaðila, bæði
stjórnmálamenn og sérfræðinga um
hafréttarmál og fiskifræði, er ég
sannfærður um, að þetta samkomulag
eigi að staðfesta. Þó ég sé ekki alls
kostar ánægður hefur vandleg athug-
un sýnt mér, að í því felst raunar
„miklu meira en menn gera sér grein
fyrir við fyrstu sýn“.
EKJ sagði að atkvæðagreiðsla hefði
aldrei verið viðhöfð á hafréttarráð-
stefnum. Allt gengi út frá því að ná
samkomulagi, þróa mál í samkomu-
lagsátt. Það eitt að Norðmenn og
Islendingar semdu um réttindi þjóð-
anna á Jan Mayensvæðinu felur í sér
umtalsvert vægi, þar eð samningurinn
geymir fulla viðurkenningu á 200
mílna lögsögu okkar í átt að Jan
Mayen og á því „að við eigum réttindi
á þessu umdeilda svæði" utan 200
mílnanna, bæði veiðirétt og hafs-
botnsréttindi, sem skipta á milli
okkar og Norðmanna eftir síðara
samkomulagi. Þetta er mjög mikil-
vægt einmitt með skírskotun til 56.
greinar draga að hafréttarsáttmála.
Okkur ber og að undirstrika þá
þýðingu, sem hin ýmsu ákvæði sam-
komulagsins hafa, einmitt lögfræði-
lega, í hugsanlegum dómi og eins
raunar í samningum. T.d. einhliða
ákvörðunarréttur okkar í hámarks-
afla loðnu, m.a. á þessu umdeilda
svæði, og eins í ákvæðunum um
helmingaskipti þar, og raunar orða-
laginu „sérstakar aðstæður", sem
ótvírætt höfðar til okkar. Af öllu
þessu verður sáttanefnd og dómur að
hafa hliðsjón.
Utfærsla Norðmanna verður fyrst í
dag fiskveiðilögsaga. Ef þeir lýsa
einhliða út efnahagslögsögu, höfum
við áhrifamikið svar, að lýsa eignar-
rétti okkar á öllum hafsbotninum. Þá
er að vísu komin upp deila — en þá
höfum við stoð í núverandi samkomu-
lagi um úrskurð eða sátt.
Þótt ég sé auðvitað ekki ánægður
með samningsdrögin í öllu — tel ég
engan vafa leika á því, að þau eigi að
samþykkja. Þau eru áfangi sem að
sjálfsögðu þýðir ekki lyktir heldur
áframhald réttindabaráttu af okkar
hálfu á þessu svæði.
Steingrímur Hermannsson sjávar-
útvegsráðherra tók einnig til máls
fyrir kvöldverðarhlé, og verður ræðu
hans getið síðar á þingsíðu Mbl.