Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 17 Skákmót skólanna á Austurlandi: Eiðamenn og Eskfirðing- ar sigruðu SVEITAKEPPNI skólanna á Austurlandi var háð í Neskaup- stað laugardaginn 3, ntaí sl. Teflt var 1 tveimur aldursflokkum, 7.-9. bekk og 1.—6. bekk. Aðeins tvær sveitir mættu tii leiks í hvorum flokki. í eldri flokki kepptu Eiðaskóli og Nesskóli. Teflt var á 4 borðum, tvöföld umferð, % tími pr. skák. Úrslit urðu þau að Eiðamenn sigruðu gestgjafana með yfirburðum, hlutu 6VS: vinn. gegn lVfe vinn. Sigursveitin var þannig skipuð: Kristinn Bjarnason, Jón A. Kjart- ansson, Guðjón Antoníusson, Guð- jón Bjarnason og Sigurþór Sig- urðsson. í yngri flokki leiddu sveitir frá Eskifjarðarskóla og Nesskóla saman hesta sína. Enn urðu gestgjafarnir að lúta í lægra haldi. Úrslit urðu þau að Eskfirð- ingarnir unnu örugglega, hlutu ll'k vinn. gegn 4'k vinn. Norðfirð- inga. Tefld var fjórföld umferð, 15 mín. hver skák. Sigursveitina skipuðu eftirtald- ir skákmenn: Hermann Hlöðvers- son, Ævar Freyr Ævarsson, Guð- ný Jónsdóttir, Björn Traustason og Þórir Karl Jónasson. Hrafn Bragason minningu látins félaga Cornelíu M. Jóhannesson. Sem fyrr segir eru nú fimm starfshópar innan íslandsdeildar. Tveir þeirra störfuðu sérstaklega fyrir fang- ana: Greogory Sekaxh frá Sov- étríkjunum, Liang Liang-chi frá Sovétríkjunum, Jakobslav Rojn- ica frá Júgóslavíu, Eduardo Grutsky frá Argentíu og Sidney Donald Malunga frá Zimbabwe (Rhodesíu) en hann var látinn laus á árinu og varð einn af tuttugu frambjóðendum flokks Joshua Nkomo (Zimbabwe Afri- can People‘s Union — ZAPU) sem náðu kjöri til þings í kosningun- um í Rhodesíu áður en landið fékk sjálfstæði á dögunum. um hinna fjölmörgu sérverkefna, sem alþjóðasamtökin vinna jafn- an að. Vakin var athygli á hinum mikla fjölda manna, sem horfið hefur í Argentínu á undanförnum árum og í því skyni efnt til kynningar í Austurstræti og upp- lýsingum dreift til fjölmiðla og almennings. Vakin var athygli á örlögum og högum barna sam- vizkufanga víða um heim og í því skyni sett upp veggmynda og ljósmynda sýning á Kjarvals- stöðum og síðar í Menntaskólan- um í Hafnarfirði (Flensborg). Vakin var athygli á mannrétt- indabrotum í Sovétríkjunum og Guatemala og í því skyni dreift upplýsingum til fjölmiðla og til nokkurra fjölmennustu samtaka landsins, sem beðin voru um aðarins og hefur íslandsdeild notið mikilvægrar aðstoðar dag- blaðanna í Reykjavík og Ríkis- útvarpsins í því skyni. í vöxt færizt að skólanemar leiti til deildarinnar eftir upplýsingum um mannréttindamál svo og að skólar og félög leiti eftir fyrir- lesurum frá deildinni til að kynna samtökin. Þá var starf samtak- anna kynnt á almennum fundi í Norræna húsinu í janúarlok og sótti hluti þátttakenda áfram vikulega fundi, fimm talsins, þar sem einstakir þættir þess voru kynntir og skýrðir nánar. Af reikningum deildarinnar varð ljóst, að óhjákvæmilegt væri að hækka ársgjöld í kr. 5.000- til þess að halda í við verðbólguna svo og að gera átak til frekari Hrafn Bragason formaður Islands- deildar Amnesty International Jón og Elv- ar valdir á HM í skák STJÖRN Skáksambands íslands hefur nýverið valið keppendur til þátttöku i heimsmeistaramótum unglinga í ár, en það eru þeir: Jón L. Árnason, sem tefla mun í heimsmeistaramóti, 20 ára og yngri, sem fram fer í Dortmund í V-Þýzkalandi 15.—31. ágúst, og Elvar Guðmundsson, unglinga- meistara íslands, sem keppir á heimsmeistaramóti sveina, 17 ára og yngri, í Le Havre í Frakklandi 30. júlí til 11. ágúst. í báðum mótunum verða tefldar 13 umferð- ir eftir monradkerfi. Þjóðhátíðarsjóður: AÐALFUNDUR íslandsdeildar alþjóðasamtakanna Amnesty Int- ernational var haldinn að Hótel Esju 22. apríl sl. í skýrslu stjórn- ar kom m.a. fram, að fimm starfshópar eru nú innan deildar- innar, að starfað hefur verið fyrir fimm nafngreinda samvizku- fanga og að deildin hefur tekið þátt í sérverkefnum alþjóðasam- takanna varðandi mannréttinda- brot í Argentínu, Sovétríkjunum og Quatemala, svo og verkefnum varðandi börn pólitískra fanga og baráttuna gegn dauðarefsingu. Einn hinna fimm samvizkufanga er nú frjáls maður og hefur verið kjörinn á þing í heimalandi sínu, Zimbabwe, (áður Rhodesíu). Fráfarandi formaður íslands- deildar, Margrét R. Bjarnason, flutti skýrslu stjórnarinnar eftir að hafa minnzt — og beðið viðstadda að votta virðingu Þriðji starfshópurinn hefur sinnt bréfskriftum vegna skynd- iaðgerða (Urgent Actions) þ.e. samræmdra bréfaherferða vegna fanga, sem eru taldir hætt komn- ir ýmist vegna heilsubrests, ón- ógrar aðhlynningar, illrar með- ferðar og andlegra eða líkam- legra pyntinga, svo og vegna yfirvofandi dauðadóma. Fjórði starfshópurinn sinnir bréfaskriftum vegna „fanga mán- aðarins" en samkvæmt upplýs- ingum alþjóðasamtakanna virð- ast 35—50% þeirra fanga, svo og þeirra, sem unnið er fyrir í skyndiaðgerðum, fá annaðhvort frelsi eða betri aðbúnað í fang- elsi. Fimmti starfshópurinn hefur unnið ásamt stjórninni að her- ferðum og öðrum verkefnum. Þá hefur íslandsdeild Amnesty International tekið þátt í nokkr- aðstoð við bréfaskriftir til mót- mæla. Þá hefur deildin tekið þátt í baráttunni gegn dauðarefsingu, sem er eitt af markmiðum alþjóðasamtakanna og nú lögð sérstök áherzla á um þessar mundir. Leitað var til á annað hundrað manna, fyrst og fremst þeirra, er fjalla um refsingar á vettvangi löggjafarvalds, dóms- valds og framkvæmdavalds ríkis- ins og þeir beðnir að skrifa undir tilmæli til Sameinuðu þjóðanna um að afnema dauðarefsingu með öllu. Um þriðjungur þeirra, sem til var leitað hefur þegar orðið við tilmælum deildarinnar og má geta þess, að sá sem fyrstur varð til þess var forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn. Sérstök áherzla hefur verið lögð á það í vetur að auka þátttöku af íslendinga hálfu í bréfaskriftum vegna fanga mán- fjáröflunar til að tryggja frekar grundvöll starfseminnar. Formaður íslandsdeildar Amn- esty International var kjöri Hrafn Bragason, borgardómari. Fráfarandi formaður, Margrét R. Bjarnason, s. 43135, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en féllst á að taka sæti í varastjórn ásamt Sigurði Magnússyni, blaðafull- trúa, s. 15370. Aðrir í stjórn voru kjörnir Anna Atladóttir lækna- ritari, s. 23868, Anna Daníels- dóttir, háskólanemi s. 33941. Sr. Bernharður Guðmundsson blfltr. Þjóðk. s. 40187 og Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður. Formenn starfshópa eru: Berg- ljót Guðmundsdóttir læknaritari s. 14682, Linda Jóhannesson, skrst.m. s. 34099, Líney Skúla- dóttir, arkitekt, s. 10481, Helgi Kristinsson s. 37841 og Þórir Ibsen háskólanemi s. 19006. Safnahús Skagfirðinga Ljósm. H.I'. Fjárveiting til að ljúka bygg- ingu Safnahúss Skagfirðinga Steikt á glóðum BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hefur gefið út nýja bók sem heitir STEIKT Á GLOÐUM og er undirtitill hennar „Safaríkar steikur og ljúffengt meðlæti". I fyrsta kafla bókarinnar er fjallað lítillega um þróun glóðar- steikingar frá upphafi til okkar daga. Síðan er fjallað um gerð glóðartækja, bæði þeirra sem hægt er að kaupa í verslunum og eins þeirra sem maður getur sjálfur útbúið. Eru í bókinni handhægar leiðbeiningar um hvernig best er að búa sjálfur til sín eigin glóðartæki. Það telst til nýmæla hér á landi að í bókinni er fjallað um reyk- ofna, en þeir gefa möguleika á reyksteikingu og varm- og kald- reykingu. Er leiðbeint um allar þrjár aðferðirnar í bókinni og eins hvernig best er að haga gerð reykofna. Óhætt er að segja að reykofnar bjóði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni í matargerð sem veita mun þeim ánægju sem við fást. I bókinni eru fjölmargar upp- skriftir á gómsætum réttum úr kjöti, fiski og fuglum. En upp- skriftirnar eru þó ekki einskorðað- ar við það, heldur er að finna alls kyns meðlæti sem á vel við réttina, s.s. sósur, salöt, krydd- smjör, brauð og drykkjarföng. Bókin er 80 blaðsíður í stóru broti, prentuð í litum og skreytt teikningum, sem gera hana auð- skilda og skemmtilega aflestrar. Margrét Kristinsdóttir hús- mæðrakennari þýddi bókina og færði hana að íslenskum aðstæð- um. (Fréttatilkynning) „SAFNAHÚS Skagfirðinga er sameign Sauðárkróks og Skagafjarðarsýslu, en það var reist á árunum 1965— 1970,“ sagði Kári Jónsson OPNUÐ hafa verið tilboð í bygg- ingu 1. áfanga iþróttahúss Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Eft- irtalin tiiboð bárust: 1. Knútur og Steingrímur h.f. kr. 174.718.244.- 2.Einingahús h.f., Garðabæ kr. 230.246.058,- 3. Emil P. Einarsson, Suðurgötu 72 kr. 177.527.930,- 4. Hamarinn h.f. kr. 152.000.000.- formaður stjórnar safnsins i samtali við Mbl. „Þetta er stórt og mikið hús, enda hýsir það héraðsbóka- 166.894.252.- 6. Sigurður og Júlíus h.f., kr. 179.794.940,- 7. Guðni Þ.T. Sigurðsson, Þrast- arnesi, 2, Garðabæ kr. 211.743.684,- 8. Trésmíði s.f., Brekkubraut 7, Njarðvík kr. 191.492.863.- 9. Þorsteinn Sveinsson, Mið- vangi 79, kr. 187.910.113.- Kostnaðaráætlun verkkaupa er kr. 193.891.200.-. safn Skagfirðinga, skjalasafn og vísi að Listasafni Skaga- fjarðar. í húsinu er sýningar- salur og hafa þar verið haldn- ar margar sýningar. Þessi 2 m.kr. fjárveiting frá Þjóðhá- tíðarsjóði er til þess ætluð að ljúka byggingu hússins, en kjallarinn er ófullgerður og er verið að vinna að honum nú. í kjallaranum verður skjala- geymsla og vonast er til að ekki líði á löngu þar til hún verður tekin í notkun. Þess má geta að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga er elsta safn sinnar tegundar á landinu, ef safnið í Reykjavík er undan- skilið,“ sagði Kári. „Einnig fékk skjalasafn héraðsins 500 þús. úr Þjóðhátíðarsjóði að þessu sinni og verður féð notað til að kaupa ýmislegt, sem fengur er að, til varð- veislu í skjalasafninu,“ sagði Kári Jónsson. Víðistaðaskóli: Tilboð opnuð í 1. áfanga íþróttahúss 5. Berg h.f., Breiðvangi 21 kr. : J Hclw og Korth 1 Steikt á glóðum 4 CnGrfliar cfntlritr nn moAitPti STlJKT \ (ÍIM'M omm f Leigja vatnasvæði Fljótár fyrir um 11 milljónir króna VEIÐIFÉLAG Siglufjarðar hefur nú tekið á leigu Fljótá, Miklavatn og minni þverár veiðiárið 1980. Leiguupphæðin fyrir árið er um 11 milljónir króna. Hverju sinni er hægt að vera með þrjár stengur í laxi í Fljótá, en engin takmörk munu vera á því hversu margar stengur hægt er að vera með í Miklavatni við silungsveiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.