Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980
Uppsagnirnar
á Selfossi
Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
Það er orðið fámennt og fækkar mönnum þar enn.
Ljósm. Mbl. Kristinn.
Aðeins verið að
koma í veg f yrir
rekstrarhalla
- segir Þórarinn Sigurjónsson, formaður stjórnar KÁ
„ÞESSUM mönnum var sagt upp
störfum um áramótin og ástæðan
var sú, að það var verkefnaskort-
ur hjá fyrirtækinu. Mönnunum
var að sjáifsögðu sagt upp með 3ja
mánaða fyrirvara,“ sagði Þórar-
inn Sigurjónsson, formaður
stjórnar Kaupfélags Árnesinga. i
samtali við Mbl., er hann var
spurður um ástæðurnar fyrir því,
að nokkrum mönnum var sagt
upp hjá fyrirtækinu. „Síðan gerist
það að stjórn Kaupféiags Árnes-
inga ákveður að fresta uppsögn-
unum að ósk Vinnumáladeildar
félagsmálaráðuneytisins en hún
reyndi að finna lausn á þessu máli
i samráði við kaupfélagsstjórann.
Félagsmálaráðuneytið reyndist
Segi ekki
neitt að
svo stöddu
- segir Kristján Guð-
mundsson formaður
Járnsmiðafélags
Árnessýslu
„Ég vil ekki segja neitt um
þetta mál að svo stöddu," sagði
Kristján Guðmundsson, formað-
ur Járnsmiðafélags Árnessýslu,
þegar Mbl. leitaði álits hans á
uppsögnunum á Selfossi. Hann
sagði að það væri verið að vinna
að málinu og sagði að ekki væri
tímabært að ræða það nú.
ekki geta leyst úr málinu og hélt þá
stjórn kaupfélagsins fund og var
þar reynt að finna leið til þess að
mennirnir gætu fengið vinnu þegar
uppsagnarfresturinn rynni út.
Þetta bar ekki árangur. Enga vinnu
var að hafa innan Kaupfélags
Árnesinga, að því er kaupfélags-
stjórinn taldi,“ sagði Þórarinn.
„Þegar málum var svo komið
óskaði stjórnin eftir því við kaup-
félagsstjórann, að hann frestaði
því, að uppsagnirnar tækju gildi, í
einn til tvo mánuði, en kaupfélags-
stjóri synjaði þeirri málaleitan.
— Leiða þessar uppsagnir ekki
til þess að verkstæðið verður lagt
niður, ef svo fer fram sem horfir?
„Það hefur aldrei verið talað um
að leggja verkstæðið niður, og
kemur ekki til mála að mínum
dómi. Hér er aðeins verið að koma í
veg fyrir rekstrarhalla," sagði Þór-
arinn Sigurjónsson.
Hef aldrei haft ánægju
af að segja upp mönnum
- segir Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri á Selfossi
„SKÝRINGIN á þessum uppsögn-
um er einfaldlega sú, að það var
ekki nóg fyrir mennina að gera,“
sagði Oddur Sigurbergsson, kaup-
félagsstjóri, í samtali við Mbl. „Ef
menn vilja skamma einhvern
vegna þessara uppsagna, þá á ekki
að skamma stjórnina, heldur mig,
þvi ég hef einn umboð til að ráða
menn en ekki stjórnin,“ sagði
Oddur. „Þessum mönnum var sagt
upp störfum með löglegum fyrir-
vara og raunar er uppsagnarfrest-
urinn gagnkvæmur. Mönnunum
var gert að hætta störfum hjá
fyrirtækinu um mánaðamótin
april/ maí, en þeir fengu að halda
áfram vegna beiðni félagsmála-
ráðuneytisins.
Eins og ég sagði þá er ástæðan
fyrir þessum uppsögnum sú, að
minnkandi atvinna er á bifreiða- og
vélaverkstæðinu, en á því fór að
bera á síðari hluta árs 1979. Við
drógum það fram í desember að
segja upp fólki, við vonuðum að
ástandið myndi batna. Þegar
ástandið var orðið þannig, að við
vorum farnir að borga 5—600 þús-
und í laun á mánuði mönnum sem
ekkert höfðu að gera þá var ekki um
annað að ræða en að fækka starfs-
fólki. Á síðasta ári var bókfærður
verkefnaskortur hjá okkur 10,4
milljónir, en var árið áður 2,8
milljónir. Verkefnaskorturinn á
síðasta ári nemur um 6.10% af
heildarlaunagreiðslum fyrirtækis-
ins. Hins vegar var tapið á vélar-
verkstæðinu og járnsmíðaverkstæð-
inu 55—60 milljónir," sagði Oddur.
Oddur Sigurbergsson
„Það er því óforsvaranlegt fyrir
mann sem ráðinn er til þess að
stjórna fyrirtæki að gera ekkert
þegar svo er málum komið.“
„Ég sagði upp tveimur mönnum
sem eru járnsmiðir og hefur annar
þeirra unnið á bílaverkstæðinu. Það
leiðir af sjálfu sér að hann varð
fyrstur að fara samninganna vegna.
Þá var það ákveðið að bjóða trúnað-
armanni járniðnaðarmanna nýtt
starf og hefur hann verið ráðinn í
járnsmiðjuna."
— Menn leiða getum að því að
það liggi einhverjar aðrar ástæður
að baki uppsögnunum en slæmur
hagur fyrirtækisins?
„Menn mega halda það sem þeir
vilja um það. Ég hef aldrei haft af
því ánægju að segja upp mönnum.
Hins vegar kemst enginn hjá því að
gera hluti sem honum líkar ekki.
Það hefur verið leitað að störfum
fyrir þessa menn, en þau hafa ekki
fundist, eru ekki til hjá kaupfélag-
inu. Áður en ég tók þá ákvörðun
segja upp mönnunum þá talaði ég
við forstöðumanninn hjá bifreiða-
smiðunum og verkstjórann á verk-
stæðinu. Þeir voru sammála mér
um það að útilokað væri að halda
rekstrinum áfram með þessum
mannafla. Þá spurði ég verkstjór-
ann að því hverjum segja ætti upp,
en þá svaraði verkstjórinn: „Ef þú
segir upp yngri mönnunum þá getur
þú alveg eins lokað." Þá bað ég þá
um að taka saman lista með
nöfnum þeirra sem segja ætti upp.
Það var gert og síðan sagt upp
samkvæmt þessum lista.“
— Nú hafa nokkrir menn á
verkstæðinu sagt upp störfum
sínum vegna þessa máls, verður
ekki mannekla á verkstæðinu í
sumar?
„Þegar þeir þrír, sem sagt hafa
upp fara eru eftir fimm menn. Nú ef
eitthvað verður að gera þá komum
við til með að ráða nýja menn.
Jafnfraint því sem mennirnir sögðu
upp þá sögðust þeir vera til viðræðu
um endurráðningu, ef gengið yrði
að þeirra kröfum, sem voru þær, að
þessi mál leystust á þann veg sem
þeir gætu sætt sig við. Þessar
kröfur voru teknar fyrir á stjórn-
arfundi kaupfélagsins og þar var
þeim hafnað, enda getur stjórnin
ekki tekið ákvörðun um slíka hluti,
það verður að gerast á aðalfundi,"
sagði Oddur Sigurbergsson kaupfé-
lagsstjóri. __
Kaupfélagsstjórinn
hefur beygt stjómina
- segir Snorri Sigfinnsson trúnaðarmaður á bifreiðaverkstæði KÁ
„Kaupfélagsstjórinn segir
ástæðuna íyrir uppsögnunum vera
verkefnaskort hér á verkstæðinu,
en hér vinna 14 menn,“ sagði
Snorri Sigfinnsson, trúnaðar-
maður bifvéiavirkjanna á bif-
reiða- og véiaverkstæði Kaupfé-
lags Árnesinga á Selfossi, i sam-
tali við Mbl. „Verkefnaskortur og
endurvinnsla á verkum nemur
rúmum tveimur mannslaunum,
eftir því sem kaupfélagið segir.
Okkur finnst þetta gróft i farið.
Það er sagt upp þremur bifvéia-
virkjum, einum járniðnaðar-
manni, trúnaðarmanni járniðnað-
armanna og einum verkamanni.
Okkur sýnist að ef talið hefði
verið nauðsynlegt að losna við tvo
umframmenn þá hefði það verið
hægt án þess að til þessara upp-
sagna þyrfti að koma. Einn
þeirra, sem sagt var upp, er
sjötugur og hann var tiibúinn til
að fara i hlutastarf og einnig var
hægt að færa járniðnaðarmanninn
í smiðjuna. Þá er báðum járniðn-
aðarmönnunum sagt upp þó að
það séu ófaglærðir menn í smiðj-
unni. Okkur finnst það kynlegt að
faglærðum mönnum sé sagt upp
meðan ófaglærðir fá að halda
áfram,“ sagði Snorri.
Snorri Sigfinnsson
Ljósm. Mbl. Kristinn.
„Alls hefur sex mönnum verið
sagt upp, fjórar uppsagnir áttu að
taka gildi 30. marz, en tvær þann
30. apríl. Vegna beiðni félagsmála-
ráðuneytisins var málinu frestað
til 11. maí og biðu fjórir með að
hætta til þess tíma en tveir hættu
strax. Aðalvertíðin hjá okkur er á
vorin og eru uppsagnirnar látnar
taka gildi þegar öll starfsemi er í
fullum gangi og einnig er skammt í
sumarfrí. Mér sýnist að hér verði
tveir starfsmenn í sumar þegar
sumarfríin hefjast, en við höfum
þrír sagt upp störfum frá og með 1.
ágúst vegna þessa máls. Ég held að
kaupfélagsstjórnin hafi látið
sveigja sig í þessu máli, kaupfé-
lagsstjórinn hefur beygt stjórnina.
Ég veit að stjórnin hefur unnið að
því að fá þetta mildað, en hún
hefur ekki tekið afgerandi afstöðu í
málinu," sagði Snorri.
— Hver er ástæða uppsagnanna
að þínu mati?
„Sumir halda að ástæðan sé
fimm ára gamalt mál, en þá
mótmælti bifvélavirki hér á verk-
stæðinu aðgerð kaupfélagsstjórans,
en með henni var tekinn af okkur
réttur til að gera við eigin bíla hér
inni. Þessi bifvélavirki mótmælti
og var rekinn fyrir. Þessu mót-
mæltum við með því að leggja
niður vinnu og fengum við okkar
fram að lokum. Það er talið að
þetta hafi aldrei verið fyrirgefið.
Einnig vill svo einkennilega til, að
sá fyrsti sem sagt er upp nú er
einmitt sá maður sem mótmælti
hér um árið,“ sagði Snorri Sig-
finnsson.
Ástæða uppsagnanna er geð-
vonska kaupfélagsstjórans
- segir Kolbeinn Guðnason
„Ástæðan sem gefin er upp fyrir
uppsögnunum er óvissa og at-
vinnuleysi,“ sagði Kolbeinn
Guðnason, fyrrverandi starfs-
maður á bifreiða- og véiaverkstæði
KÁ, í samtaii við Mbl. en Kolbeinn
hefur unnið hjá kaupfélaginu i
hartnær fjörutíu ár. „Þetta er
skýringin sem gefin er upp í
uppsagnarbréfi, “ sagði Kolbeinn.
„Skýring mín er hins vegar sú að
þetta sé hreinn fyrirsláttur, at-
vinnuleysi hér er ekki meira cn
verið hefur að því er ég fæ best
séð. Þó get ég ekki fuilyrt neitt þvi
ég hef ekki tölur,“ sagði Koibeinn.
„Hins vegar hef ég fylgst með
þessu öllu í áratugi og tel mig því
hafa hugmynd um hvað er um að
ræða. Á verkstæðinu er starfsemin
byggð upp á bifreiðaviðgerðum,
en þeim verður ekki jafnað niður
á árið, það verða ailtaf einhverjir
annatímar i þessu. Ég tel því að á
hverju bifreiðaverkstæði eigi að
vera það margir menn að verk-
stæðið eigi nokkurn veginn að
geta annað eftirspurn á anna-
timum.
Hvað þessar uppsagnir varðar þá
tel ég að hér sé á ferðinni síðbúin
hefndarráðstöfun vegna atburða
sem gerðust árið 1975. Þá urðu hér
hörð átök og þá var mér sagt upp.
Ástæða þeirrar uppsagnar var ekki
persóna mín, heldur'sú að ég léði
Kolbeinn Guðnason
nafnið mitt til þess að fá fram
leiðréttingu á málum sem orsökuð-
ust vegna ósvífni kaupfélagsstjór-
ans. Élg skrifaði kaupfélagsstjóran-
um bréf til að knýja á um leiðrétt-
ingu þessara mála, en svarið sem
ég fékk var uppsögn. Síðan var ég
ráðinn aftur eftir nokkur átök.
Þegar átti að fara að fækka
mönnum nú fyrir skömmu, þá var
kjörið tækifæri til að klekkja á
mér, “ sagði Kolbeinn. „Einnig voru
nokkrir þeirra, sem sagt var upp
nú, framarlega í þessari gömlu
deilu. Ég held að hin raunverulega
ástæða fyrir uppsögnunum sé geð-
vonska kaupfélagsstjórans, en mér
er ekki kunnugt um að hann hafi
nokkurn tímann farið eftir eða
leitað eftir ráðum annarra við
stjórn fyrirtækisins," sagði Kol-
beinn.